Þjóðviljinn - 05.11.1940, Page 1

Þjóðviljinn - 05.11.1940, Page 1
SÓSIALISTAR! V. ABGANGUR. ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓV. 1940. 252. TÖLUBLAÐ Þeir sem gætu tekið fulltrúa utan af landi í fæði eða húsnæði meðan þing Sósíalistaflokksins stendur < yfir, láti vita það á skrifstofu flokksins, Lækjargötu 6 B, s^mi 4824. Sbolhpffl uar hafin ð ðana ea anii merði oefla eai lottlrás Hvað líður árvekní og varnarmæflí brczka hersíns ? Á sunnudagsmorguninn heyrðu Reykvíkingar óvenju- lega skothrið, Hugðu menn fyrst í stað að hér væri um skotæfingar að ræða en brátt komust menn að raun um að hér var alvara á ferðum, flugvél sást yfir bænum, að henni var skeytunum beint og sáust þau springa hátt í lofti. Það vakti mikla og almenna athygli að engin loft- varnamerki voru gefin þrátt fyrir það að brezki innrásar- herinn taldi ástæðu til að hefja loftvarnaskothríð en eins og kunnugt er, stafar mikil hætta af kúlnabrotum frá loftvamabyssunum undir slíkum kringumstæðum. í gær hringdi brezka herstjórnin til blaðanna og gaf þeim skýrslu um málið. Hún var á þessa leið: “í gærmorgun flaug þýzk könnunarflugvél yfir Reykja- vík. Hún var brátt hrakin áflótta af skothríð úr loftvarna- byssum og af brezkum flugvélum. Flugvélin hvarf til hafs í vesturátt”. Þjóðviljinn hefur reynt að afla sér sem ýtarlegastra upplýsinga um þetta mál, skal nú skýrt frá því helzta. Sjónarvoffar segja frá Maður sem staddur var uppi á Sandskeiði á sunnudagsmorgun, sagði blaðinu þannig frá: „Eg sá fyrst til flmigvélarinnar yfir Hellisheiði, hún flaug lágt og mjög hægt. Þegar hún flaug yfir Sandskeiðið gat eg vel greint ein- kenni hennar. Það var Heinkel- flugvél — He 111 —. Hún flaug vestur yfir bæinn, sunnanvert. Þar var henni mætt með skot- hríð, ekkért skeytanna kom nærri henni, en hún hækkaði flugið og hvarf mér sjónum. Hérumbil þremur stundarfjórð- uhgum síðar kom brezk flugvél, úr austurátt, sennilega frá Kald- aðamesi”. Þessari frásögn ber að öllu leyti saman við upplýsingar sem Vísir birti, eftir Agnar Kofoed-Hansen Tögreglustjóra, en hann var á leið upp á Sandskeið, og átti skamman spöl ófarinn þangað þegar hann kom auga á flugvélaina. Þá hefur Þjóðviljinn sannfrétt að til flugvélar þessarar hafi sézt í Vestmannaeyjmm, koma úr austri og flaug hátt. Hvaðan kom hún? Hverf var eríndíd? Samkvæmt þessu má telja full- víst að hér hafi verið um þýzka sprengjuflugvél að ræða, er hafi komið frá Noregi. Hún virðist KAFFIKVÖLD heldur Félag róttækra stúdenta í kvöld að Amtmannsstíg 4, fyrir meðlimi sína og gesti þeirra. Hefst það kl. 8y2. Bjöm Sigurðs- son læknir flytur erindi og Hall- dór Kiljan Laxness les upp. hafa lagt leið sína yfir hinar mik- ilvægustu herstöðvar Breta hér á SuðuiHandi, og hafa haft ágætt tækifæri til að taka myndir af þeim. Erindi flugvélarinnar hefur naumast getað verið annað en að kynna sér hversu miklar viamir væru hér fyrir, og hversu þeim væri háttað. Landfræðdlegar að- stæður em hinum þýzku hemaðar yfirvöldum ugglust fullkunnar af landabréfum og af starfi hinna svokölluðu þýzku „visindamanna”, sem mjög hafa haft sig í frammi hér hin