Þjóðviljinn - 17.11.1939, Blaðsíða 2
ÞJÖÐVILJINN
Föstudagurinn 17. nóvember 1939.
tuðmnuiNii
Otgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn.
Kitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórnarskrifstofur: Aust-
urstræti 12 (1. hæð). Símar
5276 og 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Austurstræti 12 (1.
hæð) simi 2184.
Askriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10
aura eintakið.
Víkingsprent h. f. Hverfisgötu
4. Simi 2864.
Tvö verklýðsam-
bðncL
Landssamband ísl. stéttarfélaga
er nýstofnað. Samband þetta er
byggt á algerlega óháðum grund-
velli. Samþykktir þess eru sam-
þykktir meiri hluta þess verkalýðs,
sem Sambandið skipaf, án alls til-
lits til þess, hvaða flokki hann fylg-
Ar í stjórnmálum. Forystumerin sam-
bandsins eru þeirrar skoðunar, að
stéttarsjónarmið verkalýðsins sé hið
sama, þótt hann skiptist í mismun-
andi flokka um önnur mál. Hver
einasti af meðlimum sambandsins
nýtur fyllsta léttar til allra trún-
aðarstarfa, ef hann aðeins hefur
sýnt verkalýðnum að hann sé verð-
ur þess trausts, að standia í forustu-
og trúnaðarsveit hans.
Hinsvegar stendur Alþýðusam-
hand íslands, verklýðssamband, sem !
háð er vilja hins pólitíska flokks- J
hrots Stefáns Jóhanns Stefánssonar. j
Engir aðrir en þeir, sein segja já '
og amen við skoðunum hans, njóta •
þeirra réttinda að koma fram sem :
fulltrúar hinna einstöku félaga á j
allsherjarþingi sambandsins. Sam-
bandið er skyldað og bundið sam-
þykktum og lögum til þess að vinna
að pólitísku gengi Stefáns Jóhanns
og félaga hans. Starfsemi sambands-
ins öll og stefna þess skal vera í
samræmi við stefnuskrá Stefáms Jó-
hanns Stefánssonar.
í Landssambandinu ræður vilji
verkalýðsins, í Alþýðusambandinu
stefnuskrá Stefáns Jóh. Stefánsson-
ar. Kjörgengir á þing Landssam-
bandsins eru allir meðlimir þess,
en á þing Alþýðusambandsins að-
eins skósveinar félagsmálaráðherr-
ans. I Landssambandinu fír rettur
Alþýðuflokks-, Sjálfstæðismanna og
Sósíalista samur og jafn, í Alþýður
sambandinu eru sjálfstæðismenn og
sósíalistar réttlausir til annars en
að greiða gjöld sín, sem varið er-
til þess að koma aðeins þeim mönn-
um, sem eru Alþýðuflokksmenn, til
opinberra starfa, fyrir bæjarfélög,
sveitarfélög og landið allt.
Á milli þessara tveggja verklýðs-
sambanda á íslerizkur verkalýður að
velja, og val hans getur aðeins
orðið á eina leið, því að enginn
verkamaður kýs fremur hlekkina en
frelsið. Stolt verklýðsstéttarinnar
krefst þess, að hún fái að ráða
sjálf í hagsmunasamtökum sínum,
hagsmunir hennar krefjast hins
sama.
En y,n' má verkalýðurinn ekki
gleyma. Síðustu leifamar af veldi
TTIB
Fjárhagsáæflan
L S. L I939~40*
Þó nokkuð sé liðið frá aðalfundi
1. S. 1. er ekki úr vegi að ræða
nokkuð þann fjárhag sem I. S. I.
á við að búa, og þar sem samband
ð nýtur bæði styrks ríkis, 8000
kr., og frá bænum 2400 kr., til
læknisskoðunar íþróttamanna, er
það að ýmsu leyti rétt að almenn-
ingur kynnist því nokkuð. Heild-
artekjur sambandsins eru um
11000 kr. Stærsti útgjaldaliður
þess er kostnaðurinn við skrifstof-
una, sem er um 3500 kr. Þá kemur
styrkur til íþróttanámskeiða o. fl.
