Þjóðviljinn - 25.06.1939, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1939, Síða 3
► JÖBVILJINN Sunnudagurinn 25. júní 1939 Ingvar Björnssofi frá Gaf fí: Sameinnð alþýðnæska Það ,er ekki svo sjaldgæft að misskilnings gæti milli kaup- staðafólks .annarsvegar og sveita fólks hinsvegar. Pað á ekki síður ,við um æskuna. Kaup- staðaæskan ;er að mörgu leyti frábrugðin sveitaæskunni. Þann mismun :skapar hin ólfka að- staða. ,En þar með er ekki sagt að á miili þessarar æsku þurfi að vera einhver óbrúanlegur misskilningur. Síður en svo. Æskan til sjávar og sveita hlýt ur að eiga mörg sameiginleg á- hugamál,, eða ætti að eiga. Hún er sjfrottin upp af sömu stétt, alþýðustéttinni íslenzku. Heim- ili hennar eru heimili verka- manna ;og bænda. Þar er barizt við sömu erfiðleika, gegn sama óvini. Það er þvjí í raun og verui mjög fjarri allri sk)msemi að álíta ,að þessir tveir aðilar séu ósaettanlegar, fjandsamlegar andstæður, eins og stundum er haldjð fram. Því er af sumum haldið fram við okkur sveita- æskuna að við séum eitthvað mjög þýðingarmikið fyrirbrigði fólkið ,í „hinum dreifðu byggð- um“ með þúsund áramenningu að baki. Sveitirnar séu aflgjafi allra framfara, þar sé kjarni þjóðarinnar. Sveitafólkið sé gáfaðasta fólk landsins, og að það sé sveitaæskan, sem allt veltur á. Jafnframt þessu er okki r sagt frá rótleysi og alvöruskorti æskunnar við sjávarsíðuna. Þar er, nú eitthvað annað en sveita- menning á ferðinni, með þús- und :ára sögu að baki. Það er rétt( þar um að þetta fólk er tal- ið með Islendingum, að minnsta kosti ;ekki af betri endanum. Okkur er sagt frá þessari æsku sem mjög menningarsnauðri og illa uppaldri. Það eru „kommj únistar“ og annar viðlíka skríll sem gera uppreisnir og verk- föll gegn „betri mönnum''. miklu af viðlíka hugmyndum er haldið að okkur árlega ,og þessi skrif virðast eiga það mark æðst að ófrægja kaup- staðaæskuna í augum sveita- æskunnar, og er það óneitan- lega dálítið skrítin hugmynd. Og þessi áróður hefur ef til vill einhvern árangur borið. Það er ekki svo sjaldgæft að heyra því haldið fram að kaup- staðafólk spilli samkomum sveitafólksins, þegar það kem- ur þangað. Slíkar hugmyndir eru að nokkru leyti réttar og eðlilegar. En um leið verður að athuga eitt mikilvert atriðí Hvaða fólk er það úr kaup- stöðunum, sem kemur á skemmtanir sveitafólksins? Það er vert að athuga það áður en- felldur er dómur yfir allri kaupstaðaæskunni. Það er nefnilega alls ekki alþýðuæskan sem kemur á skemmtanir sveit anna, ekki hin heilbrigða, hugs andi, vakandi æska verkalýðs- ins. Það er fyrst og fremst yf- irstéttaræskan og stéttlausir slæpingjar. Þetta fólk kemur með sína siðj og sína ósiði má eins vel segja. Það eru þessar manntegundir, sem setja oft svip sinn á skemmtisamkomur sveitaæskunnar, sérstaklega á sumrin. Þessi æska er vel klædd framkoman óhefluð en frjáls, alvara lítil, áfengi nóg. Og þeg- ar hópur þessara manna kem- ur, dregur sveitaæskan, sem er fyriL og á skemmtunina, sig í hlé. Þarna er agi lítill og þessir menn geta því látið sem þá lystir óátalið. Þeir slá um sig með útlendum orðum, og láta skína í tilbúna mikilmennsku. Og hvað lítið, sem út af ber er hnefinn á lofti. Og í stað þess að þetta átti að vera skemmtun sveitaæskunnar varð úr því tæki handa nokkrum ,,betri“-slæpingjum til aðsvala skemmtanafýsn sinni og öðr- um hvötum. Því þessir menn vita að sveitaæskan er auðleidd ari út á ýmsar miður heppileg- ar