Þjóðviljinn - 28.09.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.09.1940, Blaðsíða 4
Paul Robeson; „Það er ekki hægt að verja lýðræðið með því að afneita grundvallarhugsjónum þess“ Nœturlœknir í 'nótt: Halldór Stef- ánssDn, RánaTgötu 12, sími 2234. Nœturuör'öíjr er pessa ' vikíu í Ing- ólfs- og Lau gavegs-ap ótekum. ,/ „Ármann“ heldur aðalfund sinn í Varðarhúsinu n.k. mánudag kl. 8 síðdegis. Otvdrpiö í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Kórlög. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. ✓ 20.30 Upplestur: Kona útlagans í Hveradölum, III. (Áma Öla blm.) 20.55 HLjómplötur: Forleikir, eftir Debussy. 21.30 Danslög. 21.45 Fréttir. 23.00 Dagskrárlok. Hid vinsœla skemmtifélag, Qóð- templara, S. G. T„ heldur dansleik í Templarahúsinu í kvöld, Aðgöngu- rniðar og áskriftarlisti í Templara- húsinu eftir kl. 2 i dag. Áskrifp.nclur Þjóðviljans eru minnt ir á að tilkynna bústaðaskipti sem allra fyrst. Hringíð í síjna afgreiðsl- unnar: 2184, Austurstræti 12. Bandaríkín og Japan Framhald af 1. síðu. Vaxandi barátta gegn Japan kem- ur einnig frami í auknum stuðningl við Kína. Hefur Bandaríkjastjóm veitt kínversku stjóminni 'lán að upphæð nálægt 160 milljónir króna. 1 fregn frá Tsjunking er sagt frá þessu láni, en (pað látið fylgja, að kinverska stjómin hafi skuld- bundið sig til að selja tll Banda- Tikjanna pýðingarmikil hráefnl. Er kínverska stjórnin vongóð um að Burmavegurinn verði opnaður á ný, svo hægt sé að koma vömm þess- um til Bandaríkjanna. ' Japönsk blöð ráðast harðlega á Bandaríkjastjórn fyrir pessar ráð- stafanir, og telja mörg þeirra að alvarlegir árekstrar milli Japan og Bandaríkjanna séu óhjákvæmilegir í náinni framtíð. Gerízt áskrifendur að límarítinu ,Réttur‘ Sími 2184 0<00<00000000000000< Paul Robeson, hinn heimsfrægi negrasöngvari ritar grein í ameniskla thnaritið „Friday“, 30. vág- s- 1* Robeson-ræðst harðlega á þá stefnu yfirvaldanna að hvetja Bandarikja; þjóðina til að fóma lýðræðisrétt indum sínum vegna jandvarna- þarfa“. Robeson nefnir greinina „Hvert stefnir?“ og tekur til .meðferðar baráttu þá, sem nú er háð i Banda ríkjunum milli þeirra sem vilja frið og framfarir og aflanna, sem vinna leynt og ljóst að þátttöku Bandaríkj ainna í styrjöldinni og jafnframt að útþurrka lýðréttindin heima fyr- ir. Hann leggur áherzlu á, að ekki sé hægt að verja lýðræðið með þvi að afneita grundvallarhugsjón um þess í framkvæmd. Bandarikjaþjóðin á nú um tvær leiðir að velja, segir Robes/on. „önnur leiðin liggur til nýrrar teg- undar þræláhalds, en hin í áttina Merkileg nýjung Framhald af 1. síðu. firðií og nágrenni . þessara bæja, hafa hafizt handa á hinn myndar- legasta hátt hvað þetta snertir, með stofnun og starfi „KRON“, það er óhætt að fullyrða, að félagið hef- ur gert meira til þess að halda vöruverði í Reykjavík niðri heldur en allar verðlagsnefndir hafa gert til isamans. Hvað hina innlendu vöm snertir, þá standa neytendafélögin þar ver að vígi, því verð þeirra er, sem kunnugt er, ákveðið af hinum frægu, iog lofsælu tnefndum. Ýmsar em þó þær vörur, sem fingur nefnda þessara ná ekki til, og gerir nú KRON tilraun til þess að útvega neytendum þær við eins vægu verði /og framast má verða. Haustmarkaðurinn er slik tilraun. Þó hann sé kenndur við haustið. er tíl þess ætlazt að starflsemin haldi áfram lallan ársins hring,ef hún gefst vel, um það ætti ekki að þurfa að efast, þar sem hér er til hinna sönnu markmiða lýðræðis- ins. 1 nafni lýðræðisins er krafizt þungra fórna af (Bandarikjaþjóð- inni, krafizt þess að alrnenn mann réttindi og borgaxarétindi verði af- numin. í nafni lýðræðisins eru bumbur stríðsæsinganna barðar. :En það er ekki hægt að verja lýðræð ið með því að afneita grandvallar hugsjónum þess. Lýðræðið verðui bezt varið með því að styrkja það og efla innan frá, allar ráðstafanir er miða að því að takmarka lýð- ræðið, verður því til falls. Gegn þessu tuttugustu aldar þrælahaldi ríisa negraþjóðir Ameriku sem vold ugur vamarveggur. Fasismi, harð- stjórn —t hvaða nafni sem afturhald ið nefnir sig — mundi vekja'blóðj uga kúgunaröldu gegn hinum 12 milljónúm negra í Bandarikjunum. iEn afl þeirra 12 milljó/na er ein öflugasta vörnin gegn frelsissvipt ingu hinna 130 milljóna Bandarikj anna“. um sameiginlega hagsmuni neytenda og framleiðenda að ræða. Sem dæmi má nefna, að þama hefur verið selt mikið af kálblöð- um, sem ekki hafa vafið sig,. en þau hafa sem kunnugt er, til þessa verið tahn einskis vítöí, en nú er ljóst að þau eru hin bezta fæða, >og skapa KRON þarna tækifæri fyrir framleiðendur til að gera vöru. verðmæ.tai , sem til þessa hefur ver ið verðlaus, og neytendum skapar það tækifæri til þess að fá góða vöra við vægu , verði. Til þ ss að gera verzlun þessa sem ódýrasta verður ekkert sent heim og ékki selt neipa i allstórum stíl. Kjöt geta menn fengið saltað á staðnum i ílát sem þeir leggja sjálf ir til eða þá keypt á staðnum. Síld verður umsöltuð úr heiltunn- um í smærri ílát og kostar sem svarar 54 kr. tunnan. 