Þjóðviljinn - 14.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1939, Blaðsíða 2
Fimmtudagurinn 14. des. 1939. Þ J Ö Ð V I L J i N N |ii6<wiuiiiii tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórnarskrifstofnr: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og anglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkkigsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Herrár og þrælar, Eigir þú ekki peninga, þá skalt þú verða þræll. Hafir þú sópað í þinn sjóð arðinum af annarra erf- iði, skeltu verða „herra“ „þræl- aima“ sem erfiða. Þetta er andinn, sem sveimar yfir vötnum Alþingis, yfir dýragarðinum eins og sumir kalla það. Sért þú fátækur, skalt þú ef vilji afturhaldsins ræður, ekki frjáls að því hvar á landinu þú velur þér bústað. Þú verður að fá allrar náðar samlegt leyfi hlutaðeigandi sveitar- stjórnar, ef þig langar til að flytja á einhvem ákveðinn stað. Og ef hún skyldi nú banna þér að flytja inn í riki sitt, þá getur þú skotið máli þínu til þriggja manna nefndar, sem skipuð er af þrem stærstu þing- flokkunum og þessi virðulega nefnd er allra hæstur dómstóll um það, hvar á þessu blessaðia landi 'þú megir ekki vera. Þannig verður þetta ef tillögur Jónasar Jónsson ar og Magnúsar Jónssonar ná fram að ganga. Sennilega verður svo skipuð önnur þriggja manna nefnd til þess að ráðstafa þér, ef öll sveit- ar og bæjarféiög landsins skyldu útskúfa þér. Leitir þú sveitarframfæris sökum vinnuskorts, þá tekur við þér önn- ur þriggja manna nefnd, skipuð af þremur stærstu flokkum þingsins. Hún getur sent þig hvert sem henni þóknast, látið þig vinna hvar sem henni sýnist og borgað þér kaup eftir þvi, sem henni þykir henta. Þannig verður þetta þegar búið er að lögfesta „höggonn“ JónasarJóns sonar og Þorsteins Dalamanns. En það er einhver uggur í þing inu að þrælunum liki þetta miður, „herrarnir“ óttast þrælauppreisn. Þeir biðja guð hátt og í hljóði að láta þrælana ekki verða þess á- skynja hvað þeir eru margir og hvað þeir eru voldugir aðeins ef þeir standa saman. En ef svo skyldi nú fara að þrælarnir uppgötvuðu mátt sinn, þá verða „herramir“ að sýna að þeirra sé ríkið og mátt urinn, hvað sem dýrðinni líður. Og Hermann heimtar ríkislögreglu Ekki biður hann um Htið; hann bið ur um að fá ótakmarkað hernaðar- Iegt iginræði á íslandi. Sumir „herranna“ á þingi ogklíka þeirra vilja gefa honum takmark- að einræði. — En Hermann er ckki lengi að hugsa sig um svör. Hann segir blátt áfram: Fái ég ekki það sem ég krefst með ykkar góða saanþykki, þá tek ég það án þess. Og ríkisherinn kemur undir alræð- isvald Hermanns Jónassonar. Starfsemi Vorboðans í sumar. Úrdráttur úr shýrslu barnaheírniTísnefndarinnar, Eftirfarandi grein er útdráttur úr skýrslu um sumarstarfsemi Vorboðans er blaðinu hefur bor- izt. 1 sumar hafði Vorboðinn sum- ardvöl fyrir Reykjavíkur-böm á tveim stöðum í Ámessýslu; heimavistarskólunum í Brautar- holti á Skeiðum og Flúðum í Hrunamannahreppi. Dvöldu á báð um stöðunum samtals 70 börn í 7 vikur. Börnin vom lang flest 6—11 ára gömul og voru öll end- urgjaldslaust, nema 3, sem starfs- konur höfðu með sér og greiddu meðlag með af kaupi sínu, kr. 1.00 á dag. Bömunum var skipt á heimilin eftir aldri. Var upphaflega áform að, að hafa 8 ára börnin og yngri saman og 9 ára og eldri saman. En sökum þess, að af foreldra hálfu, er alltaf lögð meiri áherzla á að koma yngri bömunum í sveit, urðu þau það mikið fleiri að nokkur af þroskuðustu 8 ára börnunum varð að hafa með eldri börnunum, sem voru í Flúðaskól- anum. Eldri börnin voru látin vinna ýmislegt, t. d. búa um rúmin sín og þvo svefnherbergin, leggja á borð og þvo borðstofuna, hjálpa til við uppþvott o. fl. Stundum var farið með þau í smáhópum á bæina í kring, — hefur það ekki verið gert fyrr. 1 sumar keypti nefndin