Þjóðviljinn - 10.09.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1939, Blaðsíða 2
Sunnudagurinn 10. september 1939 x p dVIIJINN Ctgeíandl: ' ^ Samelningarflokkur . alþýfla — Sósíallstaflokknrlnn — VílhjálmurSícfánsson: Bltotjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bttetjóraarskrifstofor: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), simi 2270. Noröursökn sovétþjóðanna Algreiflslu- og auglýslngaskrtf- stofa: Austurstræti 12 (1. hæS) sími 2184. 4skrlftargjaid 4 mánuSi: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Axmarsstaðar á landinu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintaUS. '/Unngsprent h. 4. Sfmi 2864. f. Hverfisgöiu Flu$leídin Mosfeva — Island — Ncw Yorfe; þjóðbrauf framfiðarínnar „Láfum eiff yfír alla $an$a" Stríð geisar um mestan hluta Norðurálfu og stendur að líkind- um lengi, minnst tvö til þrjú ár. Við Islendingar höfum ekki verið kallaðir undir vopn 'og vonandi komumst við hjá því að eiga í bein um vopnaviðskiptum við aðrar þjóðir. En skuggi ófriðarins fellur yfir okkur. Við megum búast vic bæði ^fnalegqm pg amþegum þrengingum, “ .<• --'3- - - Stjórnarblöðin hrópa að „eitt skuli yfír alía ganga”. Með því hyggjfist þau að festa sina stjórn í besöi. Ert því miður getur enginn tekið þetta alvarlega. Við horfum á þáð daglega, að þeir sem hafa mikla peninga kaupa sér miklar birgðir fyrir gildandi verð áður en stríðið hófst. Þeir fátæku verða að sætta sig við það að kaupa s:n- ar þurftarvörur jafnóðum og þeir fá peninga til að borga þær, verða vafalaust að sæta miklu verri kaupum, fá verri vöru fyrir hærra verð og mega þakka sínum sæla, ef þeir fá nokkuð. Það á að halda þeim ,,utan við hið eiginlega þjóð- félag”, þeir fá lítil eða engin skil- yrði til að vinna, en eru síðan sak- aðir fyrir letí, þegar þeir geta hvergi unnið og kallaðir afhrak. Hingað til hefur þótt vel við eiga að kalla alla „kommúnista”, sem ekki fylgja núverandi stjórn, það hefur átt að neyða upp á þá nafni og trú, sem þeir eiga ekki, nú þyk- ir það jafnvel of gott handa þeim. „Þeir, sem kalla sig kommúnista” segir Alþbl, hér um daginn og hyggst með því sýná viðeigandi fyrirlitningu. Og ofan á allt of- beldið og óréttinn sem „þjóðstjórn ar” flokkarnir beita, þykjast þeir hafa einkarétt á því að vera „lýð- ræðisflokkur”! "* Engir mundu fúsari til en v ð Sameiningarmenn að láta nú við þau miklu umskipti, sem orðið hafa, allar gamlar væringar gleymdar og taka upp sameigin- lega baráttu fyrir lífi þjóðarinnar, baráttu þar sem eitt væri látið yfir alla ganga. En við vitum bara alit of vel, að þess er enginn kostu.v Umtal „þjóðstjórnar”fIokkanna og „þjóðstjórnarinnar” sjálfrar um það, er falsháttur einn til þess að geta komið fram ennþá meiri níð- ingshætti. Málfærsla „þjóðstjóni- ar”blaðanna og dagleg framkoma st tórnarinnar eru stöðugt ný o; endurtekin rök fyrir því, að svona trt nú þessu farið í raun og veru. Þessvegna hikar ekki Þjóðvil jinn v,ð það að vara alþýðuna við þem FRAMH. A 3. SlÐU Það hefur ekki komið fyrir áð- I ur á heimssýningum að sýningar- skáli væri helgaður landkönnun, — Norðurvega-sýningarskáli Sov- étríkjanna á heimssýningunni í New York er þar fyrstur í sinni röð. Það heí'ði engu síður mátt heiga skálann . landkönnun al- mennt en