Þjóðviljinn - 16.07.1939, Blaðsíða 1
söfnunína
IV. AUGANíilJR
SUNNUDAGUR 16. JÚLl 1939
162. TÖLUBLAÐ
Þýzklr kafbátar til her-
æfinga við Island
Híð islenska náf t-
úmftræðifélag
50 ára.
Herðíð
5-fcrónu
Þeír koma hingað á fösfudagínn og
dvelja hér í þrjá daga
Pað hefur verið tilkynnt, að tveir þýzkir kafbátar
séu væntanlegir hingað á föstudaginn kemur. Jafn-
framt er tjáð, að skip þessi dvelji hér í þrjá daga, og
að þau hafi verið að heræfíngum að undanförnu og að
koma þeirra hingað sé i framhaldi af þeim.
Er svo að sjá, sem þýzku hermálastjórninni þyki
ekki ástæða til þess lengu r, að kalla herskipasending-
ar sínar hingað til lands ,,kurteisisheimsóknir“, þar
sem ræðismaður þeirra hér hefur gefið einu af blöðum
bæjarins pær upplýsingar, að kafbatar þessír séu send
ir hingað til heræfinga.
Islenzka ríkíssfjósrnín
vírðísf ekki hafa veríð
spurð um leyfí.
Þá er það engu síður atliyglis-
vert, að þýzlta stjórnin biður ekki
um leyfi ríkisstjórnarinnar hér tii
þess að senda kafbátana, heldur
tilkynnir, að þeir verði sendir.
íleræfingar þýzkra kafbáta geta
ekki haft nema einn tilgang, og
hann er sá, að Þjóðverjar eru að
reyna fyrir sér hvaða aðstöðu þeir
gætu haft með kafbátastöð hér við
land ef ófriður skellur yfir. Fellur
þetta sem örugg stoð undir þann
þráláta orðróm erlendra blaða, að
Þjóðverjar hafi ákveðið að láta til
skarar skríða hér á landi með kaf
bátastöðvar og jafnvel flugvelli.
Þá er enn eitt ótalið í þessu sam
bandi, og það er óvirðing sú, er
Þjóðverjar gera Islendingum, sjálf
stæði og hlutleysi þjóðarinnar með
slíkum ráðstöfunum. Og hvað
mundu ríkisstjórnir annarra landa
segja, ef þær fengju allt í einu til-
kynningu frá þýzku stjórninni um
að hún ætlaði að senda kafbáta til
heræfinga við strendur landa
þeirra.
lapanír vílja enga
samnínga um Tíenfsín
KHÖFN í GÆRKV.
EINKASK. TIL þJÖÐVÍ
Viðræöur Arita, utan-
ríkisráðherra Japana, og
brezka sendiherrans, Sir
Robert Craigie, hófust i
dag.
Ekkert hefur verið lát-
ið uppi opinberlega um
það, sem fram fór í við-
ræðunum, en fregnir frá
japönskum heimildum
herma, að þegar frá byrj-
un hafi verið sýnilegt, að
sjónarmið Breta og Jap-
ana á deiluatriðunum,
séu mjög ólík. Arita
muni þegar hafa farið
fram á að samið yrði um
afstöðu Breta almennt til
Japana, einkum þó^í sam
bandi við Kínastyrjöldina
en Craigie hafði talið að
farsælast mundi að jafna
Tientsin-deiluna áður en
vakið væri máls á samn-
ingum um miklu víðtæk-
ari og almennari efni.
Minni hlnti sildarverksmiðja
stjðrnarinnar vill stækka Raaðkn
Málínu verður ííblega vísað aftur tíl
ríhísstjórnarínnar.
Á í'undi, tiem haldinn var í stjórn
síldarverksmiðjanna á fimmtu-
dagsmorguninn, báru þeir Finnur
Jónsson og Jón Þórðarson fram til
iögu um að stækka síldarverksmiðj
una á Raufarhöfn um 5000 mál og
lýstu því jafnframt yfir, að þeir
væru hlynntir stækkun á Rauðku.
MeirÍ hluti stjórnarinnar felldi
þetta og ákvað að vísa málinu til
ríkissíjórnarinnar. Mun stjórn síld
aiverksiniðjanna vera væntanleg
hlngað til Reykjavíkur nú í vik-
unni íil að ræða við ríkisstjórnina.
Vatn þraut í nýju verksmiðju
ríkisbræðslanna í fyrradag og hef-
ur það mál verið notað til árása á
Áka Jakobsson bæjarstjóra og hon
um kennt um.
Þjóðviljinn átti tal við Áka í gær
og gaf hann þær upplýsingar, að
orsakir vatnsskortsins væru þær,
sem hér segir:
Búið var að ákveða að leggja
nýja vatnslögn og hafði smíði á
vatnsleiðslupípunum verið boðið
út. Tók Egill Stefánsson, kaupmað
ui' á Siglufirði að sér að gera píp-
þipurnar og lofaði að hafa þær til
í miejum maí. En bæði munu af-
köst verkstæðisins hafa orðið
minni í reyndinni en búizt var við,
og önnur atvik munu og liafa taf-
ið framkvæindir, svo að pípurnar
voru ekki tilbúnar fyrr en í síðustu
viku.
Strax og vart varð við vatns-
skortinn var brugðið við og gengið
frá aukaleiðslum og var nóg vatn
í verksmiðjunum í gær.
Annars hefur þetta mál verið
notað á Siglufirði til þess að
spilla fyrir stækkun á Rauðku,
með þeim forscndum, að ekki sé
vatn fyrir hendi til verksmiðj-
unnar. :
Marianne (Fralckland) umseti: a" snákum fasismans.
