Þjóðviljinn - 22.11.1940, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.11.1940, Blaðsíða 2
Föstudagur 22. nóvember 1940. &JOBV1L.J1NN Samfylking fólksins gegn þjóðstlórnaraftnrkaldinn Útdráttnr úr siðari hlnta framsðgnræðn Brynjólfs Bjarnasonar á 2. þingi Sósialistaflokksins þJÓOVIUINN tJtgefamdi: S æmeiningarfl*kktur alþýÖu — SÓBÍalietaflokkurinn. Bit«tJórar: Einar OlgeirsBon. Sigfús A. Sigurbjartarson. Ritstjórn: Hverfisgötu 4 (VGdngs- prent) simi 2270. AiptiMa og aoglýMngftslrrtf stofa: Auffltarstrœti 12 (1. basð) sími 2184. AriuiStmgjmid á dmumK: Reykjevík og nákgresmi kr. 2.90. AaEUUWtaðH* á land- ím kr. 1,78. I kraaaaSla 19 aora sÉataJdS. VOdBgapreuí k.f., Hverfisgötu Framkvæmd lýð~ ræðísins verdur ad vera verk verka mannanna sfálfra SiijaldbDrgin hefur neyðzt til að viðurkenna lýðræðið og jafnréttið sem grundvöll Alþýðusambandsins. En hún heldur um Leið dauðahaldi' um völd áín! í því. „Flýtmr á með an ekki sekkur‘‘, bugsar hún. Það er sem fíún veit, að þegar kosið verður lýðræðisLega til Alþýðusam- bandsins, þá eru dagar hennar tald ir. Húr. hugsar sér því að lafa í síðasta hálmstráinu unz það slitnar upp með rótum og Straumur tímans tekur Skjaldborgina og ber hana út í gleymskunnar sæ.. — Þessi afstaða er skiljanleg hjá fLokksbroti, sem finnur og veit sjálft að það er dauðadæmt, en hvorki er hún karl- mannleg né viturfeg. En verkalýðurinn, sem knúið hef ur nú embættismennina til að við- urkenna rétt hans, nrun ekki hætta við háífkarað verk. Það eru sam- eiginlegar kröfur verkamanna, eT fylgja Sósíalistaflokknum, Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um, sem nú hafa sigrað. Samfylking þessara verkamanna, þó óskipulögð sé, hefur unnið sigur í þessu máli. Og sú samfjrlking þarf að halda áfr.am að eflast. Broddamir, sem nafa hugsað sér að reyna að Iafa í völdum í AI- þýðusambandinu tvö ár til, munu vafalaust beita allskonar refjuin, til að hindra þá einingu verkalýðs- félaganna, sem grundvöllur heiar nú verið lagður að. Þeir nnmu beita lagakrókum og fjármálarefjum, til að halda einstökum fölðgum utan við. Þeir munu reyna að viðhalda klofnjngi verkalýðsfélaga á ein- stöku stöðum með einræðisákvæð- um og yfirgangi. — Allt þetta þurfa verkamenn að sameinast um að hindra. Án tillits til pólitiskra skoð ana verða verkamenn að standa fast saman um að knýjá fram fulla framkvæmd á því lýðræði og jafn- rétti, sem nú hefur fengizt. Fullnaðarsiguiriúp i barátíunni fyr ir lýðræði, jafnrétti og einingu vinnst aðeins með samstilltum á- tökum verkamanna sjálfra. ■ Og broddamir og atvinnurékendumir þurfa að fá að vita það, að það tekst ekki að kljúfa verkamenn, þrátt fj’rir ólíkar stjórnmálaskoð- anjr, í þessarJ baráttu, sem um Ég >hef nú gert stutt yfirlit yf- ir starf flokksifts og þróun. Hvar erum við nú staddir og hvér eru verkefni okkar í nánustu fram tið? Eins og ég hef drepið á áður, eru þau skilyrði, sem urðu þess vald- andi að samfylkingaraldan reis sem hæst um og /eftir sið- tustu k'jsniUga»v efcki (Iengur fyrjr