Þjóðviljinn - 05.11.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1939, Blaðsíða 4
NÆTURLÆKNIR: í nótt Þórar- inn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714; aðra nótt Karl Sigurður Jón- asson, Sóleyjargötu 13, sími 3925; helgidagslæknir Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. N ÆTURVÖRÐUR er í Reykjavík urapóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. N ÆTURAKSTUR í nótt B. S. R. sími 1720. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR hef- ur tvær sýningajr í dag. Kl. 3 verður sjónleikurinn „Brimhljóð“ sýndur við lækkuðu verði, en kl. 8 fer fram önnur sýning á sjónleiknunr „Á heimleið“. Aðgöngumiðar verða seld ir í dag eftir kl. 1. SKÁTAR: Hin árlega merkjasala skáta til eflingar starfsemi sinnar, fer fram í dag. HJÚSKAPUR: 1 gær voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Jóna Bjömsdóttir og Torfi Þorsteinsson, járnsmiður. Heimili peirra er á Ás- vallagötuu 39. ÚTVARPIÐ í DAG: 9.45 Morguntónleikar (plötur). a) Beethoven: Sónata í f-moll (appassionata). b) Brahms: Sónata fyrir lágfiðlu f-moll, Op. 120, nr. 1. 10.40 Veðurfregnir 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistónleikar (plötur) Ýms tónverk. 17,00 Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 18.30 Barnatími. a) Sögur (Þorsteinn ö. Stephen- sen) b) Telpnakór syngur (Jón ísleifs- son). 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Klassisk danslög 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20,15 Upplestur og söngur. Sjómanna kvæði. ( 21,00 Ópera (plötur) „Töfraflautan“ eftir Mozart; 1. páttur. 22.20 Fréttir. 22.30 Danslög. 23,00 Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 10,00 Veðurfregnir 12,00 Hádegisútvarp. 12.50 Enskukennsla, 3. fl. 18.45 Þýzkukennsla, 2. fl. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20,15 Um daginn og veginn (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 20,35 Hljómplötur: Létt lög. 20.40 Kvennaþáttur: Sjónarmið syeitakonunnar (liúsfrú Guðlaug Narfadóttir, Dalbæ í Flóa). 21,00 Útvarpshljómsveitin: Syrpa af dönskum alþýðulögum. Einsöngur (Ævar Kvaran): a) Karl Runólfsson: 1 fjarlægð. b) Grieg: Jeg elsker dig. 2. En sommernat. c) Gylfi Þ. Gíslason: Vögguvísa. þlÓPVIUIKM §b Ný/ök T5ib ÍSfóorusfan víd Naranja, Æfintýrarík og ensk stórmynd, speanandi *t' er gerist js* meðal uppreisnarmanna í *»' Suður-Ameríku og sýnir hún *:* stórfenglegri sjóorustu með *»* , , V öllum nutimans hernaðar- *** Y y Y tækjum, en nokkru sinni áð- y I I I *•* ur hefur verið kvikmynduð. *»* Aðalhlutverkin leika: *»* H. B. Warner, Hazel Terry j* Noali Beery o. fl. *|* Börn fá ekki aðgang. *»* Sýnd kl. 7 og 9. £ I ••• hin skemmtilega og athyglis- ¥ V y ¥ verða mynd sýnd fyrir börn y I *>• 5- | ....................^.........❖ V ANDRÆÐ AB ARNIÐ gi öeunlal3io % |„Hann hún, og^ leopardínn“ * • * T mein- ♦♦♦ I ❖ y Braðskemmtileg og •*• fyndin amerísk gamanmynd •£ •{• tekin af RKO-Radio Pictures £ y Aðalhlutverkin leika y goðkunnu leikarar j y y y y I I 1 I I Katherine Hepburn, Gary Grant og gamanleikarinn frægi Charlie Ruggles. Sýnd kl. 7 og 9. (lækkað verð kl. 7). Barnasýning kl. 5. Hver var ,,Refurinn?” hinir .j. * y * I $ £ I ? Hin spennandi Covvboy-mynd með William Boyd. •!• ❖ - . *♦. ;^»x^>:-:**x~:-:-:-t-w-t-t“t-:**:**;**:**:**:**:* ’-í-t-x-x-x-x-t-x-x-x-t'í-x-x-x-x-x-x-x-x-x-í-****-*-********************************!:! y *j* y i % Leikfélag Reykjavíkur: Tvær sýningar í dag. „BRIMHLjÓÐ" Sýning í dag kl. 3. Lækkað verð. „A HEIMLEIД Sjónleikur í 4 þáttum eftir Lárus Sigurbjörnsson (eftir samnefndri sögu frú Guðrúnar Lárusdóttur). Sýning i kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 ? dag. d) Schubert: Ungeduld. 