Þjóðviljinn - 22.11.1940, Page 4

Þjóðviljinn - 22.11.1940, Page 4
. vl Úp bopglnnl NœfarlœJmir í nótt: Úlfar Þórðar- son, Sólvallagötu 18, simi 4411. Nœtarvörðtur er pessa viku í Ingólfs og Laugavegsapótekam. 'útvarpíö i 1dag: 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkiukennsla, 2. flokkur. 19,00 Þýzkukennsla, 1 .flokkiur. 19,25 Hljómplötur: Tataralög. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafr- amsdóttir“, eftir Sigrid Undset. 21,00 Erindi: Úr sögu sönglistarinn ar, II: Sönglist fiUimpjóða og fornra menningarþjóða (með tóndæmum) (Riobert Abraham) 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. María Hallgrímsdóttir lækn ir hefur opnaS lækningastofu í Austurstræti 4 (húsi Thor- valdsensfélagsins, inngangur frá Veltusundi) og tekur þar á móti sjúklingum alla virka daga kl. 11—12 f. h. Kristbjörn Tryggvason lækn ir opnar í dag lækningastofu í Bankastræti 11. Viðtalstími kl. 2—3, Kristbjörn hefur einkum lagt stund á barnasjúkdóma. Ræða Halifax lávairdar Framhald af 1. síðu. Soyétríkjanna í löndum er áður tilheyröu Póllandi og Rúmeníu Brezka stjórnin hefði einnig lagt fram ýmsar almennar til- lögur er miðuðu að því að bæta sambúð Bretlands og Sov étríkjanna. Brezka stjómin bíði enn eftir svari við þessum tillögum. Hr. E. Page Oaston skrifar um þing, sem bannmenn háðu nýlega í Chicago og segir, að komið hafi þar í ljós mikill og vaxandi áhugiæsku- mauna fyrir endurheimtun bannlag- anna. Þá segir hr. Gaston að tíú þús und smábæir (small towns) og sveitarfélög (rural ODmmunities) hafi nýlega, með atkvæðagreiðslu komið hjá sér fullkomnu banni. Læknlngastofa mín, Austurstræti 4, (húsi Thorvaldsensfél., inngangur frá Veltusundi), er opin alla virka daga kl. 11—12 f. h. Sími 3232. — Heimasími 4384. María Hallgrimsdóttír, læknír. Framhald af 2. síðn. og harðvítugu hagsmunadeilum, sem verkalýðurinn hér á Akuæyri hefur háð á Síðari ámm, var Sig- þór meðal þeirra er fremst gengu, og hlífði sér aidrei. Hann var ötull starfsmaður Verkamannafélags Akureyrar og formaður þess frá 1934 og til þess tíma er hann fhitti af félagssvæðinu Hann var meðal stafnenda Komm- únistaflokksins hér, og sfðar Sósí- alistafl'Dkksins, og ávallt i stjórn þeirra hvDrs um sig, Þegar bók- menntafélaginu „Mál og menning“ var hleypt af stokkunum — !í djörfu trausti á menningarþrá fjöldans, gerðist Sigþór umboðs- maður þess hér og vann fyrir þáð geysimikið starf, eins iog út- breiðsla þess hér um slóðir ber gleggstan vott uin. Þess gerist ekki þörf að rekja nánar starfsfenl félaga Sigþórs. Upptalning á einstökum atriðum gæfi .aldrei fullkomna mynd af afrekum hans í þágu verklýðs- stéttarinnar. Sú mynd er hinsveg- ar greypt í huga nánustu sam- starfsmanna hans á þessu sviði, og mun vernda minninguna um hinn ágæta félaga, meðan þeim1 endist þróttur til að halda áfram baráttunni fyrir hugsjónum hans. Vertu sæll, félagi Sigþór! Þökk fyrir samstarfið og fyrir árangr- ana, isem þú náði?, Þú hafðir að atvinnu að veita Ijósi og yl frá leifturhraðri iðu Laxár tll sambDrgara þinna. Þú vildir geta veitt ljósi og yl inn í líf friamtíðarinnar. Laxá hreif lík- ama þinn í Jískaldar öldur síuar. Samtíðin skyldi ekki til fulls ósk- ir þínar og baráttu fyrir bjartri og hlýrri framtíð. En baráttunni skal verða haldið áfram, unz óskir þíji- ar hafa rætzt. Það eitt sæmir minn- ingunm um þig. Steingr. AöalsteinssDn. .Svona stð Hrífandi nútímaskáldsaga eftir einn frægasta kven- rithöfund Bandaríkjanna Verð kr. 3.50 Fæst á afgr. blaðsins Ályktun um sfjóramála-' víðhorííð Framhald af 3. síðu. 4. Barátta gegn atvinnuleys- inu, fyrir auknum verklegum framkvæmdum, fyrir aukn- ingu fiskiflotans, nýjum verk- smiðjum fyrir sjávarútveginn og annarri hagnýtingu lands- gæða. 5. Barátta gegn dýrtíðinni, afnám innflutningshaftanna. 6. Barátta gegn drottnun Thorsara- og Landsbankaklík- unnar í fjármála- og atvinnu- lífi þjóðarinnar. 7. Barátta gegn spillingunni og mútukerfinu í opinberu lífi. 8. Barátta fyrir lýðréttind- um fólksins, gegn einræðis- og ofsóknarstefnu þjóðstjórnarliðs ins. 9. Barátta fyrir endurbótum á tryggingarlöggjöfinni og fá-1 tækralöggjöfinní, fyrir ráöstof unum til að tryggja fólki sæmi legt húsnæði og annarri félags málalöggjöf. 