Þjóðviljinn - 14.12.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.12.1939, Blaðsíða 3
þjóðvtljinn Fimmtudagurinn 14. des. 1939, Þörbergnr Þórðarsson frædímadur, spámaður og sháld, fímmfugur Effír dr. Sfefán Eínarsson. — Heímskríngla Reyhjavib 1939. i " * * I f Æ- P. R- E Máli'undahópui’inn heldur fund í kvöld kl. 9 í Hafnarstræti 21. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. Hæstarettardómur. 1 gær var kveðinn upp dómur í Hæstarétti yfir Ölafi Magnúsi Einarssyni, fyrir þjófnað. Var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ölafur hefur áð- ur verið dæmdur fyrir sömu af- brot. Stefán Einarsson háskólakennari í Baltimore, er all mikilvirkur rithöf- undur um islenzkar nútímabókmennt ir. Hefur alhnargt af ritgeráum hans um þau efni birzt í íslenzkum blöðlim og tímaritum og þó eink- um Iðunni og Tímariti Þjóðræknisfé- lagsins. Má af þessu nefna rit- gerð um Jón Trausta, sem vafalaust ' er sú bezta, sem enn hefur verifí skrifuð um þá mikilvirku hamhleypu í íslenzkum bókmenntum. Þá hefur hann ritað góða og all ýtarlega rit- gerð um Einar H. Kvaran. Allt það, sem Stefán skrifar ber á sér blæ vammlausrar fræðimennsku, og fyllstu nákvænmi. Nýlega hefur Stefán sent frá sér nýja bók, sem nefnist: Þórbergur Þórðarson — fræðimaður — spámað ur og skáld fimmtugur, og hef- ur Heimskringla gefið hana út. Bók þessi ber með sér öll hin sömu einkenni og fyrri ritgerðir Stefáns og er þeirra ýtarlegust, enda all- stór bók, um hundrað blaðsíður. Bókin hefst á kafla, sem Þórberg- ur ritar sjálfur og nefnist hami End- urfæðingarkronikan, telur Þórbergur þar upp endurfæðingar sínar allar, því að hann er maður marg endur- fæddur. I raun og veru er þessi innangskafli ramminn um bókinaog markar útlínur allar í ævisögu Þór- bergs. Nú má vera að ménn skilji ekki við hvað Þórbergur á með end- urfæðingu, því að menn hafa löng- um talið þær til hins yfirskilvit- lega. En Þórbergur hefur að jafnaði verið svo hugfanginn af viðfangs efnum sínum, að venjuleguni sljó- um mönnum finnst furðu sæta og áhugjnn svara til þess fyrirbrigð- is, sem menn kannast við að af- staðinni endurfæðingu eins og þær gerðust á gömlum og góðum tfmum, þegar kraftaverk áttu sér staðöðru hvoru og ævintýrin voru í sköpun. Þórbergur hefur endurfæðst sex sinnum og það er þessi stöðuga endurnýjung lífdaga hans, sem Stef- án Einarsson lýsir i bókinni, þar sem hann dregur upp myndina af fræðimanninum, spámanninum og skáldinu Þórbergi 'Þórðarsyni. Þegar Stefán hefur Iokið stuttr, annálskendri ævisögu, snýr hann sér að ritferli Þórbergs, sem er hin raunverulega saga hans. Qerir Stef án fyrst grein fyrir störfum hans f þágu íslenzkra fræða, sem eru rakin með mikilli alúð. Því næst hofst kafli um Þórberg Þórðarson og austræn fræði, en um eitt skeið var Þórbergur mjög upphafinn af þeim og mundi sennilega hafa gerst einn rammasti yoki, er aldur færðist yfir hann, ef ekki hefði dun ið yfir hann ný endurfæðing og sveiflað honum yfir á svið sósíal1- ismans, en um Þ. Þ. og jafnað(ár- stefnuna fjallar fjórði kafli ritsins. Þá ritar Þórbergur Bréf til Lár,u og um liana varð meiri úlfaþytur en dæmi eru til um nokkra íslenzka bók. Rekur Stefán í kafla þessum stjórnmálaferil Þórbergs og afskipti hans öll og skrif ó þessu sviði. Hér verður þó dálitil eyða í, því hvergi er minnst á ritgerðir Þórbergs af því tagi, sem birst hafa í Þjóðvilj- anum í rúm tvö ár. Stafar þetta vafalaust af ókunnugleika höfund- Þórbergur Þórðai’son. arins og löngum fjarvistum frá Is- landi. Þó kemur Stefán að baráttu Þór bergs fyrir alþjóðamálinu, sem vitan lega er runnin af sömu rót og því hvernig á alþjóðlegasinnaður barátta hans fyrir sósíalismanum, maður að ganga fram hjá alþjóða málinu, þó að esperanto sé eitt og sósíalismi annað þá snertast bæði þessi verkefni i því að rjúfa þá múra, sem mennimir og marg- breytileiki tungnanna hefur byggt á milli þjóðanna, fáum til gagns en fjölda manna til hörmunga. Að lokum hefst síðasti meginkafli