Þjóðviljinn - 29.12.1939, Blaðsíða 1
IV. ARGANGUR.
FÖSTUDAGUR 29. DES. 1939.
299. TÖLUBLAÐ
SiaHDHnn leggur m að al-
Énobóíafé fjárlaganna iMki
Fyrir 500 000 fer. tíl afvínnubóta komí 750 000 ki. og
haldísf þad ákvæðí ad baefarstfórnír lcggí fram ívö~
falt á mótí. Fjárvettíngancfnd víll hínsvc$ar fclla þctta
ákvaedí og draga þanníg stórum úr afvínnubófum
Rússneskir lótgönguliðar.
Tídíndalífíd frá Fínnlandí
Ífalskítr„ saenskír og danskír hermenn flykkfasf
fíl líds víd Rylí-sfjórnína
EINKASKJSYTI TIL ÞJÓÐVILJ.
Stórkostlegir land-
skjálftar í Tyrklandi
Talíd að 6000—8000 manns hafi farízf, Tugír þús-
unda manna heímílíslausír.
SAMKVÆMT EINKASKEYTUM TIL ÞJÓÐVILJANS 1 GÆR.
Undanfaraa daga hafa landskjálftamælar víðsvegar í Evrópu
mælt ákaflcga sterkar hræringár Fregnir eru nú komn&r frá Tyrk-
landi, er herma að í Anatolíu þar í landi hafi í gær orðið geysi-
sterkir landskjálftakippir hver eftir annan, og hafi margar borgir
og þorp hrunið í rústir. Manntjón er gífurlegt, og talið, að farizt
hafi af völdum landskjálftans 6000—8000 mánns.
í gær hófst 3. umræða fjárlaga
í sameinuðu þingi. Þingmenn Sósí-
alistaflokksins höfðu lagt fram
breytingatillögur við fjárlögin og
voru þær í aðalatriðum sem hér
segir:
Framlagið til atvinnubóta auk-
ist úr 500 þús. kr. upp 750 þús.
kr. o°' haldist það ákvæði að bæ-
irnir leggi fram tvöfalt á móti
Þessi tillaga þýðir því að fé, sem
hið opinbera ver til atvinnubóta
alls (ríki og bæir) hækki úr kr.
1,500,000 kr. upp í 2,250,000 kr.
Fjárveitinganefnd hefur hins-
vegar lagt til að framlög ríkisins
til atvinnubóta, — sem hér eftir
eiga að heita „til framleiðslubóta
og atvinnuaukningar” — haldist
500,000 kr. eins og verið hefur, en
’ákvæðið um að bæirnir legðu fram
tvöfalt á, móti félli niður. Afleið-
ingin af þessu gæti orðið sú, að
allt framlag hins opinbera til at-
vinnubota yrði einungis þriðjung-
ur þess, sem verið hefur.
Gegn þessum gífurlega niður-
skurði á atvinnubótafé beinast því
tillögur Sósíalistaflokksins fyrst
og fremst og er engum efa bund-
ið að hann talar þar í nafni þjóð-
arinnar.
Aðrar helztu tillögur þing-
manna Sósíalistaflokksins eru:
Að lækkað sé við kónginn úr
75 þús., sem hann var hækkaður
í við 2. umr., — niður í 30 þús.,
sem samsvarar því er Danir
greiða honum.
Að hækkað sé til landhelgis-
gæzlu úr 400.000 kr. — sem það
var lækkað í við 2. umr., — og
upp i 600 þús. kr.
Að framlag til vitanna (í laun
vitavarða og til reksturs vitanna)
sé hækkað nokkuð.
Að „viðskiptaháskóli” Jónasar
frá Hriflu sé lagður niður, en féð
sem til hans fer, 20 þús. kr„ not-
að til að fullkomna háskólann og
bæta nýjum mönnum þar við til
kennslu.
Að hækka framlag til stúdenta
.erlendis, til að bæta þeim upp
gengislækkunina (úr 19.200 upp í
25 þús.).
Að fella niður bitlinginn til fé-
iags Vökumanna.
Þá hafa og þingmenn Sósíalista-
flokksins lagt fram þingsályktun-
artillögu þar sem lagt er til að
lækka hálaunin og skera niður
bitlingana.
Þessar tillögur Sósíalistaflokks-
ins voru ræddar í gærkvöldi og
mun að öllum likindum koma til
atkvæðagreiðslu um þær í dag.
1 hernaðartilkynningu foringja-
ráðs Leningrad-hernaðarsvæðis
uin 27. des., segir að ekkert
markvert hafi gerzt á vígstöðvun-
um í FinnJandi. Sovétflugvélar
liafi þann dag farið nokkrar könn-
unarferðir.
Finnar segjast halda áfram
sókn fram til bæjarins Iíandal-
aksa við járnbrautina milli Lenin-
grads og Múrmansk.
Sjálfboðaliðar streyma til Finn-
lands, og eru nýkomnir 2500 ít-
alskir hermenn til að berjast með
Ágæt. skemmtun
1 kvöld efnir Sósíalistafélag-
ið til kaffidrykkju í Alþýðu-
húsinu við Hverfisgötu. Hall-
dór Kiljan Laxness og Jóhann-
es úr Kötlum lesa upp og þess
utan verður lesið upp úr nýj-
ustu bók Gunnars Benedikts-
sonar. Margt fleira verður til
skemmtunar. Félagar, mætið
allir á skemmtuninni. Við
þurfum að herða sóknina á
öllum sviðum, einn liðurinn i
því er að mæta á öllum fund-
um og skemmtunum, sem
flokkurinn efnir til.
finnska hernum. Frá Svíþjóð og
Danmörku hefur einnig komið
margt sjálfboðaliða, þar á meðal
liðsforingjar og flugliðsforingjar.
