Þjóðviljinn - 27.09.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1939, Blaðsíða 3
ÞJ59VILJINN Miðvikudagurinn 27. september 1939 jjfaniim fil Deiksel Eftír Halldór Kíljan Laxness Fyrsti heimssögulegi árangur- inn af griðasáttmála Þjóðverja við Ráðstjórnarríkin er sá, að bolsévismanum hefur verið opnuð leiðin til Vesturevrópu. Andkomm- únistiski möndullinn er brotinn; andkommúnistiski sáttmálinn er orðinn skrítla. Þrem vikum eftir undirskrift griðasáttmálans er bolsévisminn á bökkum Veiksel; fimmtán milljónir manna í mið- aldalegu lénstímaríki, sem frægt var fyrir mestu bændaörbirgð á Vesturlöndum, hefur árekstralítið og án verulegra blóðsúthellinga, hoppað inn í ráðstjórnarskipulag verkamanna og bænda. Eg sé auðvaldssinnuð blöð tala um að bolsévikar um heim allan standi sem steini lostnir yfir þessu hneyksli. Mér er slíkur hugsana- gangur ekki með öllu ljós. Eg skil ekki almennilega, hvernig bolsé- víkar ættu að sjá nokkurt hneyksli í því, að 15 milljónir manna eru þegjandi og liljóðalaust innlimað- ir undir bolsévismann. Mér skilst að slíkt hljóti að vera bolsévíkum fremur fagnaðarefni en ástæða til hneykslunar. 1 gær skrifuðu auð- valdsblöðin’ sturlaðar greinar um þau svik við bolsévismann, sem Stalin væri staðinn að með griða- sáttmálanum við Þjóðverja. 1 dag skíra sömu blöð frá því, að sem afleiðing af þessum sáttmála sé nú útþurrkun auðvaldsins fram- kvæmd og samvirkt skipulag upp- tekið í % hlutum Póllands, Mér er ekki ljóst hvar „svik” bolsé- vismans liggja. Annar beinn árangur griðasátt- málans er sá, að bolsévisminn hefur a. m. k. í svip, lokað hinni fyrirhuguðu, langþráðu og marg- umdreymdu leið þýzku heimsveld- isstefnunnar til austurs, með því að setja fleyg milli Þýzkalands og Rúmeníu. Um leið er sunnanverð Austurevrópa raunverulega undir- gefin lyklavaldi bolsévismans. Þó er þýzk-rússneski griðasátt- málinn merkilegastur fyrir þá sök, að með honum er Þýzkalandi hrundið úr vegi, sem brjóstvörn Vesturlandaauðvaldsins gegn bolsévismanum. Þýzki fasisminn sem „fræðigrein”, þjóðarvakning og valdastefna byggðist á barátt- unni gegn bolsévismanum sem undirstöðu. Með griðasáttmála þýzka ríkisins við bolsévismann er þessari undirstöðu kippt burt, hug myndakerfi nazismans lamað, þýzki fasisminn, sem fagnaðar- boðskapur gegn bolsévisma er ekki lengur til. Um leið er barátt- an gegn fasismanum ekki lengur einkunnarorð, nema með takmörk- uðu innihaldi: broddurinn hefur verið sorfinn af þessu hættulega vopni auðvaldsins, vígtennurnar dregnar úr þessu villidýri, sem átti að rífa bolsann á hol. Eftir er gamall spakur seppi, sem enginn bolsévíki telur framar ómaksins ,vert að sparka í svo um munar. Einkenni þýzka ríkisins eru nú aftur orðin hinir sígildu þýzku herveldisdraumar og heimsveldis, sem fyrst og fremst beinast gegn yfirráðum Breta. Af grundvallar- atriðum bolsévismans hefur aftur á móti ekki stafkrók verið raskað: samvirkur iðnaður, samyrkjubú- skapur, sósíalistisk menningarvið- reisn seinþroska landa mun halda áfram sinni