Þjóðviljinn - 19.10.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1939, Blaðsíða 4
Næturlæknir: Eyþór Gunnars- son, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Litla bílastöðin, Lækjartorgi, sími 1380. Bæjarstjórnariundur verður haldinn í dag á venjulegum stað og tíma. Fyrir fundinum liggja 10 mál, 8 fundargerðir, en auk þess brunabótavirðingar og útsvarsmál Sænska frystihúsið hafði eins og áður var skýrt frá hér í blað- inu, farið þess á leit við hafnar- stjórn, að það mætti afsala sér lóðinni undir þeim hluta sænska frystihússins er brann í sumar. Nú hefur stjórn frystihússins aft- urkallað tilmæli þessi, og hefur hafnarstjórn fyrir sitt leyti lagt •til að leyfð verði endurbygging þess hluta hússins, sem brann 4. júlí síðastliðinn. % Skipaútgerð ríkisins hefur sótt um leyfi til hafnarstjórnar um að fá leigða lóð vestan við vöru- geymsluhús SIS og ætlar skipaút- gerðin að hafa þar „yfirbyggt port”, Hafnarstjórn hefur fyrir sitt leyti fallizt á að veita leyfi þetta. - Skólanefnd Austurbæjarskólans samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða $ftirfarandi stunda- og forfallakennara: Bergljót Gutt- ormsdóttir, -Elísabet Helgadóttir, Rannveig Jónsdóttir, Fríða Stef- ánsdóttir og Þórunn J. Claessen. Tvær þær síðasttöldu eru leikfim- iskennarar, en þær Elísabet og Rannveig handavinnukennarar. Gamla Bíó sýnir í kvöld kl. 9 síðari hluta myndarinnar Olympíu leikarnir 1936. Nefnist sá hluti myndarinnar „Hátíð fegurðarinn- Lúðrasveitin Svanur leikur í kvöld kl. 9 á Austurvelli ef veður leyfir. Meðal annars „verða leikin íslenzk lög, marzar og nokkur vin- sælustu danslögin frá sumrinu. Stjórnandi er Karl O, Runólfsson tónskáld. Útvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 16.00Veðurfregnir. 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20,20 Vegna stríðsins: Erindi. 20.35 Frú útlöndum. 21.00 Útvarpshljómsveitin: Eric Coats: Smálagaflokkur o. fl. — Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guð mundsson): Ljóðræn smálög, eftir Sveinbjörn Sveinbjömsson. 21.35 Hljómplötur: Dægurlög . 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Lyra kom í fyrrakvöld frá Bergen. Dæmdur fyrir áfengissölu, Ný- lega var Axel Ármann Þorsteins- son Skólavörðustíg 46 dæmdur fyrir ítrekaða leynivínsölu. Var hann dæmdur í 60 daga fangelsi þlÓÐVILIINN T T V T 1 I T * I T i | I j 1 x x 2 Nýya Ti'tO a£ Charlíe Chan á Ol- ympísbu leikjunum, | y A Spennandi og skemmtileg | amerísk lögreglukvikmynd, er gerist á Honolulu. New York og á Olympiuleikjun- um í Berlín árið 1936. Aðalhlutverkið Charlie Chan £ leikur: 2 Warner Oland. 5 V Aukamynd: v Brezki flotinn. | T Börn fá ekki aðgang. *:* gi Göjnbl3io % |Ólympíuleikarnir | 1936 ? 1 1 i T T T T X T X i x A Síðari hlutinn: „Hátíð fegurðarinnar. Sýnd í dag kl. 9. Þar sézt m.a, úrslitakeppni í tugþraut, knattspyrnu, kappsiglingu- og róðri, hnefaleik, sundi og dýfingum. Frá ráðherrafundi Norðurlandaþjóðanna er haldinn var nýlega í Kaupmannahöfn. Sitjandi: Halvdan Koht, utanrikisráðherra Noregs, Nygaardsvold, forsætisráðherra Noregs, Standandi: Erkko, utanrík- isráðherra Finna, Cajander, forsætisráðherra Finnlands, Per Albin Hansson forsætisráðherra Svíþjóðar, Sandler utanrikisráðherra Sví- þjóðar og Munch utanríkisráðherra Dana, Hvernig eiga þeir snanðn , að halda á sér hita? Það er verið að hvetja bæjar- búa