Þjóðviljinn - 21.04.1940, Blaðsíða 4
Nætarlæknir í nótt: Kristján
Grímsson, Hverfisgötu 39, sími
2845. — Aðra nótt: Ófeigur Ó-
feigsson, Skólavörðustíg 21A,
sími 2907.
Næturvörður er þessa viku í
Ingólfs- og Laugavegs apótekum.
Helgidagslæknir í dag: Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12, sími
2234.
„Frænka Charleys” hinn vin-
sæli gamanleikur, verður leikinn I
síðasta sinn annað kvöld í Iðnó.
100 miðar verða seldir við vægu
verði.
Lesendur Þjóðviljans geta
styrkt blaðið með því að skipta
við þá, sem auglýsa í blaðinu, og
láta þess getið að það sé vegna
auglýsingar í Þjóðviljanum.
Barnadagsblaðið. Sölubörn komi
á afgreiðslu Morgunblaðsins,
Vesturborg eða Grænuborg eftir
kl. 9 f. h. á morgun (mánudag).
Há sölulaun!
Lúðrasveitin Svanur leikur á
Austurvelli í dag kl. 3,30 e. h. ef
veður leyfir. Fjögur lög verða
leikin eftir stjórnandann Karl O.
Runólfsson: Dýpsta sæla, Hrafn-
inn, Húnabyggð, Syng gleðinnar
óð. Auk þess verða leikin ísl. lög,
marzar og nokkur vinsælustu
danslögin.
Útvarpið í dag:
10.45 Morguntónleikar (plötur):
Symfónía nr. 4, G-dúr, eftir
Dvorák.
12.00 Hádegisútvarp.
15.30—16,30 Miðdegistónleikar
(plötur): Frá „largo” til
„presto”. Ýms tónverk.
17.00 Messa í Dómkirkjunni (séra
Friðrik Hallgrímsson).
18.30 Barnatími: Sögur, söngur o.
fl. (frú Þorbjörg Þorgrímsdótt-
ir og frú Lára Grímsdóttir).
19.15 Ávarp frá Barnavinafélag-
inu „Sumargjöf” (Steingrímur
Arason kennari.
19.35 Auglýsingar.
19.45 Fréttir.
20.20 Erindi: Fornminjarann-
sóknir, I (Vilhjálmur Þ. Gísla-
son).
20.45 Hljómplötur: Píanólög.
21.00 Upplestur: „Rógmálmur”;
þáttur (frú Unnur Bjarklind).
21.25 Kvæði kvöldsins.
21.30 Danslög.
(21.50 Fréttir).
23.00 Dagskrárlolc.
Ctvarpið á morgun:
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Enskukennsla, 3. fl.
18.20 Islenzkukennsla, 1. fl.
18.50 Þýzkukennsla, 2. fl.
19.15 Þingfréttir.
19.35 Auglýsingar.
19.45 Fréttir.
20.20 Um daginn og veginn (Sig-
fús Halldórs frá Höfnum).
20.40 Kvennaþáttur: Bríet Bjam-
héðinsdóttir (frú Aðalbjörg Sig-
urðardóttir).
21.05 Einsöngur( frú Elísabet
Einarsdóttir): a) Schubert: 1.
Heilög nóttin, 2. Ástarljóð. b)
Karl O. Runólfsson: Den far-
ende Svend. c) Sigv. Kaldalóns:
Svanasöngur á heiði. d) Sig.
Þórðarson: Vögguljóð.
21.25 Útvarpshljómsveitin: Hug-
leiðingar um ýms þjóðlög.
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
þJÓÐVIUINN
| hefur ákvedíd
|ad auglýsa ekkí
|í Þjódvíljanutn
| hefur ákveðid |
|að auglýsa ekkí|
|í Þjódvilfanum i
ap Mý/ab'io §> Gömlafölb %
Benedikt Antonsson í hlutverki „frænkunnar”.
LEIKKVÖLD MENNTASKÓLANS.
,Frænka CharleyV
Síðasta sinn — mánudag klukkan 8. — Síðasta sinn.
100 aðgöngumiðar á kr. 1.00 og 1.50. Aðgöngumiðasala í
Iðnó frá kl. 1 á mánudag.
