Þjóðviljinn - 08.11.1939, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.11.1939, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGINN 8. NOV. 198fl ÞJ6ÐVILJINN þjtannuiiui tJtgeiandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórnarskrifstofnr: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Eíff verfelýðsfé~ lag i hverri sfarfsgreín. Verkalýðsfélögin hafa árum saman barizt fyrir reglunni: eitt verklýðsfélag í hverri starfsgrein á hverjum stað. Að sjáfsögðu hafa þau, í þessu sem öðru, því er til hagsbótar horfir fyrir hinar vinn- andi stéttir, mætt ali harðsnú- inni mótstöðu frá atvinnurekend- um, flokkum þeirra og félagsskap Hitt fannst mönnum síður en svo sjálfsagt, enda vakti það býsna al- menna undrun, að flokkur sá, sem um langt skeið hefur talið sig flokk verklýðsfélaganna, og kendi sig við nafn alþýðunnar tók að berjast af alefli móti reglunni: eitt verklýðsfélag í hverri sta-fígrein á hverjum stað. Það var ekki laust við að það þættu tíðindi, þegar Al- þýðublaðið fór að boða að ekki væri nema eðlilegt, að verkamenn skiptust í verkalýðsfélög eftir skoðunum á stjórnmálum, trúmál- um og öðru því líku, og enn meiri tíðindi þóttu það þegar skrifstofa forseta Alþýðusambandsins gerði þær réttarkröfur fyrir dómstólum landsins, að skýlaust væri viður- kenndur „réttur” verkamanna til þess að vera í eins mörgum verk- lýðsfélögum og verkast vildi. Rétt- urinn varð við kröfum forsetans og nú liggur fyrir skýr og ótví- ræður dómur, sem veitir verka- mönnum „rétt” til að vera í eins mörgum verkalýðsfélögum eins og þeim þóknast. Með því Félagsdóm- ur féllst á þessar kröur frá skrif- stofu forseta Alþýðusambandsins voru opnaðar dyrnar að ótakmark aðri sundrungu og eyðileggingar- starfsemi innan verklýðsfélaganna Æskilegast og eðlilegast héfði verið að verkamenn hefðu með mætti samtaka sinna getað gert þessa hættu að engu, að þau þrátt fyrir dóm Félagsdóms, hefðu get- að framkvæmt regluna, eitt verk- lýðsfélag í hverri starfsgrein á hverjum stað. En öllum má vera ljóst, að meðan Alþýðuflokksmenn einir hafa rétt til að sitja þing verklýðsfélaganna, og meðan sá flokkur krefst þess að sundrungin sé lögvemduð, þá megna verka- menn ekki af sjálfsdáðum að vernda einingu. Þessvegna hefur Þjóðviljinn talið rétt að lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur yrði breytt í það horf að skýrt væri ákveðið, að aðeins e;tt verk- lýðsfélag mætti starfa í hverri starfsgrein á hverjum stað, enda væri tryggt, að fullkomið jafnrétti og lýðræði ríkti innan félaganna. Bjarni Snæbjömsson alþingis- maður hefur nú lagt fram fmm- varp á Alþingi, sem felur í sér Halldór Kíljan Laxncss Vídsjá Þjóðvíljans 8.11. '39 Helmsvaldaslyr|81d og sðsíallsml Hugleíðíngar á 22 afmælí nóvcmþerbylfíngarínnar. Við, lifum enn einu sinni á þess- konar tímum, að hin kapitalistiska heimsyfirráðastefna, heimsvalda stefnan svo kallaða, imperialisminn, hefur mælt svo fyrir að hin sið- ferðilegu grundvallaratriði skulilögð á hilluna sem mælikvarði á mann- leg viðskipti. Heimsvaldasinnar hafa nú ákveðið að meirimáttarpólitíkin, tungumál valdsins, eigi að vera hið eina tungumál, sem gilda skuli í viðskiptum pjóðanna. Siðferðileg samskipti milli þjóða eru refsiverð- ur glæpur. I þeim ríkjum þar sem heimsvaldasinnar ráða nú lögum og lofum varðar pað nú dauðarefsingu | að Iwða frið og aðhyllast frið; styrk leikur hnefans