Þjóðviljinn - 14.12.1940, Blaðsíða 4
Nœturlœknir í nótt: Halldór
Stefánsson Ránarg. 12, sími 2234.
Æ. F. R.
Æ. F. R.
82
Nœturvördur er þessa viku í
Reykjavikurapóteki og Lyfjabúð
inni Iðunni.
Útvarpid í dag:
12,00 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla ,1. fl.
19,00 Enskukennsla, 2. fl.
19,25 Hljómplötur Kórsöngvar.
19.50 Auglýsingar.
20,00 Fréttir.
20.30 Frá Noregi, Skúli Skúla-
son ritstjóri. — Norskir söngv-
ar, Pétur Jónsson.
21.30 Útvarpstríóið: Einleikurog
tríó. Lög eftir Kreisler, Chopin,
Gade og Gautier.
21.50 Fréttir.
22,00 Danslög.
24,00 Dagskrárlok.
Ordsending frá sóknarnefnd
Laugmnessprestakalls: Sóknar-
nefndin vill beina athygli sóknar
manna að því, að enda þótt að-
eins sé um einn umusækjanda
að ræða fela prestskosningalög-
in það í sér að mjög nauðsyn-
legt er að sem allra flestir neyti
kosningaréttar síns og sýni vilja
sinn, því að markmiðið er að
prestkosningin verði lögmæt.
Þessi orðsending nær til allra
atkvæðisbærra safnaðarmeðlima
þjóðkirkjunnar, sem búa.. austan
Rauðarárstigs og Reykjanesbraut
ar, en þar eru skilin milli sökn-
anna. Er þess fastlega vænzt að
kjósendur sýni áhuga og kosn-
ingin verði prestakallinu til
sóma.
Trúlofun:
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína Ásdís Steinþórsdóttir Guð
mundssonar Ásvallagötu 2, og
Guðmundur Pálsson frá Flat-
eyri.
Rafskinna er nú komin í
skemmugluggann hjá Haraldi
Pað er eitt af því sem heyrir jól-
unum til, að stanza þar og skoða
þau listaverk undirróðursins, sem
Gunnar Bachmann og Tryggvi
Magnússón Játa þar í té. Og verð-
ur vissiulega að viðurkenna það
að þeim fer fram ár frá ári. —
Mikið væri gaman að sjá þessa
auglýsingatækni notaða í þágu
annars ennþá betra en kaupsýslu-
auglýsinga, þó vissulega séu þær
oft góðar.
YFIRLÝSING
Blaðið hefur verið beðið að
birta eftirfarandi yfirlýsingu frá
brezku herstjórninni:
„I Alþýðublaðinu 29. nóvember
og 2. desember birtust greinar um
að samkvæmt samningum milli
Dagsbrúnar og íslenzku ríkis
stjórnarinnar mundi meðlimum
Dagsbrúnar og Sjómannafélags
Reykjavíkur verða veitt forréttindi
í daglaunavinnu, sem brezki her-
inn veitfr gegnum Vinnumiðlunar
skrifstofuna. Brezka herstjórnin
vill taka það fram að, hún er ekki
aðili að þessu samkomulagi og
henni er því óviðkomandi hvort
þeir verkamenn, sem húri tekur í
sína þjónustu gegnum Vinnumiðl
unarskrifstofuna eru meðlimir í
verkamannafélagi eöa öðrúm fé-
Iögum“.
Skemmtifund
heldur Æskulýðsfylking Reykjavíkur laugardagskvöidið 14.
desember n. k. kl. 8.30 í Baðstofu iðnaðarmanna.
DAGSKRÁ:
1. Félagsmál (Blaðsjóður, samstarf æskulýðsfélaganna
o. fl.).
2. “Litli og stóri” skemmta með músikk.
3. Ræða: Einar Olgeirsson, ritstjóri.
4. Upplestur: Stefán Jónsson, rithöfundur.
5. “Marx”.
6. Óákveðið.
Aðgangur kostar kr. 1. — Félagar, komið stundvíslega og
takið með ykkur gesti og nýjameðlimi.
Stjórn Æ. F. R.