til þess að spara kolin. Til þess að ná þeim lofsæla tilgangi að spara þessa dýru og torfengnu vöru, virðast vera tvær leiðir. Sú fyrst að nota rafmagn til hitunar húsa, og þar næst hin að sitja blátt áfram í kuldanum, klæða sig vel og bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, þegar kuldinn bítur sárast. Það vantar ekki að hin „sívak- andi forsjón þjóðarinnar, þjóð- stjórnin”, hafi komið auga á báð- ar þessar leiðir, á mörgum af hennar „óteljandi fundum”, sem eins og kunnugt er eru haldnir nætur sem nýta daga, hefur hún gert samþykktir um að menn skyldu hita með rafmagni, nú og ef það væri ekki fyrir hendi, þá .bara að klæða af sér kuldann. En í öllum þessum fundaönnum hefur stjórninni gersamlega láðst að kenna mönnum ráð til þess að afla sér rafmagnsofna. Þeir eru sem sé ófáanlegir. Hvað hinum viðvíkur, sem eru svo lukkulegir, að eiga rafmagnsofn, þá hefur verið séð fyrir því að hækka raf- magnsverðið, til þess að gera þeim ennþá erfiðara fyrir um að nota sér þetta þjóðráð. Hvernig stendur nú á þessu? Það er sagt að þáð stafi af því i gengið hefur lækkað, og hafi því 'vextir og afborganir rafveitunnar hækkað að sama skapi, En ekki taka allir þessa skýringu fyrir góða og gilda vöru. Önnur skýr- ing heyrist oft á strætum og gatnamótum. Hún er sú, að raf- magnsverðið sé hækkað til þess að koma í veg fyrir að notkunin aukist mjög ört. Því er haldið fram að rafmagnskerfi bæjarins sé svo ófullkomið og illa úr garði gert, að það þoli ekki stóraukna rafmagnsnotkun, og því er jafnvel Þvoffakvenna- félagíð Freyja. haldið fram, að ef eðlileg aukning rafmagnsnotkunarinnar ætti sér stað, þá mundi Sogs- og Elliðaárs- stöðvarnar ekki geta fullnægt raf- magnsþörf Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar nema stutta stund. Ef önnurhvor þessara skýringa, eða báðar skyldu vera réttar, þá er hér um hreint hneyksli að ræða, og bæjarbúar eiga heimtingu á að fá að vita hið sanna. Annars er þetta ágætt sýnis- horn af athæfi þjóðstjórnarinnar, öðru'orðinu hvetur hún þjóðina til þess að gera það, sem hún raunverulega bannar með hinu. Líkt er þessu farið með þá, sem vilja klæða sig vel og sitja í kuld- anum. Hvar eiga þeir að fá hin skjólgóðu föt? Eigi þeir máske peninga kann þeim að vera kleift að klæðast vel. En þeir, sem eiga mikla peninga eiga líka nóg kol. Séu peningar af skornum skammti þá fá þeir hvorki hlý föt eða kol. Niðurstaðan af öllu þessu er: Eigir þú mikla peninga, getur þú keypt kol, rafmagn og hlý föt. Sért þú snauður verkamaður færð þú ekkert af þessum gæðum. Þá er þitt hlutskipti að sitja í kuldan- um, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, til þess ætlast þjóðstjórnin. Nýtt heftí af Le Nord. „Le Nord”, tímaritið, sem gefið er út með styrk frá öllum Norður- landaríkjunum, og hefur sinn rit- stjórann frá hverju þeirra, er ný- komið út, 3. hefti árgangsins 1939. Allar greinarnar eru á einhverri hinna þriggja höfuðtungna Vest- urlanda: ensku frönsku éða þýzku. 1 þessu hefti eru eftirfar- andi greinar: Ávarp Leopolds Belgíukonungs, er hann flutti í nafni þjóðhöfðingja Osló-ríkjanna við venjulegt fangaviðurværi og 2500 króna sekt. Frá höfninni: 1 fyrrakvöld kom hingað fisktökuskip frá Noregi. Lestar það hér saltfisk til útflutn- ings á vegum S. 1. F. Hekla kom í gærkvöldi frá Englandi. Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur fer fram í kvöld kl. 8i/2 í K,R.