Þjóðviljinn - 06.12.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.12.1939, Blaðsíða 1
IV. ARGANGUR. MIÐVIKUDAGINN 6. DIiS. 1939 282. TÖLUBLAÐ Vcrbfallsalda á IndlandL Hundrud þúsundír manna krefjasf baeffra lífskjara o$ áukins sjálfsfæðís. Á að svípfa verklýðsfélögín fundafrelsí? Hve lengi þolír verkalýdurínn slíkt framferdí ? Javaharlal Nehru, leiðtogi indverskra sjálf- stæðismanna. Stórkostleg verki'allsalda ílæðir nú yíir Indland. Kveður mest að henni í stórborgunum Bombay, Calcutta og Madras og er talið að í þessum þremur borgum séu nú um 159 þúsund manns í verkföll- um. Verkföllin eru gerð til þess að liækka launin, en verkafólk á Ind- landi hefur mjög lág laun, og til að knýja fram styttingu vinnu- daga og bætt vinuskilýrði. Víða eru þó bornar fram póli- tískar kröfur samhliða atvinnu- legu kröfunum, og hafa á nokkr- um stöðum verið farnar kröfugöng ur til að mótmæla stjóm Breta á Indlandi og krefjast sjálfstæðis. Heiztu afrek hinna „vlrðingaverðu” þingmanna „þjóðstjórnar- innar” í garð verkalýðshreyfingarinnar eru þessi: 1) Vinnulöggjöf, sem tekur verkfallsréttinn að miklu leyti af verkalýðsfélögunum. 2) Lögþvingaður gerðardómur í kaupgjaldsmálum. 3) Banu við kauphækkun og bann við því að verklýðsfélögin semji sjálf um kaup og kjör. 4) Vægðarlaus barátta gegn einingu verkalýðsins á stéttarleg- um grundvelli í einu óháðu fagsambandi. 5) Stofnun ríkislögreglu, sem dómsmálaráðherra getur sent hvert á land sem hann vill, hvenær sem hann vill, búa hvaða vopnum sem honum þóknast, og gilda þessi ákvæði öll um alla lög- regluþjóna landsins, jafnt fastráðna, sem varalögreglu, þegar frum- varp Hermanns Jónassonar er orðið að lögum. 6) Þjóðstjórnayílialdið í Reykjavík hefur komið í veg fyrir að verkalýðsfélög bæjarins geti haldið fund til þess að ræða framkomu „liinna virðingarverðu” í garð stéttarinnar. 7) MEÐAN ÖLLU PESSU FER FRAM SITJA ÞEIR ÖLAF- UR THORS OG STEFAN JÓHANN OG SEMJA UM VERIÍ- LÝÐSHREYFINGUNA. HfJN A AÐ VERA GJALDEYRINN 1 PÖLITÍSKU GJALDÞROTABRASKI ÞESSARA AUÐNULEYS- INGJA. Hver hugsandi stéttvís verka- maður hefur gert sér ljóst, að meg inþátturinn í starfi þjóðstjórnar íhaldsins er að eyðileggja verka- lýðshreyfinguna og villa svo um verkamenn, að þeir komi ekki leng ur auga á stéttarafstöðu sína í þjóðfélaginu. Að þessu miðaði setn ing vinnulöggjafarinnar, lögþving- uðu gerðardómarnir í kaupgjalds- málum, bannið við kauphækkun í samræmi við vaxandi dýrtíð, bar- áttan gegn stofnun Landsambands íslenzkra stéttarfélaga, hin vænt- anlega stofnun ríkislögreglu, og tilraunir þjóðstjórnaríhaldsins til þess að koma í veg fyrir að verka- lýðsfélögin haldi fundi um hags- munamál sín. Allt er þetta ofur skiljanleg bar átta, hún er sem sé bein afleiðing þeirra stéttarlegu andstæðna, sem eru og ætíð hljóta að vera í hverju auðvaldsþjóðfélagi. Hin „virðing- Sovétstjórnin neitar Dátttöku I foodam DjöðabaodaÍaBSins nm Finnlandsmálin. Molofoff affekur að reyna