Þjóðviljinn - 06.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1939, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGINN 6. DES. 1939 ÞJGÐVTLJiNN Halldór Kíljan Laxness: Vídsjá Þjódvíljans 6.12. '39 N6 koma Andvðknr Staphans 6, (U60VIUINN ttgeianili: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson^ Kitstjóraarskrifstofur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. AfgreiSsla og aaglýsmgaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) simi 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent h. f. Hverfisgöti/ 4. Sími 2864. „Lappómennska" Fyrir 10 árum siðan reis Lappó- mennskan svokallaða upp í Finn- landi. Verklýðshreyfingin var þáfar in að ná sér aftur eftir blóðbað> pað, sem burgeisastéttin olli, er hún 1918 steypti löglegri verkar mannastióiTi frá völdum og barði niðux verklýðshreyfingxma í ægi- legu borgarastríði. Lappómennskan lýsti sér í því að tekið var að beita ofbeldi og yfir- gangi gegn hinum róttæka verka- lýðsflokki í landinu, sem afturhald- ið taldi vera hinn gamla sterka Kommúnistaflokk Finnlands. Fund- ir verkamanna voru hindraðir, of- beldi beitt við einstaklinga, lög- brot varð daglegur viðburður og að lokum tókst með þessum yfirgangi að gera hinn róttæka verkamanna- flokk ólöglegan og knýja hann til að vinna á laun og svo hefur ver- ið síðan. Lappomeimskan, — sem ,er einn angi fasismans, — hlaut verð uga fyrirlitningu allra frelsiselsk- andi manna og þótti smánarblett- ur á Norðurlöndum. Nú virðist svo sem teknar séu upp aðferðir Lappomennskunnar hér á íslandi. Verkamannasamtökum er neitað um fundarhús. Það er hótað að spilla fundarfriði og eyðileggja hús, ef verkamenn halda fundi. Óaldar- flokkur er skipulagður af Heimdalli og Skjaldborginni til að vera viðbú- inn að ráðast á fólk, sem kæmi á fullveldisskemmtun. Og lögreglan bannar svo skemtun verkalýðsins, en leyfir Lappo-skrílnum æsinga- fundi þar í staðinn. Fundafrolsi verkalýðsins í auð- valdsþjóðfélagi sýnir sig í allri sinni dýrð. Og löggjafarsamkundan gengur á undan í ofl>eldjnu. Forseti samein- -aðs þings brýtur þingsköp á þing- mönnum og meinar þeim að taka til máls. Samtímis er svo soðin saman yfirlýsing, full mótsagna og ósanninda, til að reyna að svívirða þingmenn Sósíalistaflokksins. Þessi yfirlýsing er síðan þrílesin í, út- varpinu og sóðalegasti áróður þjóð stjórnarþýja síðan látinn fylgja í erindaformi. Á þennan hátt á að reyna að skapa æsingar gegn Sósialistaflokkn um. Bak við æsingamar standa skipu- leggjendur þeirra, lítil klíka brask ara, sem hefur fyrst sölsað undir sig mest alla seðlaútgáfu landsins, steypt þjóðinni í stórskuldir og síð an gert samsæri með bitlingalýðn- um við ríkisjötuna um að einoka auðæfi þjóðarinnar undir sig, en Þessa dagana er það helzt til tíð inda að Andvökur Stephans G. Stephanssonar í útgáfu Sigurðar Nordals eru afhentar 5000 Islending um, meðlimum bókmenntafélagsins j Máls og menningar. Aldrei fyrr hef ur úrvalið úr æfiverki íslenzks höf- uðskálds komist i hendur svo margra Islendinga í senn. Áður en Mál og menning varð til hefði slíkt ekki verið hugsanlegt, bækur eru á hinum almenna markaði svo dýr- ar, að það