Þjóðviljinn - 19.07.1939, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1939, Síða 4
Úr borgtnnl Næturlaeknir Halldór Stefáns- son Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegs apóteki. „Reginn”, 1, tölublað annars ár- gangs hefur Þjóðviljanum borizt. Fjallar blaðið aðallega um mót það, er norðlenzkir bindindismenn héldu í vor að Laugum. Útgefandi blaðsins er St. Framsókn nr. 187 en ritstjóm blaðsins annast Hann- es Jónasson. Skipafréttir: Gullfoss er á leið til landsins frá Khöfn, Goðafoss er á leið til Hamborgar frá Leith, Brúarfoss er i Reykjavík. Detti- foss kom í gær frá útlöndum, Lag- arfoss var á Hvammstanga í gær. Selfoss er á leið til Rotterdam frá Vestmannaeyjum. Dronning Alex- andrine leggur af stað í dag áleið- is til Islands frá Khöfn. Ferðafélag íslands efnir til far- • ar norður að Amarfelli og Kerl- ingafjöllum um helgina, ef næg þátttaka verður. Allar nánari upp- lýsingar fást á skrifstofu Krist- jáns Ö. Skagfjörðs, Túngötu 5 og verða þeir, sem hugsa sér að vera með í förinni að hafa sótt farmiða sína fyrir kl. 6 e. h. næstkomandi fimmtudag. Gamla Bíó sýnir um þessar mundir U. F, A. gamanmynd, sem gerist í London. Aðalhlutverkin leika Lilian Harvey og Willy Fritsch. Athygli skal vakin á auglýsingu tollstjóra á öðrum stað hér í blað- inu um gjalddaga á tekju- og eignaskatti þinggjöldum og fleiri sköttum. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1—3 e. h. Menntaskólanemarnir dönsku voru meðal farþega á Brúarfossi að norðan í gær. Hafa þeir ferðast allvíða um Norðurland undan- farna daga. Nemendurnir fara ut- an með Brúarfossi á fimmtudag- inn og verða þá i för með þeim 20 íslenzkir menntaskólanemendur héðan sem fara í kynnisför til Danmerkur. Lúðrasveit Reykjavíkur lék í gærkvöldi fyrir framan Bindindis- höllina við Fríkirkjuveg. Er Lúðra sveitin eins og kunnugt er nýkom- in úr /kynningarferð um Austur- Ag Norðurland. Flugpróf. Nýlega luku tveir piltar flugprófi, sem gefur þeim rétt til þess að stýra vélknúinni flugu, þó ekki til farþegaflutnings. Piltar þeir, er prófinu luku heita Kjartan Guðbrandsson og Björn Pálsson. Hafa þeir að undanförnu notið flugkennslu hjá Agnari Ko- foed-Hansen og Emi Johnson, og útskrifaði Örn þá. Útvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Píanólög (Pad erewsky), 20.30 Frá útlöndum: Baltísku löndin (Sig. Einarsson dósent). 20.55 Útvarpskórinn syngur. 21.20 Hljómplötur: Tónverk eftir Bizet. 21.50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. (m Eftir að Þjóðviljinn hefur skrif- að hverja greinina á fætur ann- arri, til að sýna fram á hve til- finnanlegt atvinnuleysið er nú hafa stjórnarblöðin loks farið að rumska. íhaldið ætlar að lofa Óðni að vinna ódýran „sigur”, með þvi að bæjarstjórn bæti við í bæjarvinn- una, — en Alþýðublaðið fæst loks til að minnast á atvinnuleysið í gær. Koma skrif þess hjákátlega fyrir sjónir þeim, sem muna af- skipti Alþýðuflokksins af atvinnu- leysismálunum í vetur, þvi þá hélt Alþýðublaðið því fram, að engin bót fengist á atvinnuleysinu, nema Alþýðuflokksmaður yrði ráðherra. Nú er Alþýðuflokksforsetinn orð- inn félagsmálaráðherra, — æðsti maður yfir atvinnubótafé o. s. frv. — og fæst ekkert til að gera, nema reyna að eyðileggja atvinnu byggingaverkamanna!! Og svo ætlar Alþýðublaðið nú að skella allri skuldinni á Dagsbrún, — að hún reki ekki nóg á eftir félags- málaráðherranum! Öðru vísi var hljóðið í vetur. En vissulega væri það fagnaðarefni, ef Alþýðublaðið væri farið að finna til þess hvern- ig frammistaða St. Jóhanns er í ráðherrastól, og hvernig atvinnu- pólitík