Þjóðviljinn - 06.12.1940, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.12.1940, Qupperneq 4
IMÖÐVILIINN Úr bocglnnl Nœturlœknir i n6tt: Bergsveinn Ólafsson, Ránargötu 20, sími 4985. Nœturvördur er þessa viku í ingólfS' og I^ugavegsapótekum. REVÝAN 1940 í Ásíands-úigáfa Leikið í Iðnó í kvöld kl. 8,30. Aögömgumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. 75 uðurhaís- œvintyri Skáldsaga eítir MarkCaywood Sundmót Armanns hefst í kvöld kl. 8,30 Útvarpid í dag. 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: Lög leikin á Havajagítar. 19.50 Auglýsingar 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafransdóttir“, eftir S. Undset. 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 17, F-dúr, eftir Mozart. 21,15 ípróttaþáttur (Pétur Sigurð son háskólaritari). 21,35 Hljómplötur: Harmóniku- lög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Frá Ausíur-Asíu Framhald af 1. síðu. flotans þar austur frá. KvaÖ hann þaö ætlun sína aö fara bráölega í heimsókn til Ástra- líu og Nýja Sjálands. Enda þótt lönd þessi tilheyröu ekki yfir- ráöasvæöi hans, heföu stjórnir þeirra mikinn áhuga fyrir öll- um hernaðarráöstöfunum Breta í Austur-Asíu og Kyrra- hafi. Kveldúlfur Framhald af 3. síðu. gegn samsæri þvi,. sem valda- mennirnir, sem komu á skattfrels inu, nú hafa gert. Það er eitthvað pað hættulegasta, sem komið get- er fyrir sjálfstæði, persönufrelsi og afkomu Islendinga, ef Kveld- úlfi tekst nú að sölsa undir sig mestallt auömagn þjóðarinnar og drottinvald það sem þvi fylgir. Afleiðing slíks einræðis lítillar klíku á fjármálasviðinu verður einræði hennar á stjómmálasvið- inu, útþynnkun lýðræðis og mann réttinda, eins og þjónar Kveld- úlfs, þ. á m. báðir bankaráðs- Jónasarnir heimta nú þegar. — Sameining þjóðarinnar gegn ein ræði og yfirgangi jafnt innlends sem erlends auðvaids er því orð- ið hið brýnasta nauðsynjamáí hennar. Sósíalistafiokkurinn er eini flokkurinn, sem hiklaust heyir baráttuna jafnt gegn Kveídúlfs- sem Bretavaldinu. Þessvegna vilja valdhafarnir Þjóðviljann, málgagn Sósíalistaflokksins 'feig- an. En þjóðin mun sýna þeim að hún ætlar ekki að láta beygja sig undir, hvorki .gullok né skuldaok Thorsaranna. islenzka þjóðin vill fá að ráða atvinnu- lífi sínu sjálf, en ekki verða vinnuþræll braskaranna. Og sá viiji hennar mun sigra. Kl. 8,30 í kvöld hefst sundkeppni í Sundhöllinni milli beztu sundmanna Ár- manns, K.R. og Ægis. Hafa sundmenn æft af kappi undir þetta síöasta sundmót ársins og vilja nú sýna hvaö góður á- hugi og góö kennsla geta áork- aö þrátt fyrir öröuga aðstööu þessa tíma. Frá Ármanni eru skráöir 15 menn, K.R. 12 menn og Ægir 6 menn. í 50 m. skriðsundi keppa 5 menn frá Ármann og K.R. Lík- legastir til sigurs veröa GuÖ- brandur Þorkelsson, Rafn Sig- urvinsson og Gunnar Eggerts- son. Synda þeir saman Guö- brandur og Gunnar og má þar búast við jöfnum og höröum leik. í 100 m. brngusundi keppa 6 menn, þar á meöal núver- andi methafi Sigurður Jónsson og fyrverandi methafi Ingi Sveinsson. Er þetta í fyrsta skipti sem þeir reyna tpeð sér, síðan metiö var sett. Hafa báö- ir æft af kappi, annar til að vinna sig upp aftur, en hinn til aö halda fengnum sigri. Meö þeim keppa 4 ungir og mjög efnilegir