Þjóðviljinn - 08.12.1939, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.12.1939, Qupperneq 1
IV. ÁRGANGUR. FÖSTUDAGINN 8. DES. 1939. 284. TÖLUBLAÐ. lónas frá Hríílu & Co, leggur fíl að þríggjamanna nefnd fáí alræðísvald yfír atvínnulausu m monnum. ■ | Það á ad afnema ákvæðín um ðry^gí sjómanna og réffíndí íðnnema Á Alþingi var lagt fram í gær hið svívirðilegasta frumvarp, til laga, sem enn hefur komið fram á þessu þingi. Frumvarp þetta hefur hlotið nafnið „höggormurinn”. Meginatriði þess eru: Ríkis- stjórn ásaint þriggja manna nefnd sem skipuð er samkvæmt tilnefn- ingu þriggja st.ærstu þingflokkanna, fær einræðisvald á fjölmörg- um sviðum. Atvinnulausa verkamenn má ílytja hvert á land sem vera vill, setja þá að hvaða vinnu sem verkast vill, og Iáta þá vinna fyrir það sem þeim er skamtað. Lög um öryggi sjómanna eru raunveruiega numin úr gildi. ótakmarkaður aðgangur er opnaður að öllum iðngreinum. Þingtíðindi skulu ekki prentuð, svo þjóðin fái ekki nema sem allra minnst að vita um gerðir þingmanna. Dregið verður stórlega úr skólahaldi og takmarkaður aðgangur í æðri skóla. Hér fara á eftir nokkrar svívirðilegustu greinar frumvarpsins: Ákvæðí l* gr, um þrælahald. Ríkisstjórnin skal eftir tilnefn- ingu þriggja stærstu þingflokk- anna skipa þriggja manna bjarg- ráðanefnd til eins árs í senn til að hafa á liendi framkvæmdir til fram leiðslubóta og bjargráða undir yf- irstjórn ráðherra. 2. Ráðstöfun atvinnulausra verk færra framleiðsluþurfa, er sveitar- stjórn hefur ekki komið í vinnu. Heimilt er að ráðstafa slíkum mönnum til starfs hvar sem er á landinu, á heimili, til atvinnufyrir- tækja og í vinnuflokka undir opin- berri stjórn eða með öðrum hætti. Nefndin semur um starfskjör þeirra, sem á þennan hátt er ráð- stafað, og hefur fullnaðarúrskurð- arvald um vinnuskyldu allra þeirra sem hún eða sveitarstjórn ráðstaf- ar til vinnu. Stjórnarráðið skal annast skrif- stofustörf fyrir nefndina. Búnað- arfélag Islands skal veita nefnd- inni hjálp við að koma mönnum fyrir í vinnu á sveitaheimilum. Meðan ákvæði þessi eru í gildi skal, að því er Reykjavík snertir frestað framkvæmd laga nr. 49 jan. 1935, um vinnumiðlun, og síð- ari viðauka við þau lög. Afnátn la$a um öryggí sjómanna, 2. gr. Heimilt er ríkisstjórninni að skipa svo fyrir, að á íslenzkum skipum megi vera færri skipstjórn armenn og vélamenn en skylt er samkvæmt 1. nr. 104 23. júní 1936, um atvinnu við siglingar á íslenzk- um skipum, og siðari breytingum á þeim lögum. Ekki mega þó færri slikir menn vera á íslenzkum sigl- j inga- og fiskiskipum en samskonar ! skipum norskum. 3. gr. Heimilt er ríkisstjórninni, meðan núverandi ófriður í Norður- álfu varir, að ákveða tölu mat- reiðslu- og þjónustufólks á farþega skipum í millilandasiglingum. Rétturinn tíl að tak~ marka að$an$ að íðn- greinum afnumínn. Iðnrekendum er gefíð vald tíl að vinna með lærlíngum eínum saman 4. gr. Öheimilt er að setja skorð- ur við tölu iðnnema í nokkurri grein, nema með samþykki ríkis- stjórnarinnar, og ákveður hún þá, hverjar þær skuli vera. Rannsóknír í þá$u at« vínnuveganna skulí níður falla, 5. gr. Ákvæði 12. og 13. gr .1. nr, 97 3. maí 1935, um rannsóknar- stofu í þágu atvinnuveganna við Háskóla Islands, falla úr gildi, þar til öðruvísi verður ákveðið. Rannsóknarnefnd ríkisins, skip- uð til þriggja ára í senn eftir til- nefningu þriggja stærstu flokka þingsins, skal á meðan svo stend- ur, hafa á hendi stjórn stofnunar- innar og þess hluta af rannsóknar- stofu Háskóla fslands, sem hefur með höndum rannsóknir í þágu at- vinnuveganna, svo og framkvæmd matvælarannsóknanna. Ríkisstjórn in ræður starfsmenn við framan- greindar stofnanir, að fengnum til lögum rannsóknarnefndar ríkisins Laun þeirra manna, sem starfa að þessum rannsóknum, skulu ákveð- in í fjárlögum. Er stjórnarliugsjón Ólafs Thors að rætast? Útvarpíð skal gerf að verkfæri í höndum þjóðsfjórnarínnar, 8. gr. Þar til öðruvísi verður á- kveðið' skulu eftirfarandi ákvæði koma í stað 3. gr. I. nr. 68 28. des. 1934, um ríkisútvarp: Kennslumálaráðherra skipar út- varpsstjóra. Skal honum falið að annast daglega stjórn og fjárreið- ur útvarpsins, eftir nánari fyrir- mælum í reglugjörð, er