brautir og varast ekki eins lævísar veiðibrellur og kaup- staðaæskan, sem vön er orð- in við slíkt, og á því hægara' með að gæta sín. En þegar sveitaæskan dæmir þessa frið spilla ,í sínu samkvæmislífi, þá gleymir ,hún því að þetta er aðeins hluti af kaupstaðaæsk- unni. Hún setur undir sömu sök hina tegund æskunnar, alþýðu- æskuna. Mér finnst athyglis- vetrltj í þessu sambandi lít- ið,dæmi: Haustið 1937 var ég á samkomu reykvísks verkalýðs, samkoman var mjög fjölsótt, húsfyllir í hinu stóra samkomu húsi. Það sem vakti undrun mína, með hliðsjón af öðrum samkomum, var það að ekki gat heitið að sæi vín á nokkr- um manni, hvað þá að um op- inbera ölvun væri að ræða og samkoman fór mjög vel fram. En það sama kvöld hélt annar félagsskapur samkomu, sem fullvíst má telja, að hafi ver- ið meira sótt af hinum ,,betri“ æskulýð bæjarins. En hvernig fór allt fram þar? Tveir menn stórslösuðust yegna ölæðis og áfloga, ,og almenn slagsmálog annað s'tieysi setti svip sinn á allt ,og loks var samkomunni slit ið fyrr en ákveðið var. Þetta eru ekki ýkjur heldur athygl- isverð smádæmi. Það er sveitaæskán og verk- lýðsæskan, sem þurfa að kynn ast meira en orðið er. Verklýðs æskan ,er vöknuð til vitundar um mátt sinn. Gagnstætt þeim kenningum, sem okkur eru boðaðar er það nú kaupstaðaæskan, sem við getum lært af því, nú á síðustu árum liafa kaupstaðirnir farið fi'am úr sveitunum í menningar-| legu tilliti, nú er það sveitaæsk- an, sem getur tekið sér kaup- staðaæskuna til fyrirmyndar. En til þess að slíkt megi verða þarf að takast gagnkvæm kynn ing milli þessara hópa alþýðu- æsku. Það þarf að byrja á því að útrýma Öllum ríg og misskiln ingi á milli þeirra. Kenna þeim að koma auga á þann sannleik: að verkalýðs og bændaæskan eru tvær greinar á sama stofni og að þessar undirstöður hvers þjóðfélags, hinar vinnandi stétt ir, eiga ekki að láta ríkja úlf-‘ úð og fjandskap á milli sín held ur samhug, samstarf og jafn- rétti. En hvað hefur verið gert í þá átt? Það má fullyrða að það er mjög lítið opinberlega, og þessar tvær fylkingiar standa hvor gagnvart annarri sem tvær andstæður, sem; í raun og. veru er ein fylking eða ætti að vera, ein sterk, voldug æsku- lýðsfylking. (Niðurl. á þriðjud.) Aukin slysavarnastarfsemi 8 ný félög sfofnud Landssýning barnaskólanna verður opnuð sunnudaginn 25. júní í Austurbæjarskól anum. i .Kl. 1,30 hefst skrúðganga skólabarna frá leikvangi Miðbæjarskólans. 1 fararbroddi skrúðgöngunnar ganga skátar, leikfimi- og söngflokkur frá barna- skólunum. Kl. 2 á leikvangi Austurbæjarskólans: 1. Hópsönuur barna (frá nokkrum skólum). 2. Ræður: Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri. Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar. Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri. Sig. Thorlacius, skólastjóri, form. S. 1. B. 3. Leikfimisýningar (skólabörn). 4. Hópsöngur barna. Aðgöngumiðar að leikvangi Austurbæjarskólans kosta 1,00 kr. fyrir fullorðna og 0,25 fyrir böm, og gilda þeir einnig að skólasýningunni á sunnudag. Skólabörn, er taka þátt í skrúðgöngunni, hafa ókeypis aðgang að leikvanginum. Að tilhlutun erindreka Slysa- varnafélags íslands, Jóns E. Bergsveinssonar, fóru Eyfelling arnir sr. Jón Guðjónsson, Holti undir Eyjafjöllum, Einar Guð- mundsson, Ingimundur Ólafs- son iOg Si,gmundur J>.orgilsson kennarar, og Leifur Auðunns- son sundkennari í erindum Slysavarnafélagsins dagana 12 —20. ,þ. m. um