bringusunds- menn, þar á meðal Björgvin Magnússon, sem á æfingu hef- ur gert 3 bezta tíma í 100 m. bringusundi, sem hér hefur náöst. Á 200 metra baksundi keppa 2 ungir Ármenningar. A 50 metra skriðsundi fyrir drengi keppa fjór ir hraðsyndir strákar, sem allir ætla sér að vinna. Á 50 metra bringusundi er 3 drengir, einnig kappgjarnir og duglegir sund- menn. Síðast er 4x100 m. boðsund fyrir karla. Þar keppa 4 sveitir 1 frá hverju félagi, K. R„ og Ægi og tvær frá Ármanni. Eru allar sveitirnar skipaóar beztu sundmönnum félagannaog eins og venjulega verður þar mjög hörð og hrifandi keppni. Boðsund eru alltaf mjög skemmtileg og ekki sízt þegar svo jafnar eru, sem nú er. Það er góð og hressandi tilbreyttni á skemmtanalífi Reykvíkinga áö fá á þessum tima árs drengilega en barða og skemmtilega íþrótta keppni í hinni glæsilegu Sundhöll Reykjavíkur. Iþróttaunnendur ættu því að nota þetta síðasta tækifæri árs- ins til að horfa á sundkeppnina. FrleMA Engds F'ramhald af 2. síðu. sínu, sósíalismanum, og verka- lýðsbaráttunni. Hann búsetti sig í London og skrifaði þar fjölda verka og starfaði einnig að al- þjóðlegri útbreiðslu sósíalismans. Mest af því, sem hann skrifaði, skrifaði hann í mjög náinni sam- vinnu við Marx og þekkir sagan tæplega ávaxtaríkari né heilla- vænlegri vináttu tveggja manna. Engels var glæsilegur rithöfund- ur, fjörugur og snjall og tapaði aldrei úr augsýn aðalkjarna efn- isins. Hann dó 5. apríl 1895 í London. 120 ár er ekki langur tími í sögu þjóða, en á þessum 120 ár- um, sem liðin eru síðan en Eng- eis fæddist hafa gerzt stærri breyt ingar á mannfélaginu, en nokkru sinni áður i sögunni. Borgarastétt in, sem kom til valda með iðnað- arbyltingunni á byrjun 19. aldar hefur lifað sitt fegursta aldurs- skeið, hrun hennar virðist yfir- vofandi. Spádómar Marx og Eng els eru komnir fram að mestu leyti, sjötti hluti jarðarinnar hef- ur verið lagður undir ríki verka- lýðsins, og borgarastéttin er að ljúka síðasta andvarpi sínu. Það sem var spádómur fyrir einni öld, er nú orðið aö verúleika. Nafn Engels heyrist ekki eins oft nefnt og nafn Marx. En mik-' 111 vafi er á því, hvor þeirra hefur haft meiri þýðingu fyrir þróun sósialismans. Marx var að vísu strangvísindalegur í öll- um sínum verkum, en hann náði þö aldrei til fjöldans jafn vel og Engels. En allt var starf þeirra þó svo samtvinnað, að eigi má á milli sjá. Enda skiptir það ekki svo miklu máli. En minning Eng- els -mun lifa, sem einhvers giæsi (_legasta skapara sósialismans, — sem einhvers þýðingarmesta vís- indamanns, sem verkalýðehreyf- ingin hefur átt. á—n. að hafa nokkurt ljós uppi og fundiö felustað. Eg vissi, að þeir á tundurspillinum mundu ekki elta okkur inn sundiö, en ég gat búizt viö, að þeir mönnuöu út bát, vopnum búinn, til þess aö leita okkar og því áleit ég hyggilegast að halda kyrru fyrir. fyrst um sinn. Þaö var um miðnættið, sem við höföum varpaö akk- erum og þó aö ég færi niður í káetu mína (eða réttara sagt Hogans, því aö þar var ég nú seztur að) þá gat ég ekki fest svefn. Taugar mínar voru ekki jafn góð- ar enn, eftir æsinguna viö aö sigla skipi, sem risti tíu fet, á fullri ferð inn sundiö. Reyndar gerði þaó nú ekki svo mikið til, þótt Narcissus væri þetta djúpsigldur, því