Þjóðviljinn - 21.10.1939, Side 2

Þjóðviljinn - 21.10.1939, Side 2
Laugardagurinn 21. október 1939. ÞJÖÐVILJINN luófltnuiNii tltgei'andi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurina. Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritst jórnarskrif stof ur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Sunnudagavínmi handa verkalýðn- un, — Sæfabraud handa efnamönn- um. • Hin virðulega bæjarstjórn hefur af visdómi sínuin ákveðið að brauð sölubúðir skuli framvegis vera opnar til kl. 5 á sunnudögum. Með því að lengja þannig vinnu- timá afgreiðslustúlkna í brauðabúð um hefur bæjarstjórn lagt sitt lóð á metaskálarnar, í baráttu verkalýðs ins gegn sunnudagavinnu. Dagsbrún hefur útrýmt sunnudaga vinnu við höfnina og í byggingar- vinnu að mestu. Sunnudagavinna af- greiðslustúlkna í mjólkur- og brauða búðum var orðin mjög takmörk- uð. En nú þótti hinni virðulegu bæj- arstjórn nóg komið. Verkalýðurinn skal ekki þegjandi og hljóðalaust gera helgidaginn að hvíldardegi, um það ætlar bæjarstjórnin að sjá. Til hvers er svo verið að lengja sölutíma brauðabúðanna? Allir vita að. nú er mjöl og hveiti skammtað, og óspart er talað um að spara. En í brauðabúðum fæst allskonar sætt brauð, sem ekki er skammtað. Þettd óskammtaða brauð virðist eiga að vera einskonar upp bót á skammti hinna efnuðu, því engum dettiur í hug að þeir snauðu eigi fé aflögu til þess að kaupa slíkan lúxus. Verið getur líka að þessi ráðstöfun leiði til þess, að sala brauðgerðarhúsanna verði eitt- hvað meiri en ella mundi, en eng- um dettb,r í hug að sú sala bæti úr aðkallandi þörf nokkurs manns. Hvernig sem þessu máli er velt fyrir sér er ómögulegt að finna eina eihustif' röksemd, sem rnæli með ákvörðun bæjarstjórnarinnar. Afleið- ingarnar af henni erUj í sem fæstum orðum þessar. Hún leiðir til þess að meirn verður eytt af hveiti en ella mundi, nú þegar allir eiga að spara. Hún leiðir til þess, að þeír efnuðu eiga hægara með að kaupa sér óþörf sætabrauð, seni þeir snauðu verða að vera án, nú þegar pitt á yfir alla að ganga. Hún leiðir til þess að sunnudagavinna verka- lýðsins eykst, svo honum er meinað að hlýða boðorðinu: hvíldardaginn skaltu halda helgan. Bæða nolotoffs Eitt af margyfirlýstum höfuðat- ^iðum i stefnu Sovétrikjanna í ut- anríkismálum var, að þau ágirnt- ust ekki fet af landi annarra ríkja og myndu ekki heldur láta af hendi fet af eigin landi. Á tímum fasisma og landvinninga, þegar hver smá- þjóðin á fætur annarri hefur misst sjálfstæði sitt og frelsi, hefur þetta verið sterkt atriði í útbreiðslu sós- íalistiskra kenninga. Og þjóðfrelsis baráttan hefur verið sterkur þátt- ur í baráttunni gegn fasismanum. Sósíalistiskt atvinnulíf skapar firiðnum engar hættuF eins og auð- valdið. Ekkert er í því þjóðskipu- lagi, sem knýr til landvinninga. Og sósíalistar hafa alltaf haldið því fram, að baráttuna fyrir sósíalism- anum væri auðveldast og heilbrigð- ast að heyja á grundvelli fullkom- ins þjóðfrelsis, Og hvað þjóðern- islegt sjálfstæði er, ættum við ís- lendingar að vita, sem reynt höf- um margar gráður takmarkaðs sjálj stæðis, og alltaf verið óánægðir. En þjóðernislegri kúgun á borð við það, sem flestar minni þjóðir Ev- rópu hafa orðið að þola, höfum við aldrei kynnst. Eftir byltinguna í Rússlandi afsal- aði ráðstjórnin sér öllum sérrétt- indum í Kína. Þetta vakti óhemju fögnuð meðal hinna kúguðu ný- lenduþjóða og sósíalista um allan heim. Ráðstjórnin sýndi öllum heiminum hvernig, og í hvaða anda, verklýðshreyfingin ætlaði sér að leysa hin alþjóðlegu vandamál. Þegar ekkerí er lengur í sjálfu þjóðskipulaginu, sem knýr til land- vinninga, og þegar mejnnirnir sem með v.