Þjóðviljinn - 04.05.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.05.1940, Blaðsíða 3
P J O Ð V I L ÍI N N Laugardagur 4. maí 1940. JyujlfiMiijw ‘ ífl Það var næstum því téiknrænt hvernig útvarpið minntist 1. maí að þessu sinni. Þegar Einar Bjömsson hafði iokið leiðinlegri, en tiltölulega heið arlegri ræðu um 1. maí, tók út- varpshljómsveitin að leika og fyrsta lagið var „Hér er kominn Hoffinn”, — það var eins og þar með væri lýst yfir í ljóði vilja valdastéttarinnar til að gera 1. maí að einskonar álfadansi verka- manna. Næsta lagið var „Sofðu imga ást in min”. Maður gæti hugsað sér Morgunblaðsliðið vera að syngja það sem vöggusöng við „ungu ást- ina sína’' verklýðshreyfingima, sem ihaldið er nýbyrjað að elska svo heitt! „Sofðu”, í því felst allt, er íhaldið ætlast til af verklýðshreyf- ingmrni. Og svona var haldið áfram. Hin ar fögm, þunglyndu íslenzku al- þýðuvísur, sein kveðnar vom út úr hjarta mæddrar þjóðar á hinum langa vetri, þær em nú kyrjaðar í útvarpinu á vordegi verkalýðs- ins, þegar hann fylkir liði til að bræða af þjóðinni klakaböndin. Ekkert gat verið fráleitara anda 1. maí, og ekkert gat átt betur við vilja valdastéttarinnar, semnú vill leiða veturinn aftur yfir þjóð- ina. ** Það var eitthvað annað í útvarp inu fyrir 3 ámm síðan, þegar há- degisútvarpið hófst á Intematsjón alnum og verklýðs og baráttu- söngvar voru leiknir hver á fætur öðmm. Þá vakti Alþýðuflokkurinn enn Nú er hann sofnaður svefninum væra í skauti þjóðstjómarmönn- um. ** Það var Sigurður Einarsson, er klykkti út í útvarpinu þetta kvöld. Hann lýsti því hve ógurlegt ástand væri í þeim löndum, þar sem út- varpshlustendur yrðu bara að taka því sem að þeim væri rétt, hvaða áróður, sem það væri. •— Og hann rétti að mönnum hrein- þveginn brezkan stríðsáróður, um hvað þýzki fasisminn væri vondur að gefa ekki verkamönnum fri 1. maí, — hve franski fasisminn væri góður að gefa ver.kamönnum ekki frí 1. maí, •— og hve rússneska harðstjórnin væri ógurleg að verka menn skyldu allir hafa frí 1. og 2. maí og fara í kröfugöngur um göturnar. Og enginn fær að leiðrétta, brezka áróðrinum er haldið áfram. Það er ekki einræði að tama! Aðalst. Sígmundss. Framhald af 2. síðu. skrifum út og þó segir A. S. að „með U. M. F. 1. og 1. S. 1. hefur alltaf verið gott og prúðmannlegt samkomulag og aldrei komið til árekstra með þeim”. Samstarf og gagnkvæmur skiln- ingur hlýtur að vera undirstaðan undir allt íþróttalíf okkar, það er því siðferðisleg skylda allra sem ábyrgð hafa og gefa sig sem á- hugamenn í þetta starf að helga krafta sína fyrst og fremst til að sameiha en ekki til að sundra. Við sem um þessi mál fjöllum og beit- um okkur fyrir, verður að vera sjálfum ykkur samkvæmir, ann- ars getum við ekki búizt við að njóta virðingar þeirra, er við vinnum með eða fyrir. Mr. Hægri á móti Óeir handar akstur er lögleiddur vilja allra bifreiðastjöra. En hafa framkvæmdavaldið Dráfflisfarnám* skeið fyrír kenn- araefní og barna- kennara Handiðaskólinn efnir til tveggja Þau tíðindi gerðust nýlega á Al- þingi, að tveir þingmenn og einn ráðherra báru fram þingsálykt- unartillögu, um að tryggja lýðræð ið í landinu, með því að afnema það. Sú tillaga náði þó e.kki fram að ganga, enda að mestu leyti ó- þörf, þar sem svo virðist sem þeg- ar sé lýðræðið orðið það tryggt, að í mörgum tilfellum sé það með öllu úr sögunni. Til rökstuðnings þessu er hægt að rekja mörg mál, sem Alþingi hefur haft til meðferðar, en hér verður aðeins eitt þeirra gert að umræðuefni, en það er frumvarp til umferðalaga, eða hægri handar akstur, sem samþykkt var gerð um á Alþingi nýlega. Hér hefur frá fyrstu tíð verið í gildi vinstri-handar akstur, og um ferðareglur þær, sem hér hafa ver ið settar, eru yfirleitt góðar svo langt sem þær ná, en sá galli er á að svo virðist sem þær séu aðeins fyrír bifreiðar, því ekki verður séð að önnur ökutæki né almenningur fari eftir neinum reglum, bifreiða- stjórar hafa því í rauninni