Þjóðviljinn - 29.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.12.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGINN 29. DES. 1939 ÞJÖÐVILJINN plðOVIUINII Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórna rskrifstof ur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 2184 og 2270. Afgreiðsla óg auglýsingasbrif- stota: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askr iftargjald á mánnði: Reykjavík og nágrenni kr, ^5). Annarsstaðar á land- ^au kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura e'ntakið. Víkmgsirrent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Sagi fíl vcgar Stýrimannafélag Islands hefur sampykkt áskorun á Alþingi um að veita verklýðsfélögunum á ný þáð frelsi, sem þeim sannarlega ber til þess að semja um kaup og kjör. Að þessu leyti er félagið aðeins í samræmi við öll önnur verklýðs- og launþegafélög lands- ins, öll undantekningarlaust gera þau þá kröfu, að rétti þeirra verði ekki lengur haldið fyrir þeim, að þau fái skilyrðislaust frelsi til þess að semja um kaup og kjör með lima sinna, og til þess að berjast fyrir bættum kjörum þeirra, með öllu því „harðfylgi", sem þau eiga yfir að ráða. En Stýrimannafélagið gengur feti' framar en flest önnur félög. Það heimilar stjóm sinni að segja upp scunningunum, ef Alþingi verður ekki við kröfum verklýðsfélaganna. Með þessari samþykkt hefur félag- ið sagt rétt til vegar. Það hefur I>ent á leið, sem verklýðsfélögin eiga að fara, það hefur bent á einu leið- ina, sem líkleg er að verði til á- rangurs. Það er ljóst, að su stjóra, sem nú fer með völd, og það afturhald, sem nú ræður á Alþingi, lætur ekki unoan síga fyrir neinu, nema valdi. Valdið er í höndum verkalýðs ins. Vopnin, sem verkalýðurinn get ur beitt eru verkföll, hann getur látið hjól þjóðfélagsins stöðvast, hvenær sem honum sýnist, og hon um ber að láta valdhafana vita, að til þess er hann reiðubúinn. ef réttur hans er fótumtroðinn. „En eitt er nauðsynlegt'V og það eT fullkomið samheldni og sam- starf allra verkalýðs- og launþega félaga landsins, án alls tillits til þess í hvaða landssamböndum þau eru, án alls tillits til þess hvað einstakir meðlimir þeirra kunnaað .hugsa um stjómmál o. s. frv. Boðorðið er aðeins eitt, fullkom- in eining og samstarf, sé því fylgt er fullkominn sigur gefinn, en án þess enginn sigur. Þetta er aftur- haldinu á þingi og í stjórn full- komlega ljóst, og þess vegna notar það nú öll sín áróðurstæki, blöð, útvarpið, vinnuveitendavald o. s. frv. til þess að sundra röðum verka lýðsins. Þessvegna er reynt að beina hugsun hans að fjarlægum atburð- um, ef verða mætti til þess að fá hann til að sætta sig við fjötrana. fslenzkir verkamenn! Mætið nýju ári með vaxandi einingu og vax- andi baráttuþrótti; brjótið fjötrana- sjóðið sverð úr hlekkjunum, tak- ið völdin úr höndum fulltrúa kon- ungsins og hálaunamannanna. •x—x**í*x*<"X**:—X**X»X-X*X"X"X“:"X—X"X"X"X~X—X"X"X"X"X"X"X"X"X“X"X**X"X"X"X"X"X"X"X—x—x—x—x—t—x—x—x—x—x—x—x-ix-t—x-x^-x % ÍÞBðTTIB i X"X"X"X~:**X~X“X"X"X**:**X"X"X* ♦*« ♦*« ‘X* *l*K*K*K*K**l**l* *l* •XK*****^**? V „Það er svo bágt að standa í stað, því mönnunum munar, ann- aðhvort aftnr á bak, ellegar nokkuð á leið”. Frá mínu sjónarmiði hefur íslenzkum íþróttamönnum miðað nokkuð áfram síðasta ár. Yfirlit yfir helztu viðburði, auk hinna