er aðeins á færi efnaðs fólks að eignast þær. Með stofnun Máls og menningar hafa jafnvel fá- tækustu heimilin í lcmdinu verið ■opnuð fyrir úrvalsbókmenntum inn- lendum sem erlendum. Þúsundir manna, sem áður áttu þess ekki kost að eignast bækur, hversu mjög sem þeir þráðu að auðga anda sinn af bóklestri, sitja nú með hin vönd uðu rit félags síns milli handa. Andvökur er mikið rit að vöxtum, 400 Llaðsíður í Skirnisbroti, með ' 'ngangi Sigurðar Nordals prófess- ers, og k-osta á almennum bókamark- aði 20 íil 25 krónur. Félagsmenn,- Mðls < g menningar fá þetta mikla ntvark, auk Móðurinnar eftir Max- ini Gcrki, Austanvinds og vestan, eftir Noi>elsverðlaunahöfundinn Pearl Buck, hins mikla og vandaða rits um Húsakost og híbýlaprýði, Rauðra penna (sem koma upp úr ára og Tímarits máls -og menn- ingar — allt saman fyrir einar tíu krónur. Þetta er enn eitt Ijóst dæmi um það hvernig samtök almennings koma einstaklingum að mestu gagn.. Einmitt vegna þess að svo margir leggjast á eitt, getur hver einstak- ur aflað sér með lágmarkstilkostn aði þeirra hluta, sem honum væri ókleift .samtakalaust. Nú þegar ljóð Stephans G. eru að verða almenningseign er ef til vill ekki úr vegi að benda með ör- fáum orðum á nokkur einkenni hans, þeini til leiðbeiningar og uppörfunar sem eru honum alls ókunnir eða óvanir. Stephan G. Stephansson er ekki formsins maður, og þeir, sein hæn- ast að hlutunum sakir ytra útlits þeirra, munu ekki fá metið hann að verðleikum við snögga sýn eða skjóta viðkynningu, en hinir, sem meta -h lutina aðeins eftir ytra út- lití munu hafa aðeins takmarkaða; ánægju af Stephani. Ég hygg ekki fjarri lagi að líkja ytra borðinu á skáldskap hans við íslenzka nátt- úru í litauðgi sinni og margbreyti- leik, með inndælum gróðri í döluin' og unaðslegum blómjurtum mitt í hraunum og fjalllendi. Þessi feg- urð er aí allt öðru tagi en fegurðin á mannvirkjum stórstaðanna, sem halda þjóðinni sjálfri í fjötrum með þrælalögum og ofbeldisher. — Þessi valdaklíka óttast að sannleik urinn sé sagður um hvernig hún rænir þjóðina. Þessvegna er hún nú að reyna að brjóta einu stjórnar andstæðingana á bak aftur með of- beldi. En eini verklýðsflokkur íslands, Sósíalistaflokkurinn, skal standast allar árásir þessarar bnskarakliku. [ oft er formað af helzti tauga- næmri hönd og fjarri öllum upp- runaleik. I skáldskap Stephans er eins og náttúran sé sjálf að verki, eðli hans er mjög upprunalegt, hann á allt sitt undir sól og regni, en þó -er sérhver hugsun hans böðuð í ljósi upplýsingarinnar. Þegar mað- ur les Ijóð Stephans er það ólikt því að komm í Tæktaðan skrautgarð, þar sem sérhvert lilóm virðist vera gróðursett þannig að það teygi sig á móti vegfarandanum; skáldskapur Stephans er ekki heldur líkur lista safni, þar sem myndirnar hanga þannig við ljósinu að allt njóti sín sem bezt í augum þess áhorf- anda, sem hefur skroppið hingað inn gegn fárra aura gjaldi mitt í önnum dagsins. Vilji maður kynnast Stephani G. og fá metið ljóð hans verður maður að leggja stund á þau, lesa þau upp aftur og aftur, velta fyrir sér orðunum, setningun- um, byggingu kvæðisins og inntaki, m. ö. o., leggja dálítið á sig. Það, er