einir alla ábyrgðina á umferðinni þann- ig að ef um umferðaslys er að ræða er það undantekningarlaust dæmt á bifreiðastjórann eða við- komandi vátryggingafélag, sem svo hefur það í för með sér að trygg- ingariðgjöld eru orðin svo há að telja verður lítt viðunandi. Um þetta verður ekki rætt frekar hér, það mætti skrifa margar blaða- gremar um þetta efni og væri ekki vanþörf á að bifreiðastjóra- félögin tækju það til rækilegrar athugunar. En nú skyldi maður ætla að að- ilinn, sem einn ber ábyrgð á um- ferðinni væri spurður ráða þegar um eins mikilsvarðandi breytingu á umferðarreglunum er að ræða eins og í þessu tilfelli. En hvað skeður? Enginn sem hægt er að telja að vit hafi á þessum málum er til kvaddur. Ekki einstakir menn úr bílstjórastétt; ekki stjómir félaganna, og ekki einu sinni umferðai-áð — sá aðilinn, er á að leggja á ráðin og vinna að endurbótum á umferðinni í sam- ráði við lögregluna. — Lengra verður varia komizt í lítilsvirð- ingu við þegnana. Eftir að bílstjórum var almennt kunnugt um hvað á seyði var köll uðu stjómir stéttarfélaga þeirra i Reykjavík og Hafnarfirði fundi saman í félögunum og skýrðu mála vexti. Vom á fundunum samþykkt einróma mótmæli gegn hægri hand ar akstri og fylgdi mótmælunum til Alþingis ýtarleg greinargerð og mjög vel rökstudd þar sem var meðal annars sýnt fram á að breyt ingin hefði engan kost í för með sér, en stór galla og alvarlega truflun á umferðarkerfinu, sem leiða myndi til aukinnar slysa- hættu. Flutningsmenn frumvarpsins viðurkenndu einnig að breytingin hefði ýmsa erfiðleika í för með sér en ástæðan til breytingarinnar væri sú ein að liægrihandar-akst- ur væri í ýmsum öðrum löndum.. . Þrátt fyrir þetta sat meirihluti þingmanna við sinn keyp og sam- þykkti frumvarpið. Nú á tímum er mikið rætt um þegnskap og skyldur við þjóðfé- lagið, og er ekki nema gott eitt um það að segja út af fyrir sig, en löggjafarvaldið verður að vera sér þess meðvitandi, að því ber einnig að sýna þegnskap, og þing- menn hafa skyldur að rækja við þjóðina ekki síður en þjóðin við þá. Löggjöfin verður að vera byggð á réttlæti og í samræmi við óskir og vilja þegnanna, en ekki á duttl ungum örfári’a „heldri manna”. Meðferð þess máls, sem hér um ræðir bendir til þess, að meirihluti þingmanna telji sér ekki skylt að hlusta á rödd viðkomandi aðilja í hverju máli. Hugsanagangur þeirra virðist því vera þessi: Það erum við, sem ráðum, þið eigið að sýna þegnskap. Við höfum engar skyldur við þegnana. Þið eigið að þegja þegar við tölum. Okkur varð ar ekkert um rök.. Þið eigið að hlýða og gera það sem við semjum yltkur. Þegar svona er komið virðist lýðræðið ekki vera orðið annað en skrípamynd, og réttur hins ó- brotna þjóðfélagsþegns harla lít- ils virði. Hér er ekki verið að deila á neinn sérstakan stjómmálaflokk né einstaka þingmenn, þetta mál mun ekki hafa verið flokksmál, en meirihluti Alþingis hefur hér traðk að vilja og rétt fjölmennrar stétt- ar og má ekki láta þvi ómótmælt, en það er ekki nóg að láta sitja við mótmælin ein; bifreiðastjórar á öllu landinu verða nú þegar að hefjast .handa .um .undirbúning að .stofnun . landssambands, sem taki þetta og önnur mál varðandi stéttina til alvarlegrar athugunar. Meirihluti Alþingis hefur neitað að taka til gi-eina leiðbeiningar frá réttum aðiljum í þessu máli, og gert samþykkt, sem mundi í framkvæmd verða bifreiðastjórum til stórtjóns og öllum almenningi til bölvunar, því skyldu þá ekki bifreiðastjórar, neita að fram- kvæma. Þeir einir hafa fram- kvæmdarvaldið og Alþingi hefur visað leiðina. Sv. G. dráttlistarnámskeiða i vor fyrir kennararefni og r barnakennara. Fyrra námskeiðið er i'yrir nem- endur kennaraskólans, er ijúka kennaraprófi í lok april, og stend- ur það frá 6. maí til 20. maí. Síð- ara námskeiðið, fyrir barnakenn- ara, hefst 21. maí og lýkur því 10. júní. Verður kennt daglega í 6 stundir á dag (kl. 1—7 e. h.). A viku hverri verða flutt tvö erindi um verklega kennslu