aö copraskipin ristu fjórtán fet, en þá höföum við líka bát á undan, sem stööugt mældi dýpið, og ekki var farið nema fetið, ef svo mætti segja. Narcissus hafði ég siglt svo að segja alla leöiina meö a. m. k. tuttugu og fimm mílna hraða. Af gamalli reynslu er ég viss um, að viö höfum þotið fram hjá sumum kóralskerj- unum svo, að ekki hefur munaö nema þumlungum, aö ekki varö árekstur. Á hverju augnabliki, á meöan við þræddum þennan neöansjávarkrákustíg, átti ég von á að kóralrifin tættu sundur botn skipsins. Þá heföum við ekki átt annars úrkosta, en halda okkur uppi á ein- hverju rekaldi þangað til bátur frá tundurspillinum tæki okkur upp og færi með okkur rakleitt í fangelsið í Omatu. Á þeim stööum, sem ég var vanur aö draga svo úr ferðinni, aö skipið geröi ekki betur en láta að stjóm, á meöan lóöað var og botninn athugaöur, hafði ég í gær tautaö bæn fyrir okkur og látið kylfu raða kasti. Fyrir hugskotssjónum mínum haföi ég ætíð séð Virg- iníu, siöferðilega saklausa en lagalega seka, handtekna af ruddalegum dátum og varpaö í Suðurhafseyjafang- elsi. Þessi hugsun rak mig áfram án þess að taka nokk- urt tillit til áhættunnar. Ég vildi allt fremur en þetta. Síðustu mínúturnar, sem viö vorum að fara gegnum sundið, bættist ein hætta viö. Tundurspillirinn, sem var kominn fram hjá Lonely Atoll og aö mynni sunds- ins, hóf nú ákafa skothríö á okkur, en til allrar ham- ingju, bar hún ekki annan árangur, en aö eyöileggja varastýrishjóliö aftur á og hlífarnar viö þaö, þó aö fær- iö væri stutt. Síöan skall myrkriö á, en áður en það varö svo dimmt, aö nokkurt gagn væri aö leitarljósum tundurspillisins, gat ég dregiö úr feröinni og fariö það sem eftir var sundsins á venjulegan hátt, eins og ég haföi gert svo oft áður. Þannig komumst við undan. Húrra! Nú var þetta, til allrar hamingju, liöið hjá. Við vorum vel falin í víkinni. Borgarbúar höfðu ekki oröiö okkar varir. Þilfarið var brennheitt af geislum sólarinnar, sem var beint uppi yfir okkur. Úr stafni snekkjunnar sást út á milli pálmanna, út á simdið, sem allar fleytur, stórar og smáar, sem til Kilowa ætluðu, þurftu að fara. Síöan í dögun lét ég mann vera á verði og gefa sundinu gætur. Ef það yrði óhjákvæmilegt að yfirgefa skipiö og leita á land upp, inn á eyjuna — þar sem viö áttum á hættu aö falla 1 klærnar á mann- ætum — jæja. þaö var þá ekki um annað aö ræða en búa sig sem bezt úr garöi. En þaö var örþrifaráö, sem ég ætlaöi ekki aö grípa til fyrr en allt annað þryti. Sóltjaldiö aftur á var enn uppi. Við Virginía sátúm undir því, rétt viö uppgönguna og ræddum um fyrri dvöl mína hér. árs útlegö. Eg þekkti svo vel bárujáms- skúrinn, þar sem viö höföum búið, ég og Graetz kaup- maöur. Þarna var fjaran, sem ég hafði hlaupiö niður, undan óöum og hljóöandi villimönnunum og stokkiö út í sjóinn. Þarna glampaöi á Lonely Atoll úti við sjón- deildarhringinn. Þangaö voru tíu mílur, eftir þeim krókaleiöum, sem snekkjan þurfti að þræöa, en aðeins fjórar eítir leiðum hákarlanna. Ég brosti. Það væri gaman aö vita hvað Hogan er aö gera. Ef hann hefði hálfar gáfur á við þaö, sem ég ætlaði'honum, þá væri hann nú kominn heilp og höldnu til Omatu — og sönni-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.