Þjóðviljinn - 02.06.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1939, Blaðsíða 4
sp Níý/ði T5io a§ Pað var hún# sem byrjadl Fyrsta flokks amerísk skemmtimynd frá Warner Bros, hlaðin af fyndni og fjöri, fallegri músík og skemmtilegum leik. Aðalhlutverkið leikur eftirlætisleikari allra kvik- myndavina: Errol Flynn og hin fagra Joan Blondelh Orbopglnn? Næturlæfenir í íiótt er Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturverðir eru þessa viku í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð inni Iðunn. Út\ arpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Caruso syngur 20.30 íþróttaþáttur. 20.40 Útvarpskvartettinn leikur. 21.00 Garðyrkjuþáttur. 21.20 Hljómpltur: a) Yms þjóðlög sungin. b) Harmónikulög. 22.00 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Meðlimir Æskulýðsfylkingarixm- ar, sem fara úr bænum, eru beðnir að koma á skrifstofu sambandsins til viðtals. Ferðafélag fslands ráðgerir að fara 2 skemmtiferðir næstkomandi sunnudag. Skjaldbreiðarför: Far- ið í bílum um Þingvöll, Hofmanna flöt og Kluftir inn að Skjaldbreið- arhrauni, norðan við Gatfell. Það- an gengið á fjallið og tekur fjall- gangan um 6 tíma fram og til baka. — Gönguför á Grímmanns- fell: Ekið í bílum að Hraðastöð- um í Mosfellsdal og gengið þaðan á fellið. Haldið niður með Bjarnar vatni og Reykjaborg að Reykjum. Skoðuð vermihúsin og hitagjafi Reykjavikur. Gengið að Álafossi og ekið heimleiðis. Lagt af stað kl. 8 árdegis frá Steindórsstöð. — Farmiðar seldir í Bókaverzlun Isa- foldarprentsmiðju til kl. 1 á laug- ardag. I ttoðafoss ler í kvöld, föstudag, x2. júnt vestur og norður. ■, Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegti í 'dag. Oallfoss fer á mánudagskvöld 5. júní, rnn Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. ( Ræða Molotoffs. Framhald af 1. síðu. tryggðu ríkjum, ef árásarríkin ráð ast á þau. Þetta er vort álit. Við þvingum engan til að samþykkja það, en það er trú min að það samsvari bezt hagsmunum allra friðarríkja. Bandalag vort væri aðeins varnar bandalag, ólíkt því árásar- og sóknarbandalagi, sem Þýzkaland og ítalía hafa gert. En bandalagið verður að byggj- ast á höfuðreglu gagnkvæmni og sömu skyldna. Og á það hefur skort í þeim tillögum, sem enska stjórnin hefur lagt fram til þessa. England og Frakkland vildu • tryggja sér hjálp Sovétríkjanna, ef ráðizt yrði á Pólland eða Rúm- eníu, en vildu ekki ábyrgjast, ef ráðizt yrði á Sovétríkin. Eins var allt óákveðið hvað gera skyldi, ef ráðizt yrði á Eystrasaltslöndin, ná grannaríki vor Síðustu dagana hafa komið nýj- ar tillögur frá Bretum og Frökk- um. Þar er viðurkennd höfuðregl- an um gagnkvæma hjálp Englands og Frakklands og Sovétríkjanna, ef ráðizt er á þau. Er það auðvitað framför, en þó fylgja þessu svo margir fyrirvarar, að fallvalt get- ur orðið, er til átaka kæmi. Hins- vegar vantar einnig i þessar til- lögur gagnkvæma tryggingu fyrir öll lönd Mið- og Austur-Evrópu. Tillögurnar krefjast að vísu hjálp ar Sovétríkjanna fyrir þau 5 lönd, sem England og Frakkland ábyrgj ast, en ekkert er ákveðið um hjálp við þau 3 lönd við norðvestur landamæri Sovétríkjanna, sem ekki gætu varizt árás En Sovétríkin taka ekki að sér skuldbindingar gagnvart þessum nefndu 5 ríkjum, nema þau fái tryggingu fyrir þessi 3 lönd við norðvestur landamæri sín. Þannig standa samningarnir við England og Frakkland. (Síðan kemur Molotoff stutt inn á verzlun Sovétríkjanna við Þýzka land og ítalíu, er hann telur geta gengið vel eða illa án tillits til pólitísku samninganna við lýðræð- isríkin. Síðan sagði hann frá batn- andi sambandi við Pólland og Tyrkland og frá góðum árángrum af för Potemkins. Rakti hann svo afstöðu Sovétríkjanna í Álands- eyjamálinu, þar sem óhugsandi væri fyrir Sovétríkin - að sam- þykkja endurvíggirðingu Álands- eyjanna, þegar möguleikar væru á að þær yrðu notaðar gegn þeim í stríði. Þvi næst kom Molotoff inn á af- stöðuna til