í barnaskól- um. I greinargerð um námskeiðin segir m. a.: Tilgangurinn með námskeiðum þessum er ekki sá, að veita þátt- takendunum mikla viðbótarþekk- ingu í teikningu almennt, heldur að gefa þeim kost á leiðsögn og æfingu í hagnýtum kennsluaðferð um og notkim dráttlistar í dag- legu kennslustarfi almennt. Verkefni: Til þess að ná þessu marki er í ráði að taka fyrir eitt aðalviðfangsefni og vinna að lausn þess frá ýmsum hliðum. Þau sjónarmið, sem þá koma til greina Undirbnningiir iþrótta- manna nndir 17. júnfi Reynslan er sannleikur Beztar viðgerðir á allskonar skófatnaði. Vönduð \inna. Rétt verð. Fljót afgreiðsla. Sækjum. Sendum. Skóvínnustofan Njálsgötu 23 Sími 3814. Jens Sveinsson SKIP ei-u þessi: 1. efnið, 2. tækni eða aðferð, og 3. tilgangurinn. Á fyrirhuguðum námskeiðum er í ráði að taka fyrir sem aðalvið- fangsefni: heimilið. Meðal annarra viðfangsefna, sóm til greina gátu komið, en nú verða látin bíða, mætti nefna: sjómennsku og fiskiveiðar, höfn- ina, ferð um landið, ísl. sveitabæ, stórhátíðir ársins o. fl. 1. Frá sjónarmiði efnis skiptist þetta viðfangsefni, heimilið, í þessa þætti: aj Hvernig lítur í- búðin út? b) Hvemig er húsið? gert? c) Daglegt líf innan veggja heimilisins: borðhald, — handa- vinna kvenna, leikir — leikir barna og dægrastytting fullorð- inna, — að loknum vinnudegi, — við sjúkrabeðinn, —- gestkoma — hátíð, o. s. frv. 2. Ýmsar aðferðir má nota við vinnu þessa, t. • d. blýants- og pennateikningu, linoldúkskurð, töfluteikningu með krít, vatnslita- málningu o. fl. 3. Tilgangurinu með vinnunni er m. a. sá, að veita þátttakend- unum leikni í: a) frjálsri teikn- ingu og myndrænni sköpm- og meðferð lita: b) bundinni teikn- ingu (uppdráttum og konstrukti- onsteikningu); c) að vinna sam- an í hóp eða félagi að því að búa til myndaraðir eða veggmyndir, sem nota mætti t. d. til skreyting- ‘ar á sýningum og á skólaskemmt- unum. Frá 17. júnínefnd íþróttafélag- I anna hefur Þjóðviljanum borizt eftirfarandi frétt : Iþróttamenn hafa nú mikinn undirbúning með að gera 17. júní n. k. sem hátíðlegastan hér í bæ. Samkvæmt ákvörðun stjórnar I. S. 1. hafa íþróttafélögin Ármann, I. R. og K. R. tekið að sér að sjá sameiginlega um 17. júní n. k. Hefur verið skipuð sérstök nefnd ti) að stjórna hátíðahöld- unum. Formaður nefndaiinnar er hr. Stefán Runólfsson form. I- þróttaráðsins, en aðrir nefndar- menn eru þessir: Jens Guðbjörns- son, ólafur Þorsteinsson, Torfi Þóðarson, óskar Á. Gíslason, Er- lendur Pétursson, Benedikt Jak- obsson (til vara Haraldur Matt- híasson). Nefndin er fyrir nokkru tekm til starfa og er nefndinni það kappsmál að hefja þennan gamla hátíðadag íþróttamanna til vegs og virðingar. Verður lagt kapp á að hafa meira þjóðhátíðarsnið á deginum en áður, en samt munu íþróttim- ar skipa þar veglegan sess eins og áður. Þá verður dagurinn einnig fjársöfnunardagur !. S. 1. og verða seld merki um land allt til ágóða fyrir I. S. í. þennan dag. Á- kveðið er líka að hafa hér í bæ stórkostlega skrúðgöngu íþrótta- manna í íþróttabúningum. hleður í Leíth til Reyhja- víkur þanti 11.—13. þ. m, H.f. Eímskípafél. Islands Kaupum íómar ilösbnr Armann vann drengjamóiíd 18. drengjahlaup Ármanns fór fram sl. sunnudag og sigraði Ár- mann með 12 stigum, K. R. fékk 18. stig, íþróttafélag Kjósarsýslu fékk 29 stig, I. R. 35 stig og Fim- leikafélag Hafnarfjarðar 37. Fyrst ur varð Halldór Sigurðsson, Ár- mann, nr. 2 varð Guðmundur Jóns son, íþ. Kj. aðeins á eftir, en sami tími hjá báðum, 7:37,2. Þriðji varð Friðgeir B. Magnússon sonur Magn úsar Guðbjörnssonar hips lands- kunna hlaupara. — Þátttakendur voru um 40. Frosín lambalífur* frosíð dílkakjöí, miðda$spylsur# kindabjú$u, nýreykt kjöt og lax. Kjötverzlanír Hjalta Lýðssonar Safni ásfirifendnm Fiestar tegundir. Kaffistofan. Hafnarstræti 16. Einar Olgeirsson Völdakerfið á Islandi 1927—36 Bókaverzl. Heimskringlu Laugaveg 38. —Síml 5055.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.