Þjóðviljinn - 20.12.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1939, Blaðsíða 4
DJÚPVIUIMH Clpboíglnnl Næturlæknir: Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs-apóteki. Næturakstur: Bifreiðastöð Is- lands, sími 1540. Heimilið og Kron, 11.—12. hefti II. árgangs er nýkomið út. Birtist þar meðal annars grein eftir Th. B. Líndal, er hann nefnir Staðgreiðsla — innlánsdeild, Samkeppni og við- skiptahöft, Garðrækt og kvillar eft ir Ingólf Davíðsson, Jóla- og nýárs matur — Jólabakstur eftir Helgu Sigurðardóttur og nokkrar smá- greinar um samvinnumál. Jón Þorleifsson listmálari hefur sýningu á nokkrum af nýjustu verkum sínum í Blátúni, þessa dag ana. Hjónaband. Á laugardaginn var voru gefin saman í hjónaband ung frú Sigríður Sigurhjartai'dóttir og Ásgeir Blöndal Magnússon. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.15 Dönskukennsla, 2. fl. 18.45 Enskukennsla, 1. fl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20.40 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Mozart. 21.05 Hljómplötur: Jólalög frá ýmsum löndum. 21.30 Fréttir. Dagskrárlok. Iþróttablaðið er nýkomið út og er það 24 blaðsíður að stærð með f jölda greina um íþróttir, svo sem um utanferðir íslenzkra íþrótta- manna og margt fleira. Fjöldi mynda er efninu til skýringar. Blaðið kemur framvegis út hálfs- mánaðarlega og er það væntanlega gleðiefni fyrir alla íþróttamenn. „Sköpunin”, oratorium eftir Haydn var flutt í bifreiðaskála Steindórs í fyrrakvöld og voru á- heyrendur á þriðja þúsund, þar á meðal allmargir menn sem Tón- listafélagið hafði boðið. Eftir hljómleikana hafði Tónlistafélagið boð fyrir þátttakendur í hljómleik- unum og sátu það á þriðja hundr- að manns. Ýtarlegri grein um hljómleika þessa, sem eru einstak- ur viðburður í íslenzku tónlistalífi birtist hér í blaðinu einhvern næstu daga. ^kólaskýrsla Kvennaskólans í Reykjavík fyrir árin 1934—1939 er nýkomin út. - Foreldrablaðið, gefið út af Stétt arfélagi bamakennara er nýkomið út. Er blaðið sent ókeypis á öll heimili sem eiga böm í skóla. Fjall ar blaðið um kennslu og uppeldis- mál, einkum þá hliðina, er fjallar um samband skólanna og heimil- anna. í blaðið rita meðal annarra Sigurður Thorlacius skólastjóri, Stefán Jónsson kennari, Sigurður Helgason kennari, Guðm. I. Guð- jónsson kennari og Jón Sigurðsson skólastjóri. Blaðið er 48 síður í Bfs Ny/álSio a§ 4 I nefí Lögreglunnar ‘f 4 Pjörug og spennandi amerísk % lögreglumynd er gerist í New X York og Budapest. Aðalhlutverkin leika: Wendy Barrie, Kent Taylor og skopleik arinn frægi Mischa Auer t T Þetta er óvenju skemmtileg y y mynd, hlaðin fyndni og fjöri X I ? Börn fa ekki aogang. y .. y X~X"X**X*.X“:“X*.X~X*.X..:*.X“X**>*? og spennandi viðburðum. & GamlarZjio % | Hefjur | I núfímans 1 y y X — TEST PILOT X y •:♦ £ Heimsfræg Metro Goldwyn •»• •*• Mayer stórmynd, er á á- £ •}• hrifamikinn og spennandi •}• ♦}• hátt lýsir lífi flugmanna •<• ♦}♦ vorra daga. Aðalhlutverkin y •!• leika: y $ ♦}* f y y ? X T y y ❖ y Í Clai'k Gable, Myrna Loy og Spencer Tracy. Hvar cr landráðanna að leífa? FRAMH. AF 2. SIÐU. Spáni. — ---En nú hafa þau al- varlegu tíðindi gerzt, að annar að- alstuðningsflokkur íslenzku ríkis- stjórnarinnar hefur gengizt fyrir almennri fjársöfnun hér á landi til styrktar spönsku stjórninni í við- ureigninni við uppreisnarmenn. Það eru liðnir þrír dagar síðan tilkynning um þessa fjársöfnun jH*M*M*M*M*M*4«*M**«*****4*<MMM****»«*M*»***«**«*M*»**«»*******H*<l * % Flokburínn L .♦. .♦■ .♦. .