2600 kr., þar af fara 600 til
Iþróttablaðsins, 300 til Áramnns
samkvæmt aðalfundarsamþykkt.
Þá er gert ráð fyrir að 1200 kr,
renni til íþróttanámskeiða er ráð-
gert var að halda, svo eftir voru
þá 500 kr. til námskeiða og
styrkja til 90 félaga, eða rúmar.
5 krónur til félags. Sést á þessu
hve mikið f éleysi 1. S. 1. á við að
stríða. Læknisskooðun iþrótta-
manna kostar 2400 kr., og er sú
lækniskoðun og það lækniseftirlit
sem haft er með íþróttamönnum
alls ekki fullnægjandi, þó mikið
hafi úr bætzt við þessa fram-
kvæmd.
Heiðursskjöl og heiðurspening- |
ar er áætlað 600 kr. Til kaupa á
ritvél 600 kr.
Eru þetta nauðsynlegar fram-
kvæmdir.
Við þetta stutta yfirlit er það
öllum ljóst, að þessi slæmi fjár-
hagur stendur íþróttunum og í-
þróttastarfseminni í landinu fyr-
r þrifum. Sem sagt, hindrar alla
■ðliiega þróun bæði í aðbúnaði og
árangri. Til þessa menningar-
starfs landsmanna er ynnt af
hendi svo mikil þegnskaparvinna
að ómögulegt er að meta til pen-
inga, og áhugamennirnir ætlast
ekki til að fá fyrir störf sín. En
þeir krefjast að það opinbera
leggi sitt til, og þá með beinum
fjárframlögum eða að ætla þeim
irygggan tekjustofn.
Verði nú sú raunin á, að þing
er fyrir hendi og hafizt yrði handa
styðja betur iþróttastarfsemina,
og hvort sem væri, þá verða
íþróttamenn að sameinast um
þetta mál og leysa á viðunandi
hátt. Þetta ætti að takast ef áhugi
er fyrir hendi og hafist yrði handa
um málið.
Verður ef til vill síðar komið
nánar inn á þessi atriði og bent á
eiðir sem fara ætti til að auka
tekjur sambandsine.
félagsmálaráðherrans og flokksbrols
hans hvíla á því, að verkalýður
sá, sem er í Alþýðusambandinu,
verði nauðugur viljugur að bera
pólitískar byrðar Skjaldborgarinnar.
Og loks iná ekki gleyma því, að
hagur atvinnurekendanna er veikt
verklýðssamband, háð pólitískum yf-
irráðum þarfasta þjónsins. Þess
vegna lýsti Ólafur Thórs því yfir,
að hann væri albúinn að semja
við Stefán Jóhann um fagsamhands-
málin.
V
Þegar reglur Knattspyrnuráð Reykjavíkur voru samdar fyrir
tveim árum var komið þar inn ákvæði um ársþing, þar sem
rædd yrðu þau mál er sameiginleg væru og svo til þess að K.