síðari ár, og Þjóðviljinn einn allra blaða hefur varað við. ¥íssu flugmennírnír um þýöíngarmesfu sföðvar brczka hersins? Það vekur alveg sérstaka at- hygli, hversu vel hinum þýzku flugmönnum virðist hafa tekizt að fljúga yfir hemaðarlega mikil- væga staði hér í grend við Reykja vík. Þegar innrásarherinn kom hing aði, var lögð á það áherzla við blöðin, að birta engar upplýsingar um stöðvar eða hreyfingar herliðs ins. Blöðunum fannst þetta mjög eðlileg krafa, og skildu, að í þessu tilfelli fóru hagsmunir innrásar- hersins og íslenzku þjóðarinnar saman, og gættu þess því vand- lega, að segja ekkert uim stöðvar hersins né hreyfingar hans. Síðar brá svo undarlega við, að brezka herstjómin sjálf eða trún- aðarmenn hennar hafa smámsam- an látið opinbera þessa leyndar- dóma, með tilkynningum í útvarp- inu. Það þarf því engum að koma á óvart, þó þýzkir flugmenn kunni nokkur skil á hvar höfuðstöðvar Breta em. Væri ekki þarfara, bæði fyrir Breta og Islendinga, að þeir menn, er að þessari upplýsingastarfsemi standa, væm fluttir af landi buirt, en saklausir íslenzkir unglingar? Til viðbótar þeim upplýsingum, sem Þjóðverjar þannig kunna að hafa fengið, hafa þeir nú aflað sér ljósmynda af helztu stöðvum Breta í nágrenni Reykjavíkur. Hversvegna var ekkí gefid merki um lofiárás? Brezka herstjómin mun svara þessari spumingul á þá lund, að ljóst hafi verið að hér væri ekki um sprengjuflugvél að ræða. Sé það hinsvegar rétt, að vél þessi hafi verði af gerðinni He. 111, og á því virðist enginn efi vera, þá er um sprengjuflugvél að ræða, hvort sem hún hefur verið með sprengjufarm eða ekki, og bar brezku herstjóminni þvi að gera loftvarnanefnd bæjarins aðvart, svo hún gæti látið gefa hættu- merki. Enn ljósara verður þetta þegar þess er gætt, að ein ástæðan fyr- ir því að fólk þarf að leita skjóls þegar loftárásir standa yfir, er hætta sú, sem stafar af brotum úr sprengjukúlum loftvamabyss- anna. Það verður því ekki betur séð, en að varðstöðu Breta hafi verið eitthvað áfátt þennan morgun, og að tiltölulega auðvelt hefði ver ið fyrir óvini þeirra að komast að þeim til árása, en þær árásir hefðu fyrst og fremst bitnað á okkar, fámennu þjóð, sem engum vill mein gera og engum getur mein gert, en óskar að fá að lifa í friði, og halda hlutleysi sínu, hvað sem líður hemaðarþörfum stórvieldanna. 1 sambandi við þetta væri fróð- legt að fá að vita hvað langur Framhald á 4. síðu. Ming iierd 0- Mlir nem ulir nnl Nazistastjómin í Noregi er stöð ugt að skipta um menn í ráðu- neytunum og í opinberuim embætt- um, og em nazistar settir í flest- þeirra, oft án þess að þeir hafi nokkra sérþekkingu eða reynslu á því sviði. Quisling hefur undanfarið hald- ið ræðuir í ýmsum norskum borg- um, en fengið mjög kuldalegar undirtektir. Hefur hann með sér öflugan lífvörð hvar sem hann fer. Komið hefur fyrir að þýzkir hermenn hafi orðið að bjarga Quisling úr hópi norskra föður- landsvina, er gert hafa aðsúg að honum á götunum. BYLTINGARAFMÆLI. Afmælis rússnesku verklýðsbylt ingarinnar verður minnzt að venju 7. nóv. með fjölbreyttri skemmtisamkomu í Iðnó. Meðal ræðumanna verða Halldór Kiljan Laxness og Gunnar Benediktsson. 