og bit sverðsins er héðan af mælikvarði góðra hluta. Á vogarskál heimsvaldastefnunnar er hver sú þjóð léttvæg fundin, sem ekki er þess umkomin að tala máli hnefans og sverðsins, og sjálfsagt að pröngva kosti henn ar eftir pví, sem hagsmunir heims- valdasirma krefjast. Þannig er stríð petta sem nú stendur yfir ekki hvað sízt stríð heimsvaldasinna á hendur smáþjóðum, í sama mund og það er stríð gegn öllum, sem aðhyllast sið- ferðilegan mælikvarða á mannleg viðskipti. Það er traðkað miskunn- arlaust á hagsmunum og rétti peirra þjóða, sem aðhyllast siðferðileg við- skipti, sjálfsbjargarviðleitni þeirra |er höfð í fullri fyrírlitningu af heims valdasinnum, kosti þeirra þröngv- að, líf þeirra torveldað á allan hátt Þannig erum við íslendingar ein af þeim þjóðum, sem heimsvalda- sinnar eru í handalagi um að gera þessi tvö meginatriði, og er gott eitt um það að segja eins og nú standa sakir. Það er þó ljóður á frumvarpi Bjarna að ekki er nógu skýrt tekið fram, að félögin skuli vera opin öllum verkamönnum í þeirri starfsgrein, sem þau ná til, Þessu ætti að mega breyta í með- förum þingsins, og er ekki ósenni- Jegt að Bjami sé fús til að ganga inn á slíkar breytingar. En megin- gallinn á frumvarpinu er þó sá að í því er svo ráð fyrir gert, að hlutfallskosningar fari fram innan félagsins, í vissum tilfellum, ef fimmti hluti félagsmanna krefst þess. Með því að lögleiða hlutfalis- kosningar í verkalýðsfélögunum, er beint stefnt að pólitískum átök- um innan félagsins í h\ ert skipti sem slíkar kosningar fara fram Hér er sannarlega stefnt í öfuga átt. Allir einlægir verklýðssinnar vilja að því stefna að skapa ein- ingu verkamanna um stéttarmálin en fjarlægja flokkadeilur út fvrir vébönd þeirra. Frumvarp þetta er sem sagt í meginatriðum í samræmi við þær skoðanir, sem Þjóðviljinn hefur haldið fram um þetta mál, og er hann því samþykkur nema ákvæð- inu um hlutfallskosningar. En verkamenn skulu á það minntir, að þeim ber að koma stéttarsamtök- um sínum í það horf, að þau verði vald sem ekki þarf aðstoðar rikis- valdsins. allt til miska og bölvunar, sem þeir megna. Lífi og eignum Islendinga er stofnað í hættu á hafinu, afkomu þjóðar okkar teflt í voða, yfirvof- andl viðskiptateppa og skortur, varla sá maður í landinu, sem hinn grái leikur heimsvaldasinna bitm' ekki á að einhverju leyti. Það er því eðlilegt að við Islendingar höt- um þetta heimsvaldastríð, — sem er stríð á móti okkur, stríð, á móti öllum siðuðum mönnum og siðuðum þjóðum, og það er því engin furða þótt við biðjum heims- valdastefnunni forbæna og óskum af hjarta að þeir aðilar, sem að þessum leik, standa mættu ganga hver af öðrum í því ástandi, að þeir rísi ekki upp aftur til að kalla þjáningar og tortímingu yfir heim- inn. Maðurinn er siðferðileg vera, mannlegt félag stendur og fellur með nokkrum siðferðilegum grund vallaratriðum, og þessvegna liggur það í hlutarins eðli að allar þjóðir, eins þær sem eru ofurseldar yfir- ráðum heimsvaldasinna, hata heims valdastefnuna. Mannkynið stynur undir oki þessa valds og óskar þess eins, að það skipulag í heiminum, sem á fárra ára fresti framkallar heimsstyrjöld og gereyðingu mann- legra ver^mæta, megi líða undir lok, megi útþurrkast af jörðinni. Imperialisminn er svartidauði nú- tímans. Það kemur ekki málinu við hvort fulltrúar heimsvaldastefnunn- ar eru kallaðir enskir eða þýzkir, heiinsvaldastefnan kemur