Þjóðviljinn - 19.01.1940, Blaðsíða 3
'•JÖÐVILJINN
Föstudagur 19. jan. 1940.
Elgnm vlð að líta
ihaldlð ráða?
Landráðalýður íhalds-
ins flýr af vígvellinum
Ihaldíð þorír ehhí að ræða hagsmunamál verhalýðsíns, af
því að það veít, að það hefur alltaf veríð fjandsamlegt þeím
Ihaldið setur þessa dagana met í
Jrræsni sinni. Það pykist nú elska
bæði föðurlandið og verkalýðinn!
Er ekki von að það státi af föð-
urlandsástinni. Það hefur aldrei ver
ið til sá útlendi auðmaður, sem lang
að hefur til að hafa hagnað af Is-
landi, að ekki fyndi hann góða og
gilda íhaldsmenn „sanna íslendinga‘‘
til að vinna fyrir sig1 gegn góðum
launum.
Þegar Olíufélagið „Shell“ þurfti
að fá Skerjafjörðinn fyrir tanka
sína, hve reiðubúið var ekki íhald-
ið samstundis? Þegar Krossaness-
verksmiðjan þurfti á aðstoð þess
að halda, hve liprir voru ekki ráð-
herrar þess?
Og þegar erlendir landhelgis-
brjótar þurftu að fá njósnara í landi
voru þá ekki hinir „sönnu Islending
ar“ Sjálfstæðisflokksins fyrstir i
flokki þar?
Og ‘ þá minnkaði nú ekki föður-
landsástin, ef hægt var að mynda
bandalag við útlenda auðmenn á
móti islenzku alþýðunni og íslenzk
um hagsmunum.
Þegar átrúnaðargoð íhaldsins,
Thorsararnir sömdu við Gismondi
um að kaupa ekki fisk af Islend-
ingum og borguðu honum stórfé fyT
ir, hve heitt sló þá ekki hjarta
íhaldsins af föðurlandsást til smá-
útgerðarmannanna, sem urðu nú að
selja Kveldúlfi fiskinn ódýrari en
fyrr.
Og þegar viidarvinum Kveldúlfs
á Spáni voru afhentar 11/2 milljón
islenzkra króna Spánarmútumar
hve dásamlega sýndi sig ekki
föðurlandsástin þá, þegar 5 krónu
skatturinn var lagður á hvert skip-
pund fiskjar til að láta íslendinga
borga? En aldrei fékkst nein rann
sókn á hvert Spánarmútumar að
síðustu lentu.
En hámarki sínu náði samt föð-
urlandsástin hjá íhaldinu, stoltið
yfir hinum íslenzka fána, — þeg-
aT Kveldúlfur reyndi að fá það
fram að ákveðið ríki í Suðurlönd-
um fengi að gera út héðan og ís-
Ienzki togaraflotinn væri settur und-
ir þess fána! — Það var af því
Jónas Jónsson skýrði frá þessari
ættjarðarást Thorsaranna að Ólafur
Thors fór úr utanríkismálanefnd og
heimtaði þagmælsku af Jónasi.
Við skulum ekki rifja upp land-
ráðasamninga þessara fínu manna
við Noreg, Þýzkaland og England.
Við skulum ekki tala um gamla
né nýja framkomu þeirra viðvíkj-
andl víninnflutningi frá Spáni. Við
skulurn heldur ekki rekja það, hve
hundflatir þessir herrar liggja nú
fyrir brezka bankavaldinu. \
Það sem sagt hefur verið, nægir
til að sýna, að aumari hræsnara
getur ekki en landráðalýð íhaldsins.
En þó kastar tólfunum, þegar
kaupkúgunarbroddarnir þykjast vera
famir að elska verkalýðinn alveg
sérstaklega og vera til þess sjálf-
kjömir að vera bjargvættir hans.
Verkalýður Reykjavikur þekkir í-
haldið og mun dæma það af verk-
um þess.
Aldrei hefur sú kaupdeila ver-
ið háð að ekki hafi íhaldsbroddarnir
staðið þar á móti hagsmunum verka
manna. Svo hötuðu þeir verkalýðinn
að þeir kusu heldur hér á árunum,
þegar Dagsbrún átti í deilu við
Höjgaard & Schultz að standa sem
„sannir Islendingar“ með dönsku
auðfélagi en að hafa samúð með
Dagsbrún.
Aldrei hefur verkalýðurinn ympr
að svo á nauðsyn atvinnubóta, að
þeir hafi ekki staðið á móti sem
fastast. Og þegar Kveldúlfur hefur
lagt upp togurununi í kúgunarskyni
þá hafa íhaldsbroddamir lofsungið
þær sveltitilraunir hans.
ihaldið þarf ekki að halda að
Dagsbrúnarmenn séu búnir að
gleyma framferði þess, sem leiddi
til 9. nóvember 1932, og fyrirætlun
Ólafs Thors um að fangelsa forvíg-
ismenn verklýðssamtakanna þá.
