Þjóðviljinn - 22.08.1939, Síða 2
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGOST 1939
þi 3V1UINN
Ctgef andl:
Sameinlngarflokknr . alþýðn
— Sósíalistaflokknrinn —
Bitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Sitstjórnarskrifstofnr: Hverf-
isgötu 4 (3. hæð), sími 2270.
Afgreiðslu- og angiýsingaskrif-
stofa: Austurstræti 12 (1.
háeð) sími 2184.
iskriftargjald á mánnði: .. .
Reykjavík og nágrenni kr.
2,50. Annarsstaðar á landinu
kr. 1,75. I lausasölu 10 aura
eintakið.
/íkingsprent h. f. Hverfisgðvu
t. Sími 2864.
Skjaldboirgíii og
umræðurnar um
sjálfstæðísmálín
Viðtal það, er Stauning forsæt-
isráðherra Dana lét dönsk blöð
birta, er hann kom héðan frá ís-
landi, kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Ummæli forsætisráð-
herrans urðu ekki skilin á annan
veg en þann, að þeir, er hann átti
mest saman við að sælda hér á
landi væru flestir fylgjandi fram-
haldandi sambandi við Dani eftir
1943.
Nú er það vitað, að um' sam-
bandsmálin hefur verið furðu
hljótt að undanfömu.Allir pólitísk
ir flokkar, sem starfa í landinu,
hafa skýrt og skorinort lýst því
yfir, að þeir muni beita sér fyrir
aðskilnaði ríkjanna, er tími er til
kominn, samkvæmt gildandi samn-
ingum. Menn hafa látið sér sjálf-
stæðismálið í léttu rúmi liggja í
fullu trausti þess að allir flokkar
og öll þjóðin væri sammála um,
hvað gera skyldi 1943.
Viðtal Staunings bregður birtu
yfir ný svið í þessu máli. Alþýðu-
blaðið skýrði svo frá, að Stauning
væri kominn hingað í opinberum
stjórnmálaerindum, og er hann
kemur heim, hefur hann þær einu
stjórnmálafréttir að tjá þjóð sinni,
að Islendingar vilji, að Danir fari
með mál þeirra eins og verið hef-
ir undanfarin 20 ár. Hvað liggur
þá nær, en að álykta, að hann hafi
beinlínis hingað komið í þeim er-
indagerðum, að hafa áhrif á ís-
ienzka stjórnmálamenn í þá átt að
samband Islendinga og Dana héld-
isi í núverandi mynd í framtíðinr.i
Siauning hefur sýnt það í öllum
viðskiptum sínum við Færeyinga,
að hann vill neita þeim um hverja
einustu réttarbót í sjálfstæðismál-
um þeirra, hví skyldi hann ekki
vilja hið sama, hvað íslendinga á-
hr .erir.
Eina blaðið, utan Þjóðviljans.
sem gerir þessi ummæli Staunings
að nokkru verulegu umtalsefni, er
Tíminn. Tekur hann mjög í sama
sireng og sósíalistar, hvað þetta
áhrærir, og lét Stauning þess þó
sérstaklega getið, að Framsóknar-
flokkurinn væri skiptur í málinu.
Blöð Sjálfstæðisflokksins reyna að
gera sem minnst úr ummælum ráð-
herrans við dönsku blöðin, og vitna
í gamlar álykfanir flokks síns. Þó
er eins og ritstjórar Sjálfstæðis-
flokksblaðanna riti greinar sínar
um málið fyrir aftan bak sér, eins
og um eitthvað væri að ræða, sem
í raun og veru kæmi engum manni
við.