ekki þjóð- erni við, heldur er hún i eðli sínu alþjóðlegt samsæri ræningja, sem æfinlega eru reiðubúnir að berjast og bítast út af því hver eigi að hafa forgangsréttinn til að ræna og rupla heiminn, undiroka saklausar þjóð- ir, sölsa undir sig verðinæti þjóð- anna, þrælka þæ,!r í sina þágu; og aðferð þeirra við að gera út um þessi fögru áhugamál sín er sú að drekkja þjóðunumj í blóði. Að rneta heimsvaldasinna eftir þjóðum er starf hugtakaruglara einna: Þú spyrð ekki hverrar þjóðar sá maður er sem setur h’níf fyrir brjóst þér. Það er ekki til nein að- ferð til að leggja gæðamat á glæpi eftir þjóðernum. Ef ég ætti að skil- greina þjóðerni heimsvaldasinna, þá mundi ég segja að þeir tilheyrðu fyrst og fremst þeirri þjóð, sem hatar mannkynið, þeirri þjóð, sem hefur það takmark að útþrælka mannkynið, ræna það öllum verð- mætum þess og myrða það. Með öðrum orðum, ef nokkrir djöflar eru til og nokkurt helvíti, þá til- heyra heimsvaldasinnar fyrst og fremst þjóð djöflanna, og það er misskilningur á höfuðatriðum að telja þá til annarrar þjóðar. Ég vildi mega nota þetta tækifæri til að leggja sósíalistum sérstaklega á hjarta að varast að láta blekkjast af fjarstæðu slikri seip þeirri, að það sé lýðræði eða frelsi, eða við- nám gegn ofbeldi, eða nokkurönn ur þvílík hugtök stolin frá spek- ingum og hugsjónamönnum, sem þetta alþjóðlega samsæri gegn mann kyninu, heimsvaldasinnar, eru að berjast fyrir. Ekkert er fjær sanni. Það er eins og hvert annað hlægi- legt rugl og fásinna, að slíkir rnenn heyi stríð fyr- ir einhver mannleg verðmæti. Heimsvaldasinnar heya stríð til þess að drepa saklaust fólk, það er allt og sumt. Það sem þeim er hug- leikið er fyrst og fremst útþurrk- un frelsis og lýðræðis, saurgun allra mannlegra hugsjóna, tröðkun allra mannlera verðmæta. öll hin heims valdasinnuðu stórveldi gengu í bandalag um að tortíma frelsi og lýðræði Austurríkis, frelsi og lýð- ræði Spánar, frelsi og lýðræði Ték- kóslóvakíu Um afhendingu þessara þjóða í hendur auðvaldsklíkum og fasistum var blátt áfram samið milli hinna auðvaldssinnuðu stórvelda. Þessi þrjú lönd voru einhver þýð- ingarmestu vígi borgaralegs lýðræð is í Vesturevrópu eftir að Þýzkaland ijféll í hendur fasistum. Aftur á móti gera heimsvaldasinnar Pólland mið- aldalegt Iénstímaríki, þar sem ekki þekktist lýðræði né frelsi, að átyllu til heimsstríðs. Trúir nokkur með fullu viti því, að slíkt heimsstríð sé háð til að bjarga lýðræði og frelsi? Nei, slíku trúa ekki einu sinni þeir stríðæsingamenn, sem undir grímu pasifismans, „friðarvináttunn- ar“, gráta nú krókódílstárum yfir því, að ekki skyldi hafa tekist að narra hin sósíalistisku ráðstjórnar- ríki út í styrjöld heimsvaldasinna, heldur skuli þetta ríki einmitt hafa beitt áhrifum sínum til þess að tak- marka styrjöld þessa við sem allra þrengst svæði á meginlandi* Vestur evrópu. Heimsvaldasinnar stofnuðu ekkitil styrjaldar út af Póllandi til þess að bjarga lýðræði og frelsi í heim>- inum, heldur ofur einfaldlega af því að öðrum reyfaranum fannst að nú væri hinn farinn að gerast of frekur, og nú nota þeir stríðið sjálft til þess að koma á algeru frelsisafnámí í þeim ríkjum sínum, þar sem fasismi var ekki ríkjandi áður, þannig að engin rödd þjóð" anna má framar heyrast í þessum löndum, engin hugsun vera hugs- uð upphátt nema hún sé í sam- ræmi við stríðsdrauma heimsvalda- stefnunnar. Hvað sem