Þjóðviljinn - 18.12.1940, Síða 1
MaFalMagrett í Dagshrúa
ggi Digggsloan, DiODsaaihagdifl
og bFOiirehstraga
Atkvæðagareiðsla þessi er þarflaus en er látín fara
fram af því sfjórnín þorír ekki að halda félagsfund
Verkamenn! Heímílíð vinnusfððvun um áramótín en
láfíð ekki reka Jón Rafnsson og Sveín Sveínsson!
r
af ,öla GarDa‘ furip aðfinisluniar
Þanníg svaira Skjaldborgarbroddarnír kröfum
sjómanna um öryggí
Grein sú, er 2. vélstjóri á “Óla Garða”, Sveinbjörn Erl-
ingsson, sendi til allra dagblaðanna samtímis, en birt var
eingöngu í Þjóðviljanum, hefur vakið mjög mikla eftirtekt.
Eigendur “Óla Garða”, stríðsgróðamenn Skjaldborgarinn
ar í Hafnarfirði, svöruðu aðfinnslum vélstjórans á þann
hátt að verða aðeins að nokkru leyti við þeim kröfum hans,
að bæta úr því, sem ábótavant var, en láta hann fara af
skipinu. Daginn eftir komst Sveinbjörn hinsvegar að sem
fyrsti vélstjóri á öðrum togara. Vopn atvinnukúgunarinnar
bítur nú illa í höndum Skjaldborgarinnar.
Stjórn Dagsbrúnar hefur ákveðið að láta fara fram alls
herjaratkvæðagreiðslu innan félagsins, næstkomandi föstu-
dag, laugardag og sunnudag. Þrjár spurningar verða lagð-
ar fyrir félagsmenn:
1) Hvort félagsmenn vilji heimila stjórninni aó' 'hefja
vinnustöðvun 1. jan. 1941 ef samningar um kaup og
kjör verkamanna nást ekki fyrir 23. þ. m.
Við þessari spurningu hlýtur hver einasti verkamaður
að segja JÁ.
2) Hvort félagsmenn vilji ákveða að Dagsbrún gangi
ekki 1 Alþýðusambandið fyrr en kosið veröi á Alþýöusam
bandsþing samkvæmt hinum nýju lögum.
Slík ákvörðun er ástæðulaus með öllu, það er sjálfsagt
fyrir Dagsbrún að hafa óbundnar hendur með að ganga
inn í sambandið hvenær sem félaginu hentar. Og er því
rétt að segja NEí við þessari spurningu.
3) Hvort reka skuli Jón Rafnsson og Svein Sveinsson
úr félaginu.
Það er af ótta við að leggja þessa spurningu fyrir félags
fund, að stofnað er til þessarar allsherjaratkvæðagreiðslu.
Hver einasti heiðarlegur Dagsbrúnarmaður segir NEI við
þessari spurningu.
Hvetrs vegoa aíkvæða~
greíösla ?
Það er rétt og sjálfsagt, að
stjórn Dagsbrúnar leiti heim-
ildar félagsins til þess að hefja
vinnustöðvun um áramótin, ef
samningar takast ekki í tæka
tíð, og þaö er jafnsjálfsagt aö
hver einasti verkamaöur sam-
þykki að veita henni slíka
heimild. Það .er hinsvegar firn
mikil og fádæmi, að slíkrar
heimildar skuli vera ieitað án
þess að ræða fyrst á félags-
fundi samningsgrundvöllinn,
þannig að skýrt geti komiö
fram hver þau atriði eru, sem
Dagsbrúnarmenn vil j a 4 undir
engum kringumstæðum þoka
frá. Þegar verklýðsfélögin gefa
stjórn sinni heimild til vinnu-
stöövunar, er það sjálfsögð og
ófrávíkjanleg regla, að þau
geri sér áður ljóst um hvaöa
meginatriði ágreiningurinn
snúist.
En hverjir kunna að halda,
að vinnustöðvun þurfi að sam-
þykkjast með allsherjarat-
kvæðagreiðslu svo lögmæt sé?
Samkvæmt vinnulöggjölfinni
getur trúnaðarmannaráð lýst
yfir vinnustöövun, ef % með-
lima þess samþykkja, og því er
í lögum hlutaðeigantíi félagi
gefið slíkt vald. Samkvæmt
þessu hefur trúnaðarmanna-
ráð Dagsbrúnar, sem skipaö
er 9 mönnum, rétt og vald til
þess að ákveða vinnustöðvun.
Eðlilegur gangur þessa máls
hefði því verið sá, að ræða
samningsgrundvöllinn á félags
fundi, og að sá fundur hefði
síðan falið trúnaðarmannaráði
að lýsa yfir vinnustöðvun í
tæka tíð, ef vissar kröfur, sem
fundurinn samþykkti næöu
ekki fram að ganga með frið-
samlegum samningum.
Því fór ekki stjórnin þessa
sjálfsögðu leið?
Þessari spurningu verður
ekki svarað nema á einn veg.
Stjómin þorir ekki að halda
félagsfund, en býr sér til tilefni
til að láta fara fram allsherj-
aratkvæðagreiðslu í þeirri von,
að telja megi nógu mörgum
verkamönnum, sem ekki voru
á síðasta Dagsbrúnarfundi, trú
um, að Jón Rafnsson og
Sveinn Sveinsson hafi gerzt
sekir um óspektir á fundi þeim
ef verða mætti til þess, að stað
fest yrði hin hneykslanlega
framkoma hins ólögmæta trún
aðarráðs í garð þessara manna
Afsfaðan tíl Alþýðusam-
bandsíns
Sennilega heftsir aldrei verið
lögð fáránlegri og vitlausari
spurning fyrir nokkurt verkalýðs-
félag, en spurning sú, sem stjórn
Dagsbrúnar leggur fyrir við pessa
allsherjaratkvæðagreiðslu varð-
andi afstöðu félagsins til Alþýðu-
sambandsins.