hendi. Pólitísk samvinna við FramsóknarfLokkinn og Alþýðú- flokkinn eða einhvem hluta úr for- ystuliði þessara flokka er þvi ekki lengur möguleg. Rétt er að taka til athugunaTi í þessiu sambandi hið nýja flokksbrot — Héðinsliðið, og hvert hlutverk því kann að vera fyrirhugað á skákborði stjórnmál- anna. Það er alveg sýnilegt, að Alþýðu flokkurinn er orðin léleg stoð fyr- ir burgeisastéttina innan verklýðs- hreyfingarinnar. Enda þótí foringj uin hans hafi vel tekizt að sundra og eyðileggja verklýðshreyfinguna, þá hafa þeir að mestu eyðilagt sjálfa sig um leið, iog þegar ffokk ur eyðileggur sjálfan sig er hlut verki hans þar með lokið. Það úti- bú, sem íhaldið hefur komið sér upp innan verklýðshreyfingarinnar, beint undir sinni stjóm, er heldur ekki einhlítt við hlið Alþýðuflokks ins. Þegar íosnar um mútuböndin og ekki er hægt að koma viðtækri atvinnukúgun við fer allt á ringul- reið. Það verður erfitt að láta Ölaf Thors og meginið af verklýðshreyf- ingunni rúmast lengi í sama flokki. Þetta gefur Héðni Valdimarssyn. mikla möguleika að taka við af Alþýðuflokknum, sem erindreki borg liranna í vierk lý ð shreyfin gunn i, k'annske í ejnhverskonar samvinnu við verklýðssamtök ihaldsins. Auð- vitað verður Alþýðalflok'knum og íhaidsútibúinu haldið við jafnframt eins lengi og kostur er, og allur leið er skilyrðið fyrir sigili i hags- munabaráttu þeirra. Verkamenn hafa unnið mikinn sig ur í stétfiabaráttu sinni með skipu lagsbreytingunm á Alþýðusamband inu. Yfírstéttín hafði með aðstoð erindreka sinna rænt þessu sam- bandi af verkalýðnum og með ein- ræðislögum girt fyrir það að þeir gæfu ráðið því. Nú hefur yfirstéttin orðið að afnema þessi einræðislög, af þvi verkamannastéttin krafðist þess sem heild, en yfirstéttin sjálf iklofnaði i málinu af ótta um fylgi sitt. En nú er eftir að framkvæma hin fengnu lýðræðislög og nota á- rangur þeirra til hagsbóta fyrir verkamenn i hagsmunabaráttunBi. Það hvorttveggja verður verka- mannastéttin að gera með því að efla og styrkja þá samfylkingU stéttarinnar, sem nú færði sigur inn heím. sá gífurlegi herkostnaður, sem fer i Alþýðuflokkinn, þykir borga sig. En Héðinn kann að dreyma um að verða hækkandi stjama. Hið rót tæka fylgi sitt hefur hann misst að mestu og á eftir að missa þær leifar sem eftir eru. En það er hægt að nota hann sem safnþró fyrjr það fylgi, sem reitisí af 1- haldinu og Alþýðuflokknum. Að þessu verður að gefa góðar gætur. Þetta á sjálfsagt eftir að koma betur fram við Dagsbrúnarkosning araar í vetur. Hver eru svo höfuðverkefni flokksins? Þau skiptast í þrjá höfuðflokka. 1. Baráttan fyrir hinum daglegu hagsmunum og réttindum alþýðunn ar i landinu, gegn afturhaldinu, spjllingunni og hinni fasistisku þró- un. 2. Baráttan fyrir sjálfstæði lands ins. 3. Að undirbúa alþýðuna undir valdatöku og framkvæmd sósíalism- ans. Það er ekki gott að segja, hvert þessara verk'efna er í freimstu röð. Þau fléttast öll hvert inn i annað’. Ef eitt er aðgreint frá öðru i s,ta!iTfi flokksins er hann á villigötum. Þó verðum við að gera okkur Ijóst, að hinn sóSÍalistiski áróður og undirbúningiur valdatökunnar er miklu raunhæfan pólitík, miklu mein dægurmál en áður. Við erum nú i miðri heimsstyrjöl, sem er upphaf að nýju byltingatírriabili.