Lcibkvöld Mcntasbólans:
FRiEMÍH GHRRIiEirs
Enski gamanleikurinn „Frænka
Charleys11 er löngu orðin landlæg.
ur hér á landi, hefur verið leikinn
um land allt af viðvaningum, í
Reykjavík af helztu leikurum lands
ins og auk þess sýndur á bíó íekki
færri en 3 úigáfuni. Hvað sem annars
má um þessar staðreyndir segja,
verður eitt ómótmælanlegt: Fólki
hefur þótt gaman að þessum skop
leik og veitt honum þær vinsækl-
ir, er einar duga til langlífis. Marg
ir liafa séð „Frænkuna“ sem börn,
og þá hafa auðvitað skemintilegheit-
in verið aðalatriðið, — seinna meir
er „Frænku Charleys" og öðrum
leikjum, sem svipað er uð að segja,
fyrirgefin mörg vitleysan vegna
þess að þetta er gamali kunningi.
Enn á ný hefur það sýnt sig, að
vinsældir „Frænkunnar" eru óbil-
andi. Fólkið hefur streymt á sýn-
ingu Menntaskólanemendanna, og
skemmt sér ágætlega, hvað eftir
annað drukkna orð leikendaima í
hláturdrunum áhorfenda. Þannig á
það að vera á skopleikjum sem þess
um, og annars er ekki af þeim að
vænta. Þaö er alveg óþarfi að gera
sig merkilegan yfir því, að hér sé
boðjnn viðvaningsleikur, það þarf
sannarlega ekki á sýningar Mennta
skólans til að sjá viðvaningsleik í
Iðnó. Hitt er miklu fremur aðdá-
unar og undrunanefni, að skólafólk,
sem er á kafi í erfiðu námi, skuli
leggja á sig allt það erfiði og um-
stang, senr með þarf við sýningu
sjónleiks. Mér finnst meir en svo
fyrirgefandi, þó að hægt sé að sjá
einhvern mun ó sýningum þeirra
og sýningunr „þjóðleikhússins" ís-
lenzka. En það er athyglisvert, að
nær því á hverjum vetri kemur
ifranr í Menntaskólaleikjtmum ungt
fólk, er virðist liafa leikarahæfileika,
af leikendum í „Frænku Charleys"
mætti nefna Ólaf Stefánsson (Spet-
tigue), Benedikt Antonsson („frænk
an“) og Hjört Pétursson (Brasset).
Ýmsir af beztu leikurum okkar hafa
einmitt hyrjað leikferil sinn í
Menntaskóialeikjunum, um suina
þeirra er sennilegt að þeir hefðu
aldrei lagt inn á þá braut nema
vegna „Leikkvölds Menntaskólans".
Svo getur enn farið.
Ágóðinn af leiksýningum Meimta-
skólanemenda rennur til Skólasels-
ins, sem nú er í þann veginn að
veröa fidlgert, og er nemendum og
skólanum í heild til hins mesta
sóma. En það er misskilningur að
menn sæki „Leikkvöld Mennta-
skólans" í góðgerðatilgangi. Ef menn
viija fá sér ærlega hlátursstund,
ættu þeir1 að fara og sjá „Frænku
Charleys“. Ef einhverjum finnst leik-
urinn ósamboðinn virðingu sinni
geta þeir auðvitað farið til
að „styrkja gott málefni". En þeir
hlæja líka þegar til kemur.
S.
A. J. CRONIN: 16
SYSTURNAR
Svai’ið gat ekki verið sniðugra, og íorstöðukonan víssi
ekki almennilega hvernig hún .ætti að snúast við því.
Hún hafði búizt við ósvífnu svari, og var við því búin
að láta reiði sina bitna á syndaranum. En þær kurteis-
legu dylgjur, er lágu í svari Önnu, ónýttu allar fyrirætl-
anir, en hún missti ekki stjórn á sér eins og Miss Lucas
liafði gert. Hún horfði hvast á Örinu stundarkorn, en
hélt svo áfram eftirlitsferðinni.
Hjúkrunarkónumar héldu að þær hefðu sigrað.
„Petta dugar”, sagði Nora. „Nú verður hún að gera
eitthvað”.