Breiðfylkingarinnar er í Reykjavík. En þá ætti blaðið að sýna það í verkinu með því að styðja Dagsbrún, þegar hún legg- ur til baráttu gegn atvinnuleys- inu, en ekki vega aftan að henni eins og það gerði í vetur. Bif reiðaskoðunin: Bifreiðar og bifhjól R. 901—975 eiga að mæta til skoðunar í dag. Ferðafélag Islands. Hin fyrirhugaða skemmtiför næstkomandi sunnudag til Gull- foss og Geysis verður frestað, þar sem ekki fæst leyfi til að bera sápu i Geysi þennan dag. Þórsmerkurför. Önnur ferð verð ur farin inn á Þórsmörk um næstu helgi, vegna þess hve margir kom- ust ekki i fyrri ferðina. Lagt af stað síðdegis á laugardag og ekið að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og gist þar í tjöldum. Á sunnu- dagsmorgun verður farið riðandi inn á Mörk, Stakkholtsgjáin og Mörkin skoðuð og ferðinni hagað svipað og þeirri fyrri. Þórsmörk er einhver yndislegasti blettur á Islandi. Stakkholtsgjáin er eitt af undrum landsins. Af Valahnúk er ágæt fjalla og jöklasýn og yfir Mörkina. Gönguför .á .Botnsúlur. Næst- komandi sunnudagsmorgun kl. 8 ekið austur Mosfellsheiði um Þing- völl og að Svartagili. Þaðan verð- ur gengið eftir leiðinni á Leggja- brjót fram við Súlnagil og þá upp fjallið á hæsta tind (1095 m.). Fjallgangan tekur 5'—6 tíma fram og til baka. Áskriftarlistar liggja frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5. Farmiða að Þórsmerkurförinni þarf að taka fyrir kl. 4 á föstudag, en að Súlnaförinni fyrir kl. 12 á laugar- dag. Farþcgar frá útlöndum með e. s, Dettifoss í gær: Sveinn B. Einars- son Sigrún Sveinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Oddgeir Hjartar- son frú og sonur Kristján Zoega og margir útlendingar. þJÚÐVILIINM ss (\íý/al5io Úlfurími snýr affur Övenju spennandi og vel gerð lögreglumynd, eftir sög unni „The Lone Wolf in París”, sem er víðlesnasta sakamálasaga, sem nú er á bókamarkaðinum. Aðalhlutverk leika: Franz Lederer og Frances Drake. AUKAMYND: Kröftugar himmur, skopmynd leikin af Andy Clyde. Börn fá ekki aðgang. X I Gömla Í3i6 % 'i 7 löðrnngar t | l x 'i x ? t ? I ♦% Ljómandí skemmtileg og t fyndin UFA-gamanmynd er gerist í London. ? t ❖ t Aðalhlutverk leika hinir X frægu og vinsæiu leíkarar: ? t l •Í* ♦> Lilian Harvey og Willy Fritsch. ? Urvalíð vann Danmcrkur- fara Fram 6:3 , Það mun hafa verið með nokk- urri eftirvæntingu að þessa leiks var beðið. En fæstir munu þó hafa búizt við þessum úrslitum eftir öllu umtalinu um sigra Fram í Danmörku. Leikurinn var yfirleitt fjörugur og vel leikinn og gefa mörkin til kynna að fólk hefur fengið mörg mörk fyrir sína peninga, 1 byrjun leiks hefja Framarar sókn og halda henni góða stund, og voru þeir þá stundum mjög óheppnir fyrir framan markið og munaði minnstu að sett væri mark í tvö skipti, en smátt og smátt fór úr- valsliðið að falla betur saman og var það mikill munur frá því er Corinthians var hér, og má að sumu leyti þakka það heppilegri niðurröðun liðsins. Náði liðið oft góðum samleik, en það má ef til vill þakka nokkuð slæmri staðsetningu vamar Fram, sem ekki er sterk þrátt fyrir góða Hugtnyndin um „Arf fs- lendinga^ fser glæsí- legar undírfekfír, Tilkynnngin frá Máli og menn- ingu um stórvirki þess, „Arf Is- lendinga” liefur fengið hinar beztu undirtektir svo sem vænta mátti. Það er sem fjöldi manna hafi ár- um saman þráð einmitt svona rit- verk og sjái nú vonir sinar rætast. | Vekur það ennfremur sérstaklega fögnuð manna að hinir beztu fræði menn þjóðarinnar skuli hafa bund- izt samtökum um að inna þetta verk af hendi á þann hátt að allri alþýðu manna verði gert mögulegt að eignast það, að