♦. •í- t t •}♦ Flokkurinn okkar þarf enn fleiri starfandi áhugasama félaga. Það hefur ætið verið þörf en nú er nauð syn að sameina alþýðuna til bar- áttu fyrir bættum kjörum, og það er fyrsta og helzta áhugamál flokksins. Blaðið okkar vantar líka fleiri kaupendur. Bær og ríki verja stórfé til auglýsinga í öllum dag- blöðum afturhaldsins, og Þjóðvilj- anum neita þau um auglýsingar, það er með öðrum orðum, að mínu fé og þínu, sem greiðum skatt til ríkis og bæjar, er varið til þess að torvelda, að við getum gefið út blaðið, sem segir valdhöfunum til syndanna. Fjöldinn allur af kaupmönnum ver því fé sem þeir taka af mér og þér með hagnaði af viðskiptum okkar til þess að styrkja blöð aft- urhaldsins, en vinna á móti blöðum okkar. Það er rétt eins pg bær og j) f ríki vilji ekki skatta og utsvör frá lesendum Þjóðviljans og kaup- menn ekki viðskipti þeirra. En hvað um það, flokkurinn þarf fleiri félaga, blaðið þarf fleiri kaup endur. Það er skylda þín félagi góð ur að vinna að því að útvega hvorttveggja. *♦*♦♦*♦**♦••♦**••*♦•*♦•*♦•*♦*♦♦♦*♦•*♦•*♦*•♦•*♦**♦*•♦**•*****♦*♦• I y y Æ* F* R* i Æ.F.K.-stúlkur! Saumahópurinn heldur síðasta fund fyrir jól í kvöld kl. 8%. Áríð- andi að allar mæti og skili brúðum sem þær hafa heima. stóru broti. Er þetta 6. árgangur Ritstjórar blaðsins eru Sig. Helga- son, Guðm. I. Guðjónsson og Stef- án Jónsson. Skipafréttir. Esja kom til Raufarhafnar kl. 6 síðdegis í gær. birtist í aðalmálgagni ríkisstjórn- arinnar, Alþýðublaðinu, og enn hef ur stjórnin ekki fundið ástæðu til að grípa í taumana. Þetta aðgerðarleysi ríkisstjóm- arinnar er óverjandi með öllu. hennar skylda var, að stöðva þeg- ar í stað þetta óafsakanlega frum- hlaup Alþýðuflokksins. Ríkis- stjórnin getur ekki afsakað sig með, að slík fjársöfnun hafi verið látin óátalin í ýmsum öðmm lönd- um t. d. Danmörku”. Greinin endar svo: „Þessvegna verður að krefjast þess af íslenzku stjórninni, að hún banni þegar í stað fjársöfnun þá: sem Alþýðuflokkurinn gengst fyr- ir, og geri jafnframt öflugar ráð- stafanir til tryggingar því, að ekki hljótist varanlegt tjón af fram- hlaupinu”. . 26.. ág birtir Morgunblaðið við- tal við Herm. Jónasson, Stefán Jó- hann (sem svarar ákaflega loðið og skýtur sér bak við áskomn frá II. intemasjonale til verkalýðsfé- laga um allan heim, að styrkja söfnun Matteottisjóðsins) og Am- grím Kristjánsson, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð út af því að „flokksbræður” hans hafa sent stjóm Kennarasambands Islands áskorun um söfnun, en segir í lok viðtalsins (feitletrað af Mbl.) ■ „En annars get ég sagt yður — — að það er mín skoðun, að ýmis- legt liggi nær að styrkja en styrj- öldina á Spáni”. Aumingja Arngrimur er nú einn af þeim er fastast ganga fram i því að „styrkja styrjöldina” í Finn landi. Mbl. 27. ág. ritar enn leiðara: „Hlutleysisbrotið”. 1 sama blaði er 4 dálka fyrirsögn: „Engum eins áriðandi að gæta hlutleysis gegn Spáni og Dönum og Islendingum. Vegna hinna miklu fjárhagslegu hagsmuna. — Þannig líta Danir á málið. — íslenzku fjársöfnunina verður að stöðva. Greinin byrjar svo: „Ríkisstjórnin hefur ekki enn fundið ástæðu til að grípa í taum- ana og stöðva hið háskalega fmm- hlaup Alþýðuflokksins, að fara að hefja fjársöfnun hér á landi til styrktar spönsku stjóminni í „bar- áttunni” við uppreisnarmenn á Spáni, og þar með gerast aðili í þcim ægilega hildarleik, sem þar er háður”. Þannig var hún, fyrir þremur árum samúð íslenzku burgeisanna með bágstaddri alþýðu og löglegri lýðræðisstjórn í baráttu við óskap, legt ofurefli innlendra og erlendra glæpamanna! Niðurlag. EDNA FERBER: SVONA STOR 44. • • • Pervus tók steininn í lófann, deplaði augununi eins og venjulega þegar hann halði ekki vit á einhverju. „Hvað heldurðu að þú íengir fyrir hann? Kannske fimxn- tíu dollara. En ég þyrfti minnsL finnn hundruð”. „Eg á nóg Lil þess. Með því sem ég á í bankanum”. „Jæja, við atiiuguin það næsta vor. Eg má ekkert vera að lxugsa