samkomufagsumleífanír víð Ryfí~sfjórnína, — Víggírðing Alandseyja hafínT arverða” þingmannaklíka ,,þjóð- stjórnarinnar” hefur beint og ó- beint, náð í sínar hendur megin- hlutanum af auðæfum þjóðarinnar Svo að segja hver einasti hinna ,,virðingarverðu” þingmanna lifir á ríkisfé. Pjölmargir þeirra hafa fjölda embætta og 10—20 þús. kr. árslaun. Þeir hafa bein og óbein áhrif á allar launagreiðslur ríkis- ins, en þær nema nú yfir 10 millj- ónum króna á ári. Þar við bætist svo að ýmsir þingmanna ráða yfir stærstu verzlunum og stórvirkustu framleiðslutækjum þjóðarinnar. í sem fæstum orðum sagt, í höndum þessara manna er auður íslenzku þjóðarinnar. Það er því upphafið og endirinn í allri þessari stjórnmálabaráttu, að verja sína stéttarlegu hagsmuni gegn stéttar hagsmunum verkamanna og smá- framleiðenda. Bóndi einn úr þeirra hópi, Jón Pálmason frá Akri, sem er heiðarlegur maður og að vissu Framhald á 4. siðu. Vídsfáín I dag SAMKVÆMT EINKASKEYTUM TIL ÞJÓÐyiLJANS í GÆR. Molotoíí, forsætis- og þjoðfulltrúi Sovétríkjanna hefiu- svarað tiikynningu Avenols, aðalritara Þjóðabandalagsins, um samankvaðn ingu Þjóðabandalagsráðsins 9. des. og fundar bandalagsins 11. des. Telur sovétstjórnin samankvaðningu ráðsins og fundarins á- stæðulausa. Sovétríkin hafi viðurkennt alþýðustjórn Finnlands og gert við hana samning er útkljái öll þau mál, er ágreiningur hafi verið um við hina fyrrverandi ríkisstjóm Finnlands. Aljiýðustjórn Finnlands hafi 1. des. snúið sér til sovétstjórnar- innar með beiðni um hernaðarhjálp til að binda enda á það öng- þveitisástand, er fyrrverandi valdhafar Finnlands hafi steypt landi sínu í. Sovétstjórnin neitar því að stjórnin í Helsinki séu hinir sönnu fulltrúar þjóðarinnar. En þar sem Þjóðabandalagsráðið liafi samt verið kvatt sam- an að beiðnir þessarar stjórnar, sjái sovétstjórnin sér ekki fært að taka þátt í þeim samkomum Samkvæmt fregnum frá Genf \ eyja, og sé það gert í samráði við hefur Ryti-stjórnin tilkynnt Þjóða j sænsku stjórnina. Finnar hafa þeg bandalaginu að hún hafi þegar haf j ar flutt lið til eyjanna og lagt izt handa um víggirðingu Álands- tundurdufl í kringum þær. Fregn frá London hermir að Ryti-stjórnin hafizt enn við í Hel- sinki, en áður höfðu borizt fregnir um að hún hefði yfirgefið borginá og tekið sér aðsetur í smáþorpi skammt frá höfuðborginni. Talið er að aðeins fjórði hluti íbúanna sé eftir í Helsinki, og er stöðugt unnið að brottflutningi fólks úr borginni. Samkvæmt finnskum heimildum standa yfir ákafir bardagar nyrzt í landinu, í grend við Petsamo. Hafi finnskar flugvélar haft sig mjög í frammi, og m. a. kastað eldsprengjum yfir flugvöllinn í Múrmansk og ráðizt á sovétherlið er var á leið til Petsamo frá Múr- mansk og tvístrað því. Halldór Kiljan Laxness. I Víðsjá Þjóðviljans í dag skrif- ar Ilalldór Kiljan Laxness um Sjtephan G. Stepliansson og útgálu Máls og menningar á „Andvökum” Samkvæmt opinberri tillcynn- ingu fór Winter, sendiherra