Afstaða Skjaldborgarinnar og
Alþýðublaðsins er hinsvegar nokk- í
. 4
&>»* .14
Þ ú G u v ’ I L j s. n N
Þjóðin verður að dæma -
- Heiðarlegir menn í „ábyrgu
flokkunum“ verða að mótmæla
Aldrei hefur verið leikinn ömur-
legri skrípaleikur, en sá sem „þjóð
stjómin" hefur leikið í síldarverk-
smiðiumálinu. Hinir „ábyrgu“ flokk-
ar, einkum þó Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn.liafa haft með
sér hnitmiðaða verkaskiptingu. Viss
ir fulltrúar þeirra hafa verið látn-
ii' vera með málstað fólksins, með
því að skapa möguleika til aukiim-
ar atvinnu og aukinnar framleiðslu,
aðrir hafa aftur verið látnir fylgja
músarholusjónarmiði Eysteins Jóns-
sonar og hagsmuna og valdastreitu-
sjónarmiði Ólafs Thors og Lands-
bankans, og einhvem veginn hefur
i það nú viljað svo til að þeir síðar-
nefndu hafa all’af orðið í meirihiuta,
þegar til úrslitaátaka kom. Hinir
„ábyrgu“ munu þó gera sér nokkra
von um það að þeir geti síðar, þeg-
ar ryk gleymskunnar er fallið yfir
atburðina, talið háttvirtum kjósend-
um trú um að flokkar þeirra hafi
viljað stuðla að því að Siglufjarðar
bærjg æti reist verksmiðju fyrir ver-
tíðina 1940 og að aðrar nauðsyn-
legar verksmiðjuaukningar færu
fram fyrir þennan tíma.
Upplýsín$ar Ólafs Thors
Ólafur Thors hefur í viðtali við
Morgunblaðið gefið all skilmerki-
legar upplýsingar um þessa verka-
skiptingu hinna „ábyrgu“ flokka.
Hvað Sjálfstæðisflokkinn snertir
telur hann verkaskiptinguna hafa
verið þannig: „Umboðsmenn Sjálf-
stæðisflokksins í ríkisstjórninnj
vildu styðja málið, (þ. e. endur-
uð önnur. Stefán Jóhann Stefáns-
scn lýsir því yfir að flokkur hans
hafi ekki myndað sér neina skoðun
um málið enn sem komið er, og'
strikar þar með yfir allar fyrri yf-
iriýsingar flokks síns. Alþýðublað-
ið bregst reitt við viðræðum um
. málið og telur þeim, sem hafa
hafið umræður á þeim vettvangi
sæmra ,,að halda sér saman”, svo
að notuð séu orð Alþýðublaðsins
sjálfs.
Nú er það vitað, að Stauning
ræddi við enga til jafns við brodda
I Skjaldborgarinnar, og jafnframt
| hefur það ekki farið dult, að AI-
I þýðuflokkurinn hefur þegar sótt
■ allmikið fé í sjóði danskra sósíal-
demókrata til pólitískrar sta;f-
semi. Ennfremur er það vitað, aö
danskir sósíaldemókratar hifi
gj’irsanlega múlbundið skoðaria
bræðui sína í Færeyjum í sjált'-
stæðiimáli þeirra.
Sk;;aIdborgin hefur að vísu ný-
lega fengið stórlán í Svíþjóð en
hve kngi er hún að éta það upp.
pom a’gangs kann að vera gör.,i-
u r’. snuldum, og hvert á húr að
flýja með næstu lántöku, nema til
dói'sku sósíaldemókratanna ?
Fij hvað sem þessum málum lið-
ur er það eins og að tala um snöru
í hengds manns húsi, að ræða
sjálfstæðismálið í kallfæri við Al-
þýðublaðið, og yfir sjálfstæðis-
kröfum Islendinga virðist hvíla
einhver dularfull bannhelgi í her-
búðum Skjaldborgarinnar.
byggingu Rauðku) en fulllrúi flokks
;ins í fulllrúaráði Utvegsbankans sá
sér ekki fært, að lieita stuðningí
bankans. Fulltrúar flokksins í stjóm
síldarverksmiðjanna voru einnig
skiptir”.
Nægilega margir með til þess
að geta flaggað með frannan í fólk>
ið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tek-
ið málinu vinsamlega, það hafi ver-
ið Alþýðuflokkurinn og Framsóknar
flokkurinn, sem eyðilögðu það.
Nægilega maTgir á móti til ,þess að
hindra allar framkvæmdir.
Afstöðu Alþýðuflokksins lýsir Ól-
afur þannig: „Og að því er Alþýðu
flokkinn snertir er eigi annað vit-
að en að ráðherra flokksins hafi
verið málinu meðmæliur, en full-
trúi flokksins í bankaráði Útvegs-;
bankans var andvígur því“.