öldin fara eru fylgjendur hinna sósíalistisku hugsjóna — helzt aldir upp í anda hinnar humanist- isku vestrænu menningar, með póli tiskan þroska, skílning á lýðræðinu og virðingu fyrir grundvallaratrið- um þess, í stuttu máli menn, sem andlega hafa notið ávaxta hinnar langvjnnu baráttu fyrir frelsi, jöfn uði og bræðralagi — þá mun hættan á ofbeldi og styrjöldum vera úr sög- unni. En það er augljóst að bœdi skilyrðin verða að vera uppfyllt, ef takast á að binda enda á kúgun þjóðanna og landvinningastefnuina En síðan ráðstjórnin afsalaði 'sér sérréttindum sínum í Kína hefur orðið stefnubreyting hjá henni í ut- anríkismálum. Þá miðaðist stefna hennar í utanríkismálum við hags- muni sósíalismans, við útbreiðslu sósíalistiskra hugsjóna, við vakningu verkalýðs auðvaldslandanna og ný- lenduþjóðanna til baráttu gegn auð valdi og þjóðerniskúgun. 1 ræðu, sem Molotoff hélt jægar þýzk-rússneski samningurinn var staðfestur, og sem nú er komin prentuð hingað til lands, segir hann m. a.: „Er svona erfitt að skilja að Sov- étríkin hafa og munu hafa — eigin, sjálfstæða stefnu, sem mið- ast við hagsmuni þjóða Sovétríkj- anna, og aðeins við þeirra hags- muni. (Langvarandi fagnaðarlæti).“ Fyrsi bolsévikkarnir miða stefn- una í utanríkismálum a7>eins við „hagsmuni þ jóða Sovétríkjanna1', þá ætti ölluni sósíalistum í auðvalds- Iöndunum að vera það ljóst, að það nær engri átt að binda sér byrðar í baráttu sinni, með því að taka þessa stefnu Sovétríkjanna i utan- rikismálum upp á arma sína. Það er óhjákvæmileg nauðsyn að dænra pólitík þeirra, eftir því sem mál standa til á hverjum tíma. Þetta er nauðsynlegt bæði af pólitískum ástæðum og hugmyndafræðilegum, þ. e. til þess, að grundvallarskoðan- ir okkar verði ekki að fótaþurrku breytilegrar stórveldapólitíkur. Hvernig er hægt að afla þeim var- anlegs fylgis undir slíkum kringum- stæðum? Hvað svo sem skeður verðum við að hafa skjöld okkar hreinan. Þessi afstaða er þeim mun eðlilegri fyrir okkur, sem við erum jekki í neinum skipulagslegum tengsl um við bolsévikkaflokkinn. Enda skiptir litlu fyrir úrslitin út í h'eimi hver afstaða okkar er til einstakra atburða, en það skiptir miklu fyr- ir árangurinn af baráttu okkar hér heima, hvernig við boðum skoðanir okkar. Molotoff segir í ræðu sinni, að Þýzkaland og Rússland séu þau tvö lönd, sem verst hafi orðið úti í heimsstyrjöldinni 1914- 18. Hvað er það að verða illa úti? Ekki á hann við manntjón og mannvirki í rúst- um, því að þá verður manni fyrst hugsað til Frakklands og Belgiu. Ekki meinar Mololoff verklýðsbylt ingarnar, sem urðu í þessum lönd- um. Hann á sennilega við landamiss- irinn. Póliand, Eistland, Lettland og Litháen fengu þjóðernislegt sjálf-- stæði, þótt ekki tækist verkalýðnum að ná völdum með byltingu. Þetta tal Molotoffs lofar engu góðu, eins og síðan hefur komið fram við skipt ingu Póllands. Eitt af því, sem Molotoff telur sanming! um til gildis frá sjónar- miði friðarins, er það, að styrjöld geti nú ekki orðið jafn útbreidd í Evrópu og áður, þar sem friður muni haldast milli þessara tveggja ríkja, Iivað sem annars verður. Með i jressu hættu stjórnmálamenn Sov- étrikjanna að vara við hinu hættu- lega hjali um takmörkun styrjald- anna, sem hefur verið kennig fas- istaríkjanna. Fasístaríkin hafa nú viljað fá að vera í friði með fórn- arlömbin. Gegn hinum lævísu tvíhliðasamn- ingum, sem Hitler bauð ýmsum ríkj um Upp á, til þess að tryggja sér frið meðan hann gengi milli bols og höfuðs á ákveðnum andstæðing, barðist Litvinoff, eins og ég býst við að menn muni enn þá, um leið barðist hann fyrir hinum opnu samningum (og sameiginlégu öryggi). Þegar Molotoff svarar gagnrýn- inni á því, hversvegna Sovétríkin hafi gert samning af þessari tegund, þar sem ekkert ákvæði sé um það, að samningurinn falli úr gildi ef annar aðilinn ræðst á þriðja ríki, segir hann: „Maður hlýtur að spyrja hversvegna geta Sovétrikin ekki leyft sér það, sem Pólland og Eng- land hafa leyft sér fyrir löngu síð- an?