Borgarfjarðar-, Mýra- ,og Dalasýslu til þess að vinna að stofnun slysavarna- deilda í sVeitum þessara sýslna. Átta deildir voru stofnaðar í eftirtöldum sveitum: Á Hvítár- síðu, formaður Torfi Magnús- son;i Hvammi. Guðmundur Böð varsson, skáld, Kirkjubóli, og Eyjólfur Andrésson, Síðumúla. Að Hvanneyri, formaður Run ólfur Sveinsson, skólastjóri. Á Hvalfjarðarsirönd, formaður sr. Sigurjón Guðjónsson, Saurbæ, frú Ásgerður Þorgilsdóttir, Kala stöðum og Þorvaldur Brynjólf9 son, Miðsandi. í Leirár- og Melasveit, stjórn: form. Sigur- jón jHallsteinsson, Skorholti, Júlíus Bjarnason, Leirá og Ingv ar Hallsteinsson, Lyngholti. í Skilmannahreppi: form., Björn Lárusson, Ósi, Sigurður Sigurðs son, ,eldri, Stóra-Lambhaga og Guðmundur Björnsson, Litla- Lambhaga. I Borgarhreppi, for- maður, Stefán Jónsson, Brennu- stöðum, Þorsteinn Jóhannsson, Laufási og Einar Sigurðsson, Stóra-Fjalli. :í Stafholtstungum form. sr. Bergur Björnsson, Staf holti, Geir Guðmundsson, Sund- um og Guðmundur Guðbjarn- arson, Arnarholti. I Norður- árdal: formaður, Sverrir Gísla- : son, Hvammi. Undirbúningur var hafinn að stofnun deilda í Hálsasveit og Reyholtsdal og í Dalasýslu í Laxárhreppi, Hvammshreppi, Miðdalahreppi , og á Fellsströnd. Skilningur og samúð fólks, sent sótti þessa fundi, var frá- bær í garð Slysavarnafélagsins og sjálfboðaliða þess, og kom fram á fundunum ríkur áhugi og bezta samvinna að efla slysa varnir á sjó og landi með félags bundnum samtökum. Sumargístíhúsíð Reykholt er búíð að opna. rikísíns og Reykholtí Upplýsíngar á Ferðaskrífstofu Theédésra Svesnsdéffír, | Valur og Bret~ ! arnír Pramhald af 2. síðu. leikinn og nákvæmari staðsetn- ingar, spörk og skiptingar, væri hann margfalt hættulegri. Vöm Vals var góð og örugg með Grím- ar sem bezta mann. Sigurður og Frímann voru nokkuð öruggir. Hrólfur og Jóhannes unnu mikið, en nokkuð harkalega með köflum. Hermann er ekki kominn í þjálfun og var ekki eins öruggur eins og undanfarin sumur. Dómari var þjálfari Víkings, Pritz Buchloh. Hann fylgdist ekki vel með leiknum og kenni ég því nokkuð þeirri hörku, sem kom í leikinn, en góður dómari getur oft komið í veg fyrir slíkt. I kvöld leika Bretar við Viking og mun Víkingur fá tvo menn lán aða, þá Björgvin Schram og Prí- mann Helgason. Englendingar hafa fengið Devine, þjálfara Vals, til að leika með sér, vegna þess að miðframvörður þeirra meiddist svo í leiknum við Val, að hann getur ekki leikið með, en hann er, sem kunnugt er, hezti maðurinn í liði þeirra. Mr. — Kennarahátíð: Samsæti verður haldið að Hótel Borg, annað kvöld kl. 19 í tilefni af 50 ára af- mæli kennarasamtakanna. Öllum kennurum og áhugamönnupi um skólamál, ásamt gestum þeirra, er boðin þátttaka, meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar seldir í kennarastofu Austurbæjarskólans | í dag kl. 2—6 og kl. 10—12 f. h. I á morgun. Ennfremur verða þeir seldir að Hótel Borg állan daginn ! báða dagana. t hverrl verstðð á landinu eru mcsf nofaðar smurníngsolíur frá Vacuum Oíl Company þvi allír sjómcnn'frcysfa bczf fegundum, svo scm: Rubrex olíum (Oil P, 976 0$ 978) Motoroíl H Vacme og DTE olíum. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F. (Aðalsalar fyrir Vacuum Oil Co.) Bretamlr og Víkingnr keppa í kvöld kl. 8,30 stundvfslega Enskí aívinnuspíladnn Mtr. Devíne (þiálfatrí Vals, leikuir með Brefunum, Spennandí 1000 metra hlaup verður í hléínu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.