Þjóðviljinn - 02.06.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.06.1939, Blaðsíða 1
Hvað segja Breídfylkíngar- Wodín, Morgunblaðíð og ^ísír nm ofbeldi St. jóhanns Ofbeldisverk St. Jóhanns hefur vakið geysilega andúð hjá m°nnum úr öllum stjórnmálaflokkum. Öldur andúðarinnar gegn Þeirri persónulegu hefndarstarfsemi, sem hér er á ferðinni, hafa rmið svo hátt, að tvö aðalblöð Breiðfylkingarinnar, Morgunblaðið og ^isir, þora ekki að segja frá bráðabirgðalögunum. Þetta styrkir þann grun, sem er mikið útbreiddur, að St. Jó- hann hafi framið ofbeldisverkið án þess að spyrja samstarfsmenn sina i ríkisstjórninni ráða. Að sjálfsögðu verður þögn þeirra og blaða þeirra, sem að Þeim standa, skoðuð sem samþykki. Ekkert getur forðað íhalds- og íí’y' , amsoknarmönnum Breiðfylkingarinnar frá því að þetta hneyksli verði skrifað á þeirra reikning, nema beinar yfirlýsingar komi fram Urn að það sé framið í þeirra óþökk. Ef slíkar yfirlýsingar ekki koma fram, verður að krefjast þess af Morgunblaðinu og Vísi, að þau geri grein fyrir hver sú ”brýna nauðsyn” sé, sem eigi að réttlæta útgáfu . þessara laga, því eins og kunnugt er, mælir stjórnarskráin svo fyrir, að bráðabirgða megi aðeins gefa út, ef ,,brýn nauðsyn ber til” Það er einnig ástæða til að þessi blöð geri grein fyrir því, ^vort þau séu því samþykk að önnur félög, sem ríkisvaldið á einn ^a annan hátt hefur afskipti af, t. d. með löggjöf eða fjárfram- lö£um verði svipt frelsi sínu, eins og nú hefur verið gert með bygg- ‘ngarfélag verkamanna? Vilja þessi blöð að hér verði tekin upp sama regla og í Þýzkalandi, að ríkisstjórnin skipi formenn í öllum þeim félögum, sem leyft er að starfa? Vilja þau að félagafrelsi þnð, sem stjómarskráin veitir þjóð vorri, verði fótum troðið og að engu gert? Loks er ástæða til þess að þau geri fulla grein fyrir því, ^vort þau séu því samþykk, að tefja byggingu verkamannabústaða a þann hátt, sem gert er með bráðabirgðalögum félagsmálaráðherr- ans. IV. AIiGANtíUK FÖSTUDAGUBINN 2. JÚNI 1939 124. TÖLUBLAÐ lais kri lilell mmaina. Molofoíf setur sktlyrdí, er gírða fyrír svík eíns og þau er framín voru i Mtinchen, — England og Prakkland hafa enn ekkí víljað fryggja Eysfrasaltsríkín gegn árásum. EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. MOSKVA I GÆRKV. Molotoff hélt ræðu sína, sem beðíð var eftír með óþreyju um heím allan, í gærkveldí. Gerðí hann skýrt og afdráttarlaust greín fyrir afstöðu Sovétstjórnarínnar gegn ágengnísstefnu árásarrikjanna, sem alltaf færðu síg upp á skaftíð sökum undanláts lýðveldísrikjanna, — og sýndí jafnframt fram á skipbrot „hlutleysísstefn- unnar“, sem náð hefðí hámarki sínu í Miinchen. I AlíýðnWaöið berst geon hagsmonnm verkamanna * gær stöðvaði Dagsbrún vinnu allra ófaglærðra verkamanna við þysgingar. ^áttasemjari hefur haft deilu þössa til athugunar án þess að fá n°kkru til vegar komið. Leila þessi stendur, sem kunn- u8t er, um það, að Dagsbrún ger- lr kröfu til þess að laun Dagsbrún arnianna sem vinna við bygging- ar' verði borguð á skrifstofu fé- lagsins, og að vinnuveitendur Sveiðj félaginu 1% af upphæð ^nnulaunanna í þóknun fyrir sitt starf. Þessu hafa bæði félög múr- arameistara og trésmiða hafnað. •á-'þýðublaðið gat ekki stillt sig Uln að sýna fjandskap sinn i garð verkamanna út af þessu máli í £®r. Þar segir m. annars: „Krafa þ°mmúnista er ósanngjörn á hend Ur trésmiðum og múrurum — og þefur auk þess enga þýðingu fyr- lr verkamennina sjálfa”. Tekur þú þátf í s-kirónuvelfunní ^cfur þó $ert sbyldu Þina gagnvarf Þjóð-- viljanum? AHir velunnarar Þjóðviljans j ^^vfa að taka söfnunargögn í annaðhvort ^ósialiatafélagsins, 21 (opið ^laðsing. lyIunið að Þjóðviljinn