Þjóðviljinn - 27.09.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1939, Blaðsíða 1
Hvað heíar þú gwf! II! að útbreíða Þjóðvílfatm I Sovétríkln og Tyrkland treysta samvlnnn sína lltanríkísráðherra Tyrkfa fær ágœtar móttökur í Moskva Ranði herinu sækir iram í Póllandi SAMKV. EINKASK. FRA MOSKVA OG KHÖFN I GÆRKVÖLD, Schukru Saradshoglu, utanríkisráðherra Tyrklands og fylgd- arlið hans kom til Moskva í gærí opinbera heimsókn. Utanríkisráðherrann fekk hinar virðulegustu móttökur. Á járn- brautarstöðinni voru fyrir Potemkin og Dekanosoff, vara-utanríkis þjóðfulltrúar Sovétríkjanna, — Koroljeff, .forseti Moskvaráðsins og allt starfsfólk tyrknesku sendisveitarinnar í Moskva, með sendi- herrann Ali Chaidar Aktai í fararbroddi, Saed sendiherra írans, Sul- tan Achmed Chan, sendiherra Afghanistans, .Antonoff sendiherra Búlgaríu, Marketti sendiherra Grikklands, og Dianu sendiherra Rúmeníu. I för með Schukru Saradshoglu var sendiherra Sovétríkjanna í Ankara, Terentéff. Fundur í þingi Bandaríkjanna. V er ða hlutleysislög Banda rikjanna afnnmin j Roosevelt talínn öruggur um meíríhluta Um aðgerðir Rauða hersins í Pól- landi 25. september gaf herforingja ráðið eftirfarandi tilkynningu: „Rauði herinn hélt áfram sókn sinni til takmarkalínunnar í Pól- landi hinn 25. sept., og tók á vald sitt borgirnar - Suwalki og Gronionz og náði fram til Iínunnar Siiwalki- Gronionz-Surash-Janow (30 km. norðvestur af Brest-Litovsk) -Opalin -Dubenka (báðar við Bug-fljótið, 24—30 km. norðvestur og suðvest- ur af Colm) -Komarow-Lavrikoiu (15 km. suðaustur af Rawaruska) -Pod gaitschhiki (25 km. norðaustur af Sambor) -Rybnik (40 km. vestur af Stryi) -Kosiowa (50 km. suðvest- ur af Stryi). í Vestur-Hvítarúss- landi og Vestur-Okrainu heldur her- inn áfram leit að leifum pólskra liðssveita*1. Ríbbcnírop fer iil Moskva i dag Ribbentrop leggur af stað á morg un áleiðis til Moskva til samninga um Póllandsmálin. Orðrómi um ínnrás í Rúmeníu mófmaslf Ýmsar útvarpsstöðvar í Vestur- Evrópu hafa flutt þá fregn að tíu sovéthersveitir væru komnar inn í Rúmeníu og landamærum Sovét- ríkjanna og Rúmeniu hafi hvar- vetna verið lokað. Stjórn Rúmeníu hefur lýst yfir í opinberri tilkynningu að fregn þessi sé tilhæíulaus. Engin tálmun hafi verið lögð á samgöngur um Bessarabíu-landamæri Rúmeníu og Sovétríkjanna, en hinum fyrrver- andi rúmönsk-pólsku landamærum hafi verið lokað vegna styrjaldar- ástandsins í Póllandi. Því er opinberlega neitað í Frakklandi, að franskar sprengju- flugvélar hafi gert árás á Zeppe- lin-verksmiðjumar í Friedrichs hafen. Telja Frakkar að eitthvert ógurlegt slys muni hafa orðið í verksmiðjunum, og reyni þýzk yf- irvöld að láta lýta svo út, að það hafi verið sprengjuárás að kenna. - ■ i- »• - Va» von Frífsch myrfar ? Sterkur orðrómur gengur um það, að þýzki herforinginn von Fritsch hafi ekki fallið á vígvöll- unum, heldur hafi hann orðið þýzku leynilögreglunni að bráð. Vitað er að von Fritsch var í ónáð hjá Hitler, enda þótt honum hefði að nýju verið fengin herstjórn. Ástandíð í atvínnu- leYSismálunum Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn fékk í gær voru 452 skráðir atvinnuleysingjar á Vinnu- miðlunarskrifstofunni í gær. Sé sami dagur 26. september tek- inn til samanburðar á undanfömum árum verður útkoman sem hér segir: 1938 — 373 1937 — 189 1936 — 350 1935 — 397 Atvinnuleysið er því það mesta, sem það hefur verið í fimm ár. Við þetta bætist sú staðjreynd að tala atvinnuleysingja var í síðustu viku komin nokkuð á sjötta hundr- að, og er vitað að aðeins sárafáir af þeim mönnum geta nú verið komniíi í vinnu. Orsök þess að skráð um atvinnuleysingjum hefur fækk- að er sú, að þeir hafa ekki enn komið til skráningar aftur, að fyrstu skráningunum loknum, en ekki hin, að þeir hafi fengið vinnu. Eftir upplýsingum, sem Þjóðvilj- anum bámst í 'gær, er að minnsta kosti búið að segja upp að öllu eða að miklu leyti hjá 8 iðnfyrir- tækjum hér í bæ. Sum