þetta rit verði virkileg sameign íslendinga. Nú streyma að tilkynningamar til Máls og menningar um að með- limimir ætli sér einnig að gerast kaupendur að „Arfi íslendinga”. Lítur út fyrir að hver einasti með- limur Máls og menningar ætli að kaupa hann. En ekki nóg með það. Nýir áskrifendur bætast á hverj- um degi og margir skrifa sig fyrir hærri upphæðum en skylda er, til þess að tryggja að útgáfan geti orðið sem glæsilegust. Það er auðséð að Mál og menn- ing hefur talað út úr hjarta þjóð- arinnar, er það tilkynnti þessa á- kvörðun sína. Mál og menning hef- ur nú gert sitt. Nú er það þjóðar- innar að svara. Hún er þegar byrj- uð á því og það er þegar auðséð að það svar ætlar að verða nógu kröftugt til að gera þetta ritverk eins glæsilega úr garði í reyndinni eins og hugmynd þess var stór- fengleg. Um það munu allir góðir Islendingar sameinast. aðstoð Brands, sem lék innherja. Vörnin var góð í úrvalsliðinu og með nákvæmri staðsetningu Har- alds hefði hún orðið mikið örugg- ari, því hraða og kraft á hann í ríkum mæli. Anton varði prýðilega það sem verjandi var, og í tvö skipti næstum meistaralega. Björg vin Schram lék nú hægra fram- vörð og gerði það mjög vel. Hann er einn , af þessum fáu mönnum, sem geta leikið hvar sem er og allsstaðar vel. Hrólfur var einnig góður, Frímann og Grímar voru ekki vel heilir heilsu, en léku samt sæmilega. Framlínan var nokkuð heilsteypt, Gísli og Magnús náðu . oft góðum skiptingum, og var Gísli sá duglegasti af þeim fimm. Haukur og Isebarn voru oft góðir, en héldu knettinum stundum of lengi. Steini var hættulegur herra og mikið á hreyfingu, stundum heldur mikið út til hliðanna, þar sem hann hafði svo góða menn með sér þar. I liði Fram báru þeir Brandur og Lindemann hitann og þungann, og þó sérstaklega Lindemann, sem þó gerði sig sekan um þvílíkt mál- I æði úti á vellinum að það hefur I eflaust truflað í mörgum tilfellum I og þreytt menn. Við framför jrjá Fram var varla að búazt eftir hrað er' um Danmðrku. Það kenu'- þegar nýju atriðin verða æfð, sem þeir sáu i þessari för sinni, enda var ekki sýnleg nein sérstök framför í þessum leik. Veilurnar liggja aðallega i vörninni: slæmar staðsetningar og ekki hnitmiðuð spörk. Framlínan var hinsvegar þeirra styrkur með Brand og Lindemann, sem innherja og skipu leggjendur. Þórhallur fylgdi of vel með, en var óheppinn með skotin sín. Jón Sigurðsson og Jón Magg voru góðir. Sæmi og Högni unnu mikið, en varð ekki mikið úr sínu striti. Bakverðimir voru ekki eins I öruggir og ég hafði búizt við, og I var Sig. Halldórs þeim og liðinu I mikil hjálparhella, Gunnl. hefur gott grip um boltann, en er ekki orðinn nógu öruggur í staðsetn- ingum. 1 hálfleik stóðu leikar þannig að Úivalið hafði 3:0, svo setur Jón Sig. fallegt mark og nokkru síðar setur Lindemann mark úr vítis- spyrnu 3:2. Þá eykur Steini við töluna .4:2 og. nr. 5 er Gísli faðir að. Úr horni setur Brandur þriðja mark Fram og nokkm fyrir leiks- ok setur Magnús lokamarkið. Áhorfendur voru 2500, og veður gott, nema hvað sól truflaði leik- menn nokkuð. Dómari var Guðjón Einarsson og slapp vel frá því starfi. Mr. 31 GRAHAM GREENE: SKAMMBYSSA T I L LEIGU slóð ekki á húsinu. Hann brosli eins elskulega og hann gat og sagði: „Hér er vissulega ánægjulegt innan dyra, elskan”. Hann lauk upp dyrunum og ýtti henni inn í þröngan, dimman gang. l’ar gekk hann frá hattinum sínum og gekk á tán- um ínn að stiganum. „Við opnum útvarpið og hlustum á hljómlistina”, sagði mr. Davis. Þá opnuðust dyr út að ganginum og spurt var með kvenrödd: „Hver er þar?” „Bara mr. Gholmondeley ’. „Gleymið ekki