Þjóðviljinn - 01.05.1940, Page 2
Miðvikudagur 1. maí 1940.
T*J 0Ð VILJINN
þlOOVHJINN
Ctgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinxi.
Bitstjórar:
Einar Olgeiraeon.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórn:
Hverfisgötu 4 ; Víkinga-
prent), sími 2J7ð
Aígreiðsla og auglýsingaskrif-
stotk: Austurstrœti 12 (1.
hseð) sínai 2184.
Askriftargjald & mánuði:
Reykjávík og nágrenni kr,
2.53. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. I lausasölu 10
Ktura e’ntakið.
Víkingsþrent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2364.
Einíng eða
sundrung
Árið 1939 var íslenzkur verka-
lýður sviptur réttinum til að
semja um kaup sitt og kjör. Á því
herrans ári var það að sagt var
við íslenzku verkamennina: þið
skuluð engan rétt hafa til að verð
leggja þá einu vöru, sem þið haf-
ið til að selja, — vinnuaflið.
Hverju svaraði verkalýðurinn ?
Hann svaraði engu.
Eitt og eitt félag piótmælti með
fundarsamþykkt; þar við sat. Sam
band það, sem verklýðsfélögin
höfðu byggt, Alþýðusambandið,
þagði það var bundið á klafa þjóð
stjórnarinnar. Sá klafi var gjald-
ið, sem íslenzk alþýða varð að
gjalda fyrir ráðherrastól Stefáns
Jóhanns Stefánssonar.
Hvemig stóð annars á því, að
þing og stjóm dirfðist að slá ís-
lenzka alþýðu það hnefahögg í and
iitið sem „þrælalögin” em?
Það var af því að þessir aðilj-
ar Vissu að alþýðan var sundruð
og að meira og minna leyti á valdi
sinna verstu fjandmanna.
Af því að þeir vissu þetta þorðu
þeir að setja þrælalögin og af því
að þeir vissu þetta þorðu þeir að
greiða alþýðunni annað högg á
því sama herrans ári 1939, það
högg var sínu þyngra en aðeins
rökrétt afleiðing af því fyrrau
Þetta högg var greitt þegar á-
kveðið var með lögum frá Alþingi
að kaupgjald verkalýðsins skyldi
raunverulega bekkað fjórum sinn-
um á ári meðan dýrtíðin fer vax-
andi.
Verður það nú eJtki ijóst, að yf- -j
irstéttum þessa iands hafi þótt
mikið við liggja að hindra einingu
verkalýðsins fyrsta mai.
Sundrung verkalýðsins er hin
eina trygging, sem yfirstéttirnar
geta fengið fyrir völduum sínum
og forréttindum.
Eining verkalýðsins er sú eina
trygging, sem hann getur fengið
fyrir að njóta réttar síns, fyrir
því hlátt áfram að fá að lifa.
Baráttan um yfirráðin í þjóðí'é-
laginu, baráttan um rétt hinna
vinnandi stétta annarsvegar og
forréttindi yfirstéttanna hinsveg-
ar, er barátta um einingu eða
mmdrung verkalýðsins.
Hver fær nú misskilið kröfur
Skjaldborgarinnar um sundrung
verkalýðsins 1. mai? Hver fær nú
misskilið þann fögnuð, sem það
vakti meðal Sjálfstæðismanna þeg
ar Skjaldborgin hjálpaði þeim til
að sundra þeim samtökum sem
komin voru á um fyrsta maí.
Sjá nú ekki allir, að þama var
háð barátta um þrælalögin, um
skattfrelsi stórútgerðarinnar, og
dýrtíðaruppbót hálaunamanna,
Konur! Sameinizt í baráttunni
fyrir rétti ykkar!
