Þjóðviljinn - 19.12.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1940, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Fimmtudagur 19. desember 1940. lleMiiii ig shiFhiiegaFnlp Vcrkamaður faerír hcr rök að því að Vcfrarhjálp ínní bcrí ekkí að sefja sfyrkþc$ana hjá Þórbergur Þórðarson, ríthöfundur shrífar enn um sjálfan síg. — Þessí sjálfsævísaga er rítuð af venjulegrí sníld og andagíft þessa þjóðhunna ríthöfundar — en bóh- ín er fágaðrí og skemmtílegrí en allt sem áður hefur komíð ut eftír hann. Verð kr. 12,00 heff o$ kr. 14,00 i bandí Lesíð 0órberg á Jóíunum ijóðum sínum „Hrímhvita móðir“, — ljóðasafninu, þar sem hann hef ur náð hæstum tónum, — par sem hann minnir svo oft á tign ag þrótt Matthíasar, og tengir frelsisbaráttu verkalýðsins nú á tímum við allt pað glæsilegasta og dýpsta úr tíu alda þjáningar- og frelsissög^i vorri. Og nú þegar myrkrið hefur um tima færzt yfir, stríð yfir heim- inn, hertakan yfir land vort, sundrungin yfir hreyfingu verka- lýðsins, — þá tekur Jóhannes sér frí, að því er virðist, fleygir sér í faðm móður náttúru, stik- ar upp um fjöll og firnindi og kemur nú til þjóðarinnar með faðminn fullan af blómum. — Þetta gerði líka Jónas Hallgríms- son forðum — og hann myndi þó sannarlega ekki vera mest elsk- aður allra skálda af bolsévikk- unum á Islandi, ef hann hefði aðeins ort t. d. „Island farsældar frón“ og „Kaupmannsþankar". En því fer þó fjarri að það sé aðeins ómenguð náttúruást og rómantík í þessum fögru, litlu vísum. Það er oft skamm.t| í sam líkingarnar við mannkynið trega blandnar eða hæðnar, eins og t. d. í ljóðunum: „Tvær verur“, „Móðursorg" svo maður tali nú ekki um hina skemmtilegu, ó- menguðu hæðni í „Ferð til Þing- valla“. Ef til vill verða einhverjir til þesis að skyggnast svo skammt undir yfirborðið, að þeir haldi að Jóhannes úr Kötlum sé með þessari kvæðabók að stíga skref til baka til uppruna síns, halda aftur upp í dalinn og yfirgefa striðið og styrrinn í veröldinni. En því fer fjarri. Hver sem les þessi ljóð með þeim skilningi, sem þau krefjast, finnur að hér er skáldið, sem boðaði íslenzkri alþýðu ástina til sögu þjóðar vorrar í „Hrímhvita móðir“, að boða ástina til lands vors, jafnt til smæstu sem hrikalegustu feg urðar, sem Island hefur að geyma. — Og þessi ást til her- numda landsins, sem hin „eilífu smáblóm" Jóhannesar titra af, hún þarf sannarlega slíkrar boð unar sem þessar, er Jóhannes hér framkvæmir. Undirtónninln í þessari ljóðabók — hin alvöruþrungna hugsun, sem býr á bak við leikinn við blómin eða hornsílin, aðdáunina á fjallafegurð og arnarflugi er þessi: Það er verið að ræna okk ur þessu landi, og það eru ekki aðeins erlendir drottnarar, sem gera þ(að, heldur og öllu fremur hræsnisfullir innlendir valdamenn sem þeir beita fyrir sig. — Það er þessi hugsun, sem er sett fram í eftirfarandi ljóðvisum úr „Land ráð“ af dæmafárri snilld: „Þú ert ekki íslendingur! æpa þeir að mér, ef ég sára saklaust vitni sannleikanum ber. Ekki mega iljar mínar íslenzkt snerta grjót, ef ég blekktum bróður mínum bendi á svikin ljót. Ekki má mitt auga skoða islenzkt blóm! í 'hlíð, ef ég harma örbirgð vora, ómenningu og stríð. Ekki má initt eyra hlusta á íslenzkt lindarhjal, ef ég þrái að þekkja og boða það, sem koma skal. Nú líður óðum að hátíð kaup- mannanna óg verzlunin blómgast og skapið kætist. Allskonar glingur ag pírumpár er á bioðstólum í hinum skreyttu sölum verzlananna. „Bláklædda stúlkan“ stígur út úr nýtízku Rolls Royce og horfir löngunar- fullum augum eftir ástandinu í kringum sig, og glæpareyfararnir mæna blóðhlaupnum aUgum úr gluggum sínum á vegfarendur. Svo hefur Vetrarhjálpin starf- semi ,sína, eins og alla jafna fyrr og heitir á alla „máttarstólpa þjóðfélagsins" að bregðast nú vel og rausnarlega við beiðni hennar, svo að sem flestir geti átt „Gleði- leg jól“ í ástandinu 1940. Sumir vilja halda því fram að starfsemi Vetrarhjálparinnar auki á leti og ómensku meðal lýðsdns og drepi alla sjálfsbjargarviðleitni, og er hún því þyrnir í laugum, en aðrir eru á þeirri skoðun að hún sé rekin sem nokkurskonar friðlæg- ingarstofnun hinna auðsælu og hjartahreinu borgara, sem þvo sig hreina fyrir hver jól af allri eymd þessa bæjarfélags. Að sjálfsögðu væri ekkert að athuga við starfsemi Vetrarhjálp- arinnar, ef