bókarinnar og nefnist hann: Skáld- ið. Gerir Stefán þar grein fyrir skáldritmn Þórbergs, frá Hálfum skósólum að íslenzkum aðli, skýrir hvernig ritverk Þórbergs á þessu sviði eru runnin úr jarðvegi sam- tiðarinnar, lýsir sérkennum hansog áhrifum á rithöfunda samtíðar sinn- ar, og hvernig Þórbergur brýtur ó- kunnar brautir og nemur ný lönd á bókmenntasviðinu, og verður þar fyxirmynd yngri rithöfunda, þó að leiðir þeirra liggi mn önnur svið. Það er einn fjölþættasti maður- inn úr hópi íslenzkra nútímarithöf- unda, sem Stefán Einarsson lýsir i þessari bók. Slikum mönnum er að jafnaði erfitt að lýsa. í fjöl- breyttninni felast oft annmjarkar þeirra, svo var það til dæmis um Benedikt Gröndal, og af sömú rót- um eru þeirra beztu verk oft runn in. Aðeins marglyndir menn geta samið Heljarslóðarorustu og Bréf til Láru, Vitanlega hefði Þórbergur unnið meira að íslenzkum fræðum, ef hann hefði aldrei gefið sig við öðru, en þá hefði hann aldrei ritað Islenzkan aðal eða Bréf til Láru, og án þess að vera slingur á íslenzk fræði hefði hann aldrei ritað þær þækuir í sinni núverandi mynd. Stef áni tekst yfir höfuð vel að draga upp heildannynd úr hinum mörgu undstæðuni í lífi Þórbergs og verk- um hans, enda hnígur fjöllyndi hans að einum ósi, að leit hins sannasta og réttasta í hverju máli sem er. I dómum Stefáns gætir að jafnaði þess sarna hófs, sem einkennir aðrj ar ritgerðir hans, og bókin er ój missandi fyrir hvem þann, er vill lesa Þórberg niður í kjölinn. Sagt er, að Stefán eigi í fórum ,sinum eða í smíðum, bók allmikla um Halldór Kiljan Laxness. Þegar lokið er lestri á ævisögu Þórbergs spyr maður ósjálfrátt um fram- haldið. Hvenær kemur bókJh um 1 Laxness og svo alla hina höfundana ! sem hafa gert garðinn frægan? H. S. , Gúniinívlnna- stofan Aðalsfræíí 16 framhvæmír alíar gúmmí* víðgerðir vandaðast og- ódýrast. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Mar- grét Þórðardóttir og Hans Jóns- son starfsmaður hjá Rafveitunni Nýsodín Svíð daglega Kaffisalan Hafnarstræfi 16 ! I BYLTINGIN Á SPÁNI Áskriftarverð aðeins kr. 7,50. Ódýrasta jólabókin. Fróðleg. Spennandi. Ýfarlcgt yfírlít yfír |borgarastyrföldína á Spání og aðdraganda hennar. 237 bls. Fjöldi mynda. Kemur út á laugardag- inn. — Þangað til geta menn enn gerzt áskrif- endur. — Listi í Bóka- verzlun ísafoldarprent- smiðju. Til jólanna 1939 verður vissara að kaupa í tíma. Við höfum nokkuð mikið úrval af hinum heimsfræga Schramberger Kunst-Keramík, handslípuðum Kristal og ófal ieg- undir af Barnaleíbföngum, Jólatrjám, Klemmum, Snjö og Skrauti, Kerium, Spilum, Stjökum, Blysum, Kin- verjum, Jólapokaörkum, Jólaservíettum o, s. frv. K. Eínarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Nýfræ$astí rífhöfundur Ameriku á íslenzku : Kátir voru karlar... eftír JOHN STEINBECK. KARL fSFELD bladamaður íslenzkaðí. Þessi saga gerist í Monterey, seni er smáborg á hinni sólgyltu strönd Kaliíorníu. Segir hún á hnyttinn og sltemmtilegan hátt frá nokkruin glaðlyndum náungum, er þar eiga lieima — frá ástaræv- intýrum þeirra, því að þarna eru kátar og fjörugar konur, sem setja sunnudagsandlitið oftar upp en tvisvar í viku, — frá drykkju- skap þeirra og róstum — frá því livernig þeir tengdust vinabönd- um og hvernig leiðir þeirra skildust að lokum. — Þetta eru heið- ingjar með sólblik i augum, og öllum þykir vænt um þá, sem kynn ast þeim. Það leíðísf engum um jólín, sem les þessa bók Hún er fílvalín jólagjöf handa kunnín$junum. /Aikki Mús lendir í æYÍntÝrum. 218 En góði Músíus, ekki ferð þú að lífláta Mikka fyrir það, að hann hefur setzt í hásætið. Hann gerði þar til að hjálpa þér, Það er rétt og satt Pál- ina. En þjóðin krefst þess að konungurinn framfylgi lögunum. Og Mikki hefur gert úr mér góðan konung En Mikki vinur, ég elska þig eins og bróður. Þú hef- ur bjargað lífi mínu. Eg get ekki afborið að sjá þig líf- látinn, og ætla því ekki að vera við, þegar þvi verður hengdur í gálgann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.