1 sem fæst- um /orðum sagt, allt verður gert til þess að menn geti aflað sér haustbirgða á sem ódýrastan hát. 1 gær var ös á markaðnum all- an daginn. 20 Skáldsaga ehir Mark Caywood * Hvílík þó ógæfa, heilsaði hann mér. Ekki nema það þó, að verða fyrir slysi fyrsta daginn í fríinu. Það getur verið, að loftslagið reynist heilnæmara fyrir yður, þegar austar dregur. Hættið þessu, Hogan, tautaði ég. Miklar kvalir? spurði hann áhyggjufullur. Ekki ef ég ligg hreyfingarlaus, svaraði ég. Það er ágætt, mælti hann hughreystandi. Þetta batnar bráð- um. Eg býst ekki við, að þér verðið með nein strákapör eftir- leiðis. I yðar sporum mundi ég hætta slíku. Það væri leitt, að missa ýður að fullu og öllu. Við þurfum líka ándilega á yður að halda þama um sundið. Það var drepið á dyr. » Kom inn, hrópaði ég. Ungfrú Mortimer kom inn. Hogan sat á bekknum, sem Abel var nýstaðinn upp af og sýndi engan lit á að standa upp, þótt eigandi snekkjunnar kæmi inn. Hún virtist ekki gefa honum neinn gaum. Hvernig líður yður, herra Nichol? spurði hún. Þakka yður fyrir, mér líður betur, sagði ég, og mér þykir leitt hvað ég var ókurteis við yður ungfrú Mortimer. Það held ég að hvomgt þurfi yfir hinu að kvarta sagði hún og málfarið bar dálítinn Suðurríkjakeim. Þér eigið við skothríðina? spurði ég góðlátlega. Hún kinkaði kolli. Hogan gaut á mig öðru auganu. Ungfrú Mortimer hafði fullan rétt til þess að skjóta, muldr- aði hann. Eg læt ekkert samsæri viðgangast á þessu skipi. Þér haldið mér hér með ofbeldi, andmælti ég. Eg er enginn uppreisnarseggur. Við skulum ekki vera að rífast, greip eigandinn fram í. Við náðum yður um borð, herra Nichol, og um það leyti sem þér verðið jafngóður aftur ættum við að verða komin austur undir Tahiti — og það er ekki árennilegt, jafnvel fyrir mann með yðar hæfileikum, að sigla snekkjunni einn til baka til Sidney. Eg held, að það væri betra fyrir yður að sættast við okkur, herra stýrimaður, og fara að umgangast skipshöfnina. Eg hugsaði í ákafa. Þið hafið náð mér á ykkar vald, játaði ég, — og rétt ný- lega hef ég komið auga á kátbroslegu hliðar þessa fyrirtækis. En áður en lengra er haldið, ætla ég að setja tvö skilyrði. — 1 fyrsta lagi, að komið verði við á Fidjieyjum, svo að ég geti sent félaga minum símskeyti, því að ef ég þekki hann rétt, gerir hann ekki annað í næstu þrjá mánuði, en leita mín, ef hann fær engar fréttir. — I öðru lagi, þá vil ég fá að vita leyndarmálið mikla: Hver er tilgangur ferðarinnar til Para- dísareyjarinnar ? Kemur ekki málinu við! sagði Hogan hortugur. Eg virti hann ekki viðlits, en sá að ungfrú Mortimer var hugsi. Eg sé ekki hvað er .... byrjaði hún. En það geri ég, ungfrú, greip Hogan fram í, um leið og hann reis svo snöggt á gætur, að minnstu munaði, að hann ræki sköllótta kollinn í ljósahjálminn í loftinu. Eg bjóst við, að eigandi snekkjunnar stykki upp á nef sér við þessi mótmæli frá manni, sem stóð í hennar þjónustu ____ jafnvel þótt hann væri skipstjóri — en í þess stað beit hún á vörina og leit undan. Þegar hún leit við aftur hafði hún jafnað sig til fulls. Þér gætuð serit símskeyti frá Omatu; sagði hún. Við komum ekki við í Omatu, hreytti Hogan úr sér. Nú blossaði reiðin upp í henni. ' Við komum við í Omatu, mælti hún hvasslega, þér lítið á það sem fyrirskipun frá mér, Hogan skipstjóri, og ákveðið stefnuna með tilliti til þess. Risinn var kominn á fremsta hlunn, með að hella úr sér óbótaskömmum, en stillti sig og lét nægja að ygla sig. Eins og yður þóknast, ungfrú. Hvenær ættum við að koma til Omatueyjarinnar ? spurði ég. Eftir tæpa viku, svaraði Hogan. Ungfrú Mortimer leit á mig aftur. - Þér verðið ekki kominn á fætur fyrir þann tíma, sagði hún, Það ætti að vera nægilegt að senda skeytið þá, herra stýri- maður. Er það ekki?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.