venjulegu, er hér á öðrum stað á íþróttasíðunni, og gefur það glöggt til kynna að þar hefur verið ráðizt í stórframkvæmdir bæði hvað snertir íþróttamannvirki og íþróttaferðir. Tökum t. d. fjórar utanferðir tveggja fimleika- flokkka og tveggja knatttspyrnuflokka, sem allir hafa staðið sig prýðilega, orðið sér og félögum sínum til sæmdar, og um leið kynnt okkar ágæta land meðal erlendra þjóða. Lingmótið, er hafði þátttakendur frá fjölda þjóða sem margar hverjar vita lítið sem ekkert um ísland, var einmitt staður til að beita þessum áhrifum og okkar íslenzku íþróttaæsku tókst það að allra dómi. Þessi ca 100 manna flokkur sem „herjaði” víðsvegar um lönd hefur sannar- lega sett sinn svip á þetta ár. Heima fyrir hafa menn líka náð sérstökum afrekum, — að mínum dómi er sund Hauks Einarssonar úr Drangey mesta afrek ársins. Er það mjög frækilegt sund, miðað við þær aðstöður, er þar eru, og trú mín er að langt verði þangað til að þessi tími verði bættur. Ef ég ætti að segja hvaða atriði hafi verið þýðingarmest fyrir okkur útávið í ár, segði ég: þátt-taka Islands í Lingmótinu. Inná við tel ég þýðingarmest: tþróttalöggjöfina nýju, ef hún verður framkvæmd eins og til stendur. ■ Hvernig verður svo næsta ár? Nú logar heimurinn í ófriði, og Norðurlönd, eða eitt þeirra, hefur dregizt inn í þenna hildarleik svo hætt er við að ekki verði mikið um „viðskipti” við útlönd. Heima fyrir ætti að geta orðið framsóknef rétt er að staðið og málin tek- in með alvöru. Eg hef áður bent á, að á þessum erfiðu tímum sé sérstaklega þörf á að allir, öll þjóðin sé í þjálfun. Vörn Finnlend- inga er oft skýrð með því að þeirséu svo góðir íþróttamenn. Þess- vegna eigum við líka að gera íelenzku þjóðina að íþróttaþj'ið svo hún sé færari til að berjast sinni lífsbaráttu bæði á ófriðar- og friðartímum. Dr. — Beztí árangur í frjáSsum í- þróftum 1939 í Norcgí, Sví- þjóð, Danmörbu o$ Islandí 100 m. 110 m. grindahlaup. 1. Hákon Tranberg N. 10,4 mín. 1. H. Lidman S. 14,2 2. L. Strandberg S. 10,6 — 2. S. Aage Thomsen D. 14,8 3. Holger Hansen D. 10,7 — 3. Leif Uggen N. 15,2 4. Sveinn Ingvarsson 1. 10,9 — 4. Sveinn Ingvarsson í. 17,2 200 m. • Kringlukast. 1 .Hákon Tranberg N. 21,5 1. Reidar Sörli N. 51,15 2. L. Strandberg S. 21,6 2. G. Berg S,- 51,18 3. Holger Hansen D. 22,3 3. Kristján Vatnes í. 42,90 4. Sveinn Ingvarsson 1. 23,4 4. P. Larsen D. 42,43 400 m. 1. Per Edfeldt S. 2. Per Fridrik Edsbö N. 3. Ole Dorph-Jensen D. 4. Sigurgeir Ársælsson I. 800 m. 1. B. Anderson S. 2. Per Lie N. 3. Emanuel Rose D. 4. ölafur Guðmundsson 1. 1500 m. 1. A. Andeson S. 2. Per Lie N. 3. Ervin Randil D. 4. Sigurgeir Ársælsson I. 5000 m. 1. H. Johnson S. 2. Odd Rasdal N. 3. Henry Siefert D. 4. Sigurgeir Ársælsson 1. 10,000 m. 1. Tore Tillman S. 2. Odd Rasdal N. 3. Henry Siefert D. 4. Indriði Jónsson 1. 48,3 49.8 49.9 53,2 1,52,2 1,53,5 1,55,0 2,002 3.48.8 3.55.8 3,58,6 4,11,0 14,18,8 14,36,7 14.55.6 16,06,4 30.37.6 31,02,4 31,48,0 35.45.7 Svíþjóðarfarar Armanns. íþróttaviðburðir árs- ins 1939 Hver áramót í sögu einstaklinga og þjóða marka viss tímamót þar sem árið er „gert upp‘‘ og saman dregið í einskonar skýrsluform þeir viðburðir, sem fyrir hafa kom ið, í fyrsta Iagi til þess að sjá hvort rnn framför eða afturför er að ræða, og í öðrulagi, hvort ekki er hægt að gera tillögur um breytt fyrirkomulag, er