a” borga áður en jþér gangið upp”. „Linn stiga upp”. sagði m.r. Davis, „dymar beint á móti. Eg kem að andartaki liðnu”. Hann beið við stigann þang- að ti' nun var k omin fram hjá. Hann lét glamra í pening- um í vasa sinum. I’arna var reyndar útvarp inni og slóð á marmaraplöt- unni á servantinum. En það var heldur lílið rúm til að dansa, því að stórt hjón.arúm stóð á miðju gólfi og tók út undir veggi. Ekkert bar vitni um að búið væri i her- berginu. l’ykkt rykl’ag yar á speglinum og þvottasvamp- urinn, sem var við hliðina á hátalaranunr, var skráþurr. Anna ga'gðisl út um gluggann bak við höfðagaflinn, niður í litinn dimman garð. Hönd hennar skalf á gluggapóst- iimm. Þella var óálitlegra en hún hafði búizt við. Mr. J'-yvis stóð i dyrunum. . \ <f‘ önnu greip óhugur. í’að varð til þess að hún hóf sókn. „Og jæja. Þér kallið yður mr. Cholmondeley?” Hann leit við henni og lokaði dyrunum hljóðlega: „Hvað um það?” „Og þér sögðust ætla heim til yðar. Þér eigið ekki hér heima”. Mr. Davis sellist á rúmið og tók af sér skóna. „Við meg- um ekki hafa hátt, elskan, sú gamla vill það ekki”. sagði hann. Hann opnaði servanlinn og tók þar úl pappaöskju og rauk sykurrúst út um öll hornin á henni. „Eigum við ekki að borða tyrkneskan sykur?” „Þetta er ekki yðar heimili”, endurtók hún. „Nei, auðvitað ekki”, sagði hann og stakk mola upp i sig. „Þér ætlizt þó ekki til að ég fari með yður heim til min. Svo heimskar eruð þér ekki. Eg lief ekki hugsað mér að fórna minu góða nafni og áliti. En nú skulum viS hafa ofurlítiS af hljómlist fyrst”. Hann skrúfaSi takkann svo að úlvarpið ýldi og urraði. ”Þetta er aumi hljóSfæraslátl- urinn í kvöld”, sagSi hann og skrúfaSi og snéri þangaS til hann náði i fjarlæga danskviSu meS drynjandi hljóm- falli: „Nælurljós, ástarljós. Þetta er héðan úr sjálfri Notl- vvich. Þetta er frá Grand. Það er ekki til betra orkester í öllu fvlkinu”. Hann greip um mitli hennar og byrjaSi að rugga henni eftir hljómfallinu milli rúmsins og þilsins. „f’etta gólf er ekki gott til aS dansa”, sagSi Anna og reyndi að halda i sér kjarki með einhverskonar gaman- semi, „og ]ió eru þrengslin verri”. „Þau eru ekki sem verst”, sagði mr. Davis og logaði allt í einu af ástríðu. Hann þurrkaði sykurrústina af vör- unum og þrýsti þeim að hálsi hennar. Hún ýtti honum frá sér cn hló við honum um leið. Nú reið á að láta sér ekki fipast. Hún byrjaði að lala eittlivað úl í bláinn, fljótt, um það fyrsta, sem henni kom í hug. Hvernig skyldi gasárás verka? Var það ekki hræðilegt, hvernig gamla konan var slegin milli augnanna? Hann sleppti henni strax, þó aS hún hefði raunar ekk- ert meS þessu meiril. Hversvegna fariS þér að tala um þetta? sagði hann. „Eg las um það”, sagði Anna. „l'að hlýtur að hafa veriS óskemmlilegt i ibúðinni eftir morðiS”. Mr. Davis kveinkaði sér: „Hættið, GeríS mér þann greiða að hadta þessu tali. Hann studdi sig viS rúmbrík- ina og reyndi að gera grein fvrir framkomu sinni: „Eg er svo magaveikur að ég þoli ekki að heyra talað um skelfi- lega atburði”. „En ég hef svo mikið yndi af þeim frásögnum”, sagði Anna. „Hér um dfiginn heyrði ég sagt frá manni sem ..” „Eg hef aíltof rikt ímyndunarafl”, sagSi mr. Davis. „Einu sinni skar ég mig í fingurinn og þá------” „GeriS það fvrir mig að hætta þessu tali”. En nú þegar henni fannst hún hafa heppnina meS sér. gætti hún sin ekki. Húri sagði: „Eg hef líka ríkt imyndun- arafl. Mér fannst ég .sjá mann, sem stóS úti á götuhorninu og hafði gætur á þessu húsi". „HvaS eigið þér við?” sagði mr. Davis. Hann var aug-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.