„Hið íslenzka náttúrufræðifélag”
er 50 ára í dag. — Það var stofn-
að 16. júlí 1889.
Félagið hefur innt af hendi á-
gætt starf í þágu íslenzkra nátt-
úrufræðirannsókna og er enn í
fullu fjöri. Meðlimir þess voru í
árslok 1938 170, þar af 4 heiðurs-
félagar og 2 ævifélagar.
1 stjórn félagsins eru Bjarni Sæ
mundsson, náttúrufræðingur, for-
maður, Þorkell Þorkelssson, veður-
stofustjóri, varaformaður, Árni
Friðriksson, mag. scient., ritari,
Gísli Jónasson, yfirkennari, féhirð-
ir og Pálmi Hannesson rektor.
Annað kvöld (mánudag) flytur
Pálmi Hanesson útvarpserindi um
félagið og störf þess.
Ribbentrop
Landrððamálið i Paris
verðar stððagt viðtækara
Þræðímír trafcíír flS vínar von Ríkbenfrops
Temps oo Figaro pvo hendnr sínar
EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. KHÖFN ! GÆRKV
Mál frönsku blaðamannanna, sem urðu uppvísir
að því, að hafa þegið mútur af þýzku fé, verður stöðugt
víðtækara.
Hafa alls sex manns verið handteknir vegna
þessa máls, fjórir franskir biaðamenn og tveir Þjóð-
verjar, sem ákærðir eru fyirir hernjósnir.
Talið er, að þessir menn hafi haft samband við
Þjóðverja einn, Abell að nafni, er nýlega var vikið íu
landi í Frakklandi. Abell er mikiIS vinur von Ribben-
trops, utanríkisráðherra Þýzkalands, og er áliíið, að
hann hafi stjórnað þýzkri njósnaramiðstöð í París.
Peím seku verður
vægðarlaust refsað
— segír fransba
stjórnín.
Franska stjórnin gaf í
dag út yfirlýsingu um mál
| blaðamannanna. — Segir
1 stjórnin, að hún muni taka
| hart á slíkri starfsemi og
! vérði ýtarleg rannsókn lát-
! in fara fram á málinu í
heild.
Parísarblaðið , ,T emps' ‘
segirídag, að blaðamaður-
inn við „Temps“, sem hand
tekinn var, haíi séð um
innanlandsfréttir og ekkert
haft ineð skrif um alþjóða-
mál að gera. Blaðið ,,Fig-
aro“ lýsir yfir, að blaða-
maður þess hafi einungis
séð um auglýsingar, en yf-
irlýsingar þessar þykja ekki
sem trúlegastar.
o'ys. Það slys vildi til við Lax-
árvirkjunina í gær, að rafmagns-
leiðslustaur, sem verið var að reisa
féll til jarðar og fótbraut einn af
verkamönnunum, Árna Árnason að
nafni.
Arní J. Arnason,
bankabókarí,
drukknar s Gunn-
laugshöfðakvísL
Árni J. Arnason, starfsmaður
tJtvegsþankans, drukknaði á
j imtudaginn í Gunnlaugshöfða-
kvísl í Borgarfirði.
Var Árni í sumarleyfi uppi í
Borgarfirði, ásamt konu sinni,
Guðbjörgu Tómásdóttur. Fóru þau
frá Húsafelli á hestum og skoðuðu
Surtshelli. I fylgd með þeim var
maður frá Húsafelli, en þar sem
þau hjónin ætluðu í bakaleiðinni að
koma að Hraunsási, sem stendur
nokkru neðar en Húsafell, skildi
fylgdarmaðurinn við þau og fór
heim til sín. Héldu hjónin niður
með Hvítá og ætluðu yfir hana á
Barnafossbrii. Á leið þessari er
Fjöldí sbípa hafa
homíð með afla
sínn tíl Síglufjarð-
ar síðan á föstud.
I gær var sólskinslaust nyrðra,
kyrrt veður en dálítið kul úti fyrir.
Síid var fremur treg, en allgóð
veiði á nokkrum stöðum.
Síðan á liádegi á föstudaginn
hafa eftirfarandi skip lagt upp afla
sínum hjá ríkisbræðslunum: Veiga
250 mál, Erlingur I. 240, Öfeigur/
Öðinn 50, Stadhav 70, Christiane
150, Gotta 270, Dagny 1200, Bald-
ur 450, Drífa 150, ísbjörn 50, Æg-
ir 300, Þór 260, Valbjörn 500,
Stuðlafoss 200, Skarphéðinn 150,
Gunnþór/Nói 70, Freyja 300
Grótta 450, Ágústa 450, Sleipnir
500, Aage 250, Gyllir 250, Anna/
Bragi 400, Víðir 200, Erlingur II.
350, Báran 300, Bangsi 200, Snorri
150, Auðbjörn 200, Gunnbjöm 200,
Njáll 300, Örnin 200, Vísir/Barði
570, Bjarki 700, Venus 550, Hring-
•ur 550, Alclan 700, Sigurður 900,
Auk þess komu á sama tíma 1000
mál til „Rauðku” en engin síld til
„Gránu”.
Gunnlaugshöfðakvísl og kemur
hún undan Hallmundarhrauni og
rennur í Hvítá. Er kvíslin nokkuð
vatnsmikil og mjög straumhörð.
Kastaðist hesturinn flatur í kvísl-
inni og drukknaði Árni, en kona
hans komst að Hraunsási.
Bretar hafa aukið mjög lið sitt í Gíbraltar undanfarið. — Myndin sýnir brezka hermenn á leið þangað