þeirra eru þegar hætt starfsemi sinni, í bili að minnsta kosti. Eftir sömu upp- lýsingum var búist vjð að uppsagn ir væru væntanlegar hjá ýmsum fleiri iðnfyrirtækjum þessa dagana. „Congircss#<~fÍokk inrínn índvcirskí scgír brczku sfíórninni mcín~ íngu sína EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐV KAUPMANNAHÖFN I GÆRKV. „Gongress‘‘-flokkurinn í Indlandi sem er sjálfstæðisflokkur Indverja, hefur nýlega samþykkt yfirlýsingu út af styrjöldinni i Evrópu. Er stefna yfirlýsingarinnar á þessa leið: Flokkuiinn álítur stríðið vera stórveldastríð auðvaldsríkja um hagsmuni sína og er því algerlega mótfallinn að farið sé að fóma auð- æfum Indlands og mannafla í slíkri styrjöld. Enska stjórnin sé með lýð ræðið á vörunum, en meini ekkert með því fremur venju. Hinsvegar sé flokkurinn viss um, að enska og franska þjóðin vilji berjast fyrir lýðræði og taki styrjöldina alvar- lega hvað það snerti. En ef enska stjómin meini það alvarlega að hún sé að berjast fyrir því að koma lýðræðá á í Iveröldinni, þá ætti hún að byrja með því að gefa Indlandi frelsi. I. Samkv. nýjustu erlendum blöðum urðu úrslitin á skákmótinu í Buenos Aires þau, að Þýzkaland varð efst og vann Hamilton Russel-bikarinn. Pólland varð annað, Svíþjóð þriðja. Fer hér á eftir vinningafjöldi hvers lands um sig.. Argentína og Holland áttu eftir biðskák. Þýzkaland 34 Pólland 32 Svíþjóð 31V2 Eistland 31 Bæheimur og Mæri 30 Lettland 29 Argentína 28V2 (og biðskák) Holland 27 (og biðskák) Palestína 231/2 Frakkland 23 Chile 22 j :g|| Litháen 20 Brazilía 19V2 Cúba 19 Danmörk 18 EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐV. KAUPMANNAH. I GÆRKV. Talið er að Roosevelt Banda- ríkjaforseti muni hafa öruggan meirihluta til breytinga þeirra á hlutleysislögum Bandaríkjanna, sem hann hefur Iagt fyrir þingið, Fela breytingar þessar í sér, að Bandaríkin mega selja ófriðarþjóð um vopn og aðrar hernaðarnauð- synjar, en þó því að eins, að ófrið- arþjóðirnar sjái um flutning þeirra og borgi vörurnar út í hönd. Fulltrúar allra lýðvelda í Ame- Þjóðviljinn mun síðar flytja ná- kvæmar lýsingar frá skákmótinu. Næsta grein Guðmundar Arnlaugs- sonar, sem er frásögn af fyrri hluta mótsins, birtist hér i blaðinu n. k. sunnudag. Míðsföð hcíms~ viðburðanna EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJ. KHÖFN 1 GÆRKV. Blöð um öll Norðurlönd ræða heimsástandið, og ber þeim yfir- leitt saman um að atburðir síðustu daga hafi gífurlega aukið stjórn- málavald Sovétríkjanna og segja sum blöðin að miðstöð hinna póli- tísku viðburða í álfunni sé nú komin til Moskva. ríku sitja nú ráðstefnu í Panama. Hefur verið fullt samkomulag um nauðsyn þess, að varðveita hlut- leysi amerísku lýðveldanna, en jafnframt muni þau hafa samtök sín á milli um að verja verzlun og siglingar Ameríku-þjóða. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráð stefnunni hefur lagt fram tillögur um það, að landhelgi Ameriku-ríkj- anna verði færð mjög út, og ná- kvæmt eftirlit haft með því, að herskip ófriðarþjóða hafist ekki við innan hinna nýju landhelgistakmarka Sjóræ nín$fa~að~ fcrdír Þjódvcrja fordæmdar um umöllNorðurlöfid EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJ. KHÖFN 1 GÆRKV. Um gjörvöll Norðurlönd er nú ekki rætt um annað meira, en að Þjóðverjar hafi sökkt fjórum skip um frá Norðurlöndum. Norsk, sænsk og finnsk blöð skrifa um málið af miklum hita og for- dæma aðgerðir Þjóðverja. Zeth Hög hind segir t. d. í aðalblaði sænsku stjórnarinnar: Ef Þýzkaland ætlar sér að hræða hlutlausar þjóðir frá löglegri verzlun við Breta og Frakka þá skjátlast þeim alveg. Svíþjóð mun aldrei láta taka af sér réttinn til frjálsrar verzlunar, á heiðarlegum hlutleysisgrundvelli. Búist er við að sænska og finnska stjórnin muni bera fram mótmæli í Berlín vegna aðgerða Þjóðverja. Þýekaland sígvcgarí í Bucnos Aírcs Pólland vard annad, Sviþjód þríðja í röðínní

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.