er eina ntjórnarandstöðubiaðið á Is- andi- e*na frjálsiynda blaðið, nina blaðið, sem þorir að ^Sja sannleikann um fram- er®i ríkisstjórnarinnar. á skrifstofu Hafnarstr 2—7), eða á afgr. Það er aukaatriði í þessu sam- bandi, þó Alþýðubaðið sé í þessu, sem öðru í beinni andstöðu við sina fortið. Hitt er aðalatriðið, að kröf ur Dagsbrúnar eru í senn sann- gjarnar og mjög þýðingarmiklaír fyrir verkamenn. Þessu til sönnunar má benda á það, að múrarasveinar hafa haft útborgun launa á félagsskrifstofu sinni og Trésmiðafélagið sömuleið- is fyi’ir sína félaga, og fyrir þetta hafa félögin lagt beint eða óbeint 1% ofan á kaup faglærðra verka- manna við byggingar. Það má því heita furðulegt, ef múrarameistar ar og trésmiðir eru Alþýðublaðinu sammála um að krafa Dagsbrúnar sé ósanngjörn. Vert er að geta þess, að kaup ó- faglærðra verkamanna nemur hér um bil 10% af heildarbyggingar- kostnaði. Af húsi, sem kostar 50 þús. kr. eru það 5 þús. kr. og gjald ið til Dagsbrúnar yrði því 50 kr. og sjá allir að slíkt skiptir litlu fyrir byggingarkostnað hér í bæ, Það, sem knúð hefur faglærða byggingarmenn til að taka útborg un á launum í hendur félaganna, er hið sama sem gerir kröfu Dags- brúnarmanna mjög brýna. Og það er þetta: Það hefur verið algengt, að byggingarverkam. fengju ekki greiddan Dagsbrúnartaxta, auk þess hafa þeir iðulega ekki fengið laun sín greidd fyrr en seint og síðarmeir, og stundum aldrei, og loks hafa þeir alloft fengið þau gi'eidd í allskonar rusli, svo sem rakvélablöðum og klosettpappír, Það er til þess að koma í veg fyr- ir allt þetta að verkamenn í bygg- ingariðnaði vilja að Dagsbrún inn heimti laun þeirra. Með því fá þeir tryggingu fyrir því að launin verði greidd samkvæmt taxta, í pening- um og vikulega. Allt þetta telur Alþýðublaðið að sé til „hins verra” fyrir verka- menn. Ef til vill væri rétt að fara að vinna að því, að verkamenn fengju forgangsveð í þeim húsum, sem þeir vinna við, til tryggingar kaupi sínu, á sama hátt eins og sjómenn hafa veð í skipum. Því verður enn að treysta, að heiðarlegir byggingarmeistarar vilji ganga að kröfum Dagsbrúnar, svo að fyrirbyggð verði að sú ó- reiða eigi sér stað um launagreiðsl ur við byggingar, sem að framan er lýst. Alþýðubaðið finnur ástæðu til að fleipra enn með sinn gamla róg um f járhag Dagsbrúnar. Að þessu sinni skal látið við það sitja, að benda á þá staðreynd, að inn- heimtan hjá Dagsbrún hefur geng ið mikið betur í vetur en hjá Sig- urði Guðmundssyni í fyrravetur. Að öðru leyti skal þetta auðvirði- legasta blað allra blaða ekki virt frekar svars. fíersfc» æfintýrið komíð úf á dönsku. „Gerska æfintýrið“, sem af öllum, er lesið hafa ær talin einhver bezta bók Halldórs Kilj- an Laxness, er nú komin út f danskri þýðingu. Heitir bókin á dönsku ,„Det russiske Æven!;yr(‘ og er ^efið út af Mondes Forlag-. pýðing-- una hefur Jakob Benediktsson -jaq jjýcj uias ‘jzeuuu aajsiS'eui ur flestar aðrar bækur JHalldórs. Hefur Pjóðviljinn það fyrir satt að þýðingin sé hin prýðilegasta svo sem vænta mátti. Ræðan Á síðustu mánuðum hefur á- standið í alþjóðamálum versnað stórum. Orsökin er annarsvegar ágengniss'tefna árásarríkjanna og hinsvegar „hlutleysisstefna” lýð- ræðisríkjanna. Hælast fulltrúar árásarrikjanna af árangri ágengn- isstefnu sinnar — og þá vantar sannarlega ekki gorgeirinn, þó að skortur sé á mörgu í löndum þeirra. — En þessum árangri hafa árásarríkin aðeins náð vegna þess, að lýðræðisríkin snéru baki við stefnu hins sameiginlega öryggis, létu í sífellu undan árásarríkjun- um og reyndu að ,/riða” þjóðir slíiar með því að þau væru að vernda friðinn með þessu. Sovétríkin hafa tekið og taka > m Rauði herinn — öflugasta