ör- lög okkar verða miklu samtvinn- aðri örlögum annarra þjóða en fyrr. En það ríður á að þetta skapi ekki þann hugsunarhátt, að við verðum að berast með straumi, og getuim sjálfir ekkert að gert. Við verðum að sýna fram á að við öðlumst aldr ei sósíalismann sem gjöf frá útlönd- um. Framkvæmd sóSíalismans verð- ur að vera verk okkar sjálfra, og það er algerlega undir okkur kom- ið hversu vel og fljótt hún tekst, enda þótt við verðum að sniða okkur stakk eftir ástandimu í um- heiminum. Því næst taldi Brynjólfur út>p nokkur einstök atriði i tegsmunabar áttunni, sem flokkurinn verður að leggja áherzlu á og hélt svo á- fram: Þegar við leggjum til baráttu fyr ir þessum stefnuimáhim undir kjör- orðinu, samfylking fólksins gegn þjóðstjórninni, sameining þjóðarinn ar um málstað íslendinga, — þá er það í 'siamræmi við þann grundvöll, sem fyrjr hendi er í þjóðlífinu. Spurningin verður þá: Hvaða prakt- iska möguleika höfum við til þess að afla okkar bandamanna i þess- ari baráttu. Við höfum i starfi okkar hing- að til næstum eingöngu lagt áherzlu á verkalýðinn, starfið meðal milli stéttanna hefur verið líttð. Við er- um sjálfsagt sammála um það, að verkalýðinn. En við erum alltaf, með litlum árangn að naga okkur i handarbökin fyrir það að starfa ekki á svo þýðingarmiklum vettvangi Og meðal bænda. Það er hverju orði sannara, að það er illt að við skulum ekki geta starfað meðal bænda. En ég er ansi hræddur umi að það þýð'i lítið fyrir i-okkur að semja langar ályktanir þar sem við skömmum okkur sjálfa fyrir frammistöðuna og ásetjum okkur að láta verða á þessu gagngerða breytingu. Ég held bara að reynsl- an verði sú, að við verðum • að semja aðra ályktun á næsta þingi með enn meiri skömmum. Við verð iu:m að horfast í augu við þessa stað reynd, að við höfum ekki afl til að starfa nema lítið meðal bænda. Og meðan verkalýðshreyfingin er í molum finna bændur ekki nægan styrk í bandalagi við hana. Lyk- illinn að bændunum er stork verka lýðshreyfing ’og sterkur verklýðs- flokkur. Starf okkar verður því fyrst iog fremst í verklýðshreyf- ingunni eftirleiðis eins og hingað tiL Þetta þýðir þó ekki, að við verðum ekki að kappkosta eftir megni að gefa bændunum meiri gauin en áður, og jafnframt öðr- um millistéttum, ekki sízt smáút- vegsmönnum, sem við eigum að sumu leyti greiðari aðgang að. |Það eru ekki miklar líkur til þess, að upp komi á næstunni skipulagðir andstöðuarmar innan þjóðstjómarflokkanna, sem við gæt um haft samband við, t. d. við næstu kosningar. Til þess eru völd in yfir flokkstækjunum, og yfirleitt öllum þeim tækjum, sem til þess þurfa að halda uppi pólitískri starf semi, of föst í höndum þjóðstjóm- arafturhaldsins. Það er við ramman reip að draga, þar sem er tveggja flokka kerfið hér á lslandi, sem margar stoðir renna undir, m. a. kjördæmaskipunin. Að