„Alþingi, virðist stefna meira og
meira að því að sléppa úr'sínum
hondum beinum yfirráðum yfir fé
því, sem það veitir til styrktar
hvprskonar andlegri starfsemi í
landinu, svo að nú mun jafnvel
vera í ráoi, að það afsali sér í
hendur Menntamálaráðs úthlutun
stvrktarfjár þess, sem veitt hefur
verið . í'ithöfundum, skáldum og
öðrum listamönnum á 15. og 18:
gr. fjárlaganna.
Vér leyfum oss hér með að'
vekja athygli háttvirtrar mennta-
málanefndar neðri deildar á því
hve varliugavert það er að láta á-
bvrgð á svo geysilega víðtækum I
Svæði það, sem landskjálftacnir
ná yfir er mjög stórt og er fó'k
husnæðislaust svö tugum þúsunda
skiptir og hefst við úti á yíða-
vangi. Þarna er nú áköf snjóko.aa
og kuldi, og býr fólk við hinar
mestu hörmungar. Samgöngur
allar hafa truflazt á þessum sloo-
um og símakerfið víða eyðilagzt
Þegar fundur í sameinuðu þingi
hófst í gær kl. 5 las forseti sam.
þings upp yfirlýsingu frá for-
mönnum stjómarflokkanna um að
þeir óskuðu ekki eftir útvarpsum-
ræðum að þessu sinni. En formenn
stjórnarflokkanna eru þeir Ölafur
Thors, Jónas frá Hriflu og Stefán
Jóhann! Þessir herrar, — tveir af
þeim eru þeir ráðherrar, sem mest
hneykslin hafa framið í stjórnar-
tíð sinni (Ölafur Rauðkumálið og
St. Jóhann verkamannabústaða-
málið) óska ekki eftir umræðum
í útvarpi um stjórnaraðgerðir
sínar! Og þingmenn stjórnar-
i umráðum og mikilsverðri íhlutun
um alla bókmennta- og listastarf-
semi meðal þjóðarinnar, sem hér
virðist vera st.efnt að, hvíla á herð
um fámennrar nefndar, án tillits
til þess, hvernig hún þá og þá
kann að skipast. Þótt hér sé ekki
um stórfé að ræða, hefur úthlut-
un þess jafnan þótt með mestu
vandaverkum alþingis og verið
fylgt með sérstakri athygli af
þjóðinni, enda eru listir og vís-
indi með svo fámennri þjóð meir
háð opinberum stuðningi en ann-
arsstaðar og eiga mestan þátt í
að gefa Islendingum tilverurétt
scm sjálfstseðri menningarþjóð
Víðtæk hjálparstarfsemi er þeg-
ar hafin, og hefur ríkisstjórn
Tyrklands fyrirskipað, að herinn
skuli aðstoða við hjálparstarf-
semina, sem annars er að mestu
skipulögð af Rauða krossinum.
Ríkisforseti Tyrklands, Inonu
er lagður af stað til landsskjálfta-
svæðanna.
flokkanna beygja sig í auðmýkt!
Einar Olgeirsson mótmælti
þessu gerræði þegar í stað fyrir
hönd Sósíalistaflokksins sem eina
flokks stjórnarandstæðinga. Lagði
hann fram eftirfarandi yfirlýs-
ingu, undirritaða af þingmönnum
Sósíalistaflokksins, Brynjólfi, Is-
leifi og Einari:
Við undirritaðir alþingismenn
mótmælum þeirri fyrirætlun
stjórnarflokkanna á Alþingi, að
hindra að útvarpað verði umræð-
um um ríkisstjórnina og starf
hennar („eldhúsumræðum”). Við
Framhald á 4. síðu.
Vér treystum því að verði breyt-
ing gerð frá þvi skipulagi, sero
verið hefur, telji háttvirt mennta-
málanefnd sér skylt að hlutast til
um að þá verði betur, en ekki
miður en áður séð fyrir því, til
sem flest sjónarmið komi til
greina við úthlutun þess styrktar-
fjár, að sem minnst gæti persónu-
legs geðþótta, en henni megi ráða
sem allra mest þekking, frjáls-
lyndi og réttsýni.
Sigurður Nordal. Friðrik Ás-
mundsson Brekkan. Jónas Þor-
bergsson. Freysteinn Gunnarsson.
Alexander Jóhannesson. Ágúst
Bjariiason. Vilhj. Þ. Gíslason.
Jakob Kristinsson. Sigurður Ein
arsson. Sigurður Thorlacius. Sím-
on Jóh. Agústsson. Páll Isólfsson
Aðalbjörg Sigurðardóttir. Guðm
Thoroddsen.
Varað vlð alnræðlsbrBlH
IHanntamðlarAðs
Þióðkimnír mennfamcnn skrífa Alþíngí aðvörunarbrcf
\ Sigurður Nordal, Jakob Kristinsson og allmargir aðrir þjóð-
Ivunnir menntamenn liafa skrifað Alþingi bréf, og vara þeir þar við
misbeitingu valds þess, er Menntamálaráð fær ineð því að Alþingi
afsalar sér íhlutunarrétti um fjárveitingar til skálda og listamanna.
Fer bréfið hér á eftir:
I>íódst)órnarlíðíd neífar úf-
varpt á eldhúsumræðum
Sósíalísfaflokkurínn skorar á Breíðfylkínguna að
mæfa í úfvarpínu og raeða aðgerðír sffórnarínnar