Þjóðviljinn - 07.12.1940, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1940, Blaðsíða 1
5. árgangnr. Laugardagur 7. des. 1940. 280. tölublað. Pillir Mur Irá LaogiroÉi Um 100 manns hafa tekíð þátt í árang- urslausrí ieít síðan á mánudag Síöastliðinn mánudagsmorgun hvarf skólapiltur að nafni Einar Stefánsson, frá Laugarvatni, og hefur ekki spurzt til hans síðan, þrátt fyrir mikla leit. Þjóðviljinn átti í gær tal við Bjarna skólastjóra á Laug arvatni og sagðist honum þannig frá: Þíódnýiíng jarða, sióriðnaðarf verzlunar og banka. — Launahækkun 50% meíri en aukníng dýriíðarínnar. — Aivinnuleysí úfrými. — Fuílkomnar þjóðfélagsfryggingar. Framleíðslan eyksf. Framfarír á sviðí menníngarmála Víðtal víð Gedwílas, forseta þjóðfulltrúaráðs Sovét-Lítháens Fréttaritari vor í Moskva hefur átt tal við forseta þjóð- fulltrúaráðs Sovét-Litháens, Gedwilas. 1 viðtalinu segir Ged wilas frá þeim miklu breytingum, er orðið hafa á lífskjör- um litháisku þjóðarinnar síðan í sumar að Litháen gerðist eitt af sambandslýðveldum Sovétríkjanna. Fer frásögn Gedwilas hér á eftir. Alþýðan fekur völdín „Það er eðlilegt að skipta leiðinni, sem farin hefur verið, í nokkra áfanga. Fyrsti vegar- kaflinn er tíminn frá 15. júní þar til þjóðþingið var kvatt saman, Litháen varð sovétlýð- veldi og gekk í Sovétríkjasam- bandið . Það var undirbúnings tími, alþýðan fylkti liði, knúði fram rétt sinn til félaga- og flokkastarfsemi og tók völdin í sínar hendur. Þjóðnýfing framleíðslu- iaekjanna Annar áfanginn einkennist af framkvæmdum þeirra sam- þykkta, er þjóðþingið geröi, lönd og lendur voru þjóðnýtt og skipt milli landleysingja sveitanna. Stóriðnaður, ,'verzl- un og bankar voru þjóðnýtt, urðu sameign allrar litháisku þjóðarinnar. Alþýðan sá opn- ast dyrnar til æðri menntunar og alþýðumenn tókust á hend- ur þýöingarmiklar trúnaðar- Yfír íoo nýír með- límír í Málí o$ menningu síðan rif Jóhanns Síg- urjónssonar komu út Svo sem vænta mátti hefur út- gáfa Máls og menningar á ritum Jóhanns Sigurjónssonar aukið vin sældir þessa vinsæla félags að miklum mun. Síðan 1. bindi af ritum Jóhanns kom út á vegum félagsins um miðjan nóvember, hafa yfir 100 nýir meðlimir bætzt við í Mál og menningu, aðeins hér í Reykjavík. Og daglega bætast þar nú nýir meðlimir, því allir vilja tryggja sér að ná í rit þessi, áður en það er orðið um seinan. stöður á öllum sviðum þjóðlífs ins, mikill hluti hinna ný- kjörnu þingmanna eru verka- menn og bændur. Þar meö er öðrum áfanganum lokið. Afvínnulíf Líiháens sam ræmf afvínnulífí Sovéf- ríkjanna Stjórn Litháens og Komm- únistaflokkurinn hefur sett sér það verkefni að gefa öllum borgurum Litháens jafngóða lífsmöguleika og aðrir sovét- borgarar hafa þegar náð, en því verður ekki til leiðar kom- ið nema með lífrænni samein- ingu atvinnulífs Litháens og hinna annarra sovétríkja. Það þarf að samræma vinnu laun og vöruverð, breyta pen- ingakerfinu til samræmis við þaö sem gildir annarsstaðar í Sovétríkjunum. Með slíkri sam ræmingu atvinnu og viðskipta lífsins opnast leiðir til hraö- fara atvinnuþróunar í Litháen á sósíalistiskum grundvelli, og þar með til aukinnar velmeg- unar og menningarlífs fyrir alla alþýðu. Þetta eru verkefni þriðja áfangans, og hafa þegar verið gerðar ýmsar ráðstafan- ir til úrlausnar. Laun hækkuð. Skaffar lækkaðír. Try$$ín$um komíð á Þjóðfulltrúarað Sovét-Lithá- ens gerði nýlega þýðingarmikl ar samþykktir, er hækka laun allra verkamanna og sýslunar- manna frá 10. nóv, að telja, og er það þriðja launahækkunin síðan sovétstjórnin tók við völdum. Hækka launin að með altali um 20%, og launakerf- inu jafnframt breytt til sam- ræmis við það sem er í öðrum sovétríkjum. Almennum þjóð- félagstryggingum var komið á, eftir sömu grundvallarreglum og gilda annarsstaöar í Sovét- ríkjunum. Allt verkafólk fær ókeypis læknishjálp. Launa- skattur, íbúðaskattur og elli- tryggingaskattur hafa verið afnumdir. í stað þeirra hafa verið lagðir á nýir skattar, en mun lægri, svipaðir sköttum annarsstaðar í Sovétríkjunum. Við ákvarðanir og samræm- ingu vöruverðs. hefur verð á nokkrum vörutegundum hækk að, verð á landbúnaöarvörum stóð í stað, en verð ýmissa al- gengustu