21,35 Hljómplötur: Lyrisk svíta, eftir Grieg. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. HJÓNABAND: Síðast liðinn laug* ardag voru gefin sama'n í hjónaband af séra Árna Sigurssyni, ungfrú Magnúsína Guðmundsdóttir og Gunn ar Eysteinsson verzlunarmaður. Heimili ungu hjónanna er á Viði- mel 56. ATVINNULEYSIÐ: 797 atvinnuleysingjar komu til skrán ingar við hina opinberu atvinnuleys isskráningu, sem fór fram í Góðj templarahúsinu dagana 1. til 3. nóv, í fyrra voru 824 atvinnuleysingjar skráðir þessa sömu daga. TEIKNIKENNSLA: Helgi HalÞ grímsson og Þór Sandliolt hafa efnt til teiknikennslu i Ingólfsstræti 9 jhér í bænum. LUDVIG STORR hefur verið skip aður vísikonsúll við sendiráð Dana hér í Reykjavík. , HJÓNABAND: í gær voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Guðfinna Bjarnadóttir (bankastjóra frá Akur- eyri) og Björn Ólafs cand. jur. Réttur, 1—3. hefti þessa árs er nú að koma út. Heftið er f jölbreytt að efni og flytur fróðlegar greinar um pólitísk viðhorf auk ýmislegs annars fræðandi og skemmtandi efnis. Þar ritar Brynjólfur Bjarna- son grein, sem hann nefnir: Það er aðeins einn framfaraflokkur á Is- landi; Benjamín Eiríksson ritar: Um innlendan iðnað. Þá skrifar Jósep Stalin um alþjóðlega afstöðu Sovétríkjanna, en Gunnar Bene- diktsson grein, sem heitir „Glataði sonurinn”. Steinn Steinarr á þarna tvö kvæði og Ferenc Körmendi sög- una Mánnsandlit. Heftinu lýkur með Víðsjá eftir Sverri Kristjáns- son. Góð hlufavelfa. Svifflugfélag Islands efnir til fyrstu hlutaveltu sinnar í dag kl. 4 í Varðarhúsinu. Mikill fjöldi á- gætra muna er á hlutaveltunni og má þar nefna 500 krónur í pen- ingum, og verða þeir greiddir út á hlutaveltunni. Auk þess má nefna flugferðir með T. F. ÖRN til Ak- ureyrar og til baka aftur, eins árs svifflugnám hjá Svifflugfélagi Is- lands, 500 króna málverk eftir Mágnús Á. Árnason, matarforði til vetrarins, tungumálakennsla í all- an vetur og ýms ferðalög víðsveg- ar um landið, á landi, sjó og í lofti. Á meðan hlutaveltan stendur yfir leikur hljómsveit og á milli kl 7 og 8 verður hlé. Inngangur- inn kostar 50 aura og drátturinn 50 aura. Börn á hraknínðh FRH. AF 1. SIÐU og tvær fátækrastjórnir ýta liver af sér, — í rauninni sú þriðja líka, því barnfóstrinn í Borgarfirði hefði getað krafizt útborgunar meðlaga af hreppsnefnd þar, en síðan hefði átt að rukka meðlögin inn hjá Reykjavík eða Mosfells- hreppi. Það liggur í augum uppi hver óhæfa er hér framin gagnvart saklausum, hjálparþurfa smæl- ingjum, — hvaða fátækrastjórn. sem svo álízt sek um þetta sér- staka mál. — Fátækralögin sjálf. skipulagning þeirra og fram- kvæmd, eru orðin hneisa, sem ekki verður lengur unað við. Það verður að breyta þeim tafarlaust, þannig að gera allt landið að einu framfærsluhéraði. Brynjólfur Bjarnason lagði fram bæði á þinginu 1937 og 1938 frumvarp um slíkar breytingar á framfærslulögunum. Þær breyt- ingar þola enga bið lengur. Bæði mannúð og heilbrigð skynsemi krefst þess að þær séu gerðar. EDNA FERBER: lt- SYONA STOR ...! „Roelf er íarinn að vinna”. Selína varð að lála sér það nægja. Hún fór að hugsa um Roelf, skyldi hann vera feiminn og uppburðarlítill? Geertje og Jozina. Geerlje — líklega stytting úr Gertrude. Jozina? Gælunafn úr Jósephina. Maartje? Hún gat heitið Martha. Vísl væri um það, fróð- legl væri að kynnast þessu fólki. Og líka ljómandi gaman. Hún heíði ekki ált annað eftir en að fara til Vermont og verða að