Japana og kvað hótan- ir Japana engin áhrif hafa á Sov- étríkin. Þau gætu varið réttindi sín þar eystra og myndu verja Mongólska lýðveldið samkvæmt þeim samningum, sem við það væru, og komst svo að orði): Við tökum það í alvöru að fram- kvæma samninga, sem við höfum undirskrifað. Eg vara hér með við um það, að við munum verja landa mæri Mongólska lýveldisins, sem vor eigin, samkvæmt gagnkvæm- um samningi við það. Ásakanir japcnsku stjómarinnar í garð lýð- veldisins eru hlægilegar — og það má minna þá stjórn á, að öll þol- inmæði á sér takmörk. Japönum er bezt að hætta uppegningum sín- um á landamærum vorum og Mong ólska lýðveldisins. Það höfum við tilkynnt sendiherra Japana hér. (Síðan ræddi Molotoff um vin- áttu Sovétríkjanna við Kína, þar næst um framfarir Sovétríkjanna á síðustu árum og hvernig þær hefðu breytt afstöðu þeirra í heim inum og þar með utanríkispólitík- inni, og lauk með þessum orðum): Það þarf nú ekki að sanna að at utanríkispólitík Sovétríkjanna er algerlega friðelskandi og beint gegn ágengninni. Það vita árásar ríkin bezt. Seint og hikandi átta nokkur lýðræðissinnuð stórveldi sig á þessum einfalda sannleika. En í þeirri samfylkingu friðarríkj- anna, sem í raun og sannleika vilja veita ágengninni mótstöðu, eiga Sovétríkin hvergi lieima nema í fylkingarbrjósti. Ræðu Molotoffs hefur verið fork unnar vel tekið og var hann hyllt- ur af þingheimi á eftir. Samþykkti þingið einróma stefnu stjómarinn ar í utanríkispólitíkinni á grund- velli ræðu Molotoffs og síðan sleit Andrejeff, forseti, þinginu, þar sem dagskrá þess var tæmd. Lögreglan var í gærmorg'un fevödd niður á hafnarbakka og voru þar þrfr pólskir sjómerm1 í áflogum við ungar stúlkurheð an úr bæn-um er verið höfðu umj borð' í togaranium um nótt- ina. Fór lögreglan með' áfloga- fóllcið í Steininn. Skípafréttir: Goðafoss cr í Reykavík, Brúarfoss er á leið til Leith, Detttifoss er á útleið, Lagarfoss er við Norðurland, Gullfoss er væntanlegur að vest an í Idag, Drottningirf er á leið til Kaupmannahafnar. ökaupíélaqiá Gamlöl^io % Dir, Yogamí ftá London „VARGÚLFUKINN” Övenjuleg og hroðalega spenn- andi amerísk kvikmynd um þjóðsöguna, að menn geti ( breytzt í „vargúlf”-veru, sem er að hálfu leyti maður og að hálfu leyti blóðþyrstur úlfur. Aðalhlutverkin leika: WARNER OLAND, HENRY HULL og VALERIE IIOBSON. Börn fá ekki aðgang. Því fá menn minna fyrir fisk- inn en í fyrra Framh. af 2. síðu. fallið frá þf(í í fyrra um 1 eyri, að viðbættri verðfellingu krónj unnar (nánar tilgreint, um 6,25 aura á kg.)? 2. Ef svo er ekki, hverjirhirða þá mismuninn og hvc mikill er hann ? mer ei Kunnugr um, að sú ástæða er færð fram fyrir yf' irvigtintii, að stöðugar umkvart- anir berist frá markaðslöndun- urn vegna undirvigtar á fiski Því er til að svara, að til leið- réttingar þessu bæri að vtaka hæfilega yfirvigt á fiski, sem seldur er út úr landin-u illa presí aður. Að taka háa yfirvikt á fullpresstuðum fisfei, eins og nú er gert, er ekkert annað erf lögverndaður þjófnaður. Verbúðum í iRvífe, 1. júní 1939. Gunnar össurarson- Aikki Aús lendir í æfiníýrum. Saga i myndum fyrír börnín. 119. Ætlarðu að fara í Jerðalag strax aftur ? t>ú sem ,ert nýkom- inn heim. Ég hélt.að þú ætlaðir að hvíla þig rækilega., Það hélt ég líka, en margt fer öðru vísi en setlað ,er. — Blessaður farðu, vertu ekki ,að hugsa um mig, þér(hef- ur aldrei þótt vænt, um Fjárans vand- ræði að Magga skuli taka þessu svona. Verst er að ég lofaði karl inum — að minnast ekk- ert á ferðina til Asíu. Hvað — var hún að kalla 3X9 TTrT Varst þú að kalla,,Magga? — Já, ég sagði ,bara góða ferð, komdu fljótt aftur. MansKirk: Sjómenn 96 vesljings barnið kann að hafa brotið, þá getur hún öðlíast náðina ef hún vill. — Næsta morgtm fór Tea inn til Tabitu undir eins og hún hafði komið börnunum í skólann. Tab- ita lyfti fölu ndlitinu frá koddanum og augun í Teu voru rauð og) þrútin. Hún taláðj í Volæðis róm: Það er