Sví- þjóðar í Moskva, á fund Molotoffs í gær (4. des.) og tilkynnti hon- um að Ryti-stjórnin væri fús til að hefja að nýju saœkornulagsum- leitanir við- soovétstjórnina. Molotoff svaraði því, að sovét- stjórnin viðurkenndi ekki Ryti- stjórnina sem löglega stjórn Finn- lands, enda væri liún búin að yfir- gefa höfuðborg landsins, Helsinki, og enginn vissi hvar hún hefðist við. Sovétstjórnin taldi allar sam- komulagsumleitanir við slíka Fjölgad í at~ vínnubótavínn- unnL Atvinnuleysisnefnd Dagsbrún ar átti í gær tal við borgar- stjóra. Ræddi hún við hann um ^tvinnuleysisinálin og gerði kröfur fyrir hönd félags síns um að þegar yrði f jölgað í at- vinnubotavinnunni. Lofaði borg arstjóri því, að næsta fimmtu- dag skyldi fjölgað í atvinnu- bótavinnunni upp í 400. Með þessi málalok fór nefndin og mun hún endurtaka viðræður sínar við borgarstjóra í næstu vikm Frá Alþingí. Á fundi neðri deildar í gær var samþykkt að vísa til stjómarinn- ar frv.. til laga um verkstjórn í opinberri vinnu. Tilgangur frum- varpsins var að tryggja það að ekki hefðu aðrir verkstjóm í opin- berri vinnu en þeir, sem staðizt hefðu próf því skyni. Afturhalds- klíkunni mun hafa þótt vald sitt of rýrt með þessu fmmvarpi, en ^erkstjórasamband Islands hafði átt frumkvæði að því. Talaði Her- mann Jónasson mjög á móti frv. og fékk það fram að því var vís- að til ríkisstjómar með 15 atkv. gegn 2. Annars var tíðindalaust á þingi. Ekki bólar enn á hagsmunamálum fólksins. Dýrtíðin vex, en þjóð- stjórnarliðið situr rólega við bitl- ingajötuna og lætur sig vandræði alþýðu engu varða. Bæjarstjómarfundur verður haldinn í Kaupþingssalnum á morgun kl. 5 síðdegis. Fyrir fund- inum liggja 15 mál, þar á meðal reikningar Reykjavíkurbæjar og hafnarinnar fyrir síðastliðið ár. Ríkisskip. „Esja” var væntanleg til Vopnafjarðar kl. 8 í gærkvölai. Tílkynníng Rdssa um hernaðarað- gerðír 4. des. Hernaðartilkynning foringja- ráðs Leningrads-hemaðarsvæðis: „Her Leningrad-hernaðarsvæðis ins hélt áfram sókn sinni 4. des- ember. 1 átt frá Múrmansk sækir herinn fram eftir sigursælar or- ustur við Petsamo, og hefur fylgt eftir finnska hemum sem þama er á undanhaldi, 25 km. suður sf borginni Sovétherskip vinna að slæðingu tundurdufla í höfninni Petsamo. 1 stefnuna Uchts, Re- pola Prososero hefur sovéther sótt ram 45—50 km. frá landamærun- um. I stefnu frá Petrosavodsk hef ur sovétherinn eftir töku bæjarins Salmis á Ladogaströnd og jám- brautarstöðvarinnar Leimola nor ur af Salmis, haldið áfram sókn. Á karelsku landræmunni hefur sovéther nú sótt fram 45—-50 km. frá landamærunum. Vegna óhag- stæðra veðurskilyrða hefur loft- flotinn ekkert haft sig í frammi” stjórn óhugsandi. Sovétstjórnin viðurkenndi hinsvegar stjóm al- þýðulýðveldisins Finnlands og hefði gert við hana samning um vináttu og gagnkvæma hjálp, og væri hann öruggur grundvöllur að þróun friðsamlegrar og farsællar sambúðar ríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.