brjóstvörn lýðræðis og friðar Molotoff aðra afstöðu til alþjóðamálanna en hvorttveggja þessara ríkja. Sov étríkin verða sízt vænd um samúð með árásarríkjunum, en þau heimta að horfzt sé í augu við veruleikann, en ekki reynt að svæfa fólkið með „friðandi” ræð- um, því það getur aðeins verið í þágu þeirra, sem ætla sér áfram að láta undan eíga fyrir ágengn- inni. Þannig hafa ýmsir fulltrúar Englands og Frakklands reynt að telja fólki trú um að þeir hafi forðað Evrópu frá stríði með hin- um óheillavænlega sáttmála i Miinchen. En mörgum fannst Eng land og Frakkland í Munchen ganga þá lengi'a en þau höfðu rétt til og með Miinchen náði „hlutleysispólitíkin”, stefna sam- komulagsins við árásariíkin, há-t marki sínu. Og til hvers hefur sú póíitík leitt ? Gjaldþrot hlutlcysís- stcfnannar. Hefur MUnchensáttmálinn stöðv að ágengni árásarríkjanna ? Nei, þvert á móti. Síðan MUnch ensáttmálinn var gerður í septem- ber, hefur Þýzkaland lagt undir sig Tékkóslóvakiu, — og það svo auðveldlega, án allrar mótstöðu lýðræðisríkjanna, að sú spuming hlýtur að vakna: Hvað var í raun inni takmarkið með samningunum í Miinchen? „Hlutleysispólitíkin” liefur beð- ið algert skipbrot, Tékkóslóvakía, Memel, Albanía sanna það bezt. Og uppsögn Þýzkalands á samning I unum við England og Pólland —- sem svar við friðarboðskap Roose velts — sýnir bezt áframhaldándi stefnu Þýzkalands Og Þýzkaland og Italía géngu lengra. Nýlega var gert á ínilli þeirra hernaðarbandalag, sem auð- sjáanlega er ætlað til sóknár og árása. Hingað til hefur þessum löndum þótt nauðsynlegt að fela bandalag sitt undir því yfirskini, að það beindist gegn Alþjóðasam- bandi kommúnista. En nú hafa þau kastað þeirri grímu. í hern- aðarbandalagssamningi þeirra er ekki minnzt á Alþjóðasamband kommúnista einu orði. Þvert á móti er opinbert, að b'jjndalagið beinist gegn helztu lýðræðisríkjum Evrópu. Þessar staðreyndir sanna hvern ig alþjóðaástandið hefur versnað. En um leið virðist hafa vaknað . nokkur viðleitni hjá lýðræðisríkj- | unum til að sýna mótstöðu gegn ágengninni. Við treystum að vísu varlega orðum tómum, sem fram koma um slíkt. Við sjáum líka til- hneigingarnar úr vissum áttum að beina ágengni árásarríkjanna inn á „sérstök svið” og við minnumst orða félaga Stalins um: „að sýna varkámi og gefa þeim stríðsaðilj- um, sem vanir eru að etja öðrum í eldinn, engan möguleika til að draga land vort inn í deilur”. Hinsvegar eru nokkrar stað- reyndir, sem sýna að í lýðræðis- rikjunum séu menn að átta sig á g jaldþroti , .hlutleysisstefnunnar”, og að skilja nauðsyn þess, að mynda samfylkingu friðarríkj- anna gegn árásarseggjunum. Þann ig hefur England nú gert samning við Pólland um gagnkvæma hjálp og við Tyrkland. Við þau voru áður engir samningar. Og síðan hafa England og Frakkland snúið sér til Sovétstjórn arinnar, um miðjan april, og ósk- að eftir samningum við hana um samkomulag gegn ofbeldinu. Þess- um samningum er enn ekki lokið. Samt var strax frá byrjun þeirra samninga auðséð, að til þess að skipa starfhæfa samfylkingu frið- arríkjanna, var nauðsynlegt að uppfylla eftirfarandi lágmarksskil yrði. Skílysrðí Sovétríkjanna. Að gerður sé gagnkvæmur hjálp arsamningur gegn ágengni milli Englands, Frakklands og Sovét- ríkjanna, sem einungis er ætlaður til varnar. England, Frakkland og Sovét- ríkin tryggi ríkin í Mið- og Austur Evrópu, undantekningarlaust öll þau Evrópuríki, sem landamæri eiga að Sovétríkjunum, gegn árás. Nákvæmur samningur sé gerður milli Englands, Frakklands og Sovétríkjanna um form og eðli skjótrar og virkrar * hjálpar, sem þau veita hvort öðru og hinum Framh. á 4. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.