En Anna hristi höfuðið. Henni leizt ekkert á þetta.
„Jú, hún gerir eitthvað, en ekki er vísl að það verði til
bóta”.
Og að því kom. Morguninn eftii var komin upp lil-
kynning. „Hjúlcrunarkonunum er ekki leyíilegt að fara
út af sjiítalalóðinni klukkan lólf til tvö. Það er heldur
ekki leyfilegt að koma með matvæli inn á spítalann án
sérstaks leyfis. Elizabeth East”.
„Jæja”, sagði Nora vonleysislega. „Við eigum þá víst
ekki um annað velja en að gleypa bölvað órnetið eða að
svelta”.
Þær kusu að gleypa ómetið — — —
Pó undarlegt mætti virðast var fararleyfi Önnu ekk-
ert seinkað vegna þátttöku hennar í „sultartilrauninni”.
Forstöðukonan misbeitti ekki valdi sínu, nema hún
mætti til, en hún átti við nær ósigrandi erfiðleika að etja.
sýknt og heilagt átti hún í argi við spítalastjórnina,. og
lienni hafði virzt helzt duga þar nógu hörkuleg fram-
koma. En hún vissi hvers virði góð hjúkrunarkona er,
og vildi því ekki refsa önnu Lee of hart. 1 maílok fekk
Anna tilkynningu um að hún mætti eiga frí um helgi.
Pað var fagurl veður daginn sem hún þaut í lestinni
til London, full tilhlökkunar að fá nú að sjá systur sína.
Og hún hafði frí frá því á föstudagskvöld og þar til á
mánudagsmorgun, svo það var enginn smáræðis tími.
Meðan lestin brunaði áfram i vorblíðunni, hugsaði
Anna um það eitt, hve" dásamlegt væri að lifa. Hún hafði
eignazt marga vini undanfarna mánuði, og þrátt fyrir
alla erfiðleika fann hún, að henni hafði farið fram í starf-
inu.
Síðustu vikurnar tvær hafði hún aðstoðað Dr. Prescott
á skurðarstofunni. l3að var unun að sjá hann að verki,
ekki sízt í sérgrein hans, aðgerðum við skemmdir í mænu
og heila. Stundum var hún fyrr en varði farin að hugsa
um eitthvert leiftursnöggt handtak, hið óbilandi öi'yggi
er auðkenndi hann þegar hanri dró lakmarkalínuna milli
lífs og dauða.
Lucy kom ekki á braularslöðina lil að Laka á móti
henni, en Anna faun slrax rétta strætisvagninn og var
brátt komin út í Ellherda Avenue, Muswell Hill. Hún
hafði hjartslátt af eftirvæntingu, er hún hljóp upp tröpp-
urnar við númer sjö. Hún hringdi og rak upp íagnað-
aróp, er Lucy kom fram í dyrnar að baki stofustúlk-
unnar, er opnaði. Og systurnar féllust 1 faðma.
Önnu fannst að hún nmndi aldrei gela sleppt Lucy aft-
ur, og það var ekki fyrr en eftir góða stund, að hún
gat setzt niður róleg og hlustað á það sem Lucy hafði að
segja. En það var ekkert smáræði. Lucy var heldur
þrýstnari en áður, en leit ágætlyga út. Hún ljómaði af
stolti yfir nýju íbúðinni, nýju húsgögnunum og nýju
stofustúlkunni og þurfti endilega að sýna Önnu alla
dýrðina.
\
Pær settust að teborðinu. Lucy lét bera á borð finasta
postulínið sitt, og masaði á meðan um nágrannana, „allra
skemmtilegasta fólk”, og um sjónleikina og kvikmynd-
irnar, sem hún hafði séð.
Hún linnli ekki látum fyrr en hún hafði sýnt önriu
hvern krók og kima í húsinu og látið hana. dázt að öllu,
allt frá efninu í kökunum að fellingunum í nýjasta veizlu-
kjólnum. önnu hefði sjálfsagt einhverntíma orðið það á
að brosa, ef henni hefði ekki þótt innilega vænt um litlu
systur, sem endilega þurfti að sýna henni og sanna hví-
lfk hamingja hjónabandið væri.