“ • Mér finnst því ekki aðeins fuli ástæða til þess að segja, að orðið hafi breytingar á stefnu Sovétríkj- anna í utanrikismálum, heldur einnig í aðferðum. Benjamín Eiríksson Ferðafélag íslands biður félags- menn að vitja árbókar félagsins 1939 á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5. »:« $ x í x i ? y * X t t f v I f ♦*♦ f * I Sígurdur Einarsson: SORDAVALA. Sigurður Einarsson birlir nýlega í vikublaði einu heimspekilegar hugleiðingar um „hvor sé betri brúnn eða rauður”. Er það út af Finnlandi o. fl. — Sú var tíðin að Sigurður Einarsson þurfti ekki lengi að bollaleggja um hvórt væri belra. Þess ber merki eftirfarandi kvæði, er hann orti 1930 um finnska bæinn Sordavala, þar sem einn skæðasti bardagi linnsku borgaraslyrjaldarinnar slóð 1918. Að sunnan kemur lestin mín, til austurs liggur leið, nú líður brátt að kveldi. Og furuskógar þyrpast um vötnin blá og breið, sem blika í sólareldi. Við hendumst inn á brautarstöð og hér skal nema staðar í litlum, hvítum fiskibæ við Ladoga jaðar. Við teygum eftir molluna hinn milda aftansvala, Sumarnótt í Sordavala! Eg reika um þennan stað, þar sem rimman harða stóð fyrir réttum tíu árum. Er hvítliða sveit inn í hvita bæinn óð til að hella út blóði og tárum. Þeir voru að hefna Finnlands, skapa framtíð þess og frelsi og færa af sinni ættjörð hið rússneska helsi. En hérna eru varðar, sem háum rómi tala um hrakför þína, Sordavala! Þessi hái granitvarði með hamri og sigð, sem er hertákn nýja landsins, segir réttar en öll blaðaskeyti um rauðra drengja tryggð við ríki verkamannsins, sem beztu syniú Finnlands vildu byggja úr rúst og dauða eins og börn hins nýja Rússlands á rétti hins þjáða og snauða. Þeir sofa, þeir sofa meðal svartra grenifjala, synir þínir, Sordavala! Það tókst áð þessu sinni að tefja þína för. — Hér reis trúboðsstöð og kirkja, sem á að miðla sáluhjálp og græða gömul ör og gljúpa hugi að yrkja til auðmýktar og hlýðni við auðvaldið og trúna og ameríska handleiðslu í landinu þínu rúna. Og vittu að það var armur hinna amerísku dala, sem sló þig, Sordavala! En verkamannaríkið, það er veruleiki þó. Það vakir og það hlustar, á bak við þetta vatn, sem nú býst í kvöldsins ró nokkrum bæjarleiðum austar. Og þaðan kemur höndin, sem mun hefna hinna dauðu og hefja hina föllnu og likna hinum snauðu. Þá rennur ykkar dagur! Hinir rauðu hanar gala! Þá rístu á fætur, Sordavala! t i I T . • * % t ❖ t t y t t X y X I t $ »x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x* x**x**x**x**x*<**x**x**x*< Frá Hrífla-kappleíkmim: Alþýðublaðíd vann Morg» unblaðíð með 36; 26. Heímsmef \. \. er 73. Kappleikur Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins, sem fram fójr í gær og fyrradag var mjög spennandi. Keppt var um það hvort blaðið gæti sagt fleiri ósannindi um fundi þá, sem Sósíalistafélag Reykjavíkur hélt í þessari viku. Orslit urðu þau, að Alþýðublaðið vann með 36 gegn 26. Þessar tölur gefa þó ekki fullkomlega rétta mynd af hinum glæsilega sigri Al- þýðublaðsins, því bæði eru ósann- indi þessi til mikilla muna hressi- legri en ósannindi Morgunblaðsins, og svo gerði það sin 36 „mörk“ á mjög skömmum tima, lengdin var rúml. einn dálkur, en Mbl. þurfti 3 dálka fyrir sin 26 „mörk”. Eins og kunnugt er hefur J. J. heimsmet í blaðaósannsögli. Metið setti hann þ.egar hann kom 73 ó- sannindum fyrir í einu shittu grein- arkorni, um fornvin sinn Tryggva Þórhallsson. En „gamli maðurinn“ má nú fara að vara sig. Morgunblaðið og Al- þýðublaðið æfa vel og rösklega, og hafa bæði fengið gamla læri- sveina J. J. fyrir þjálfara. 1 ráði er að nokkrir lærisveinar J. J. gefi farandbikar, er verði eign þess blaðsins, er sigrajr í samkeppni slíkri sem þessari, þar til met þess er slegið. Talað er um, að bikarinn heiti Hriflubikar og fái kappleik- arnir nafn af honum og verði kall- aðir Hriflukappleikar. Mun verða greipt á 'hann mynd af Hriflu og heirnsmethafanum í Hriflusamkeppn- inni, Jónasi Jónssyni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.