Það er augljóst mál, að allir
sem unna einingu verkalýðssam-
takanna, hljóta að óska eftir því,
að Dagsbrún gerist sem fyrst að-
ili að hinu endurskipulagða Al-
þýðusambandi, þrátt fyrir þær
leifar einræðisins, sem samband-
ið enn dregst með. Þegar Dags-
brún gengur í Alþýðusambandið
fær hún fulltrúa í fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna í Reykjavík,
og þar með mikil áhrif á starf
heildarsamtaka verkalýðsfélag-
ianna í Reykjavik. Einnig er vert
að benda á, að þó stjórn Alþýðu-
sambandsins sé slærn, er hægt
að vænta þess að þróttmikil
verkalýðsfélög geti knúð hana til
heiðarlegra starfa við og við.
Aftur á móti er sjálfsagt fyrir
Dagsbrún að krefjast þess, áður
en hún gengur inn í Alþýðusam-
bandið, að unnið verði að því af
heilum hug, af hálfu sambands-
stjórnar að allur klofningur inn-
an verkalýðssamtakanna verði
þurrkaður út, að verkalýðsfélög-
in t.d. á Akureyri og í Vestmanna
eyjum verði sameinuð og starfi
innan Alþýðusambandsins, og eng
ir verkamenn hlutaðeigandi starfs
greina verði útilokaðir frá þeim.
Að gera samþykkt og þar með
allsherjaratkvæðagreiðslu um að
félagið skuli vera utan Alþýðiu-
sambandsins, „þar til kosiðverði
sambandsþing samkvæmt hinum
nýju lögum“, er í senn ástæðu-
laust, vitlaust, og er ótrúlegt að
stjórnin fái marga verkamenn til
að segja já við slikri firru.
Adalafríðíd
Eins oig þegar hefur verið sýnt
fram á, er stofnað til þessarar
atkvæðagreiðslu til þess að reyna
Prh. á 4. síðu.
Alþýðublaðið hefur viðtal við
stríðsgróðamennina í Hafnarfirði
og eru þeir að reyna að bera í
bætifláka fyrir sig hvað frágang
björgunarbátanna snertir með því
að segjast hafa borgað 440 kr.
viðgerðarreikning á þeim íágúst!
— En því hefur Alþýðublaðið
ekki viðtal við sjómennina á „óla
Garða“ um öryggisútbúnaðinn ?
En ætli það að fá þá til að segja
sannleikann væri bezt fyrir þá að
láta þeim fyrs,t í té vottorð um
að þeir verði ekki reknir fyrir
að segja satt. — En það er ekki
líklegt að málgagn hafnfirzku
togaraeigendanna kæri sig um að
fá fram álit sjómanna í blaði
sínu.
Sófeo brczha hersíns ínn i
Libýu heldur áfram
liafa Gríkkír tebíð borgína Tepelíno?
í hernaðartilkynningum Breta í gær er skýrt frá töku
borgarinnar Sollum og virkisins Fort Kapuzzo, og áfram-
haldandi sókn inn í Líbýu. Eftir fregnum þessum að dæma
vhðist ítölum ekki hafa tekizt aö síööva sólm Breta við
landamæri Líbýu, en þar voru fyrir hendi öflug varnarvirki
þegar í stríðsbyrjun.
Brezkar flugvélar vörpuðu sprengjum á alla flugvelli
ítala milli Bardia og Tobruk í gær, og tóku flugvélar einn
ig þátt í bardögum þeim er stóðu yfir í gær í nánd við
Bardia.
í hernaðartilkynningu Itala
1 gær var það ekki viðurkennt
að Sollum og Fort Kapuzzo
væru fallin, en aðeins sagt að
harðir bardagar stæðu yfir við
landamæri Líbýu.
Bretar telja að fimm af sex
orustuskipum ítala muni nú
stórskemmd. Þrjú þeirra hafi
orðið fyrir alvarlegum skemmd
um í loftorustunni í Taronto
og tvö muni hafa skemmzt í
loftárásinni á Neapel nú um
helgina.
Athygli er vakin á því í Lon-
don, að ítalski flotinn hafi eng
ar tilraunir gert til aö hindra
aögerðir brezka flotans úti fyr-
ir ströndum Egyptalands og
Líbýu, nema lítillega um síð-
ustu helgi er kafbátur og litl-
ir tundurskeytabátar voru
sendir gegn herskipum Breta
án þess að nokkur árangur
yrði af. Brezki flotinn hefur
þó unnið her Grazianis á
ströndinni mikinn skaða, og
verið brezka landhernum dýr-
mæt hjálp í sókninni.
Lausafregnir frá Júgóslavíu
í gær herma að gríski herinn
hafi tekið albönsku borgina
Tepelina. í hernaðartilkynn-
ingu Grikkja var sagt, að
gríski herinn héldi áfram sókn
inni, en áköf snjókoma hindr-
aði mjög hernaðaraðgerðir.
Vínáft^ sáff-
máli Ungverja
og jiígóslava
1 försinni til Belgrad undirrit-
aði Czaky greifi, utanríkisráð-
herra Ungverjalands, vináttusátt-
mála milli stjórna Ungverjalands
og Júgóslavíu. I ^samningi þessum
skuldbinda bæði ríkin si,g til þess
að leita friðsamlegrar lausnar á
öllurn ágreiningsmálum, er upp
kunni að koma, og samningurinn
gerir ennfremur ráð fyrir náinni
stjórnmálasamvinnu ríkjanna.
Framhald á 4. siðu.