Þjóðviljinn - 05.11.1940, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.11.1940, Blaðsíða 2
I Þriðjudagnr 5. nóvember 1940. J>J 0 8 V 1 L J 1 N N þiömnumN Otgefaadi: Samemingarfl#kkiir alþýðu — Sósíaliataflokkurinn. Eitst jórax: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhj artarson. Ritstjóm: Hverfisgðtu 4 (Víkings- prent) simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Á skri ftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasðlu 10 aura eintakið. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu Er ísfískgróðínn mútur cnska auð- valdsíns til ís~ ícnzku yfirstéttar ínnar ? 1 enskum blöðum eT mikið rætt um þessar mundir, um gróðann á ísfiskinuni, sem íslenzku togararnir selja. Kaupendum í Englandi finnst það undarlegt, að þegar há- marksverð er á flestum öðrum vör um þar, þá skuli einmitt þessi vara vera undanskilin og fá að margfaldast í verði. Það er ritað allskarplega. út af þessu í enskum blöðum. í „Fishing News“, málgagni fiskiðnaðarins brezka, segir m. a. svo í grein um ísfiskverðið: „Andstaðan gegn hinu éeðblega háa fiskverði eykst hægt og bítandi um allt landið. Það er óskiljan- legt hversu |það er vanrækt að verja menn gegn þessum svivirði- lega gróða. .... Finnst mðnmnn það ékki dálítið kynlegt, að eina matvaran, sem ekki er háð eftirliti skuli að næstum öllu leyti — 95«/o — koma frá löndum utan heimsveldisins og allur hagnaðuriTm fier í vasa útlend inga, vegna þess að eftirlit ef sama og ekkert . . . .“ 1 þessu sama blaði er og vitnað í kvörtunarbréf enskra fiskkaup- manna, þar sem segir: „Hversvegna hefur birgðamála- ráðuneytið ekki eftirlit með fiskverð inu, þegar 95% af iðnaðinum krefst þess, til þess að kom'a íjveg fyrir að hinir íslenzku togaraeigend ur græði of fjár af okkur? . . • < Þorskur, ýsa o. þ. 1. fiskur eru nú 700% dýrari en fyrir stríð og fiskur er eina matvaran, sem ekki er undir eftirliti“. Það er því ekkert undarlegt þó við Jslendingar spyrjum líka. Hvað veldur ■ þessu? Hvað veldur því að ensk yfirvöld skuli beinlínis -aðstoða íslendinga við það að græða á ensku þjóð- inni nú á hennar neyðartímum? Er það óttinn við að Islendingar muni ekki sigla til Englands, nema þeir fái svona ofsagróða? Ensku yfirvöldin vita að því rniður neyð ast Jslendingar til þessara hætiu- legu siglinga, þó verðið væri bara 3—5000 pund fyrir túrinn i stað 5— 11000 pund. — • Og sjómennirnir hafa sama kaupið hvemig sem selst svo ekki hefur það áhrjf á þeirra Það er orðið ljóst að þjóðstjóm- arliðið ætlar að halda áfram að framlengja þrælalögin eftir áramót in, þ óí nýrri mynd verði. Sarrtn- ingar eiga að fara fram milli Vinnu veitendafélagsins og Alþýðusam- bandsins um kaupgjald í landinu almennt. Öllum hlutaðeigandi er þó ljóst, að Alþýðusambandið hef ur ekkert umboð til að gera slíka heildarsamninga, ekki einu sinni frá þeim félögum, sem í því ;eru'. Leiðin, sem fara á er því sú, að lögbjóða, með bráðabirgðalögum, að kaupgjald, sem sambönd þessi korna sér saman um skuli gilda og eiga leiðtogar Alþýðuflokksins enn á ný „að fá að vera með“ i að lögfesta kaup verkalýðsins, auðvit- að' eftir hinni gamalkunnu og þraut reyndu reglu St. Jóhanns, að ef þeir fengju ekki að vera með, þá mundi hafa verið sett enn verri lög en þau er sett eru með að- stoð þeirra, að því ógleymdu að auðvitað fengju broddamir engin laun, ef „þeir fengju ekki að vera með“ í þvi að sefja þrælafjötrana á verklýðssamtökin. Áður en lengra er haldið skal verkamönmmum bent á að búast má við að hafður verði hinn mesta hraði á. um allar framkvæmdir • i þessu máli, blöð þjóðstjómarinnar eru þegar farin að tala um, að lausn þurfi að fást þegar í þessum mánuði, iog er verklýðsfélögunum því bezt að vera vel á verði, ef þau ætla að reyna að koma ein- hverjum vömum við. En