Mæðrastyrksnefndin, sem sam-
anstendur af konum úr öllum flokk
um, skrifaði Alþingi í vetur og
skoraði á það að gera ráðstöfun
til þess að full verðlagsuppbót
yrði greidd á meðlag með bömum
ekkna og einstæðingsmæðra. Þrjú
ár eru nú liðin síðan núgildandi
meðlagsupphæð var ákveðin og var
þá auðvitað miðað við verðlag þess
tíma. Allir vita að verðlag hefur
hækkað svo mikið síðan, að ekki
er ofmælt að gildi peninga er ekki
nema tveir þriðjungar þess, sem
þá var. Meðalmeðlögin, sem svo
em nefnd eru aðeins föðurpartur
meðlags og voru þá miðuð við það
lægsta, sem þá var álitið að hægt
væri að komast af með. Verðfall
peninganna þýddi því beinan .skort
á heimilum þessara mæðra. Mæðra
styrksnefndin mun því hafa litið
svo á, að fyrst ríkið hefði gengið
inn á að lögfesta verðlagsuppbót
— mera að segja hjá þeim hæst
launuðu, þá ætti það til þá sann-
gimi að sjá það, að þeir sem áður
en verðfallið varð, höfðu tæplega
að borða, yrðu strax að fá fulla
verðlagsuppbót.
Það var í góðri trú á þessa
mannlegu sanngimi, að Mæðra-
styrksnefndin skrifaði Alþingi og
reyndi jafnframt að ná tali af rík-
isstjóminni. Mæðrafélagið reyndi
einnig að ná tali af henni í sömu
erindum. Forsætisráðherra tók
ekki óvinsamlega í það að veita
nefndinni viðtal, en sagði að það
heyrði undir félagsmálaráðherra,
St. Jóhann Stefánsson. Hann yrði
að ákveða viðtalstímann og skyldi
þá ríkisstjómin öll mæta til við-
tals.. Nú virtist málið horfa væn-
lega. St. Jóhann var kominn í ráð
herrastól fyrir atbeina alþýðu-
kvenna. Fjölda margar þeirra, er
nú áttu mikið undir þvi, að sann-
gjamlega væri tekið á málinu,
höfðu með atkvæði sínu beinlínis
lyft honum í stólinn og hann var
þar sem fulltrúi þeii ra. Engum
datt annað í hug, *n að viðtal við
hann væri auðsótt mál. Þó þótti
rétt að senda 4 stúfana til ráð-
hetrans konu, sem allir vissu, að
hann ætti mikið upp aö unna og
hlyti að .virða pereónulega. Hann
lofaði ayo sem ^ð te£ yið.^opura-
&r þegar hahn hefði tíma. Hann
skyldi láta vita af því fyrirfram.
Viðtalsbeiðnin var svo endurtekin
með hasgð og kurteisi eins og vera
b$r, þar-sem*i' hlut 4ttl; svo hfctt-
settur embættismaðui'. Og konura
ar vildu ekki eyðileggja málalyktir
með neinu því, sem kallast gæti
frekja eða ólairteisi.
En sá dagur kom aldrei, að hæst
virtur félagsmálaráðherrann, full-
trúi alþýðunnar í rikisstjóminni,
hefði tíma til að tala við konum-
ar um mál, sem getur haft svo ó-
endanlega mikla þýðingu meðal
hinna smæstu meðal þeirra.
baráttan um frjálsa alþýðu eða
þræla.
Hvoru megin vilt þú vera í
þeirri baráttu?
Láttu þér ekki verða svarafátt.
Komdu fram eins og maður og
farðu út á götumar í dag og skip-
aðu þér í fylkingu með eða móti
stéttarbaráttu verkalýðsins, með
eða móti því að krefjast atvinnu,
frelsis og brauðs til handa hinum
vinnandi stéttum.
Nefndin fékk aldrei viðtal og
Alþingi tók ekki til greina eða
gleymdi áskorun hennar um verð
lagsuppbót á meðlögin. En Alþingi
gleymdi ekki að samþykkja verð-
lagsuppbót á laun hæstlaunuðu
embættismannanna í þjónustu rík-
isins. Þar lét hvorki St. Jóhann
— né aðrir Alþýðuflokksmenn sig
vanta. Það verður máske skiljan-
légt þegar þess er minnst, að þeir
hafa víst enginn minna en 8—10
þús. kr. á ári frá ríkinu.