-húsinu. Vélskipið Helgi hleður til Vest- mannaeyja á laugardaginn'kemur á vegum Skipaútgerðar ríkisins. fslenzku skákmennirnir, Ás- mundur Ásgeirsson, Baldur Möller Einar Þorvaldsson, Guðmundur Arnlaugsson og Jón Guðmunds- son, sem tefldu á alþjóðamótinu í Buenos Aires, eru væntanlegir til Antwerpen n. k. þriðjudag. Koma þeir þangað með belgisku skipi. Þeir lögðu af stað frá Buenos Air- es 29. fyrra mánaðar. Aðalfundur Knattspymufélags- ins Víkings var haldinn í fyrra- kvöld. í stjóm félagsins voru kosn ir: Guðjón Einarsson formaður, en meðstjórnendur Brandur Brynj óifsson, Edwald Bemdsen, Friðrik Sigurbjömsson, Haukur öskars- son, Sighvatur Jónsson og Thor Hallgrímsson. Nýja Bíó byrjar í kvöld sýn- ingu á amerískri kvikmynd, sem nefnist Charlie Chan á Olympiu- leikunum. Warner Oland leikur aðallutverkið. Brezki flotinn verð- ur sýndur á aukamynd áður en aðalmyndin hefst. Æ. F. R. Málfundaflokkur held- ur fund í kvöld kl. 9 e. h. í Hafn- arstræti 21. Mætið stundvíslega. Ríkisskip. Súðin var í Stykkis- hólmi kl. 6 síðdegis 1 gær. Esja fór kl. 9 í gærkveldi í strandferð austur um land. Kennsla fyrir málhölt og stam- andi börn byrjar í Austurbæjar- barnaskólanum í fyrramálið (föstudagsmorgun) kl. 10. , Námsflokkar Reykjavíkur veita ókeypis kennslu í ýmsum greinum. Innritunargjald kr. 5,00. Allar upplýsingar gefur Ágúst Sigurðsson cand. mag. Freyjugötu 35. Til viðtals daglega kl. 6—9 síðdegis. *>*x-x-:*‘:-:-:**:~:-:**:">*:**:**:-:-:-:->«<"»« Framhald af 1. siðu þar sem óskað var eftir viður- kenningu fyrir félagið, sem réttan samningsaðila um hagsmunamál þvottakvenna í Reykjavík. Fundurinn lítur svo á, að lög Alþýðusambands Islands leyfi ekki stjórn þess, að semja um kaup og kjör meðlima einstakra sambandsfélaga, án tilmæla eða óska þeirra sjálfra, hvað þá gegn ákveðnum mótmælum þeirra, en það hefur stjórn sambandsins leyft sér gagnvart Þvottakvenna- félaginu „Freyja” og meðlimum þess. Þar sem fundurinn telur, að stjórn Alþýðusambands íslands hafi með framkomu sinni ætlað, að eyðileggja félagið sem stéttar- félag þvottakvenna í Reykjavík, mótmælir fundurinn rétti Alþýðu- sambandsins, til skattkröfu á Þvottakvennafélagið „Freyja”, og lýsir fyllsta trausti á stjórn fé- lagsins, fyrir að neita að greiða skattinn, fyrr en stjórn sambands- ins viðurkenndi félagið sem réttan samningsaðila um kaup og kjör þvottakvenna”. Fundurinn var fjölsóttur. eftir fundinn í Briissel. Eljas Erkko, utanríkisráðherra Finna, skrifar um hlutleysi og verndun þess, Peter Munch utanríkisráð- herra Dana, skrifar grein um hlutleysispólitík Danmerkur. — Frede. Castberg: Ríki og einstak- lingur í norskum lögum, Gunnar Nilsson—Leisner: Ræktun mat- jurtaplantna í Svíþjóð, L. Thom- as: Finsk-skandinaviska bóka- safnið við Parísarháskóla, E. Hambro: Chr. Michelsen-stofnun- in, Bernhard Borgström: Frum- byggjar í Gammelsvenskby, Salon en: J. V. Snellmann. Auk þessara greina eru í heft- inu bókmenntayfirlit og yfirlit um helztu viðburði í hverju landanna fyrir sig undanfarandi ársfjórð- ung. Islenzki ritstjórinn að ,Le Nord’ er prófessor Sigurður Nordal. Yf- irlitið um Island skrifar Páll Jónsson, fréttaritari Morgunblaðs- ins í Kaupmannahöfn. Mestur hluti greinar hans í þessu hefti er frásögn af hitaveitunni í Reykja- vík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.