eins og að ganga um ísland, bygðir og óbygðir, skoða h-olt þess, hraun og grundir, ganga upp íneð ám og lækjum, klífa fjöll og jökla. Að lesa ljóð Stephans, það er í raun inni dálítið svipað og v-era í Far- fuglahreyfingunni. tMaður er ekki liorinn, maður verður að ganga sjálf ur, taka sjálfur hvorn fótinn fram fyrir annan. Það er stundum br-att, stundum er maður í einstigi; tn á- reynslan borgar sig, maður er aldrei svikinn. Það er ekki til það kvæði eftir St-ephan, sem ekki borgar sig að hafa lesið niður í kjölinn. Hann er sú tegund skálda, að maður verð ur sjálfur sterkari á þvi að lesa hann, glaðari, bjartsýnni, trúaðri á lifið, heiðarlegri, hraustari, hann veitir sama þroskann og fjallgöng ur, því náttúra ístands, ásamt liimni sí'num lifir- í lionurn hrein og öðluð. Ekki þarf maður að óttast að Stephan G. fari með staðlausa stafi eða rugl og liann leynir aldrei innra tómleik undir hvellum málmhljómi eða einum saman „stíl“, aldrei narr ar liann lesanda sinn; honum eru þau verðmæti hugstæðust, sem heilbrigðum náttúrlegum manni eru hjartfólgnust. Og hann iiiýtur að vinna á eftir því sem liann er oftar lesinn og betur, og þegar maður er löngu þreyttur á allri þeirri ljóðagerð, sein er aðeins innantóm formlist, þá hverfur maður aftur til Stephans-ljóða, og þykir þau nú fegurri en nokkru sinni. y Lesendur, sem eru því óvanir að lesa sierkt og persónulegt skálda mál eiga um ýmsar Leiðir að velja til að iesa sig inn í Stephan G. Mörgum væri e. t. v. ráð að byrja á þeim kvæðum hans, sem búa yfJ ir hreinastri og etnfaldastri ljóð- rænu, eins og t. d. Við verkalok, tils. 226, Hver er alltof uppgefinn, bls. 236, Kvöld, bls. 323, lesa þau upp aftur og aftur, þangað til þau eru orðin manni ljós éða kann þau. Það var að minnsta kosti mín að- ferð við lestur Stephansljóða. Þeg- ar inaður hefur -einu sinni lært að þekkja rödd hans hefur- maður öll skilyrði til að færast hin þyngrj kvæðin í fang, þar sem náttúru- ljóðræna, táknmál og heimspekieru samslungin oft af jötunefldumál- fari fremur en dverghögu. öðrum mundi e. t. v. henta betur að byrja á þeim kvæðum sem fela í sér sögu, eins og t. d. kvæðið um Sig- urð trölía, bls. 43, eða Jón hrak á bls. 54, og þá ekki sízt hinn ljósa og létta kvæðaflokk Á ferð og flugi, bls. 133- 168. Sumir mundu án efa gera réttast í því að ráðast þegar í stað i það stórkvæði bókarinnar, er fyrst mætir auganu, kvæðið Skaga- fjörður, sem liyrjar á bls. 4, og hætta ekki við það fyrr en maður er búinn að lesa það og þrálesa út í æsar. Sá sem les það með athygli mun ekki geta stillt sig um það, að loknum leslri, að fletta upp tit- ilopnu bókarinnar, þar sem mynd höfundarins er prentuð, og virða um stund fyrir sér hina ógleyman- legu andlitsmynd skáldsins, sem er jafn eðalborin og hin tignustu kvæði hans. En öllum, sem eignast þetta úrvat úr æviverki einhvers stórfeng- legasta ljóðskálds nútímabókmennta vorra, vil ég ráða til þess að lesa, vandlega inngang þann, sem Sigurð- ur Nordal hefur ritað framan við þessa útgáfu sína af Andvökum, Um leið og inngangurinn er hið vandaðasta og greinargleggsta yfir- lit, sem til er um skáldið og verk lians, er ritgerðin