að þessu sinni skal einkum vakin athygli á hversu auðvelt er að stmdra samtökum verkamanna, með þvi að f ara leiðir heildarsamn- vilja til að stofna lífi sinu í þessa stöðugu hættu. Það getur aðeins verið ein á- stæða. Enska stjómin vill hafa íslenzku auðmennina sér vinveitta. Hún vill lofa þeim að græða of fjár, til þess að þeir standi raunverulega með henni í viðureign hennar við ís- lenzku þjóðina. Hótunin um að setja hámarksverð er vafalaust áhrifamesta hótunin, sem ensk yfirvöld á kurteisan máta geta k'Dmið fram með við valdhaf- ana á Islandi, Kveldúlf & Go. Með isfiskgróðanum er miljóna- mæringum íslands mútað til að svíkja þjóðina og ganga í lið með enska auðvaldinu gegn henni. Þjóð stjórnarbrioddamir, sem ætla að rifna af þjóðrembingi og sjálfstæðis ást, krjúpa glaðir við fótskör enska auðvaldsins, meðan það lætur millj ónunum rigna yfir þá. Það fer margt að verða skiljan- legra í fari þessarar þjóðstjómar, ef þetta mál er athugað niður í kjölinn. En hinsvegar getur það auðvitað komið fyrir þá og þegar að há- marksverð verði sett á ísfiskinn. Það væri tvímælalaust vottur um að enska auðvaldið þarf ekki leng ur á vináttu íslenzku auðmannanna að halda eða álítur sig ekki þurfa lengur að greiða svona mikið fyr- ir hana. — Og þá getur verið aö „umbreyting" sé hér í aðsigi. Verða þeír gerdír til þess að sundra verkalýðnum ? inganna. Aðferðin, sem beitt verð- ur er sú að gera mjög upp á milli stétta og staða í samningnum. At- vinnurekendur munar ekkert um að gera vel við vissar fámennar stétt ir, og ef til vill vissa fámenna staði Þeir ná því aftur upp með því að láta fjölmennar stéttir og verka- menn á fjölmennum stöðum búa við sultarkjör, er þetta býsna ör- ugg leið til þess að koma inn sundrung meðal verkamanna, þann- ig að ekki þurfi að óttast samhuga. stéttarlega andsiöðu þeirra. Það hefur þvi miður sýnt sig margoft að stéttarþroski verka- manna er ekki meiri en það, að líklegt er að þetta bragð atvinnu rekenda takist. En ennþá einu sinni skal verkamönnum á það bent að lifsafkoma þeirra er undir því komin að þeim auðnist að þurrka burt alla stmdrung og að þeir læri að koma fram sem einhuga stétt. 5 nýír áskrífend- ur að Þjóðvíljan- um á einum degí 120 kr. að gjöf frá Húsavík og Raufar~ höfn Þjóðviljanum hafa borizt 8 nýir kaupendur það sem af er nóvember. Þar af komu 5 s.l. laugardag. — Er nú um að gera að þannig sé haldið á- fram. Þá hafa verkamenn á Húsa- vík og Raufarhöfn sýnt í verki áhuga sinn fyrir að tryggja útkomu Þjóðviljans. Hafa verkamenn á Húsavík sent blaðinu 50 kr. að gjöf og verka menn á Raufarhöfn 70 kr. Þjóðviljinn þakkar gefendum af heilum huga. Er fómfýsi þeirra öðrum stöðum á land- inu til fyrirmyndar. I greinarflokki, .sem Amór Sig urjónsson ritar í „Nýtt land“, er skýrt frá einkatali milli mín og Héðins Valdimarssonar á eftirfar andi hátt: „Þeim var það báðum ljóst, að sjálfstæði Norðurlanda var hætta búin úr þessari átt (frá Rússlandi og Þýzkalandi). En tvennt bar þeim á milli. Héðinn gerði ráð fyr- ir að Rússar myndu ráðast á Finn land. Brynjólfur-1 þóttist viss um að svo mundi ekki verða og lést jafnvel mundi endurskoða afstöðu sína til Sovétríkjanna, ef til slíks kæmi. Héðinn gerði ráð fyrir að íslánd myndi falla í hlut Þýzka- lands, ef Norðurlöndum yrði skipt upp á milli þeirra'og Sovét, Brynj ólfur og þeir kommúnistarnir virt- ust vona að það félli heldur i hlut Rússlands, ef til kæmi“. Allt er þetta uppspuni frá rót- um edns og öllum hlýtur að vera ljóst, sem þekkja skoðanir mjnar og hafa yfirleitt nokkra nasasjón af lífsskoðunum sósíalista. / Engum sósíalista myndi hafa dottið í hug að leggja svona fábjánalegar spum ingar til úrlausnar hvorki fyrir sjálfan sig né aðra. En Arnóri er vorkunn þó hann flaski á þessu og svona óhönduglega takist til um þennan skáldskap hans, því sósíalistiskur skilingur á hlutunum er honum lokuð bók. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að Héðinn var alltaf að velta því fyrir sér, hvort rás viðbuTðanna ,myndi draga til vináttu eða aukins fjandskapar á milli Bretlands og Sovétríkjanna. Fór hann ekki dult með það að afstaða sín ylti eingöngu á því, og um þetta ræddi hann oft við mig aftur og fram. Ef Bretland væri vinur Sovétríkjanna vildi hann einn ig vera vinur þeirra iog okkar sósí alistanna hér heima. En ef til frek- ari fjandskapar drægi milli þess- ara ríkja vildi hann taka upp fjand samlega afstöðu til Sovét eins og Bretar og segja skilið við okkur félaga isína í Sósíalistaflokknum. — Enda þótti honum bera bráðan að að bjarga ''sér á þurrt land úr flokknum, þegar Bretar tóku af kappi að búa sig undir styrjöld við Sovétrikin, eins og nú hefur verið upplýst. 1 Þetta, sem hér er haft eftir Am- óri er aðeins lítið sýnishom úr þessari langloku hans. Þar úir og grúir af Gróusögum og heilaspuna á borð við þetta. Væri illa varið tíma að elta ólar við slíkt. Fyr- ir löngu var mér ljóst að Amór hefur aldrei verið brot úr sósíal- ista, eins og hann hefur raunar oft viðurkennt sjálfur. En að hann hefði lært svona mxkið í skóla Jón asar frá Hriflfl vissi ég ekki fyrr ieri ég las þessa grein. Brynjólfur Bjamason. !: Flokkunsm | t r Námskeið fyrir meðlimi flokks- ins í sögu verklýðshreyfingariim- ar og pólitískri hagfræði hefst um 25. þ. m. Er nánar auglýst um námskeiðið á öðrum stað í blað- inu. Ættu sem flestir flokksmenjn að taka þátt í námskeiði þessu og gefa sig fram á flokksskrifstof- unni hið fyrsta. Hversvegna er áfenga ölið hættnlegast? Bráðabirgðalög rlkisstjómarinnar um bmggun áfengs öls, eru nú full- gerð iog eiga aðeins eftir að kom- ast á prent, til þess að öllum lands lýð beri þar eftir að hegða sér. Sam kvæmt þessum lögum verður leyft að bmgga áfengt öl, til sölu handa þeim erlendu hermönnum, sem hér dvelja. Það er hinsvegar engum efa bund- ið að hér er um að ræða upphaf að nýrri innlendri atvinnugrein, er mun áður en langur tími líður fá leyfi til að selja vöm sina á inn- lendum markaði, en það spor er tvímælalaust það hættulegasta, sem stigið hefur verið i íslenzkum á- fengismálum, og liggja til þess eft- irfarandi rök: 1. Að með þessu skapast inn- lent áfengisfjármagn. 2. Að framleiðsla og sala þessa áfengis hlýtur að leiða til þess að auka drykkjuskapinn meðal verka manna, nnglinga og annarra þeirra sem lítil fjárfáð hafa. Um fyrra atriðið er það fram að taka að stærsti þröskuldurinn á vegi bindindisstarfseminnar, er áj fengisfjármagnið. Þeir menn sem ávaxta fé sitt með því að leggja það í framleiðslu eða sölu áfengis, gsra auðvitað al't, sjm 1 þeirra valdi stendur til þess að vinna gegn bindindissemi og banni, það er frá þeirra sjónarmiði blátt áfram, bar átta fyrir útbreiðslu og viðhaldi markaða, og hver er sá framleið andi, eða seljandi, sem ekki vill hafa sem rýmsta og bezta markaði? Barátta bindindis- og bannmanna er því fyrst og fremst barátta við áfengisframleiðendur og áfengis- sala, — barátta við áfengisfjár- magnið. Islenzkir bindindismenn hafa til þessa ekki þurft að berjast við á- fengisframleiðslufjármagn helduT aðeins við áfengisverzhmarfjármagn eu nú fara þeir tí'mar í hönd að þeir fá að kynnast þessu hvorn- tveggja. Um síðara atriðið þarf ekki að fjölyrða. 'TÍÍK/NHM ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8y2. 1. Inntaka nýliða. 2. Skýrslur embættismanna. 3. Vígsla embættismanna. 4. Erindi: Síra Jakob Jónsson. 5. 40 ára starfsafmæli hr. Péturs Zophoniassonar iminnst. << ST. IÞAKA. Fundur í kvöld kl. 8y2. Kosning og vígsla embætt- ismanna o. fl. Útbreiðið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.