En þetta er þó aðeins hálfsögð
saga um framkomu ríkisstjórnar-
innar við konurnar, það er að segja
þær fátækustu meðal þeirra.. Mik-
ill hluti þeirra mæðra, sem einar
eru að berjast áfram hafa haft
saltfiskvinnu sem aðalatvinnu. Sú
vinna hefur með réttu getað talizt
hálft líf fátækustu heimilanna hér
í bæ. Verkakvennafélagið sendi
nefnd kvenna á fund ráðherra síns
25.víðavangs-
hlaup I. R. fcr
fram á morg*
un, 2. maí
Víðavangshlaup I. R. Á morgun
fer fram hið árlega víðavangs-
hlaup 1. R„ sem að vísu hefur allt
af í þau 24 ár, sem hlaupið hefur
verið, farið fram á fyrsta sumar-
dag, en sennilega vegna hins vin-
sæla bamadags hafa 1. R.-ingar
flutt sig til. Keppt verður að
þessu sinni um silfurflöskuna, sem
er gefin af ölgerð Egils Skalla-
grímssonar, hinn snotrasta og Bér
kennilegasta grip. Sú breyting
verður gerð á þessu 25 ára af-
mæli hlaupsins að efnt verður til
skemmtana í sambandi við hlaup-
ið og er vonandi að þetta vinsæla
hlaup fái nú loks einhverjajr tekj-
ur, því I. R. hefui' aldrei haft
nema kostnað af því hingað til.
Seld verða merki á götunum 4
50 aura og fylgir með þeim leik-
skiý jog saga hlgupwns. fr^ byrj-
un.
1. mai-hAUð
Sésialista-
flokkslns
SósíalÍKtaflokkurlnn heldur fjöl-
breytta skemmtun annað kvöid I
OddfellowhÓLSinn.
Þar flytja ræður Einar Olgeirs-
son og Hendrik Ottósson, Halldór
Kiljan Laxness les npp, og auk
þess verður tíl skemmtnnar söng-
ur, hljóðfæralelknr og dans.
Sósíalistar fengu hvergi húsnæði
fyrir kvöldskemmtun 1. maí. Er
sýnilegt, að þjóðstjórnarklíkumar
sem eru að reyna að stela hátíð-
isdegi verkalýðsins, óttast vin-
sældir Sósíaiistaflokksins og grípa
því til slíki a ráða til að koma* í
veg fyrir samkomur hans.
til þess að fá hann til þess að
gera einhverjar ráðstafanir, sem
sköpuðu vinnu fyrir þær konur, er
fyrirfarandi hafa unnið fyrir heim
ilum sínum með fiskvinnu og nú
eru mörg í sárustu neyð.
Hvernig undirtektir þessi nefnd
hefur fengið er ekki vitað, en hitt
er víst, að ekkert hefur enn verið
geit sem sýnilegt sé. Togararnir
veiða áfram í ís og selja fyrir of-
fjár í Englandi. En togarafélögin
eru skatt- og útsvarsfrjáls. En
mæður og börn sitja svöng og
klæðlítil í kjöllurum og hanabjálk-
um í Reykjavík.
Hvernig stendur á þessu? í
Mæðrastyrksnefndinni eru konur
af öllum flokkum og bak við hana
standa eiginlega öll kvenfélög í
bænum, þar sem þau eiga öll full-
trúa í henni.
Ef hún er einhuga og alvara um
eitthvert mál ,er það sama sem
það sé borið fram af öllum kon-
um í Reykjavíkurbæ. Nefndin
snýr sér til þings og stjórnar í
máli sem hún telur að geti haft
afleiðingar fyrir heilsu fjölda
margra einstaklinga; mæðra og
baraa. Félag verkakvenna hér í
bæ sem telur 6—7 hundruð félaga
fer einnig á stúfana af samskonar
knýjandi nauðsyn, þar sem sultur
virðist óumflýjanlegur á heimili
fjölda kvenna, sem áður hafa lagt
fram mikilsvarðandi vinnu í fram-
leiðslulífi þjóðarinnar.
Þær fá sennilega svipaða útreið.
Hversvegna eru konur. hundsaðar
svo? Eg held að það sé af því að
þær eru of auðmjúkar í kröfum
sínum. 1 stað þess að hafa það í
huga að þær eru helmingur kjós-
enda og geta því bæði velt ríkis-
stjómum og lyft þeim í stóla, allt
eftir því sem þær vilja sjálfar,
fara þær að eins og elskuleg eig-
inkona sem er að reyna að fá í-
haldssaman og illa lyntan bónda
sinn til þess að gera einhverjar
smáumbætur á heimilinu. Ef hann
er fúll, þá gefst hún upp og bíður
betri tíma, en sé hann í góðu
skapi og láti að óskum hennar, er
hún þakklát og ástúðleg fram úr
hófi. Það er löngu kominn tími til
að við konur látum ekki fara þann
ig með okkur. Við erum enn lægri
stéttin í þjóðfélaginu og eigum
sameiginlegan málstað með alþýð-
unni jafnvel í hvaða flokki sem
við teljum okkur pólitískt.
