Þjóðviljinn - 19.12.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.12.1940, Blaðsíða 4
86 Kanplð dýrar vSrnr ðdýrl Selskinn, töskur og leðurblóm, ýmsar gerðir. Einnig margs- konar leikföng. Giímmískógerðín Sími 5113.Laugaveg 68. D ANSLEIK heldur Félag harmonikuleikara í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 10. Aðgangur aðeins kr. 2,50. Margar harmonikuhljómsveitir. . ATH.: Allur ágóðinn rennur til að styrkja sjúkan félaga. Ódýrasti dansleíkur ársins 2. Háskólatónleíkar Arna Krístfánssonar og Björns Olafssonar Nætm-læknir í nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegs-apótek- um. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Danslög. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Erindi: Um íslenzka tungu (Björn Guðfinnsson magister). 20.55 Hljómplötur: Létt lög. 21.00 Minnisverð tíðindi (Sig- urður Einarsson). 21.20 Einleikur á píanó (Rögn- valdur Sigurjónsson): a. Etudes Symphonique, b. Phantasiestiicke. — Að kvöldi. 2. Endurvakning. 3. Þungir draumar. Öll lögin eru eftir R. Schumann. Gjafir til Mæðrastykrsnefnd ar. Nafnlaust 50 kr., Dani 30 kr., Tvær systur 10 kr., S. Th. 50 kr., Starfsfólk SÍS kr. 271,50 Helga Einarsdóttir 10 kr., Lúlli 30 kr., Jón Hjartarson 1 hveiti- sekk. Kærar þakkir. Nefndin. Mæðrastyrksnefndin veitir ^ móttöku gjöfum til jólaglaðn- ings mæðra og barna frá kl. 2 hvern dag í Þingholtsstræti 18. Sími 4349. 170 ára afmælí Beethovens mínnst í Sovétríkjunum í öllum helztu borgum Sovét ríkjanna var 170 ára afmæli Beethovens minnzt 16. des. með blaðagreinum, fyrirlestr- um og hljómleikum. Alþýðublaðíð Framhald af 1. síðu. Á þessum tónleikum voru flutt norræn tónverk eftir Grieg, Sigfús Einarsson, Karl O. Runólfsson og Sibelius. Af verkum eftir Grieg voru fluttar tvær sónötur fyrir fiðlu og klaver í c-moll og g-moll, og auk þess lék Árni Kristjánsson Ballade í g-moll op. 24. “Stefjahreimur” eftir Sigfús Einarsson og “íslenzk rímna- lög fyrir fiðlu og klaver” eftir Karl O. Runólfsson, var hinn íslenzki þáttur þessara tón- leika, og virtist áheyrendum falla það vel í geö, enda er þetta vafalaust bezti “búning- ur” sem íslenzk rímnalög hafa verið “færð í” til þessa. Eftir Sibelius voru leikin tvö lög: “Epilog, op. 2 b.” og “Rom- ance, op. 2 a”. Leikur þeirra Árna og Björns var með ágæt- um, og var þeim mjög vel tek- ið, urðu þeir að endurtaka sum lögin, og auk þess að leika nokur aukalög. J. T. Skóviðgerðir Beztar viðgerðir á allskonar skófatnaði og gerum einnig viö allskonar gúmmískó. Vönduð vinna. Rétt verð. Fljót afgreiðsla. Sækjum. Sendum. Sími 3814. ir frá: “á þann hátt að veröa aðeins að nokkru leyti við þeim kröfum hans að bæta úr því, sem ábótavant var, en láta hann fara af skipinu”. Þaö dugar enginn kattar- þvottur fyrir málgagn hafn- firsku útgerðarmannanna og það hjálpar heldur ekki að birta viðtal við einn hluthaf- anna í “Hrafna-Flóka” til. Það eru ekki þeir, sem sigla á hættusvæðunum. Það eru sjó- mennirnir. Og við þá vill Al- þýðublaðið auðsjáanlega ekki tala. Öðruvísi mér eitt sinn brá. En meðal annarra oirða: Hvem- ig fór, þegar björgunarbáturinn á „Óla Garða“ var tekinn niður tii .V iðgerðar nú þegar togarinn ko’m af veiðum? Vill Alþýðubliaðið segja sög- una um hvað þá gerðist — eða eigum við að segja hana? Krómavelfta Kvennasíðuntiar Guðbjörg Magnúsdóttir, Laugaveg 76 C, skorar á: Kristínu Einarsdóttur, Berg- þórugötu 15 A og Friðriku Guðmundsdóttur, Karlag. 7. Halldóra Magnúsdóttir, Berg staðastræti 30, skorar á: Önnu Árnadóttur, Holtsgötu 13 og Hildigunni Olgeirsdóttur, Spítalastíg 2. Petrína Jakobsson, Fálkag. 