nauðsynjavara lækk aöi verulega. Þá hefur einnig verið samþykkt að taka upp peningakerfi Sovétríkjanna. Með framkvæmd þessara samþykkta má telja að lífskjör ■alþýöunnar í Litháen komist á sama stig og yfirleitt er í Sov- étríkjunum. Frumbnld h 4. aidij Síðastliðinn sunnudag, 1. des. var fjölmenn samkoma að Laugarvatni. Um kl. 6 á mánudagsmorg- un, þegar komið var að sam- komuslitum, urðu menn þess varir, að einn af nemendum skólans, Einar Stefánsson, ætt aöur undan Eyjafjöllum, en átti núna raunverulega heima í Reykjavík, þó skráður væri hann fyrir austan, hljóp burt frá skólanum, eftir veginum, sem liggur suður Grímsnes. Tveir piltar fóru á eftir hon- um, annar snéri þó brátt við, og sagði mér frá þessum at- burði. Eg tók þegar bíl, sem stóð á hlaðinu og keyröi suður eftir veginum, en fann piltinn ekki. Síðast sást til hans skammt frá Eyvindartungu. Síöan hefur verið leitað á hverjum degi, en árangurs- laust, hafa um 100 menn tekið þátt í leitinni og nú síðast nokkrir skátar. Naumast er hægt að vona lengur að pilturinn sé á lifi. Ýmsar sögur hafa gengið hér í bænum um aö hvarf þessa pilts stæði í sambandi við ölvun er átt hafi sér stað á skemmtun þessari og ráðstaf anir þær sem skólastjóri hafi gert í því sambandi. Um þau mál fórust Bjarna þannig orð: — Á skemmtuninni voru um 600 manns og sá ég ekki vín á nokkrum manni utan tveim- ur piltum, og voru þeir fjar- lægðir og háttaðir ofan í rúm. Framkoma þeirra vakti mikla óánægju 1 skólanum og urðu þeir samkvæmt skólareglum aó víkja úr skóla. Tveir aðrir piltar uröu einnig að hverfa úr skólanum sökum annarra agabrota, Mér var ekki kunnugt um að Einar hefði neytt áfengis, þó getur þaö verið. Ástæður til þess að hann hljóp þannig burtu eru mér alls ekki kunn- ar. Af honum sem nemanda hafði ég aldrei nema gott eitt að segja, hann var meðal hinna prýöilegustu nemenda. Hann var 25 ára aö aldri og stundaði sjómennsku. Idsii MarDoriiii Mt suaranfa Er Argyrokasftron eínníg í höndtim örífefeja? — Badoglio, yfirhershöfd- íngí Ifala, lætur af sförfum Það var tillsynnt opinberlega í Aþenu í gærmorgun að gríski herinn hafi tekið á vald sitt hafnarborgina Sante Quaranta í Suður-Albaníu. Taka borgar þessarar er stór sigur fyrir Grikki. Fyrstu vikur stríðsins notuðu Italir Sante Quaranta sem eina aðal birgðastöð hersins í Albaníu, og þangað var flutt herliðið er barðist á Epirus-vígstöðvunurn. Samkvæmt grískum fregnum er meginher ítala hvar- vetna á undanhaldi Óstaðfest fregn frá Monastir í Júgóslavíu segir að ítalski herinn hafi í gærmorgun yfirgefið borg- ina Argyrokastron, og hafi Grikk- ir tekið hana á vald sitt um há- degi í gær. Gríski herinn sækir einnigfram á Pogradec-viigstöðvunum. Um 6000 ítalskir og albanskir hermenn hafa flúið inn yfir landa mæri Júgóslavíu og verið kyrrsett ir þar. Segir í fregn frá Belgrad, að samkomulag milli ítalanna og Albana sé svo siæmt, að orðið hafi að aðskilja fangana. Badoglio marskálkur, yfir- hershöfðingi Ítala, hefur látið af herstjórninni, að því er Lundúnafregnir herma. Við störfum hans tekur Caballero. fyrrverandi aðstoðarhermála- ráðherra. Er talið að fráför Badoglio sé merki um vaxandi ágreining milli nokkurs hluta herstjórnarinnar og hinna fas- istisku valdhafa. Ófarir itala í Albaníu hafa alið á þessum ágreiningi. Badoglio er talin hafa verið þvi mótfallinn að farið væri í styrjöld viðGrikki í haust, en fasistaleiðtogarnir knúðu það friam gegn vilja her stjórnarinnar, er taldi undirbún- ing ónógan. Vcsfmannacýja^ sfúlktirnar unnu „Hauka" Vestmannaeyjastúlkurnar kepptu í gærkveldi í handknattleik vi£ flokk úr Haukum i Hafnarfirð Og unnu með 17:4. Karlaflokkur (II. fl.) úr Val og Víking kepptu einnig, og vanr J Valur með 19:18. Félagid Berklauörn heldur út- breiðslufund á morgun kl. 4 e. h. í Kaupþingssalnum. Formaðu; félagsins Maríus Helgason flytui ávarp, Sigurður Magnússon pró- fessor flytur erindi og Friðfinn- ur Guðjónsson leikari les upp. Einnig verða frjálsar umræður. Séra Hrtgnar Benediktsson mes ar í barnaskólanum í Skildingia- nesi, Baugsveg 7, kl. 2 á morgxm og Mýrarhúsaskóla kl. 8,30 siðd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.