Konur sýnum mátt okkar og á-
huga á almennum málum. Fylkj-
um okkur út á götumar með öðr-
um verkalýð 1. maí. Gerum hann
að voldugum kröfudegi allra und-
írokaðra. Samtökin ein gera okk-
ur sterkar.
Frí elttlyFM alWtti
Þad cr hápólífiskf ad cfda grauf
i’að eru rú liðin yfir 20 ár síð-
an við konur fengum kosningarétt
og kjörgengi til Alþingis, svo að
ætla mætti, að við værum einhvem
svip farnar að setja á stjómmálin
í landinu. Það ber þó furðu, lítið
á því enn sem komið er.. Karlmenn
iráir óska lítið eftir ihlutun okkar
sérstaklega virðast þeir kunna ve)
við aS vera einir um hituna í öllum
fjármélum og að sitja sjálfir í öll-
um nefndum, sem eru launaðar og
þær eru margai’. Kvenfólkið má
svo sem vinna að ýmsum menning
ar- -og framfaramálum sem sjáif-
boðaliðar, ef þær stofna sjálfar til
þeirra en gera litlar eða engar kröf
ur til þess opinbera. Fyrir alla
muni mega þa>r ekki ;gera kröf-
ur, þaö er hvorki fint né kvenlegt.
Karimennimir nota sem sé mikið
gamalt húsráð og það hefur til
þessa töluvert dugað þeim, til að
hindra konur í að skipta sér of
mikið af opinberum málum og
verða máske keppinautur þeirra á
þeim vettvangi. Þetta húsráð er
það að halda því fram, að konur,
sem séu að vasast í opinberum
málum, séu ókvenlegar. Og við,
aumingja konumar viljum flestar
allt annað en að finna ekki náð
fyrir augum karlmannanna.
Við reynum því oft að láta sem
mest á því bera, að við berum ekk
ert skyn á opinber mál og við höf
um enga pólitíska skoðun. Við sé-
um saklausar litlar dúfur, eigum
ekki æðri ósk en þá að elda ofan
í þá graut og þvo garmana þeirra.
En viti menn, við og við ber það
þó við að það þykir ekki ókvenlegt
að hafa pólitíska skoðun, að
minnsta kosti ekki ef hún gengur
í „rétta” átt . Þá er því haldið
stift að okkur að það sé skylda
að neyta kosningarréttarins. At-
kvæði er nefnilega atkvæði, hver
sem greiðir það. A kjördaginn er-
um við allar ágætar ef við hjálp-
um þeim upp í þingsætið eða má-
ske ráðherrastólinn. A eftir get-
um við farið heim til okkar og
eldað okkar graut ofan í bömin
og bóndann.
En einn góðan veðurdag kemur
máske að því að það er ekkert til
út á pottinn. Það er að vísu til
nægilegt mél í búðinnL Það er
bara ckkert til handa okkur,
ekki eigum aura til að borga það
með. Þegar bömin gráta af sulti.
þó alls ekki <aé neitt almennt hall-.
æri í landinu, þá förum við mömm
urnar að hugsa. Og við komumst
að þeirri niðurstöðu að til þeea að
gegna skyldum okkar sem mæður
og húsmæður sé ekki nóg að geta
eldað graut þegar eitthvað er til
út á pottinn, stoppað sokka og
þvegið gólf, því það að hafa útá-
kast út á pottinn og sokka til að
færa bömin í er óhjákvæmilega
háð vissum skilyrðum.
Það er t. d. komið undir því
hvort bóndinn hefur atvinnu og
hvemig hún er launuð.Það er einn
ið oft komið imclir því hvort við
sjálfar höfum vinnu og hvemig
hún er launuð. Og það er komið
undir því hvað meðlögin og fram-
færslustykurinn er hár og hvem
ig hann er útilátinn, og það er
komið undir elli- og örorkustyrkj-
unum o. s. frv. Og nú hefur útá-
kastið út á grautinn hækkað svo
gífurlega í verði að ekkert hrekk
Framhald á 3. síðu.