Það er sízt heppilega valið fyr-
ir íhaldið að senda svo Bjama Ben.
út af örkinni til að predika yfir
verkamönnum að koma til íhaldsins.
Það var Bjami Ben, sem svar-
aði toröfum verkamanna um atvinnu
hér áður fyrr með því, að þáver-
andi ríkisstjóm liefði tekið að sér
að útrýma atvinnuleysinu og þess-
vegna vildi bæjarstjómin ekki snerta
á þvi að gera ráðstafanir til að
draga úr atvinnuleysinu!
Það var Bjarni Ben, sem lýsti því
yfir, að það væri utan við verka
hring bæjarstjómar að sjá um að
byggja ódýr og holl hús fyrir þá
bæjarbúa, sem ekki megnuðu það
sjálfir.
Bjami Ben hefur túlkað bezt
hagsmimi þeirra manna, sem lifa á
því að okra á bönnuðum, heilsu-
spillandi kjallaraíbúðum, og fá það
sem fríðindi fyrir að fylgja Sjálf-
stæðisflokknum að leigja styrkþeg
um bæjarins ófærar íbúðir með ok-
urverði. Reykjavikurbær borgar yfir
300 þúsund krónur á ári í húsa-
leigu fyrir styrkþega, en hann hefur
ekki fengizt til að byggja. Hvað
veldur?
Það undrar því engan þó íhalds-
forsprakkarnir fáist ekki til að ræða
hagsmunamál verkalýðsins. Þeir
l
( vita upp á sig skömmina. I þeim
hafa þeir alltaf komið fram til
þess að níðast á smælingjunum,
og nú vilja þeir drepa Dagsbrún
til að geta verið óhindraðir með
níðingsverk sín gagnvart verklýðs
hreyfingunni.
Þeir reyna að slá ryki í augu
manna með finnsku þjóðinni. Þess-
ir hræsnarar þurfa ekki að reyna
að telja neinum skynibornum manni
trú um slíkt.
Þegar safnað var inn hér 1936
handa spönsku þjóðinni til að styðja
hana í baráttu hennar fyrir lýðræði
og frelsi, þá heimtuðu íhaldsbnodd-
arnir að þessi söfnun væri bönnuð.
Svona hötuðu þeir spönsku þjóðina
og frelsi hennar.
Þeir elska aðeins eitt: peningana
— og þá kúgun alþýðunnar, sem
þarf til þess að braskararnir geti
féflett hana.
Þeir hata finnsku alþýðuna, eins
og þeir hata þá spönsku og þá ís-
lenzku. En þeir elska Mannerheim,
af því þeir vita að hann lét drepa
30 þúsund finnska verkamenn 1918,
— og þessvegna safna þeir handa
Mannerheim. En ef það væri verið
að safna handa finnsku þjóðinni i
baráttu hennar við Mannerheim, þá
myndu þeir rjúka upp til handa og
fóta til að heimta þá söfnun bann
aða, eins og þeir vildu banna söfn-
unina handa spönsku þjóðinni gegn
Franoo.
Islenzka íhaldið vill gefa Maxmer
heim hundruð þúsunda króna. En
hvað vill það gefa íslenzka verka-
lýðnum? Ríkislögreglu, sveitarflutn
inga, atvinnuleysi, dýrtíð, kaupkúg-
un fasisma.
Dagsbrúnarmenn!
Þetta eru gjafir íhaldsbroddanna
til ykkar! Það er ekki von að þeir
eftir þessar gjafir treystist til að
ræða ykkar hagsmunamál. Það er
von þeir flýi af vigvellinum, flýi
á náðir Mannerheims síns. Þeirra
eina ósk er að geta ofan á allt hitt
gefið ykkur einn Mannerheim bér,
drepið niður Dagsbrún og íslenzku
verklýðshreyfinguna.
En það skal aldrei verða!
Stjómarkosningar í Dagsbrún
vekja ætið nokkra athygli, en það
má óhætt fullyrða að aldrei hefur
nokkurri kosningu verið fylgt með
jafn miklum áhuga bæjarbúa, sem
þessum og er það að vonum. Sá
atburður hefur gerzt í sambandi
við þessar kosningaT, sem engan
hefði órað fyrir og allir talið ó-
mögulegt að gæti skeð. En þetta
eru timar ltinna ótrúlegustu atburða.