miði að bættri af- komu og árangrj, sem sé byggt á reynslu undanfarinna ára. Það er því ekki fjarri lagi að einnig í- þróttamenn dragi saman þá sér- stæðu atburði, er fyrir liafa komið og þeirra mál varða, á árinu sem er að líða. Það má segja að árið hafi byrj- að á ^ tórviðburði, sem sé vígslu Kolviðarhóls sem skíðalieimilis I. R. 10. janúar. Er það vel farjð um þann fomfræga stað, er um langt skeið hefur verið nokk- urskonar „sæluhús” á slæmri og hættulegri vetrarleið, og er f. R,- ingum til sóma. Þá koma afmælis hátíðir stórfélaganna Ármanns og K. R., sem eru stærstu og öflugustu stoðirnar undir íslenzku íþrótta- lífi, Ármann 50 ára og K. R. 40 ára. Voru íþróttasýningar þessara félaga svo stórfelldar að sérstæðar verða að teljast, og íþróttaviðburð ur. Þar í flokk kemur líka 25 ára afmæli Skíðafélags Reykjavíkur, ér með sanni má segja að sé jafn gam alt skíðahreyftngunni hér, en hún hefur nú sýnt sig að vera orðin uppáhaldsíþrótt landsmanna. f þessu sambandi má geta þess að K. R. vígði skíðaskála sinn í sambandi við 40 ára afmæli sitt og var það merkisviðburður í íþróttalífinu hér. Þá er heimsókn frægasta núlif- andi skíðastökkmanns heimsins, Norðmannsins Birger Ruuds. Verð ur hún ógleymanleg og merkileg, enria hefur enginn frægari íþrótta- u aður gjst þetta land. Utanfarar K.R.-stúlknanna á af mælismót danska fimleikasambands ins hafði nrikla þýðingu fyrir ís- lenzkar íþróttir og íþróttaæsku. Danmerkur-för Fram, sem er þeirra fyrsta ferð yfir hafið, var sannkölluð sigurför, þhr sem þeir settu 14 mörk gegn 7 í 4 leákjum. KmttspyrmifélagiB Islington Cor inthians frá London varð að þessu sinni fyrir valinu að koma hingað á vegum K. R. í sambandi við 40 ára afmælið. Var frammlstaða ís- lenzku félaganna góð, þó þeim tæk- ist ekki að sigra þá. — K. R. og Valur gerðu þó jafntefli (Valur 2:2) (K. R. 1 :l)(i í 5 leikjum gerðu þeir aðeins 9 mörk gegn 5. Færeyingum var ennfremur boð ið af K.R. Kepptu þeir hér 3 leiki. gerðu aðeins 2 mörk gegn 18. Glímufélagið Armann sendi 30 manna leikfimisflokk á Ling-mót- ið í Svíþjóð 13. júlí. Tókst sú för prýðilega og var hin merkilegastá í alla staði. Ling-mót þetta var haldið í tilefni af því að í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu H. P. Lings, sem var höfundur Ling- fimleikakerfisins. Isfirzkur knattspyniuflokltur tók í fyrsta sinn þátt í landsmóti hér í knattspyrnu I. fl. og vann bikarinn, og er það eins dæmi um flokk utan af landi. Haukur Einarsson, sundkappi syndir 6. ágúst úr Drangey og er sá þriðji svo vitað sé að feti í fótspor Grettis i því að synda úr Drangey, en hinir tveir eru Erl- ingur Pálsson og Pétur EiríkSson Valur og Víkingur fóru 14. á- gúst til Þýzkalands. Kepptu þeir aðeins tvo leiki en áttu að verða 4—5. Voru það stríðsráðstafanir sem hömluðu því. Var frammi- staða þeirra góð eftir atvikum: töpuðu með 6:3 (4:2 og 2:1). Hef ur þessari ferð verið lýst hér bæði íþróttalega og hemaðarlega. Þá var komið hér á svokölluðu Oldboy-móti í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. — Eg tel þetta merkisviðburð fyrir þær sakir, að þar er gerð tilraun til að fá eldri mennina með sem lifandi félaga. en þar hefur oft strandað, og þeir horfið. Walter-keppniuni svokölluðu var komið á í knattspymu með Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.