hrífur, mátulegar handa börnunum og fékk leyfi hjá ná- grönnum skólans til þess að koma með börnin í heyskap einstöku sinnum. Tóku bændumir þessum litlu hjálparsveitum tveim hönd- um. Var það þó víst meira fyrir góðvild bændanna en að þeim væri mikill hagur að hjálpinni. En bömunum þóttu þessar ferðir eins og ævintýri, að minnsta kosti fyrst í stað, og þær komu þeim í dálítil kynni við lífið í sveitinni. I Brautarholti, þar sem yngri börnin voru, var þeim ekkert á- kveðið verk ætlað, annað en að leika sér og njóta sumarsins und- ir handleiðslu kennarans og hjálparstúlkunnnar. Heilsufar barnanna var svo gott, að telja má að þeim yrði aldrei misdæg- urt. Framför þeirra var góð, og þyngdust eldri bömin um rúm- lega 3 kg. að meðaltali og þau yngri um rúmlega 2 kg. Eftir hverju var svo farið með val barnanna? — spyr fólk má- ske. Það skal játað að það er eitt hið erfiðasta af störfum nefndar- innar, að velja bömin sem tekin eru úr hópi umsækjendanna. I vor var sótt um dvöl fyrir rúmlega 130 böm eða nærri helmingi fleiri en hægt var að taka á móti. Þeg- ar svo um það var að ræða, að velja úr hópnum, var í fyrsta lagi tekið tillit til þess, ef Líkn, ein- hver læknir eða aðrir slíkir aðilar báðu fyrir börn og staðfestu ástæð ur sem nefndin tók gildar. I öðru lagi reyndi nefndin svo samvizku- samlega sem henni var unnt, að kynna sér ástæður hvers einstaks barns af eigin sjón, að viðbættum upplýsingum frá kunnugu fólki ef þær vom fyrir hendi. Eitt er víst, að öll bömin, sem dvöldu á sumarheimilunum höfðu tvímælalaust þörf fyrir að komast Bara að þrælarnir vissu hvað þeir væru margir og voldugir, þá létu þeir ekki bjóða sér ríkisher fyrir alvinnu og brauð. í sveit, og hefðu ekki komist ef Vorboðinn hefði ekki getað tek- ið þau. Hitt er og jafnvíst, að flest eða öll börn sem sótt var um fyrir og ekki var liægt að taka, höfðu einnig ótvíræða þörf fyrir að kom- ast burtu úr bænum yfir sumarið en áttu þess engan kost fyrst Vor- boðinn gat ckki tekið þau. Það er erfitt að meta hver hef- ur mesta þörf þegar um er að ræða böm frá fátækari hluta al- Vistdagar bamanna voru alls 3430. Kostnaður við hvert barn á dag var kr. 2.42. Ef aðeins er reiknað efnið í matinn og eldivið- inn, er sá kostnaður kr. 1.33 á dag. Á hemilunum unnu samtals 9 Fyrir Alþingi liggja nú tvö fruni- vörp, sem varða iðnaðarmenn sér- staklega. Frumvarp Thors Thors.er bannar iðnneimum að vera í stétt- arfélögum, og frumvarp Jónasar Jónssonar, (höggonnurinn), sem bannar þeim að takmarka aðgang að iðngreinum. Frumvörp þessi eru hin freklegasta árás, sem gerð hefur verið á réttindi og kjör iðnaðar- manna, og stefna beint að því að koma fjölda iðnaðarmanna á vonar- völ og að éyðileggja framleiðslu iðngreinanna. þýðuheimilanna hér í Reykjavík. Béttlát lausn fæst ekki fyrr en hægt er að gefa þeim öllum kost á hollri og endurnærandi sumar- dvöl. Að því marki vill Vorboðiim stefna og heitir á alla góða menn og konur að hjálpa til að ná þ\i marki. Hér fer á eftir samandregið yf- irlit yfir tekjur og gjöld sumarið 1939. manns, þar af tveir kennarar, 1 á hvoru heimili, sem höfðu umsjón og ábyrgð á börnunum. Allt þetta ifólk vann með miklum áhuga og fórnfýsi, og var dag og nótt á j verði um líðan bamanna. Með frumvarpi því, sem Thor Thors hefur lagt fyrir þingið, og fel iuii í sér bann við því að lærlingar í iðnaði séu í stéttarfélögum, er verið að opna meisturunum leið til þess að vinna með verkfallsbrjót- um ef sveinamir skyldu gera verk- fall til þess að fá kjarabætur eða kauphækkun. Enginn efast um að iðnrekendur myndu nota sér þennan rétt, enda má ráða af greinargerð frumvarpsins að sá sé tilgangurinn. Svo skaðlegt sem þetta frumvari) er, þá blandast þó engum hugur um Fyrir nokkrum árum var verið að byggja kirkju á einum útkjálka landa