9 hep tll hliar Sókn Ifala á sudurvígsfödvunum nær sföðvuð Brezkt herlið hefur verið sett á land í grísku eyjunni Krít. Var frá þessu skýrt í opinberri tilkynningu frá Aþenu í gær. Brezk herskip og flugvélasveitir eru einnig komin til Grikklands. í grískum fregnum er skýrt frá sjóorustu vestur af Korfu, og var óvíst um úrslit hennar í gær þegar fréttin var send. Sagt var að ítalskt herskip hefði sézt sigla til norðurs í björtu báli. Grikkir tilkynna að þeir hafi unnið á þar sem þeim hafði tckizt að brjótast inn í Albaníu, og stöðvað að mestu sókn ítala á öðrum vígstöðvum. Hafa áætlanir ítölsku her stjórnarinnar um töku Jannina og fleiri borga farið út um þúfur. ítalir hafa haldið uppi áköfum loftárásum á grískar borgir, og hefur þeim einkum verið beint að Saloniki. Hafa margir óbreyttir borgarar látið lífið af völdum loftárás- anna. Itölum hefur orðið svo lítið á- gengt fyrstu vikuna af styrjöld- inni við Grikki. að ýmsar tilgát- fuir hafa verið settar fram því til skýringar. Ýmis brezk blöð hallast að því, að Italir hafi gert ráð fyr- ir að þeir þyrftu að eins að leggja lítið að sér til að neyða Grikki til undirgefni, jafnvel að það hafi aldrei verið ætlun þeirra að gera alvör'j úr hótuninni um stríð, og hafa sitt fram án þess. Aðrir telja að aðaltilgangur Itala með strið- inu í Grikklandi sé sá,' að dreifa herstyrk Breta í Egyptalandi, til þsss að eiga auðveldara með sókn frá Lýbíu að Súez-skurðinum. „Manchester Guardian” segir, að eftir hinar leifturhröðu hem- aðaraðgerðir í sumar séu menn famir að trúa því, að Möndulveld- in framkvæmi allar fyriræ.tlanir sínar í skjótri svipan. Um styrj- öidina í Grikklandi gegni öðriu máli. Þar hafi Italir yfir haf að flytja, Adríahafið, og þá taki við veglaust ógreiðfært fjallaland. Sé því ólíku saman að jafna og hin- um sléttlendu og greiðfæru land- svæðum Vestur-Evrópu, er þýzki herinn hafi ætt yfir í sumar. Loks J'egar til Grikklands komi, þá haldi þar áfram samskonar ó- greitt fjallaland, er sé Grikkjum öflug vörn. Það hafi einnig verið fært fram, af Itölum, að veðutrfar- ið væri Grikkjum í vil. Man- chester Guardian bendir á, að í Balkanstyrjöldinni 1912 hafi verið barizt um þetta leyti árs, og ætti Itölum ekki að vera erfiðara fyrir en þeim er þá hafi átt í styrjöld. Blaðið varar samt við að gera of lítið úr sóknarmöguleikum Itala. ítölum sé full alvara með styrjöld inni við Grikkland. Ef þeir nái Saloniki á sitt vald, geti þeir náð eyjum úti fyrir Dardanellasundi, og gert siglingar inn í Marmara- hafi hættulegar. Einnig megi gera ráð fyrir að ítalir leggi áherzlu á að ná Jónisku-eyjunum eða Spor- aden-eyjum, en frá þessum eyjum væri hægðarleikur að gera loftá- rásir á herstöðvar Breta. En mikil líkindi séu til að brezki flotinn geti varið þessar eyjar. Itölum sé lítið gagn að eyjum sínum í Eyja- hafi meðan þeir láti ekki flotann taka verulegan þátt í hernaðarað- gerðunum. Hinsvegar sé Bretum mikill hagur í því að fá flota- og flugstöðvar á grísku eyjunum, Einkum sé bá Krít mikilvæg frá hcrna'.arlegu sjónarmiði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.