uppþurri piparmey. Það var farið að rökkva. Mislrið frá vatninu kom líð- andi eftir sléttunni, og lagðist eins og perluslæða yfir frostnarLaSa kornstakkana og blaSlaus trén. Það tók í sig síðustu sólargeislana og uppljómaði akrana, trén, döaka jörðina, bóndann, ér sat eins og klettur viS liliS stúllc- unnar og hana sjálfa, með einkennilega litföróltum ljóma. Ekkert af þessu fór fram hjá Selinu, hún h^rði varirnar og var rétt búin að hrópa upp yfir sig á ný, en tók sig á því. Hún hafði lært fyrstu lexíuna sína í High Prairie. H III. il’SH) scm Klaas Pool og fjölskylda hans bjó í, var af sömu gerð og flest önnur íbúðarhús í High Prairie. Þau höfSu ekið fram hjá mörgum álíka húsum í rökkrinu. Hinir liarSgerSu hollenzku Ameriku- menn byggðu húsin sín í Illinois með sama sniði og traust- legu sveitahúsin, sem dreiíð eru um lágslétlurnar kring- um Amsterdam, Haarlem og Rotterdam. Þegar þau óku heim að íbúðarhúsinu tók Selína íyrst eftir hve glamp- aði á gluggana. Hún vissi ekki þá, að í húsum efnaðri bændanna í High Prairie voru gljáfægðar gluggarúður talinn sjállsagður hlutur. Húsagarðurinn og húsin sjálí voru með hreinum og beinum línum, og ininntu á kubba- hús, sem börn leika sér að. Sú hugmynd eyðilagðist þó, er maSur rak augun í slagiS, sem var fullt af allskonar þvotti, þar héngu útþvegin verkamannaföt, skyrta, sokk- , a.r og stórbótótt karlmannsbrók er belgdist úl í golunni. Seinna vandist Selina því að horia á þelta sem daglegt skraut í húsagarði sveitakonunnar. Ilún horfði niður af háa áætinu og beið eftir því að Ivlaas Pool hjálpaSi henni niður af vagninum. En honum virtist ekkert slíkt í liug. Hann stökk niður og tók að henda tómum kössum og köríum al' vagninum aftanverð- um. Selína varS að taka að sér íötin og klifra niður lijóliS hjálparlaust, og þarna stóð hún i rökkrinu, svolítil slúlka í voðastórum heimi. Klaas spennti hestana frá vagninum og lét þá inn. Svo kom hann og Lók litla koffortið henn- ar, en hún tólc sjálf töskuna. Það var orðið dinnnt í húsagarðinum. Þegar Klaas Pool opnaSi eldhúshurðina, var það eins og að sjá inn í annan hlýlegan og beti’i heim. Kona. stóS viS eldavélina meS gaffal í hendi. EldhúsiS var hreinlegt, en allt á tjá og tundri eins og þar sem vinnan relcur hart á eitir. Á móti þeim sló nolalegum matarilm. Selínu þótti golt að finna liann; hún var orðin svöng. Konan sneri sér við. Selína starði á hana slein- hissa. Þetta hlýtur að vera einhver önnur, lmgsaði hún — kannske móðir hans. En Klaas Pool sagði: „Maartje, þetta er kennarinn”. Selína rétti frani höndina og tók í harða og hrjúfa vir.nuhönd konunnar. Hennar eigin liönd var mjúk eins og flauel. Máarlje brosti, svo sásl í skemmdar tennur. Hún strauk þunnt hárið frá enninu og fitlaði hálf- ieimnislega við kragann á þokkalega bláa baðmullar- kjólnum. „Komdu sæl”, sagði MaarLje blátt áfrarn. „VerLu vel- . komin”. Klaas Pool fór út aftur og skellti á eftir sér hurðinni. Hann liefði átt að koma með þíg forstofumegin”, héll Maarlje áfram. „Yiltu ekki íara úr útifötunum?” Selína fór að liafa sig úr dúðanum, og þegar því var lokiS, sásl fyrst live fínleg hún var, smávaxin og lagleg. Brúni liversdagskjóllinn fór henni alveg prýðilega. „Herra trúr, hvað þú erl ung”, kallaði Maartje upp yfir sig. Hún kom nær, og þreifaði á kjól Selínu til að skoða efniS. Og þá sá Selína allt í einu, að Maartje var ung líka. Þrátt fyrir skemmdar tennurnar, þunna hárið, sniðlausan búning, óreiðuna í eldhúsinu — var hún ung kona, það var ekki um að villast. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.