áróðursvélarnar eru látnar japla, veit sérhver sósíalisti alltof vel að þetta stríð er ofur ein- faldlega stríð heimsvaldastefnunnar gegn mannkyninu. Einkunnarorð sósíalista í þessu stríði er þetta: Heimsvaldastefnan verður að tapa mannkynið verður að sigra, „hitler“ og „chamberlain“ verða að tapa, þjóðirnar, sem þeir haldþ í helgreip um sínum verða að sigra. Að taka málstað „hitlers“ og „chamberlains“ er ekki aðeins hið saina og að taka málstað gegn Bretum og Þjóðverj- um, og óska að þessar ágætu vin- þjóðir okkar inættu verða brytjað- ar niður, það er einnig hið sama og taka málstað hinnar alþjóðlegu glæpastefnu á móti öllum hlutlaus um þjóðum og minniháttar rikjuin, þar á meðal Islandi; en þó gerir hver sá er tekur svari þeirra „hit- lers“ og „chamberlains" sig fyrst og fremst sekan; i því að taka afstöðu gegn verkalýð alls heimsins, sem að níu tíundu hlutum er hafður að sláturfé og fallbyssufóðri til að þjóna lund heimsvaldasinna. Hversós íalisti veit að öll heimsvaldastefna táknar arðrán á heimsmælikvarða, og að heimsvaldastyrjöldum er stefnt gegn mannkyninu í heild, en takmark sósíalismans og hlut- verk er að bjarga mannkyninu úr höndum ræningja og morðingja. Sósíalisminn boðar rétt þjóðanna til ættjarða sinna, en heimsvaldastefn- an er málstaður ræningjans. Að vera sósíalisti, þ. ‘e. fjandmaður heimsvaldastefnunnar byggist ekki á því að vera á móti neinni þjóð, heldur á hinu gagnstæða: að vera vinur allra þjóða, — en hata morð- ingja og ránsmenn. Stefna sósíal- ismans er að útrýma arðráni, ný- Iendukúgun, einkaauðvaldi og styrj- öldum, en gefa þjóðunum ættjarðir sínar. Orsökin til þess að sósíalistar og kommúnistar eru nefndir land- ráðamenn í auðvaldsblöðunum er sú, að stefna þeirra er að gefa þjóð- unum ættjörð sína. Byltingin í Rússlandi táknaði það á sínum tíma, og táknar enn, að hinujn ættjarðarlausu var gefin ætt jörð þeirra. Hernám Rauða hers- fins í Vesturúkraínu og Vesturhvíta- rússlandi, eftir að pólska ríkið var liðið undir lok, táknaði hið sama: Fólkinu, sem byggði þessi héruð, var afhent ættjörð þess, en aðallinn og miljónamæringarnir, sem höfðu haldið landinu, fengii lausn frá starfi. Landareignum aðalsins í hinu forna Ausíurpóllandi hefur nú ver- ið skipt milli þeirra smáiiænda, er áður voru frægir fyrir að lifa í mestu bændaörbirgð Evrópu, gögn landsins og gæði hafa verið afhent því fólki, sem byggir það. Þeir menn, aðallega stofusósíalistar og stríðsæsingasinnaðir „friðarvinir“ er halda þvi fram, að það sé heims- valdastefna og landvinninga hjá ráðstjórninni að afhenda Úkraínu- mönnum og Hvítrússum lönd þeirra til eignarog uinráða kunna vægast sagt ekki mikil skil á stefnu sósíal ismans og hugtökuin. 1 Ráðstjórn- arríkjunum búa yfir 170 þjóðflokk- ar, en það hefur enn ekki heyrst að nokkur þeirra sé meðhöndlaður , samkvæmt heimsvaldasinnuðu ný- lendustjórnarfari, né arðrændar 1 þágu neins fjánnálaaúðvalds, og það eru ekki miklar líkur til að Vestur- úkraínumenn og Vesturhvítrússar verði eftir sameininguna við móður land sitt látnir sæta nýlendukúgun og arðráni fremur ’en aðrar ráð- stjórnarþjóðir. I Ráðstjórnarrikjun- unr er ekki til nein sú stofnun né verkfæri né lögmál né grund- vallaratriði, sem hægt sé að hafa til arðráns eða heimsvaldasinnaðrar nýlendukúgunar, það er engin smuga til fyrir neinar gróðrabrallsleiðirinn Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.