27, skorar á: Önnu Halldórsdóttur, Þverveg 2 og Hlín Ingólfsdóttur, Karla- götu 12. Safnið áskrlfendnni SKÓVINNU STOFAN Njálsgötu 23. JENS SVEINSSON Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan. Hafnarstræti 16. wðurHafs- sevintýri Skáldsaga ettir MarkCay wood arstað ;a nnaðhvort í fangelsi eða hákarlsmaga. Nú sá ég vélstjórann, Sandy, í fyrsta skipti. Hann var meinleysis- legur og minnti helzt á kanínu. Við nálguðumst sundin án þess að nokkurs-staðar væri ljóstýra uppi. Ég lét Abel atýra og stóð hjá honutn og gaf leitarljósum tundurspillisins gætur, seim annað veifið léku um rifið. Áður hafði ég veitt því eftirtekt, að misjafnlega langt leið á milli þess að leitarljósunum væri beitt. Stundum ekki nema fimm mínútur, en stundum allt að hálftíma. Við vorum enn í skjóli fyrir þessum hættulegu geislum, en brátt kom að sundinu og þá gáturn við búizt við því versta. Ég var að hugsa um að doka við, þangað til Ijós- inu yrði brugðið upp og síðan slökkt aftur, en þá sá ég allt í einu eitthvað á hreyfingu, rétt fyrir framan skipið. Brátt gekk ég úr skugga um, að þetta var eintrjáningur. Hart á hakborða, fljótt Abel, skipaði ég og hringdi um leið niður í vélarrúm. Fulla ferð áfram. Við verðum að sfgla þetta illfygli niður, annars komumst við aldrei und- an. Abel sneri stýrinu og kom um leið auga á bátinn. Hann var harðneskjulegur á svipinn. Snekkjan stefndi á bátinn með ofsahraða, eins og höfrungur á eftir flugfiski. Blökkumennirnir í bátnium ráku upp óp og reru af öllum kröftum til þess að reyna að komast úr vegi. Abel snefi stýrishjólinu. Brak og bæstir, báturinn flaut mölbnotinn aftur með sklpinu. Áhöfnin synti áleiðis til Iands í mesíc ofboði. Virginía hafði lokað augunum, nú opnaði hún þau aftur. Við máttum til, hjartað mitt, , sagði ég. Jimmy hefur ekki heyrt skothríðina, en ef hann hefði fengið skilaboð frá da Silva, þá hefðu engar Iíkur verið til þess, að okk- ur yrði undankomu auðið. Þeir hefðu innan skamms náð til tundurspillisins. Ég snéri mér að Abel. Taktu aftur okkar fyrri stefnu. Nú hefst úrslitaþátturinn. Nú var slökkt á leitarljósunum og ég stefndi á sundið. Þaö var ennþá hættulegra að fara út, heldur en inn. Auk þess var svartamyrkur, svo að ekki sá til neinna miða. Samt langaði mig mest til að hringja á fulla ferð aftur, því að okkur reið svo mikið á að komast út áður en leit- arljósiií yrðu tekin í notkun aftur. Svo var viðbúið, að tunglið færi að koma upp. En ég stillti mig samt. Það hefði veriö sama og að fremja sjálfsmorð. Ég var heldur ekki viss um að við værum á miðju sundinu og hér mátti engu muna. St'undum þóttist ég sjá að nú væri farið að lýsa í auistri af tunglinu, en það reyndist ímyndun. Taugar mínar voru svo óstyrkar. Þetta ferðalag gekk vonum frarn- ar. Hvergi sást tundurspillirinn. Ég gerði ráð fyrir, að hann lægi svo sem fjórðung mílu fyrir austan rifið. Nú voru nokkrir faðmar eftir. Ég beygði snöggt á bakborða í þeirri von að við værum komnir út úr sundinu. Nú sást herskipið. Það bar við sjóndeildarhring eins og svart fer líki. Það beið þar eins og köttur eftir bráð. Á hverju augna- bliki bjóst ég við að sjá leitarljósin og heyra fallbyssu- drunur. Á þessu færi hefðu þeir strax sprengt snekkjuna í loft upp. Nú sá ég (allt í einu, hvað það var, sem bjarg- aði okkur. Snekkjuna bar við kolsvarta Paradísareyjuna og því urðu þeir lokkar ekki varir. Rétt á meðan ég var að vegsama forsjónina fyrir þetta, sá ég að nú var bom- in greinileg ljósrák á austurloftið. Skyld- ekkur takast að ná fyrir Lonely AtoM í tæka tíð? Ég titraði af geðshrær- ingu. Ég þorði varla að draga andann. Meðan ég var að íhuga þessa nýju hættu var brugðið upp tveimur kastljósum á tundurspillinum. Jimimy var að líta í kringum sig í síðasta skipti áður en lýsti af tungli. Ég varð alveg hams- laus. Fyrst rak ég upp skellihlátur. Svo æddi ég hölvandi fram og aftur. Ég hringdi niður og bað skozka bolsann minn um að auka hraðann, ef þess væri nokkur kostur. Ég greip utanum Virginíu og þrýsti henni að mér og skipaði Abel að stýra fast að rifinu. Síðustu augnablikin hélt ég niðri í Imiér andanum ag starði á skímlum í a'ustri og svo ........

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.