óskast til að selja merki fyrir Blindrafélagið sunnudaginn
15. des. — Há sölulaun og verðlaun. Komið á afgreiðslu
merkjasölunnar í Ingólfsstræti 16 (syðri dyr) kl. 10 á sunnu-
dagsmorguninn.
Laagarvafns^
málíð
Framhald af 1. síðu.
þessa nótt, en fullvíst má telja
að hvarf Einars standi í sam-
bandi við þag viðskipti.
í haust var haldinn skólastjóra-
fundur hér í Reykjavík að til-
hlutun ríkisstjórnarinnar.
Fundur þessi átti að setja skóla
æskunni reglur með tilliti til hins
„óvenjulega ástands". Pessar regl
ur voru samdar og síðan sendar
af kennslumálaráðuneytinu í alla
skóla landsins, með fyrirmælum
um að þær skyldu birtar nemend
um og kennumm, og festar upp
í húsnæði skólanna.
Bjarni skólastjóri á Laugarvatni
átti mikinn þátt í áð semja þess
ar reglur.
Önnur grein reglanna er þabn
jg:
Allar samkomur nemenda og
skemmtanir skulu í vefur vera
aðeins fgrir pá og vandamenn
peirra.
Gaman væri að fá skýringu
á því hjá Bjarna á Laugarvatni
á hvern hátt 600 manna skemmt
un sú, sem haldin var í skóla
hans 1. des. geti samrýmzt þess-
ari grein hinnar umræddu reglu-
gerðar.
Skólareglur á Laugarvatni em
yfirleitt strangar, en að flestra
dómi að efni til réttmætar. Það
er ljóst að til þess að slíkar
skólareglur séu haldnar, þarf
skólastjórinn að vera þeim kost-
um búinn, að nemendur hans
beri fyrir honum þá virðingu, er
með þarf til þess að þeir fylgi
reglum þeim, sem hann vill að
i gildi í skólanum. Skólaagi er
óhugsandi, ef skólastjórinn er
ekki þeim kostum búinn að allir
sæmilegir menn beri várðingu fyr
ir honum.
Félag; róttœkra stúdenta heldur
aðalfund á niorgun kl. 2. e. h. í>
II. kennslustofú Háskólaris.
Bjarna á Laugarvatni skortir
margt til þess að nemendur
beri fyrir honum þá virðingu,
sem með þarf, þessvegna verð-
ur hann oft að nota hörð tök
til þess að framfylgja hinum
ströngu skólareglum. Peim tök-
um hefur oftar en einu sinni ver-
ið þannig beitt, að ekki hefur
hæft greindum manni eins og
skólastjóri við svona skóla ætti
vera.
Það er eitt af verkum Jónasar
frá Hriflu að gera Bjarna að
skólastjóra.
Vali hans ollu ókostir Bjarna
en ekki kostir, og er þó Bjarni
ekki án kosta.
Fremur tregar gáfur Bjarna
samfara talhlýðni hans við Jónas
voru þeir ókostir, sem gerðu
hann, að dómi J. J., hæfan til
skólastjórastarfa. Þetta val^hefur
orðið skólanum og skóliamálum
landsins dýrt og hefur lenigur
verið við hlítt en rétt er.
Niðurstaðan hefur verið strang
ar reglur, ýmist fruntalega fram
kvæmdar eða þverbrotnar, og
uppeldis- og námsgildi skólans
hefur orðið lítið eða ekkert.
Gott dæmi um allt þetta eru
reglurnar, sem Bjarni var með
að semja í haust um að banna nem
endum að halda samkomur og
skemmtanir nema fyrir sjálfa
sig og vandamenn sina, annars
vegar og hinsvegar skemmtunin
á Laugarvatni 1. des.
Gott væri ef Bjarni væri svo
gáfaður að segja af sér skóla-
stjörastarfi áður en fleiri vand-
ræði 'stafa af skólastjórn hans.
tiðurhafs-
ssvintýri
Skáldsaga ettir MarkCay wood
inu nær. Eg þurfti ekki að spyrja, hvort hún kannaðist
við skriftina. Eg sá það á andliti hennar. Hún hallaðist
máttvana upp að mér og hefði dottið, ef ég hefði ekki
tekið utan um hana.