ráðherra setur. Ráðherra er heimilt að gera fréttastofu útvarpsins að sérstakri deild, undir stjórn útvarpsráðs. Ennfremur er ráðherra heimilt að semja við blöð lýðræðisflokkanna um ’ átttöku í starfrækslu frétta- stofunnar, eftir nánari fyrirmælum í reglugerð, er ráðherra setur. Ráðherra ræður starfsmenn út- varpsins, að fengnum tillögum út- varpsstjóra og útvarpsráðs. Laun starfsfólks útvarpsins skulu, þar til launalög eru sett, ákveðin í f jár lögum. Frædslulögín að ýmsu leyfi numínn úr gíidí, Aðgangur að skólum fakmarkaður, 14. gr. Meðan núverandi ófriður í Norðurálfu varir, skal kennslu- málaráðherra heimilt: a. Að stytta hinn árlega kennslu tíma í barnaskólum lmidsins og Framhald á 4. siðu. 6 menn gefast npp. Nú þegar íslenzka verkalýðnum ríður meira á en nokkru sinni fyrr að standast þá árásarhríð ofsókna og ályga, sem afturhaldið hefur hafið gegn Sósíalistaflokknum.hafa 6 menn sem flokkurinn hafði kosið í framvarðasveit sína, í miðstjórn flokksins, gefizt upp. Þeir hafa ekki þolað hina látlausu árás á flokkinn, brigslin um landráðin hótanimar, svívirðingarnar, sem dynja nú á Sósíalistaflokknum vegna þess að hann stendur á verði um hagsmuni íslenzku alþýðunnar, hvað sem á dynur. Þessir 6 menn hafa sagt sig úr flokknum. Eru það þeir Héðinn Valdimarsson, Arnór Sigurjónsson Ólafur Einarsson, Pétur G. Guð- mundsson, Þorlákur Ottesen og Þorsteinn Pétursson. Flokkurinn harmar það, að þess- ir menn, sem hann annars hefur reynt að svo mörgu góðu, skuli hafa brugðizt honum nú, þegar á hólminn kom. Flokksstjómin skor- ar á alla flokksmeðlimi að láta þessi liðhlaup ekki á sig fá, að fylkja liðinu því þéttar og betur til baráttu gegn afturhaldinu, sem allsstaðar veður nú uppi. Flokks- stjórnin treystir því, að hver flokksmaður reynist í raun drengur góður og herði nú starf sitt, fórnfýsi og' baráttu, til að fylla upp þau skörð, sem orðið hafa fyrir skildi. Alþýða Islands og flokkur henn ar, Sósíalistaflokkurnn, munu ó- trauð halda áfram frelsisbaráttu sinni þó einstaka mönnum kunni að reynast hún of erfið. Sósíalistar! Verndið einingu flokks vors gegn þeim, sem nú reyna að sundra röðum hans! Látið ekkert hik verða á baráttunni! Látið aft- urhaldið ekki hrósa neinum sigri! Varamenn hinna brottfömu hafa þegar tekið sæti þeirra í miðstjórn og flokksstjórn. Ifalsha stjórain sendír 60 hernadarflugvélar tíl að berjast fyrír Fínna, Vopn og aðrar hernadarnauðsynjar sfreyma tíl Fínníands frá fíalíu, Breflandí o$ fleírí löndum, Sókn Rauda hersíns heldur áfram. Samúðin með Finnum er nú einnig sýnd í verki. ítalska stjórn- in hefur sent ekki færri en 60 hernaðarílugvélar til Finnlands Hafa ítalskir flugmenn floglð þeim til Finnlands og eiga að berjast þar gegn Rauða hernum. Bretar hal'a einnig sent allmargar hernaðar- flugvélar til Finnlands í sama tilgangi. Bandaríkin liaia. sent sjúkravörur og veitt fjárhagshjálp. Mikið fé hefur þegar safnazt á Norðurlöndum, og talið er að 3000 sænskir sjálfboðaliðar berjist nú þegar í her Mannerheims. Finnska herstjórnin telur að | manntjón sovéthersins sé miklu rneira en manntjón Finna. Segjast þeir hafa handtekið 15000 manns en alls hafi Rússar misst um 20000 manns. Þá segjast Finnar ennfremur hafa tekið 50 skrið- dreka og eyðilagt 15. Einnig er boriö á móti því í finnskum fregn- um að Rauði herinn hafi náð Pet- samo. Hernaðarfílkynníiig Rússa, í hernaðartilkynningu foringja- láðs Leningrad-hernaðarsvæðis er skýrt frá því, að Rauði herinn hafi að kvöldi hins 6. des. verið kominn 35 km. suður af Petsamo, og hafi á leiðinni suður eftir átt í stöð- ugum bardögum við „hvítliðaher- inn” finnska. I Mið-Finnlandi, í stefnuna Uchta, Repola, Prososero og Petrosavodsk fór sovéther eftir harðar orustur yfir jámbrautina Nurmes-Jonesuu og er nú kominn 60—65 km. frá landamærunum. Á austanverðu Kyrjálanesi brauzt sovéther gegnum aðalvarn- arlínuna, er liggur eftir fljótinu Vuoksi, að undangenginni stór- skotahríð. Það er þessi varnarlína er nefnd hefur verið „Maginotlína Kerkés”. Sovétherinn komst yfir fljótið Taipaleenioki og heldur hann áfram sókn til norðurs. Á vestanverðu nesinu tók Rauði her- Framnald á 4. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.