öll yljuð upp af aðdáun þeirri, sem höfundur hefur á skáldanda Stephans, en slík að- dáun hlýtur að vakna hjá liverjum þeim, sem gerir sér verk skálds ins og ævi að rannsóknarefni, en þó mest hjá þeim rannsóknurum hans, sem gáfaðastir eru og bezt menntir. Fáir höfundar bera gæfu til að rlta jafn ijóst og skilmerki- lega og Nordal, ekki síður þegar,; hann leggst dýpst en þegar hann talar urn hina auðveldari hluti. Stíll hans er runninn saman af hinu íbezta í alþýðumáli og lærðu máli. Við annan lestur bókarinnar mun lesandi bezt finna hve djúpum rót- um er festur skilningur Nordals á skáldinu og vera þakklétur fyrir að hafa haft svo vinhlýan og glögg ) skyggnan stuðningsmann og leið- beinanda við hlið sér á leiöinili i um land-eignir Stephans, sem ella mundu hafa orðið almenningi stór um torveldari aðgöngu. Mig langar til að tilfæra stuttan' kafla úr niðurlagi inngangsins til . þess að sýna hvernig „landneminn mikli“, sem átti allt sitt undir sól og regni hefur staðist próf rann- sóknara síns, hins stranga og lærða bókmenntagagnrýnanda. Honunr farast þannig orð, bls. LAA: „Það er ef til vill ekki úr vegi að geta þess að lokum, að ég sá aldrei Stephan G. Stephansson og kynntist honum ekki persónulega, nema livað örfá bréf fóru á milli okkar á efstu árum hans. Þó að ég læsi nokkuð af kvæðum hans ung- ur lærði ég seinna að ineta hann en nokkurt annað af höfuðskáldum vor um. Ég setti lengi fyrir mig agnúana á forini lians, sem ég sé enn enga ástæðu til að draga fjöður yfir. Eftir að ég fór að sökkva mér niður í að skilja hann' gat það komið yfir mig að finnast hann þreytandi galla laus, að liann hefði verið skemmti- legra viðfangsefni ef ég í aðra rönd- ina hefði fundið einhverjar eyður í hæfileika hans, öfgar eða veilur í skapferli hans. Því fer svo fjarri að ég hafi haft neina löngun tii þess að gylla hann, að ég hef leit- að dauðaleit að einhverjum högg- stöðum á honum í bréfum hans, þessum. sæg af einkabréfum til alls konar manna, sem honuni gat aldrei til hugar komið að yrðu birt atmenningi. En ég reið ekki feitum hesti frá þeirri leit. Ef nokkuð er að mununuin er maðurinn, sem kemur frám í bréfunum enn gróm- lausari en kvæðin sýna, gætnari og grandvarari, hárvissari í dómum á 'sjálfan sig og skilningi á sjálfum sér. Allt sem ég hef þótzt athuga skást um Stephan hafði hann séð betur sjálfur. Eg hef gefizt upp fyrir honum, setzt við fótskör hans. Það er sannleikurinn. Um kvæði hans hefur mér fundizt því meira sem ég las þau betur, og rikari skilningur á manninum hefur varp að á þau nýjum ljóma. Maðurinn reyndist því skeimntilegri og girni- legri til fróðleiks sem ég gerði mér betri grein fyrir því að styrkuú lians er ekki styrkur fátæktarimiar, heldur auðlegðarinnar, — að þar eru sundurleitir og óstýrilátir mis- kliðir í eðlisþáltum og æfiraunum stilltir til fjölraddaðs samræmis.. . . Haiín stóð djúpum rótum í ís- lenzkri menningu og ræktarsemi við hana. Islenzk fræði, forn og ný, Framhald á 3. síðu. Maltín, Bru$$íd jólaölíd fíman~ lega, þeím mun beíra verdur það. fjjÍM áxió Okaupíélaqié 51. L p/jlílun iLkfita^cjampiH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.