Þjóðviljinn - 24.09.1939, Síða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1939, Síða 1
IV. ABGANGUB SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1939. 221. TÖLUBLAÐ '■■I Takmarkaltnan mllll sovðtberslns og þýzka berslns i Pðllandl dregln Almenní eiru úrslitin i Póllandí álítin míkill ósígur f^rir Hítler Rauði herinu tðk fi g»r Brest-Litovsk og Bialystok SAMKV. EINKASK. FRA MOSKVA OG IÍHÖFN i GÆRKVÖLD, Samkvæmt opinberri tilkynningu í'rá sovétstjórninni, 22. sept, hafa stjórn Sovétríkjanna og stjórn Þý/.kalands ákveðið takmarka línu (demarkationslinie) milli þýzka hersins og Rauða hersins, og er hún sem hér segir Eftir Pissafljóti að Narewfljóti, eftir Narew að Bug, eftir Bug' að Weichsel, suður eftir Weichsfel þangað sem San rennur í hana og þaðan eftir ánni San til upptaka. Samkvæmt tilkynningu herforingjaráðs Rauða liersins 22. sept. tók sovéther þennan dag borgirnar Brest-Litovsk og Bialystok á vald sitt og hélt áfram að festa stöðu sína. I Lemberg-héraði gáfust sex pólskar fótgönguliðssveitir og tvö skyttuherfylki undir forustu Langers hershöfðingja, upp fyrir Rauða hernum. Fram að 21. sept. hafa 120 þús. pólskir hermenn og liðsforingjar verið teknir til fanga af sovéthernum, og 380 fall byssur og 1400 vélbyssur teknar lierfangi. Btreíar og Frakkar van» lrúaðír á sögusagnír þfzka úívarpsíns. Brezk og frönsk blöð leggja lít- Inn trúnað á þá staðhæfingu þýzka útvarpsins, að takmarka- lína þýzka hersins og sovéthersins i Póllandi hafi verið ákveðin fyr- irfram. Benda þau á að þýzki her- inn hafi lagt á sig stórkostlegar fórnir til að ná valdi á þeim hér- uðum, er hann hörfar nú úr und- an sovéthernum, og sé engin á- stæða til að ætla að það hafi ver- ið fyrirfram umsamið. Telja blöð- in síðustu atburðina í Póllandi stórkostlegan ósigur fyrir Hitler og geti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir nazistastjórnina í Þýzkalandi, ef Sovétríkin fá stórum aukið áhrifavald í Mið- Evrópu. Víðsfáín í da$ Andrés Síraumland. Andrés Straumland, forseti 'Sambands íslenzkra berklasjúk- linga, ritar í Víðsjá Þjóðviljans í dag um baráttuna gegn berkla- veikinni. Þýzkur hcrshöfðíngí fallínn Tilkynnt hefur verið frá Berlín, að von Fritz hershöfðingi, fyrr- verandi yfirherforingi þýzka hers- ins, hafi fallið í bardögum við Varsjá. Nazísfísku motrðíngýun- um hcgnf Rúmenska stjórnin tilkynnir að aðfaranótt 22, sept. hafi morðingj ar Calinescus forsætisráðherra verið teknir af lífi, og allir þeir, er samsekir voru um morðið. Tel- ur stjórnin að nauðsyn hafi borið til að hraða aftökunum vegna hins alvarlega ástands, og muni Járnvarðaflokknum, hinum þýzk- sinnaða nazistaflokki í Rúmeníu algerlega verða útrýmt. Fríðvænlegf á Balkan Blöð í Búlgariu og Júgóslavíu láta mjog vel yfir batnandi sam- komulagi ítalíu og Grikklands og telja að sú ákvörðun ítölsku og grísku stjórnanna að draga burt heri sína frá landamærum Albaníu og Grikklands muni mjög stuðla að áframhaldandi friði á Balkanskaga. I gær lentu fimm pólskar flug- vélar í Búlgaríu. Ein þeirra hóf sig þegar á loft aftur og hvarf, en hinar voru teknar af búlg- arskri lögreglu og áhafnir þeirra kyrrsettar. Vínáffa víð Sovcfrakín - grundvalfarafríðí í uf« anrákíspólífík Tyrklands Aðalblað tyrknesku stjórnarinn ar birtir í dag ritstjórnargrein um för tyrkneska utanríkisráð- herrans til Moskva .Bendir blaðið á að för ráðherrans á þessum al- varlegu tímum, veki athygli um allan heim, og sé það ekki að á- stæðulausu. Vináttan við Sovét- ríkin er grundvallaratriði í utan- ríkispólitík Tyrklands, segir blað- ið. Vér munum aldrei gleyma þeirri hjálp, er Sovétríkin veittu