Norðurvegarannsóknum. Stuðningur við fommenjarann- sóknir, landfræðii'annsóknir, jarð- fræðirannsóknir og aðrar greinar landkönnunar er stefnuskráratriði í Sovétxýkjunum allt frá hitabeltir héruðunum til heimskautasvæð- anna, allt frá Eystrasalti að Ber- ingshafi. Að vísu hafa landkönnunarfram kvæmdir og árangrar sovétþjóð- anna hvergi farið jafn langt fram úr framkvæmdum og áröngrum annarra þjóða og í rannsókn svæð anna norður af 62°, er stjómað hefur vexið af Framkvæmdastjórn nyrðri sjóleiðarinnar. Þar er hið ónumda sovétland, sambæriiegt við yesturhluta Bandaríkjanna fram til 1890, og vesturfylki Kanada einum til tveimur áratug lengur. Nú á dögum eiga riki þessi ónumín lönd í norðri, Kanada á meginlandi sínu og eyjum og Bandarikin í Al- aska. En hvomgt landanna, né heldur önnur riki heims nema Sov- étríkin, hafa snúizt við landnámi í Norðurvegi með samskonar eid- móði og Ameríkumenn réðust til vesturs fyrir hálfri öid. Og þar sem Sovétríkin, ein allra ríkja heims, bera uppi hugmynd og framkvæmd slíks landnáms, á það vel við og er Iærdómsríkt fyr- ir Bandaríkin og Kanada, að á hinni miklu heimssýningu 1939 sé þess minnzt að hugur sá, er virð- ist ekki lengur vera til hér í nýja heiminum sé í fullu fjöri í því gamia iandi gamla heimsins, er kastað hefur ellibelgnum, — Sov- étríkjunum, Fyrir Bandaríkin, föðurland Wright-bræðranna, er það skemmtilega táknrænt að í fyrsta sinn er sýningarskáli á heimssýn- ingu er helgaður landkönnun vekur hann athygli gesta með þöndum vængjúm risastórrar flug- vélar. Uppgötvun Wrights-bræðra er orðin bezta landkönnunartækið, farartæki brautryðjandans, — en á eftir því koma svo vísindarann- sóknir á sjó með skipum, vélknún- Flugvél sú er Gromoff ilaug í yfir Norðurpólinn til Ameríku. um bátum á fljótum, flutninga- lestum á landi, hreindýraleiðöngr- um á hcimskautatundrunni og hundasleðum á ísbreiðum Norður- íshafsins. Samhugur rná heita meginhug- mynd bæði heimssýningarinnar al- mennt og sovétsýningarinnar. Hvað það snertir gat ekki tekizt þetur til en að flugvélín, sem Kakkinaki. Wadimír prýðir Norðurvegaskálann er ein- mitt flugvél Tskaloffs, því enginn þeirra ágætu sovétflugmanna, er gist hafa Bandarikin undanfarinn áratug, hefur skilið eftir eins hlýja og lifandi mynd í hugum manna og Tskaloff. Það kemur því ekki við, hvort við dáumst mest að hon- um, en einnig að því leyti yrði hann ofarlega, en á hinu er eng- Tskaloft á líkbörum. mn vafi: vænzt þótti okkur um hann. Tskaloff lét lífið í þjónustu flugmálanna, og vitundin um það leggur alvörublæ í þær hlýleika- tjáningar, er alltaf heyrast ef minnzt er á hann í hópi þeirra allt- of fáu en þó allmörgu flugmanna og vísindamanna, er kynntust hon- um í sigurför hans tii Ameríku árið 1937. Loftið í Norðurvegaskálanum er sýning í myndum af því sem er og á að vera aðalboðskapur sýning- arinnar, að við megum aldrei gieyma því að jörðin er, hnöttótt og verðum að géra okkur ljóst, að stór svæði Ameríku og Asíu eru nær hvert öðru eftir norður- og suðurleiðum en í austur- og vest- urveg. Hvelfingaloft Norðurvegaskál- ans sýnir með landabréfum að Norður-Ameríka og Sovétríkin eru aðskilin af miðjarðarhafi. Það er stórt haf í samanburði við mið- jarðarhafið, er aðskildi Róm og Karþagó, en lítið í samanburði við ; úthöfin. Hvútu