Alþýðuflokkurinn, stærsti og öfl-
ugasti verklýðsflokkur þessa lands,
flokkurinn, sem átti sinn höfuðstyrk
!hér í þessum bæ og þá helzt í þossu
stærsta verklýðsfélagi landsins,
hann þessi stóri flokkur með stóra
mertn i fjölda af embættuin og trún
aðarstöðum allt upp í ráðherra,
hann lætur sér nægja að fá að-
eins stóran mann í formannssætið
í þessu sínu höfuðvígi og svo ann-
an lítinn mann með honum; en af-
ganginn afhendir hann svo íhaldinu
til eignar og umráða eins og hverja
aðra innistæðu eða verðlaun í við-
uTkenningarskyni fyrir að hafa frá
þvl fyrsta staðið gegn hverju hags-
munamáli þessa félags og gert þvi
á allan hátt þann óskunda, sem þeir
voru menn til. Verkamennimir hér
í bæ eiga sannarlega erfitt með að
trúa að þetta geti verið satt; þeim
finnst sem þeim grundvelli, sem
þeir hafa staðið á sé allt í einu
kippt undan fótum þeirra, þeim
hefur verið kennt það og það af
sjálfum Alþýðuflokknum og hinn
harði reynsluskóli lífsins hefur líka
fært þeim sanninn um það að ihald
ið er og verður höfuðandstæðingur
verkamanna. Hver sigur, sem unn-
izt hefur, hver smávægileg kjara-
bót hefur kostað baráttu við þetta
íhald. I rúm 30 ár hefur félagið
barizt fyrir auknum réttindum með-
lima sinna, og margur góður dreng-
ur hefur tekið þátt í þeirri bar-
áttu og unnið félagi sínu mikið
gagn með óeigingjömu og fómfúsu
Fullkomnasta
gúmmivídgerðarstofa
bæjaríns,
Símí 5113.
Saekjum. Sendum.
Gúmmískógerdín
Laugaveg 68.
starfi. Eigum við nú með einum
pennadrætti að gera starf allra þess
ara manna að engu? Ég segi nei,
og ég veit að þú Dagsbrúnarfélagi
segir nei með mér.
Við sættum okkur ekki við það
að Dagsbrúnarfélagar séu gerðir að
verzlúnarvöm pólitiskra spákaup-
manna, síðan séu okkur fengnir
nokkrir skoðanalausir og snúninga
liðugir vikapiltar Ihaldsins og Skjald
borgarinnar og okkur sagt að kjósa
þessa menn. í stjórn, þótt við kunn-
um ekki hin minnstu deili á þessum
mönnum og þeir hafi ekkert kynnt
sig í félagsskapnum sem dugándi
menn. Nei, Dagsbrúnarfélagar, við
sendum þessa menn umsvifalaust
heim til sinna föðurhúsa. Þeirrastað
!uif ©r í kring um hásætin og kjöt-
katlana, ég vona að verði tekið
vel á móti þeim eftir hrakfarirnar.
Áðþr en ég lík máli mínu get ég
ekki látið hjá líða að minnast lítið
eitt á fonnannsefni Alþýðíuflokksins.
Það kvað hafa gengið illa nú eins
og fyrri daginn hjá Skjaldborginni,
að finna hæfilegt formannsefni, er
hefði þá kosti til að bera, er gerðu
hann hæfan til að bera hið virðuiega
j nafn, formaður Dagsbrúnar. Hann
| þurfti lieizt að vera lítið þekktur
innan félagsins svo hægara væri að
mæla með honum og eigna honum
sem flestar höfuðdyggðir. Hann
mátti ekki hafa alltof sjálfstæðar
skoðanir, eða réttara sagt, skoðanir
hans þurftu helzt að vera samnefn-
ari á skoðunum Stefáns Jóhanns og
Ölafs Thors, og nægjanlega sveigj-
anlegar til að fylgja þeim sveifl-
mn, sem kjmnu að verða á skoð-
unum þessara manna.
Þessa kosti' hefur Einar Björns-
þon í riikum mæli, svo að því leyti
hefur valið tekizt vel, og margat
fleiri, sem munu koma búsbændum
hans í góðar þarfir. Eitt getið þið
verið vissir um, verkamenn í Dags-
brún; þessi maður mun aldrei
ganga fram fyrir skjöldu hjá ykkur
og verja réttindi ykkar ef á þau
er ráðizt af húsbændum hans, til
þess er hann of andlega skyldur i-
haldinu, eins og það birtist bæði
hjá Sjálfstæðisflokknum og Skjald-
borginni.
Verum samtaka Dagsbrúnarfélag-
ar, fellum hann og alla þá, sem með
honum eru.
Zóphonías Jónsson.
Nysoðin
S YÍð
Kaffistofan
Ilafnarstræti 16.
i, s. í.
S. R. R.
SUNDIHÓT
verður haldið í Sundhöll ReYhjavíkur föstudagínn 16
febrúar n. h.
Þátttaha tílhYnnist fyrír 8. febrúar.
sundrAð reykjavíkur.
xA KJÓSIB A-LISTANN xA