friðsamlegu þróun á marxistiskum — leninistiskum grundvelli í hinum bolsévistiska heimi; og alræði öreiganna mun halda áfram undir þeim mun mýkra formi, sem vald sósíalism- ans verður fastara í sessi og sam- virk menning eykst. Bolsévisminn hefur aldrei staðið fastari fótum í heiminum en eftir uppgjöf þýzka fasismans fyrir ráðstjórninni. Það má óhikað gjalda jákvæði við fullyrðingum brezkra og jap- anskra blaða síðustu daga, þess efnis að „hættan” af bolsévisman- um hafi aldrei verið meiri í Vest- urevrópu en nú. Bretum var árum saman í lófa lagið að gera Rússa að bandamönnum sínum gegn upp gangi Þýzkalands. En sá kostur var ekki tekinn. Nú er Breta farið að gruna, að því er segir í Daily Telegraph að bolsévisminn muni á vesturleið ekki láta staðar numið við ána Veiksel, úr því hinn þýzki flóðgarður er brotinn á ann- að borð. Menn geta þjónað lund sinni hér heima með því að framléiða alls- konar furðulegt orðbragð um sov- étheimsveldið og forráðamenn þess, slíkt getur verið mönnum stundarsvölun út af einka-ergelsi heima fyrir. En það er því miður hætt við, að þeir góðu menn, sem leggja krafta sína í svo fánýta framleiðslu, muni seint klippa á því kúpóna. Halldór K. Laxness. Dómur Félagsdóms FRAMH. AF 2. SIÐU. klofningsfélaga. Þetta hafa félög- | in, sem kunnugt er, gert með þvi ! að semja um forgangsrétt fyrir meðlimi sína til vinnu, en það hef- j ur í reyndinni þýtt, enda svo til ætlast, að allir verkamenn í sömu starfsgrein á félagssvæðinu hafa orðið að vera í einu og sama stétt- arfélagi. Þá er næst að athuga, hvort þessi vilji löggjafans komi greini- lega fram í löggjöfinni. Ekki verð- ur þessari spurningu svarað hik- laust játandi: Lögin eru hvað þetta snertir óákveðin og teygjan- leg, svo teygjanleg, að Félagsdóm ur hefur séð sér fært að dæma gegn vilja löggjafans og telur sig þar byggja á bókstaf laganna. Önnur grein laga um stéttarfé- lög og vinnudeilur er þannig: „Stéttarfélög skulu vera opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, eftir nánari á- kvæðum reglna í samþykktum fé- laganna. Félagssvæði má aldrei vera minna en eitt sveitarfélag”, Hvers vegna eiga félögin að vera opin, ef leyfilegt er að stofna eins mörg félög og verkast vill í hverri starfsgrein? Getur nokkur efast um að þetta ákvæði er sett inn í lögin af því að löggjafinn hafi gengið út frá því, sem sjálfsögðu, að aðeins væri eitt félag í hverri grein á hverjum stað? Það er langt frá því, að Félags- dómi hafi tekizt að svara þessum spurningum, þannig að svai’ið styrki málstað hans. Hin umrædda grein þessara laga, gerir þær takmarkanir á á- kvæðum um opnun félaganna, að um hana skuli fara eftir reglum í samþykktum félaganna, Hversvegna var þetta ákvæði sett, og hversu víðtækar mega þessar takmarkanir vera? Félagsdómur hefur ekld svarað þessum spurningum. En beinast liggur við að álykta, að með þessu ákvæði hafi löggjafinn viljað gefa verklýðsfélögunum vopn í hönd til þess að verja sig fyrir klofnings- félögum, úr því ekki er beint fram tekið í lögunum