um það núna”. Pað fannst Selínu léleg röksemd. En hún var nýgii'L og ástfangin, og auk þess of óíróð um jarðyrkju til þess að halda fast við sitt- Draumúrinn um hvítt mál og málarabursta rættist. Vikum saman var stórhætlulegL að setjast eða koma á annan hátt við nokkuð það er málað varð í húsi DeJongs Selína ætlaði líka að mála húsið að ulan með eigin liendi en Pervus alsagði það með öllu. Hún féklc sér snotur gluggatjöfd, og bjó út þokkalegar ábreiður á sófann í setustofunni og klæddi seturnar i ljótu hægindastólunum með nýju efni. Hún gerðist áskiifandi að tímariti „Hús og heimilispi'ýði, og þau Roell þreyttusl ekki á að skoða í því myndirnar og spjalla uixi el'ni þess. Selína kaus sér ítalskt ski-autliýsi með breiðri vérönd, þar ætlaði hún sjálf að standa í mjallahvítum kjól með rússneskan mjó- hund sér við hlið. Ef fólkið á High Prairie hefði heyrt þessar viðræður sveitakonunnar, sem alftaf gat orðið eins og lítil stúlka og sveitadrengsins, sem eiginlega hafði ald- rei veriS barn, hefði þaö fórxxað höndum og hrópað „og heden” í skelfingu. En High Prairie-fólk heyrði aldrei til þeiri'a og liefSi heldur ekki skilið hvað þau voru að fara. Og Selína gerði ýmislegl fleira skrítið. Hún Valdi út- skornu kistunni frá Roelf stað, þar sem Dirk hlaut að reka augun í liana slx-ax og hann vaknaöi á moi'gnana. Pað var fegursti hlutui'inn í eigu hennar. Hún átti líka borðsamstæðu af gömlu postulíni. Móðir Pervusar hafði átt það, og amma hans þar áður. Nú var farið að vanta í hana. Á sunnudögum notaði Selína þennan borðbúnað, hvernig sem Pervus mótmælti því. Og hún gætli þess aS Dirk fengi aS drekka mjólkina sína úr einum af þessum fagurlega mynduðu bollum. Pervus fannst það ganga bi'jálæSi næst. Selína fór á fætur klukkan fjögur á hverri nóttu- Pað tók enga stund aS henda sér í fötin. Moi’gunvei'ður varð að vera til handa Pervús og Jan, þegar þeir koxnu inn frá skemmunni. Svo þurfti að taka til i húsinu, bæta, þvo, draga á, elda mat. Hún fann upp ýmsar aSfei'öir til vinnu- drýginda. Og hún sá greinilega aS búskapurinn á þessu smábýli var illa rekinn, fyi'irhyggjulaust og heimskulega. Henni þótti vænt um stóra, góða, þrjózka di'enginn sem nú var eiginmaður hennar. En hún sá hann eins og hann raunverufega var, óti'úlega skýrt gegnunx slæðu ástarinn- ar. Eins og af ósjálfráSri framsýni tólc hún aS drekka í sig allt sem hún gal um búskapinn, um garöi'æktina, um torgsöluna. Daglegar umræöur á heimilinu urðu um þessi mál og ekkert annaö. Svona smábýli, tultugu og fimm ekrur af gai'Salandi, átlu ekkert af mikilfengleik kornræktarbæjanna í Iowa, illinois og Kansas, þar sem endalausar komekrur bylgj- uSust svo langt sem augað eygSi. Hér var allt meS minnsta móti. Ein ekra af þessu. Tvær ekrur af hinu. Tuttugu hænsni. Ein kýr. Einn hestur. Tveir grisir. PaS eina, sem nóg var af, var erfiSiS, seigdrepandi þrældómur. Selína fann á sér, aS hér yrði hver fei'þumlungur lands aS gefa eitthvað af sér, ef vel átti aS vera- En þai'na lá Vestur- bletturinn, ónotaður mestan hluta ársins, og aldrei treyst- andi. Og þaS voru engir peningar til að i-æsa liann fram engir peningar lil aS kaupa í viSbót ágælt land, sem lá aS honuiu. í starf Pervusar og áætlanir vantaði alveg til- raunir til aS verjast dutllungum veöráttunnar. Parna í vatnahéruðunum var stundum kæfandi hiti. Það nærri sauð i moldinni, og jurtirnar spruttu svo ört aS maSur gat haldið sig sjá þær stækka. En svo kom skyndilega iskald- ur stormur utan af Michigan-vatni, er fór dauSahöndum um unga gróSurinn. Pá þurfti aS hafa til vermireiti og vax'nargrindur og ótal tilfæringar, ef verjast átti skaða. Pervus átti næstum ekkert af slíku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.