línurnar, sem skera | pólarhafið á livelfingarkortinu eru leiðir Tskaloffs og Gromoffs, og minna okkur á að árið 1937 var flogið yfir þetta norðlæga mið- jarðarhaf á sovétflugvélum, er byggðar voru 1933. Og þeir létu sér ekki nægja að fljúga miíli meg inlanda gamla og nýja heimsins vfir Norðuríshafið, og hefði það þó verið meira afrek en það eina flug, sem fram að þeim tíma hafði verið farið yfir Ishafið, flug Wilk- ins frá Alaska til Spitzbergen 1928. Nei, flugleiðin án millilend- ingar liggur frá Moskva norður yfir meginland Sovétríkjanna, en það samsvarar flugi frá Chigago til Mexíkó-flóa. Þá liggur leiðin yfir Norður-Ishafið, er samsvarar flugi frá Nýfundnalandi til Ir- lands. Þá suður yfir meginland Kanada, sem er álíka vegalengd og þvert yfir Bandaríkin, — suður yfir Bandaríkin og inn yfir Mexi- kó. Þegar flugvél Gromoffs sneri við yfir Mexíkó til að lenda í Kali- forníu, átti hún eftir það mikið brennsluefni, að hefði hún flogið í beina línu frá ströndum Kanada. hefði hún sennilega komizt alla leið til Mexíkóborgar og ef til vill lengra. Þetta þýðir ,að árið 1933 hefði verið hægt að leggja af stað í flug- vél frá Mexíkóborg og fljúga yfir Norðurheimskautið til Moskva. Því að enda þótt Sovétríkin séu Bandaríkjunum fremri á sumum sviðum flugmála, hafa þau ekki farið fram úr okkur við teiknun og byggingu flugvéla. Flug Tskaloffs og Gromoffs, í júní og júlí, sanna að fyrir sex ár- um voru flugvélar orðnar hæfar til flugs yfir Norðuríshafið á versta tíma ársins. Sú skoðun er óðum að ryðja sér til rúms að miðsum--- arið sé einna versti tími til flugs í norðurvegum, — stöðug birta er- að vísu skemmtileg og hagkvæm, en þyngra vegur hættan við ís- myndun á vængjum og öðrum hlut um flugvélanna, sem auðveldlega getur haft sorglegar afleiðingar. Samkvæmt reglum stórbaugs- flugsins, er segja til um stytztu leiðirnar yfir hnött, á að fara yfir Norðuríshafið nálægt miðju þess, ef flogið er frá Moskva til Seattle, en á flugi frá Moskva tii New York á að fljúga yfir rönd Ishafs- ins.Regla þessi er sýnd á hvelfingu Norðurvegaskálans með flugleið Kokkínakís frá því í apríl, hann lagði af stað frá Moskva, flaug skammt frá Leningrad, þvert yfir Skandinavíuskagann miðjan, og yfir Atlanzhafið um Island, yfir Suður-Grænland og áleiðis til New York um New Brunswick. Ef sömu reglu er fylgt hinu megin íshafsins, er það einmitt flugleið Lindbergs 1931, er sýnir að stytzta leið frá New York til Kína snertir lieimskautasvæðið. þar sem flogið er yfir Alaska. • Sjálfsagt er á leið Kokkínakís að fljúga nokkru norðar en st.ór- baugurinn segir til, i því skyni að fá betra veður, því að veður á norðanverðu Atlanzhafi er við- sjálla sunnan við flugleiðina en norðan. Þetta er öfugt með flug- leið Lindbergs, hún er tryggari, ef ffogið er dálítið sunnar en eftir stórbaugnum, en ekki má sveigja of langt til suðurs, því auk þess að lengja ieiðina yrðu þá fyrir þokurnar í suðurhluta Berings- hafs. En þær eru verri, ef nokkuð er, en þokurnar ,sem liggja millí núverandi áætlunarleiðir Pan American Airways frá New York tii IrlandS og þjóðbraut framtíð- arinnar, leið Kokkínakís frá Moskva til New York yfir Island. (Niðurl .í næsta blaði). Víds|á Þfóöviljans 16.9. '39

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.