að þau skuli bönn- uð. Sú eðliegasta takmörkun, sem félögin geta gert á ákvæðinu um að þau skuli vera opin, er bann við því að meðlimir þeirra séu í öðrum verklýðsfélögum í sömu \ starfsgrein. Loks er vert að benda á það ákvæði laganna, að félagssvæði megi ekki vera minna en eitt sveit arfélag. Það er óhugsandi að skýra þetta ákvæði öðru vísi en svo, að með því vilji löggjafinn firra félögin því óláni að mörg stéttarfélög verði starfandi í sömu starfsgrein á sama stað. En ekkert af þeim röksemdum sem hér eru fram færðar gat hindrað það að Félagsdómur kvæði upp dóm, sem fer í bága við anda laganna um stéttarfélög og vinnudeilur, og sem raunveru- lega gerir vald stéttarfélaganna að engu. En úr því sem komið er, verður ekki annað að gert en að verklýðsfélögin hefji hatrama bar- áttu fyrir því, að tafarlaust verði að því horfið, að breyta lög- unum þannig, að skýrt sé ákveðið að ekki megi starfa nema eitt stéttarfélag á hverjum stað. Hvernig væri að fara fram á að for^eti Alþýðusambandsins gæfi út bráðabirgðalög um slíkt efni. Nýtt folaldabjöt i buff og gullasch Nýrcyfef hesfafejöf nýsláfirað díikakjöf, úrvals katiöflur og gulrófur o. m. fl, Kjöfbúðín Njálsg. 23. — Símí 5265 ^ss. SMIPAUTCERÐ Vélskipið Helgi hleður fíl Vestmanna^ eyja í da$. íþróttaskélian fekur fíl sfarfa 1, okfóber, — Víðfalsfímí þessa viku kl, 4—7 slðd, fón Þorsfeinsson, llý kenislnbök f dinsku Effír cand, mag, ÁGÚST SIGURÐSSON. Bóhín er byggð á nýjum hennsluaðferðum, og hefír höfundur þar notíð aðstoðar beztu hennara og mál- fræðínga íslenzhra og danshra. í bóhínní eru margar fallegar myndír. — Faesf i öllum bókaverzlunum, Aðalúfsala: BókavereL Isafoldarprenfsmídju Tilkynnið flufninga á sferífsfofu Rafmagnsveif" unnair, Tjarnargöfu 12, simí 1222, vegna mælaáiesfurs, Rafmagnsvcíta Reykjavíkur. Ellefu, tólf og þrettán ára börn, sem sæltja eiga Miðbæjar- skólann í vetur, komi í skólann eins og liér greinir: Föstudaginn 29, september klukkan 8 árdegis komi þrettán ára börn, klukkan 10 tólf ára börn og klukkan 1 síðdegis ellefu ára börn. Héraðslæknir skoðar börnin 30. september, og koma 18 ára drengir klukkan 8 árdegis, 13 ára stúlkur .klukkan 91/2 > 12 ára drengir klukkan 11, 12 ára stúlkur klukkan 1 y2, 11 ára drengir klukkan 3 og 11 ára stúlkur og önnur börn, sem þá eru óskoðuð, klukkan 4'/2. Undirritaður sinnir viðtölum í skólahúsinu klukkan 11 til 12 árdegis og 5 til 6 síðdegis, sími 4862. Halfgrímur Jónsson skólasíjótrí. y f 4 f A I 1 t Ný barnabök: Ferðalangar eftír Helga Hálfdánarson V v Ý V v f v 4% x y Bókin er lýsing á æfintýraferð tveggja systkina um undraheiina**! !•! efnisins, frá smæstu frumeindum til stærstu stjarna. *t* X Skemmtileg og fræðandi bók prýdd mörgum myndum eftirX !»!höfundinn. *|* | Bókin hlaut meðmæli skólaráðs barnaskólanna sem lestrar-^ <j'bók handa börnum og unglingum. X X Verð kr. 4.00 innbundin. Fæst hjá öllum bóksölum. 4 t V 4 ♦% Bókaverzlun Heímskrínglu Laugaveg 38, — Símí 5055 I I f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.