R. R . gerði þar grein fyrir störfum sínum á liðnu ári og tæki á
móti þökk eða vanþökk í staðinn eftir því sem á stendur. Yfirleitt
fannst öllum þetta ákvæði ágætt og að það gæti orðið til þess, ef
rétt væri á haldið, að sameina félögin og skapa virðingu um K.. R
R. sem svo oft hefur vantað. I fyrra þurfti 3 fundi til að ljúka
þeim málum sem fyrir lágu, svo það virðist sem þingsins hafi ver-
ið þörf. Nú er búinn einn fundur þessa árs þings og verður bráð-
um haldinn annar. Eftir þessi þing hefur mér oft borizt til eyrna
að þau væru ekki eins virðuleg og ætti að vera, málin ekki tekin
alvarlega, og þingið þarafleiðandi missti marks, og jafnvel hefur
verið kveðið svo að orði, að þing í svona formi ættu 'ekki að hald-
ast. Það eru sjálfir þingfulltrúarnir sem láta sér þessi orð um
munn fara. Því miður verð ég að játa, að þessi ummæli styðjast
við nokkur sannindi. En í hverju liggur þetta? Er ekki hægt að
lagfæra það? öllum hlýtur að vera það ljóst, að það er á valdi
þeirra er að þinginu standa, hvernig það fer fram. Það hlýtur því
að vera þeirra sök sem þar fer aflaga. I fyrsta lagi var undirbún-
ingur K. R. R. undir þingið mjög slæmur, og er það vond byrjun
1 öðru lagi virðist nokkur hluti fulltrúanna ekki gera sér grein
fyrir því hvað þingið í raun og veru er, og taka málin engan veg-
in alvarlega. Afleiðingin verður að sjálfsögðu sú, að þingstjórnin
verður erfið fyrir þingforseta, og svo fær hann sinn hluta af þess-
um mistökum með þingið, þó í rauninni sé þeirra að leita hjá full
trúunum sjálfum og K. R. R. Við erum ekki sannir íþróttamenn ef
við getum ekki horfzt í augu við þennan sannleika. Við eigum
heldur ekkki skilið að heita íþróttamenn, ef við ekki getum setið
þing um okkar hjartans áhugamál nema misbjóða og hálfeyði-
leggja tilgang þess. Þingið er æðsta samkoma knattspyrnufélag-
anna í Rvík, um það á að skapast sú virðing, sem er samboðin
þeirri íþrótt sem langsamlega mestum tökum hefur náð á Reyk-
víkingum. Þessa virðing má skapa, sýni réttir aðiljar- þroska og
sannan áhuga í starfi sínu. Dr.
Adalfundír félaganna.
Krmttspyrnufélagið Fram hélt ný-
lega aðalfund sinn. Er þetta að
ýmsu leyti sögulegt ár í ævi Fram.
Er þar fyrst að nefna utanför fé-
lagsins, sem er sú fyrsta, er fé-
lagið fer, og var árangur hennar
góður. Þá er að minnast þess, að á
þessu sumri endurheimti félagið Is-
landsmeistaratitil sinn, eftir nær 20
ár. II. fl. hefur líka verið mjög
sigursæll hjá Fram í sumar. — í
stjórn voru kosnir: Ragnar Lárus-
son, formaður, Ólafur Halldórsson
varafonnaður, Júlíus Pálsson ritari,
Gunnar Nielsen gjaldkeri og Sæ-
mundur Gíslason bréfritari. I for- j
mannskosningunni fékk Ragnar 47
a1kv„ te.n Jón 27. Eru í stjóminni
núna allt nýir menn nema Sae-
mundur.
Sundfélagið Ægir hélt nýlega að-
alfund sinn og sýndi við það tæki-
færi íþróltakvikmynd f. S. I. frá í
sumar, eða tvo þætti hennar, er
vöktu hrifningu. f stjórn voru kosn-
ir: Eiríkur Magnússon formaður,
iendurkosinn í 12. sinn, meðstjórn-
endur em Hafsteinn Helgason,
Helgi Sigurðsson, Jón D. Jónsson,
Jónas Halldórsson Logi Einarsson
og Theódór Guðmundss. Bóðust þeir
Þórður Guðmundsson og Jón Páls-
son undan endurkosningu, en þeir
hafa verið í stjórn félagsins frá
byrjun. Einar Guðjónsson baðst líka
undan endurkosningu.
Eiríkur Magnússon gat ekki mæti
á fundinum sökum lasleika.e n hann
hefur verið ririffjöðrin í félaginu
frá byrjun. Hefur árangur félagsins
orðið góður og ber þess ótvíræðan
vott að Ægir ber ægishjálm yfir
önnur sundfélög nú. Af um 20 met-
um, sem sett hafa verið á þessu
árl, eiga Ægisinenn 15. Við þetta
tækifæri var forseta í. S. I. afheni
fögur gjöf frá félaginu í tilefni af
50 ára afmæli hans í sumar. Var
það merki félagsins, haglega skorið
úr fílabeini, á fögrum fótstalli. Fé-
lagatala er nú á þriðja hundrað
og fjölgar stöðugt.