10. Barátta fyrir marghátt- uðum ráöstöfunum til hags- muna fyrir fátæka bændur, umbótum á skipun afurðasöl- imnar, umbótum á jarðrækt- arlögunum, gegn niðurskurð- inum á framlögum til land- búnaðarins o. s. frv. 11. Barátta fyrir því að efla menningu þjóðarinnar, fyrir þv að gera hin þjóölegu verð- mæti aö sameign fólksins, fyr- ir því að opna alþýðunni að- gang að æöri skólum, en af- nema takmörkunar- og útilok- unarákvæði afturhaldsins á því sviði. 12. Víðtæk sósíalistisk fræðslu- og uppeldisstarfsemi innan flokksins. Það er hlutverk flokksins, að sameina alla alþýðu um þessa stefnu, skapa samfylk- ingu fólksins um hagsmuni sína og málstað íslendinga. Frá bæjarsfjórnarfundí Fratnhald af 1. síðu. Björn kvað það satt vera að blað ið hefði ekki drepist, þrátt fyrir ráðstafanir, sem gerðar hefðu ver- ið til þess að kDnia þvi fyrir katt- I amef, enda ætti það fjársjóð, sem ekki væri þrotiinn og ekki mundi þrjóta i bráð. Þessi sjóður blaðs- ins væri fórnfýsi reýkvískrar al- þýðu, sem legði hart að sér til styrktar blaðinu, og því harðara, sem ofsóknir þjóðstjómarliðsins gegn því færðust í afukana. 63 uðurKafs- ævintýri ] eítir Mark C Og er nokkuð uiidir henni? spurði ég. Bara húðin á mér, sagði Glámur hissa. Gott, ég kæri mig ekkert um hana. En farðu úr öllu nema flónelsskyrtunni. Fljótur nú — þú ert ekki blaut- ur, en það er stúlkan þarna. Hann stóð og gapti. Eg vil fá treyjuna, peysuna og skyrtuna hjá þér, aö láni, þú skalt fá þaö aftur á morgun, þegar fötin okkar eru orðin þurr. Þú ert ekki blautur og þér mun verða heitara en okkur í hellinum. Fljótur nú! En ég þarfnast þeirra sjálfur, sagði hann hátíðlega. Eg missti þolinmæðina og þrumaði: Líttu á! Farðu strax úr fötunum eða ég tek í gikk- inn og afklæði síðan skrokkinn á þér. Ó, sagði hann, látum svo vera — og hann fór að tína af sér spjarirnar en ég tók jafnharðan við þeim. (Virginía snéri baki við okkur og kuldahrollur fór um hana). Loksins var hann kominn úr þessum þremur flíkum. Bíddu nú hérna, sagöi ég, þangað til við komum aft- ur og sækjum þig. — Komdu ástin mín, við skulum litast svolítið um hérna á ströndinni. Við fórum og skildum hann eftir, en við vorum ekki komin langt þegar hann kallaði: Hæ, hvert eruð þið að íara? Skiptu þér ekki af því, kallaði ég. Bíddu bara þarna eftir okkur, Ranglaöu ekkert burtu, því þá getur farið illa fyrir þér. Hæ, kallaöi hann aftur. Hvar á ég að sofa? í Lóninu, sagði ég þýðlega. Hæ, hvenær kemur vélbáturinn aftuf? Það má guð vita, svaraði ég hryssingslega. Eg var að velta því fyrir mér, hvar Hogan héfði náð í þennan hálfvita og hvort hann rnundi nokkuð hirða um að sækja hann. Eða átti að skilja hann eftir hjá okkur svo við yrðum að sjá um hann? Eg fór að kenna í brjósti um hann og kallaði: Við komum eftir. augnablik. Gaktu um á meðan ef þér veröur kalt. Hvert ertu að fara, elskan mín? spurði Virginía. Við skulum líta snöggvast eftir róðrarbátnum, sagði Óg. ... ; i\' V Mér fannst að fyrst ég var holdvotur á annað borö, gæti það ekkert gert mér til þó ég öslaöi svolítið í lón- inu til þess að skyggnast eftir hvort þessi eina von okkar um björgun — báturinn — væri enn við iíði. Eg. hafði sem sé sáralitla von um aö sjá Hogan eða snekkj- una aftur. Það var mjög ósennilegt að hann mundi stofna sér í nokkura tvísýnu héðanaf, eftir að hann vissi um sambandið milli okkar Virginíu. Hann mundi létta akkerum með morgninum og fara eitthvaö þang- að, sem hann gæti selt vopnin, sökkva síöan snekkj- unni eða sigla henni í strand og hverfa, Eg hafði sterk- an grun um að Glámur ætti að deila útlegðinni með okkur. En ég kæröi mig ekki um að minnast á þetta við Virginíu fyrr en öll von væri úti. Á leiðinni var ég að hugsa um, að líklega væri bezt að koma bátnum strax á flot, þegar við værum búin að finna hann, og halda svo tafarlaust af stað áleiðis til Omatu. Við vor- um komin þangað, sem báturinn átti að vera, meðan ég var að velta þessu fyrir mér. Nú ætla ég að fara og líta eftir bátnum, sagði ég, en á meðan skalt þú fara úr bleytunni og í þessar flíkur. Virginía horfði um stund á mig og sagöi svo hlæjandi: Eg ætla að bíða þa'ngað til við komum í hellinn. Þær munu varla skýla mér allrx, eða heldurðu það? Gaktu þá bara um þér til hita, sagði ég. Og hvað er svo um þig sjálfan, elsku naggurinn minn? spurði hún.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.