víst bezt að þú farir á fætur, Tabita, sagði hún. Svo er vfst bezt að ég fari til ölmu og segi henni frá því. Fólk tekur undir eins eftir því þegar það sér þig hvort sem er. Tabita flýtti sér t^fejólinn, sem var alltof þröngur á hana. Ég skil nú ekki hvemig ungdómurinn hag- ar sér nú á döjgum, sagði Tea gremjulega. Þú hefð- ir þó að minnstakosti getað haft hugsun á því, að víkka kjólinn, þú ert engu lífe í þessu. Þegar Tab- ita var fcomin á fætur, tók Tea fram svörtu skýluna, áem hún notaði annars ekki nema við kirkju, og vafði henni um höfuðið. Þá fer ég Tabitá, sagði h'úrf. Nú vona ég bara að það komi enginn á meðan En þú skalt nú samt vita, að það eru þung spor, að fara til þess að opinbera smájn dóttur sinnar. Alma v,ar að flysja kartöflur í eldhúsinu þegar fcom. Nú það ert þá þú Tea, sagði hún-. Þá fáum við okfeur kaffisopa. Það sýður á katlinum. Tea stundi og Alma Ieit á hana . Það er þó ekkert að? spurði hún. Jú, sagði Tea og grét nú fögrum tárum. Ég ætla ekki að leyna þig neinu Alma. Tabijta kom' heim úr vistinni í g*ær og er með barni. Alma missti niður bæði hnff og kartöfju :og starði óttaslegin á Teu. En hvernig gat það borið til? . Hún hefur leiðzt út á villigötur, kyeinaði.Tea, Hún er trúlofuð manni og þau ætla að giftast. Eftir því sem ég get komizt næst, er hann skikkelsismaður. Eg ætla ekki að taka upp fyrir mína eigi.i dóitur, en léttúðug hefur Tabita nú aldrei verið. Það er hræðilegt að heyra — svona ung, bvíslaði. Alma. Eg ætla mér ekki að fara að afsaka hana á neinn hátt, sagði Tea. Eg hef alltaf halað ólifnað og hata hann tvöfallt hjá mínum eigin börnum. Og ég vil þ- gjarnan verða sú, sem kastar fyrsta steininum, og fyrst Tabita hefur leitað heim, þá finnst .mér, að liún ætti að fá að vera í friði. En maðurinn? spurði Alma. Á hann nokkuð lil? . Tea hristi höfuðið: Han er sagður duglegur mað-: ur, en hann hefur ekki haft vinnu í vetur. En þau eiga að giftast undir eins og hægt er að koma því við. Nú megið þið heldur ekki gera Tabitu rangt til. Hennar brot er stórt, það er satt, en léttúðug hefur hún aldrei verið, það er mér óhætt að fullyrða. Það er langt síðan að hún sagði mér, að þau væru trú- lofuð. Tea talaði í væluróm. Hún sat við eldhússborðið og suðaði og Alma greip fram í við og við til að votta meðaumkun sina. Nei, stundi Tea, hann var ekki trúaður, en það var ekki gott að vita, nema hann kynni að frelsast. Og hann var af almennilegu fólki kominn* það átti kannske ekki við að geta um það, ei) það benti Þa til þess, að hann mundi hegða sér eins og, honurf1 bar, Alma renndi í bollana, Tea lifnaði ögn viS og spurði Iireint og bei'nl: Hvað fnnst þér nú, Alma? Mér iinnst það svo leiðinlegt vegna þín og Jerfs’ sagði Alma. En það eru engir foreldrar, sem geta borið ábyrgð á því, hvernig börnin haga sét', Þ^' ar þau fara úl í heiminn. Við vitum, að þið ha^ gelið börnunum ykkar uppeldi, eins og ber hja frelsuðu fólki. Og hvað sem upp á kann að koirfa’ þá verðum við að bera það með auðmýkt hjartarfs- Já, hvíslaði Tea. Og þar að auki ætla ég ekki að dæma Tabitrf- "f verður nógu hart fyrir liana samt. Hvenær býst 'lUH við barninu? Eftir tvo mánuði, svaraði Tea. Þakka Þel' *': Alnia, það er alltaf huggun í að tala við þag- Én þegar Tea kom heim, kom óróleikinn attui yfir hana. Hún vissi að nú hljóp i’regnin um oga Tabitu hús úr húsi, það var hvíslað og kjaftáð og talað illa um hana, ja, nú mundi hún verða umtali. Hún liafði enga eirð í sér við nokkurl ve heldur hljóp úr einu í annað og jagaðist við l9jenS sem var eins og hrjáður og hrakinn .smáfugl-• ^ var að vinna úti í slcúrnum og börnin kom11 úr skólanum. Þau horfðu þegjandi og vandn0 ‘ ^ á Tabitu, sem var orðin digur og ætlaði að faia leggjast á sæng. heyrgi Tea hélt niðri í sér andanum þegar hun einhvern koma seinna um daginn. Það val 0g anna. Hún heilsaði Tabitu dálítið vandræða og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.