Erlendar fréifír*
Taisto Máki finnski langhlaup-
arinn er bezti hlaupari í heimi í
löngum hlaupum. Hlaupakóngur-
inn frægi, Paavo Nurmi er nr. 4
Séu lagðar til grundvallar vega-
lengdirnar 1500 m., 3000 m., 5000
metrar-og 10.000 m. og árangur
þeirra reiknaður í stigum eftir
finnsku töflunni lítur það svona
út:
1. Taisto Máki:
m. st.
1500 3,53,6 1005
3000 8,15,6 1093
5000 15,08,8 1139
10000 29,52,6 1094
4331
2. Kauko Pekuri:
m. st.
1500 3,52,6 1019
Skíðadeíld L R.
hefur unníð að end-
urbótum á skíða-
stökkbrautínní í
sumar — í þegn-
skaparvínnu.
Fyrir nokkru rakst ég á aug-
lýsingu frá Skíðadeild 1. R. um
þegnskaparvinnu að Kolviðarhóli.
meðal félagsmanna sjálfra. Lék
mér nokkur forvitni á hvað þeir
„Hólverjar” hygðust fyrir á kom-
andi vetri og að hverju hefði ver-
ð unnið í þegnskaparvinnunni.
Hringdi ég því til Jóns Kaldals.
form. Skíðadeildarinnar, og spurð-
ist fyrir um þetta. Sagði hann
mér þá að unnið hefði verið rnikið
5 sumar þar upp frá, sérstaklega
við skíðastökkbrautina. Brekkan
sjálf slétt og undirlendið lagfært.
Sprengdir klettar o. fl. Heima við
húsin ýmislegt lagfært, t. d. skíða-
geymslan sem skemmdist töluvert
fyrra af eldi. Og allt hefur þetta
verið gert í þegnskaparvinnu,
sagði Kaldal og hann tók alveg
sérstaklega fram hvað afköst
þessa fólks hefðu verið mikil og
vinnugleðin að sama skapi. Þátt-
taka í vinnunni var allsæmileg.
Þegar ég spurði hann hvaða áform
lægju fyrir um vetrarstarfsemina
sagði hann að ekki væri fyililega
gengið frá‘þeim ennþá, en þegar
það væri, mundi ég fá það til birt-
ingar. Þó heyrði ég á Kaldal, að
þeir hafa mörg járn í eldinum, t.
d. námskeið skíðakennara o. fl.
Heyrðist mér helzt á honum að
engar stríðsráðstafanir skyldu
hindra það að Reykvíkingar gætu
heimsótt hið vistlega skiðaheimili
Kolviðarhól, í vetur. Mr.
vSlysavarnafélag Islands hefur
að undanförnu haldið námskeið í
slysavörnum, hjálp í viðlögum og
fl. á Stokkseyri. Jón O/ Jónss. var
kennari á námsskeiðinu og var á-
gætur áhugi meðal Stokkseyringa
um þessi mál.
3000 8,144 1088
5000 14,162 1108
10.000 30,106 1060
4275
3. Vaimari Isokollo:
m. st.
1500 3,54,4 995
3000 8,14,4 1088
5000 14,16,2 1108
10.000 30,10,6 1060
4220
. Paavo Nurml:
m. st.
1500 3,52,6 1019
3000 8,20,4 1061
5000 14,28,2 1062
10,000 30,06,2 1069
4211
Þý/.kaland vann Búlgaríu í
knattspymukeppni, sem fram fór
nýlega í Sofía með 2:1. Fór þessi
annar leikur þessara ríkja fram í
regni og slæmum veðurskilyrðum.
Þó voru mættir um 20 þúsund á-
horfendur.