ins. Kirkjubyggingin vakti mikinn áhuga héraðsbúa, því þar hafði aldrei áður verið veglegri bygginig en hús kaupstaðarbúanna. Þegar bygingin var algerð hið ytra vantaði kross á tuminn. Út af þessu varð nokkurt veður um að kirkjan ætti að véra krossmarklaus, því að ó- gjörningur værl að komast svo hátt, og enginn kæmist þangað nema fuglinn fljúgandi. Sagt var að einn úr hinni nýju sóknamefnd hefði lát* ið á sér heyra að kirkjan myndi verða krossmarkslaus, nema honum væri stungið upp úr turninum. Um það var þessi staka gerð: Sóknamefndin var í vanda, við að hreykja upp krossinusn. Mætti ég við stýrið standa og stinga honum upp úr turninum. að „höggorms“-tillögur Jónasar Jóns sonar eru þó skaðlegri í garð iðn- aðarmanna. Með þeim er iðnaðar- mönnum bannað að takmarka að- gang að stéttum sínum, þó hvert rúm þeirra sé skipað, og meir en það, af faglærðum mönnum. Afleið ing þessara ákvæða hlýtur að verða sú, að meistarar láta sveina sífellt þoka fyrir lærlingum, því vinnu- kraftur þeirra er ódýrari. En $étta þýðir, að þegar sveinsprófi er náð, þá mega sveinamir búast við að þeirra bíð,ii ekkert nema atvinnu- leysið. Þá er og augljóst, hvaða þýðingu þetta hefur viðvíkjandi framleiðslunni sjálfri. Sífelld lær- lingavinna þýðir, verri vara. Fram- leiðslan þolir ekki samkeppni við erlenda framleiðslu. Frumvörp þessi stefna því jafn markvisst að því tvennu að eyðileggja afkomu- möguleika iðnaðarmanna og að því að eyðileggja framleiðsluna. Hvemig 'ætla iðinaðarmenn að mæta þessari árás? Hverjum þeim iðnaðannanni, er sér hvert stefnir ber að gera allt, (Seim í hans valdi stendur til þess að stéttin komi fram sem einn mað ur og mótmæli.Hvert einasta iðn- félag verður nú tafarlaust að taka þessi mál til umræðu á fundi ogj samþykkja kröftug mótmæli, ogþau verða að gera þingi og stjóm ljóst ipð á bak við samþykktir þeirra stendur styrkur. M. s. Esja Vegna ferðar e. s. Gullfoss til Stykkishólms og Vestfjarða nú um helgina, fer m. s. Esja héðan á föstudagskvöld, beint til Isa- fjarðar, án viðkomu á Breiðafirði og Vestfjörðum. M. s. Helgl fer frá Reykjavík til Vestmanna- eyja næstkomandi laugardag. Flutningi veitt móttaka til hádeg- is sama dag. Bökunarvörur. Flesfarfá'gamla lá$a verdínu, fíl dæmis kosfar hveílí enn» þá 45 aura kgr. 5\ t pxhthm Itkjwýfjanxpi'i ejjivi óxib G^kaupíélacjiá .imn.m inn——mm Tekjur: Styrkur úr ríkissjóði ............................ kr. 1500.00 Styrkur úr bæjarsjóði ............................. — 1500.00 Tekjur af skemmtun, merkjasölu o ,fl. 11. júní — 1827.20 Peningar gefnir af ýmsum .......................... — 795.22 Vörur ............................................. — 887.84 Bílferðir gefnar ................................. — 180.00 Meðlög með börnum ................................. — 180.00 I sjóði frá fyrra ári ............................. — 1854.18 ----------------- Samtals kr. 8724.44 Gjöld: Leiga fyrir skólahúsin ......................... kr. 700.00 Kaup starfsfólks .................................. — 1700.00 Mjólk ............................................. — 1240.00 Matvörur og kol ................................ -— 1770.51 do. , — 887.84 Mjólkurvörur (smjör, ostur, skyr) ................. — 673.64 Rúmstæði, borðbúnaður o. fl...................... — 527.11 Lyf .............................................. — 48.60 Auglýsingar, símtöl, pappír, prentum o. fl....... — 68,35 Akstur, flutningar á fólki og vörum ........... -— 475,28 Ýmislegt ..........................—............ — 20.85 I sparisjóðsbók ................................... — 612.01 ----------------- Alls kr. 8724.44 Alþingi og iðnaðarmenn Á að eyðíleggfa iðnaðinti og koma íðnaðarmönnum á vonarvöl ? Hverní$ verjast íðnaðarmenn árásínní?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.