Vertu sterk, vina mín, mælti ég. Þetta er betra en að
fá ekkert að vita.
Da Silva horfði á okkur með forvitni. Á bak við hann
sá ég Abel gefa honum nánar gætur, rétt eins og hann
grunaði hann um græsku.
En í herrans nafni og fjörutíu, hver er þá þessi vesa-
lings skepna á Lonely Atoll? spurði ég.
Silva fór að hlægja.
Ó, hann? Það er brjálaöur sjómaður. Villimennirnir
halda að það sé djöfullinn . . . ., hann gerði krossmark
fyrir sér. (Það var auðséð, að villimennirnir voru ekki
einir um þá skoðun). Þeir óttast Lonely Atoll. Þeir fást
ekki til að fara þangað. Þeir eru hræddir við alia djöfla
— já-
Virginía hjúfraði sig upp að mér og andvarpaði.
Stilltu þig, ástin mín, mælti ég. Hugsaðu þér, hvað
það hefði verið miklu hræðilegra, ef bróðir þinn hefði
veriö eins og þessi ófreskja á eyjunni.
’ Hún titraði, en mér til mikillar gleði, fann ég, að
henni varð léttara um hjartarziturnar.
Hvernig bar andlát hans að, spurði hún loks.
Eg hlustaöi á gamalkunna sögu, sem ég hafði oft og
mörgum sinnum heyrt áður — víðsvegar um Kyrrahaf-
ið. Veikbyggður líkami — óvanur öllu misjöfnu — lofts-
lagið á eyjunum — hitaveiki — óráð — engin læknis-
hjálp né meðul — síðan koldimm auönin ,sem allra bíð-
ur — dauðinn.
Og nú, sagði ég, er þessi raunarolla var á enda, lang-
aði mig til þess að fá eitthvað að vita um þennan bát,
sem kom hingað í kvöld. Hvenær er hann væntanlegur
aftur?
Eg veit það ekki. Þeir minntust ekkert á það, skip-
stjóri.
Eg horfði hvasst á mannræfilinn og þóttist vita, að
hann segði satt. Mér þótti ekki sennilegt, að liðsforingi
sá, er bátnum réði, hafi látið svo lítiö að skýra garmin-
um frá fyrirætlunum sínum.
Hvernig var hæstráðandi bátsins í útliti? spurði ég.
Hann y,ar fremur smávaxinn — eins og ég — já. ..
Hvernig var hann, þegar hann brosti?
Da Silva fór að hlæja.
Það var allt út í aðra hliðina — brosið — já.
Eg anzaði engu, en nú vissi ég hver var fyrir leitar-
mönnunum. Það er aðeins einn maður á suðurhveli
jarðar, sem brosir’eins og Jimmy Buchanan og það er
Jimmy sjálfur.
Hvað vildu þeir þér? spurði ég.
Þeir spurðu hvort ég hefði séö lítið skip koma til Kil-
owa í gærkvöldi eða í nótt. Eg sagði nei — nei. Eg hef
ekkert skip séð — nei ,sagði ég þeim.
Hvað svo?
Þeir spurðu hvort lítið skip gæti falizt fyrir innan
rifið. Eg sagði já. Margir góðir íelustaðir. Þeir töluöu
saman — litli maðurinn og stór maður. Svo fóru peir
aftur, en athuguðu fyrst skúrinn og síðan alla kofa vllli-
mannanna.
Já, einmitt. Þess vegna hafa þeir verið svona lengi.
|Nú þakka ég fyrir upplýsingarnar herra da Silva. Við
'þurfum víst ekki að halda fyrir yður vöku lengur. Eg
- vil aðeins benda á, að það væri mjög ógætilegt af yð-
ur að minnast á það, að kona hafi verið í för með okk-
ur.
Da Silva baöaði út höndunum í mesta ákafa.
Eg segi þeim ekkert. Engum neitt — nei. Hann leit
lymskulega á mig um leið. Bíðið þið við, hélt hann.á-
fram. Eg ætla að ná í viský — handa yður og vinum
yðar, herra skipstjóri. Bíðið þið. Eg ætla að segja verð-