þessui leyti er ástandið ekki ólfkt og í Banda- rikjunum. — Hinsvegax hefur það sýnt sig, að það er hægt að hafa samstarf á einstöku sviðum við menn og hópa úr hinum flokkunum, í andstöðu við flokksstjómimar, bæð(i i verklýðsfélöguini, einstöku samvinnufélögum 'og! i sumUim bæj- arfélögum og kauptúnum. Á þetta samstarf verðum við að Ieggja enn ríkari áherzlu en hingað til, og möguleikarnir fyrir því munu auk- ast samfara þvi að upplausnin eykst í þjóðstjórnarliðinu og flokk arnjr neyðast til að fara í þár sam- an vegna kOsninganna. Við göngum til næstu kosninga sem einu málsvararnir fyri'r hags- muni alþýðunnar, sem emu fulltrú- arnir fynr málstað Islendinga, sem eini veriilýðsflokkurinn og eini sósí- alistaflokkurinn. Við verðum því að gera allt, sem auðið er til að hafa frambjóðandá í hverju ieinasta kjör dæmi. En það kostar mikið átak, og það tekst ekki nema að allar deild ir flokksins og allir hans trúnaðar menn Ieggi allt sitt fram. Og það kostar mikið fé, sem við verðum að leggja mikið að okkur að afla. Það er okkar verkefni að sýna fram á, að í þessum kiosningum verður aðeins kosið luim tvær stefn ur, baráttan stendur aðeins milli okkar og þjóðstjómarliðsins, hvem- ig atkvæði skiptast milli þess, skipt ir minna máli, alveg gagnstætt þvi sem var i síðustu kosningum. I samræmi við kjönorð okkar uin sam fj'lkingu fólksins og sarneimingu ís- lendinga um málstað sinn, munum við leggja áherzlu á samstarf við alla þá, sem með okkur vilja berj- ast, gegn þjóðstjórnarafturhaldiinu. Samfylking þjóðarinnar um mál- stað sinn — gegn þjóðstjómaraftur haldinu, — það er kjörorðið, sem verður að marka stefnu iokkar í næstu kosningum. SMlr Mhannssw Nokkur mínning- arorð Félagi Sigþór! Eins og reiðarslag kom andláts- fregn þin yfir vandamenn og vini. Hraustur og glaður gekkstu til vinnu þinnar, að vanda. Stundu siðar varstu borin heim, liðið lík. Lokið var á sviplegan hátt inni- legum samvistum við ástvini. Slit- inn var á svipstundu starfsþráður hinns dygga og duglega verka- manns. Lekið var látlausri baráttu hugsjónamannsinis og mannvinarins, sem öllum frístundum 'sínum fórnaði til baráttiumar fyriir þvi, að skapað yrði nýtt og fegurra, bróðurlegt samlif manna og þjóða, þar sem lífið þyrfti ekki að vera neinum hörmung, log gæti ekki verið neinum iinnihaldslgust óhóf, reist á örbirgð annaria. Sigþór Jóhannsson var einn af geimsteinum stéttar sinnar — ó- menntaður á borgaralega víisu, en fróðleiksfús og bókhnieigður og glöggur á lærdóma lífsreynslunn- ar, eins og þeir birtust honum í baráttunni fyrir eigin lífsþörfum, — og stétt hans, í baráttu hans með hennl, fyrir réttindum henn- ar og bættum hag fjöldans. Þegar við þessa eiginleika bætt- ist starfsþrek og sívakandi fjör og áhugi, leiddi af sjálfú sér, að Sig- þór var ávallt þar, sem — í hans umhverfi — var harðast sótt fram að hugsjónamálum hans og hags- munamálum stéttar hans. I öllum þeim tiltölulega rnörgu Wwnlwli á 4. rffo.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.