hún starfaði á almenn um, hreinum grundvelli og létti undir með þeim þjóðfélagsþegn- um, sem við bágust kjör eiga að búa, sem sé styrkþegunum, svo að þeir þyrftu ekki að ganga á milli Heródesar Og Pílatusar rétt um jólin. En því er nú ekki að heilsa. Það hrópandi rangLæti hef ur ríkt og ríkir enn innan Vetrar- hjálparinnar, að hún úthlutar gjöfum sínum aðeins til bjarg- álna- og sjálfstæðisfólks, og til þess að ganga úr skugga um það, að fólk sem sækir um hjálp, sé ekki styrkþegar, er einhver skuggalegur náungi sendur á heimilin til þess að anuðra um hagi þeirra. Ef til vill má segja það, að undangengin ár hafi ekki gefið gull í greipar þeim vinnandi lýð, sem kemst af án bæjarstyrks, og því hafi verið nauðsynlegt, til þess að fjölga ekki styrkþegun- um og örfa sjálfsbjargarviðleitni þeirra, að Vetrarhjálpin styrktí þá eingöngu. En nú er ástandið atvinnulega, verkamönnum mjög í hag, hvernig sem eftirköstin kunna að verða. Má nú segja að næstum hver fullfrískur maður Hver er sá íslendingur að hann ekki þekki þennan tón, sem Egg ert Ólafsson hóf, er hann tók að hvetja þjóð sína til að ná aftur rændu föðurlandi úr hönd um erlendra drottnara og inn- lendra þjóna þeirra? Hverjum dettur eklki í hug vísa hans : „Öfund knýr og eltir mig til ókunnugra þjóða. Fæ ég ekki að faðma þig fósturlandið góða.“ Jóhannes veit hvað hann vill með „eilífðar smáblómunum“ sínum, og þjóðin, sem nú hefur frelsisstríð sitt á ný sem á 18. öld mun kunna að meta þau. E. O. geti fengið atvinnu, sem fram- fleyti hverri meðalstórri fjöl- skyldu. Af þessum fjörkipp í at- vinnulífinu hefur það leitt til þess að miklu færri eru nú upp á náð- ir bæjarins komnir, en ella hefði orðið, og er sá liður fátækra- framfærzlunnar lækkað um rúml. 100 þúsund krónuúr á þessu ári. Af þessu leiðir að þeir sem nú njóta bæjarstyrks eru örvasagam almenni, einstæðings mæður ög heilsuveilir menn eða konur, ein- mitt það fólk, sem einkum og Isér í la,gi þarfnast hjálpar frem- ur öllum öðrum og sem virðast mætti að Vetrarhjálpin væri sér- staklega rekin fyrir, ef tilgangur hennar er sá, að draga úr þján- ingum þeirra, sem verst eru sett- ir í þjóðfélaginu af völdum heilsu Ieysis, atvinnuskorts eða slysfara. Dýrtíðin hefur komið harðast nið ur á styrkþegunum, því að þeir !hafa enga dýrtíðaruppbót fengið enn í dag. Eins og fyrir 2—3 ár- um verða þeir að draga fram líf- ið á 80 aurum á dag fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Sér þvi hver heilvita maður, jafnvel þó hann sé í stjórn Vetrarhjálparinrtar, að þiað muni vera mjög svo sannkristilegt mannúðarverk, að Vetrarhjálpin bætti nú fyrir mis- gjörðir sínar hin fyrri ár og helg- aði nú styrkþegunum starfsemi sína í ár. Ef Vetrarhjálpinni væri stjórnað af óháðum kristnum mönnum, sem gætu óhindrað leitað sér upplýsinga um hag ' fjöldans, myndu þeir sízt ganga fram hjá styrkþegunum, en mein- ið er, að helztu gæðingar bæjar- stjórnarinnar og „fátækrafulltrú- arnir“ ráða mestu um rekstur hennar, og því er ekki við betru að búast. Nú er mikið rætt um það að íslendingar eigi að vera I sem sannsýnastir í öllum viðskipt j um hverir við aðra, til þess að sýna það, að hér sé einhuga ó- rofin þjóð, sem sé þess virði að sjálfstæði hennar sé virt. Þetta er mjög falleg kenning, er allir ættu að tileinka sér. Og eitt er víst, að ekki mun standa á þjóð- hollustu hins starfandi fjölda til sjávar og sveita, en augu þúsund- anna mæna í spurn til valda- mannanna, milljónamæringanna, þeirra, sem deila nú brauðhleif sínum með „ástandinu" — em þeir fúsir til að sýna þjöðbræðr- um sínum sannsýni og sanngirni í viðskiptum, t. d. í kaupdeilum, skiptingu stríðsgróðans, afnámi skattfrelsisins, bættum kjömm styrkþega o. s. frv.? — Þá gæti skapast órofa, samstillt þjóð- fylking Islendinga, og hið ís- lenzka einstaklingsframtak fengi þá að njóta sín til fulls alþjóð til heilla, í anda Þorgeirs Ljósvetn ingagoða og Jóns forseta. Það væri hinn bezti skjólgarður gegn „á- standinu”. Og nú reynir á hvort er þyngra á metunum hjá vald- höfunum pyngjan eða ástin tM þjóðarinnar? Nú er mál að öllum erjum linni. Verkamaður. laifileisbir banababir: Sæmundur fróði Ljósmóðirin í Stöðlakoti. * Bókaverzlun Isafoldarprentsmíðju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.