Tyrklandi, þegar því lá mest á. Síðan keisarastjórnin rússneska, og soldánstjórnin tyrkneska féll. hafa engin ágreiningsatriði verið milli þjóða Sovétríkjanna og Tyrklands, en þá fyrst voru sköp- uð skilyrði til heilbrigðs vináttu- sambands milli þessara ríkja, er áður höfðu verið fjandsamleg hvort öðru. Sovétríkin og Ungverjaland hafa á ný tekið upp stjórnmála- samband sín á milli. Amcríshír sjó~ menn knýja ifram kaup hækkun KAUPMANNAHÖFN f GÆRKV. Ilásetar og kyndarar á átta amerískum flutningaskipum gerðu verkfall þar sem þeim hafði verið neitað um kauphækkun fyrir sigl- ingar á hættusvæðum í Evrópu. Lauk verkfallinu svo, að sjó- mennirnir fengu 25% launahækk- un fyrir siglingar á þeim leiðum, sem hættulegastar eru taldar, Tveir lögreglnþjónar flzBitiiÍii* n siifcöirrefls Dómur var kveðinn upp í und- irrétti yfir tveimur lögregluþjón- um, þeim Sigurði Thorarensen og Þorkatli Steinssyni, fyrir ólöglega handtöku á Karli Jónssyni lækni sem er kærandi málsins. Setudóm- ari í máli þessu var fsleifur Arna- son prófessor. Var Sigurður dæmdur í 200 króna sekt, en Þor- ketill í 100 króna sekt. Orsakir málshöfðunar þessarar eru sem hér segir: Kvöld eitt fyr- ir nær ári síðan voru lögreglu- þjónarnir kallaðir að Hótel Borg til að skakka þar leik vegna ó- spekta. Á meðan lögregluþjónarnir voru í anddyri hótelsins, bar Karl þar að og ætlaði hann að fara í frakka sinn, en byrjaði um leið að raula lagstef. Höstuðu lögreglu- þjónarnir á liann, en Karl sinnti því engu. Réðust lögregluþjón- arnir þá að Karli en hann stymp- aðist við. Lauk þeirri viðureign svo að Karli var ekið í fangahús- ið og þar kom hann fyrst til vit- undar daginn eftir. Var hann þá með nokkra áverka, en auk þess telja læknar að hann hafi fengið snert af heilahristingi. Komst Karl nú heim, en lá alllengi vegna áverka þeirra, er hann telur sig hafa fengið í viðskiptunum við lögregluna. Sannanir hefur þó brostið að dómi réttarins til þess að færa ó- i yggjandi rök fyrir því, að meiðsli Karls stöfuðu af viðureign hans við lögregluna. Hlutu lögreglu- þjónamir því engan dóm fyrir á- verkana, heldur aðeins sekt fyrir að hafa tekið Karl höndum ólög- j lega og að ástæðulausu. Hvað taefur þú gerf ftl að úfbreíða Þfóðvjlfann I Búízt víd dóflií í Hafn- arfíardardeíl unní næsfu daga A iöstudaginn var fór fram málflutningur fyrir Félagsdómi í Hafnarf jarðarmálinu svonefnda, eða máli því, er Skjaldborgin hef- ur látið höfða fyrir dóminum gegn Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Mál þetta átti að koma fyrir dóminn þann 20. þ. m. en var frest að vegna veikinda eins af dóm- urunum, Kjartan Thors. Búizt er við að Félagsdómur kveði upp dóm sinn í máli þessu á morgun eða þriðjudaginn, þar sem öllum málaflutningi er lokið, Kjartan Thors mun ekki eiga sæti i dómnum við dómsúrskurð og mun Jón Ásbjörnsson hæstarétt- armálaflutningsmaður sitja í sæti hans. Sækjandi málsins er Guðm. I. Guðmundsson, en Pétur Magnús- son ver málið fyrir hönd Hlífar, Guðmundur Arn- laugsson skrífar greínaflokk í Þjóð- víljann um Argen- tínu-skákmótíð. Fyrsta greínin kem- ur á þríðjudagínn. Guðmundur Arnlaugsson. Eins og lesendum mun kunn- ugt, var Guðmundur Arnlaugsson ritstjóri skákdálks Þjóðviljans, einn af íslenzku keppendunum í Buenos Aires, en þeir unnu for- setabikarinn sem frægt er orðið. Guðmundur hefur sent Þjóðvilj- anum greinar um ferðina og skák- mótið og birtist sú fyrsta í næsta blaðí (þriðjudagsblaðinu). Er tals verður hluti greinarinnar gaman- söm lýsing á ferðinni yfir hafið, en inn i er fléttað fróðleik, sem öllum skákmönnum mun þykja fengur í.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.