Af einhverjum ástæðum hefur
Ólafi fundist rétt að segja ekki all-
an sannleikan um Alþýðuflokkinn
í þessu máli, en engin ástæða, er til
að draga það undan að Finnur Jóns-
son stóð með málstað Siglfirðinga.
En sama er niðurstaðan. Einnig Al-
þýðuflokkurinn skiptir með sér
verkum þannig að víst sé að hæfi-
lega margir séu með og hæfilega
margir á móti, til þess að hindra
framgang málsins. Síðar á svo að
segja: Alþýðuflokkurinn vildi láta
endurbyggja Rauðku, og gera fleiri
nauðsynlegar endurbætur á verk-
smiðjunni, en Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn komu í
veg fyrir það, ef þeir þá ekki
skella skuldinni á kommúnista.
Maðurínn með músar»
holusjónarmið reyndísf
þó kjarkbefrí
Framsóknarflokkurjnn virðist
helzt hafa verið sjálfum sér sam-
kvæmur í þessu máli. Sú alkunna
músarholustefna Eysteins Jónssonar
að mæta gjaldeyriserfiðleikunum
með því að hindra allar fjárfrekar
framkvæmdir eins og byggingu síld
arverksmiðju, hefur einkennt alla
afstöðu flokks hans. Flokkurinn hef
ur og er breinlega móti því að
byggja nýjar síldarverksmiðjur. Það
er þó alltaf nokkrar virðingar ver|
að hafa stefnu og standa við hana.
Hínna mél var ennþá
óhreinna
Bak við þá stefnu, sem Eysteinn
fylgir í síldarverksmiðjumálinu ligg
ur aumingjaskapur og uppgöf
manns, sem ungur var látinn í starf,
sem hann aldrei var maður til að
rækja. Þannig er nú mélið í Ey-
steins poka.
En hvað Ólafi Tliors og St. Jó-
hanni við'víkur gegnir nokkru öðru
máli. Þeirra barátta snýst fyrst og
fremst gegn endurbyggingu Raö'^'u
Þeir geta hinsvegar vel hugsað sér
að Kveldúlfur og ríkið auki við
sínar verksmiðjur. Þeir eru fyrst
og fremst að berjast fyrir alræði
Landsbankans og Kveldúlfjs í s ldar
iðnaðarmálunum, í þessari baráttu
standa, Jónas Jónsson og Jón Árna-
son þeim fast við hlið. Það mél sem
þessir menn hafa í sínum þoka er
því enn óhreinna en mél Eysteins,
þeir berjast ekki í fávizku og aum-
ingjaskap, þeir berjast vitandi vits
gegn hagsmunum þjóðarinnar fyrir
sínum eigin hagsmunum. ÞesSvegna
leika þeir lævísar spil en Eysteinn
þessvegna láta þeir málið „ekki fá
póiitískan blæ“ eins og Ólafur Thors
orðar það, heldur láta eitt flokks
þýið vera með og annað á móti,
þetta er nú þeirra aðferð.
Þjóðin verdur að stöðva
þennan skollaleík
En þjóð, sem á við mikla örðug-
leika að stríða, má ekki láta lodd-
ara og aumingja halda lengur um
stjórnartaumana. Það er á valdi
þjóðarinnar að stöðva þennan leik,
það er á valdi þeirra manna, sem í
góðri trú hafa fylgt hinum , ábyrgu
flokkum að málum. Að sjálfsögðu
hafa þessir menn, ekki skipt uiii
skoðun á grundva 11 aratriðuín stjórn
málanna, en þeir vilja að landinu
og þjóðinni sé stjóraað á heiðar-
legan hátt, og ekki sé verið að
fara í feiur með þá stefnu, sem
stjórain fylgir. Þessir menn hljóta
að snúast gegn núverandi ríkisstjóra
þessjr menn hljóta að fara að dæmi
Sjálfstæðismanna á Siglufirði, sem
hafa sagt sig úr flokknum. Það er
leiðin til þess að knýja fram þing-
rof og nýjar kosningar, ekki síðar
ien á komandi vori.
Málin fyrir dómstól þjóðarinnar
hlýtur að vera krafa allra heiðar
legra manna úr öllum stjómmála-
flokkum. i
Jadatr
land íemplara var vígf
á sunnudagínii
Á sunnudaginn vígðu templarar
land sitt við Elliðavatn.
Sigurður Guðmundsson ljósmynd
ari setti vígsluathöfnina ag stjórn
aði henni. Sigurður Þorsteinsson
þingtemplar flutti aðal vígsluræð-
una, og gaí landinu nafnið Jaðar.
Helgi Sveinsson umdæmiskanslari
flutti ávarp fyrir hönd Umdæmis-
stúkunnar nr. 1. og Sigfús Sigur-
hjartarson stórkanslari flutti kveðju
frá stórstúkunni og stutt erindi.
Hófust þá frjáls ræðuhöld.
Tj 1 máls tóku: Guðjón Halklórs-
son, er Jflutti erindi og kvæði, og
FIosi Sigurðsson.
Söngfélag I. O. G. T. skemmti
með söng. Söng það meðal annars
tvö kvæði eftir Kristmund Þorleifs
son, sem voru ort í tilefni dags-
ins. Að lokinni vígsluathöfninni
dvöldu inenn alllengi við berja-
tínslu og aðrar skemmtanir að,Jaðri.
Þrátt fyrir óhagstætt veður mættu
um 300 manns.
Kerling ein, heldur einföld, var
á ferðalagi í næstu sveit, og gekk
þar á milli kunningjanna. Einu sinin,i
er hún var á ferð milli bæja og
mætti manni, er spurði hana hvað-
an hún væri. Kerling mundi ekki
bæjarnafnið og stynur upp ósköp
vandræðaleg: „Það er ekki von að
ég mun hvað bærinn heitir og hef
ég þó verið þar í nærri tvö ár“.
**
„Fyrir peninga getur maður keypt
ser farmiða hvert sem vera skal
nema til himnarikis, og fyrir pen-
inga geta menn keypt allar nauð-
synjar sínar nema hamingjuna“.
(The Wall Street Journal).
Maður brennísf
Framhald aí 1. síðu.
dynjandi slagviðri, er þeir félagar
voru á heimleið og gekk Þorsteinn
ofan í hverinn. Lögregluþjónarnir
sem voru þar eystra gerðu strax
ráðstafanir til þess að koma mann-
inum til Reykjavíkur og var hann
kominn á Landsspítalann nokkru
fyrir kl. hálf þrjú.
Það skal tekið fram, að Þor-
steinn var með öllu ódrukkinn að
frásögn lögregluþjónanna.
01vaduir tnadur
sfelur bíl
Á aðfaranótt sunnudagsins var
stolið bifreið, er stóð fyrir utan
húsið öldugötu 10. Var bíllinn
opinn, þar sem eigandinn vai' bú-
inn að lána hann kunningja sínum,
er ætlaði að taka hann snemma
um morguninn.
Ök nú pilturinn bílnum eins og
leiðir liggja austur að Steinslæk í
Holtum, að benzín þraut. Piltur-
inn var ölvaður og skýrir lögregl-
an svo frá, að það hafi verið hrein-
asta heppni að hann skyldi koma
bílnum svo langt í því ástandi sem
hann var.
Þegar benzínið var þrotið fór
piltinn að iðra fararinnar og vildi
nú koma bílnum áleiðis heim. En
þar sem engin tök voru á því að
koma bifreiðinni úr stað, tók pilt-
urinn sér far með mjólkurbíl vest-
ur að Ölfusá og fór þaðan gang-
andi niður að Litla-Hrauni, og
tjáði þar sögu sína og æskti hjálp-
ar til þess að koma bílnum til
Reykjavíkur.
Brá þá lögreglan við og sótti
bílinn og piltinn og flutti hvort-
tveggja hingað til Reykjavíkur,
þar sem pilturinn bíður dóms.
Pilturinn heitir Hjörtþór Ágústs
son og er hann 18 ára að aldri, en
hefur ekkert ökuskírteini.
Kaupum flöskur
stórar og smáiar, viskípela, glös
og bóndósir.
Flöskubúðin, Bergstaðastr. 10
Sími 5395
Sækjum. — Opið allan daginn.