Þjóðviljinn - 20.12.1940, Blaðsíða 4
þJÓÐVlLJINN
1 Jölabælsnr: 1
I Ævi ntýri Lawrence í Arabíu 1 Stórkosfle$asfa aevínfýrabók 20. aldarínnar.
[ Hund rað beztu Ijóðá íslenzkatungu [ Fallegasta jólabókin. 1
I Hundrað prósent kvenmaður. 1
Bczta og skemmfílegasfa bókín handa ungu sfúlkunum.
Gvcín Zóphoníasar Jónssonar
Jóní Rafnssyní og Sveíní Svems~
syni hannað að $æía réffar síns
Nœturlœknir í nótt: Haildór
Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234
Nœturvördur er þessi viku í
Ingólfs- og Laugavegsapótekum.
Útvarpib í dag.
12,00 Hádegisútvarp.
15.30 MiÖdegisútvarp.
19,25 Hljómplötur: Harmónik’ulög
19,50 Auglýsingar.
20,00 Fréttir. | ; \ [
20.20 Tíu ára afmæli útvarpsins.
20.30 Útvarpsljóð, ort í Austur-
stræti, lagið igert í útvarpinu.
20,40 Ræða: Útvarpsstjórinn.
20,55 Ávarp: Formaður útvarps-
ráðs.
21,05------------------------- |
21.20 Ræða: Helgi Hjörvar.
21.30 Takið undir: — Páll ís-
ólfsson og starfsfólk útvarps
ins.
22,00 Fréttir.
Dagskrárlok.
Skrifstofa Mæðrastyrks-
nefndar er í Þingholtsstræti
18, sími 4349.
Þangað eru þeir, sem eitt-
hvað vilja láta af hendi rakna
til styrktar mæðrum og börn-
um fyrir jólin, vinsamlegast
beðnir aö beina gjöfum sínum
Skrifstofan er opin daglega
kl. 4—6 e. h.
Gjafir til Mæðrastyrksnefnd
ar. Óskar Halldórsson 150 kr.,
fívana 5 kr., Ottar Ellingsen
150 kr., Pípuverksmiöjan h.f.
100 kr., K. H. 5 kr., Björg 50
kr., G. B. 25 kr., Ónefndur 100
l r., Einhver 10 kr., “íslenzk
ull”: prjónafatnaöur, G. B.:
fataböggul, Ingrið Þórðarson:
kápa. Kærar þakkir. Nefndin.
Framhald af 1. síðu.
gert, og úr því sem komið er,
þýðir lítið að deila um það.
Við verðum því að mynda
okkur skoðun um tillögurnar
eins og þær liggja fyrir.
Um fyrstu tillöguna þarf
ekki að eyða mörgum orðum,
um hana eru víst allir sam-
mála. Það er án efa mikilll
styrkur fyrir stjórnina að hafa
að baki sér einhuga atkvæöa-
greiðslu ef til vinnustöðvun-
ar kemur eftir áramótin.
Þá er önnur tillagan. Það er
áreiðanlega misráöið af stjórn-
inni a öleggja slíka tillögu sem
þessa fram til atkvæðagreiðslu
Tillögunni er að ýmsu leyti á-
bótavant svo hún geti talist
skýr og greinileg.
En eitt er þó bersýnilegt, að
stjórnin sjálf gerir ráð fyrir að
gengið verði í Alþýðusamband
ið nú á þessu kjörtímabili sam
bandsins, jafnvel að öllum aö-
stæöum óbreyttum. Þessi til-
laga virðist því næsta þýðing-
arlítil, því það ér ekki vitað
að neitt hafi rekiö eftir stjórn-
inni til að stíga það spor nú
þegar og að órannsökuðu máli.
Þá er það þriðja tillagan.
Þar svífur andi Skjaldborgar-
innar yfir vötnunum. Þau eru
auðsæ fingraförin, þar sem
sauðska, frekja og ofbeldi eru
húsbændur. í sambandi við
þennan brottrekstur er hægt
a ðslá því föstu: í fyrsta lagi,
að þessir menn, sem víkja eiga
eru ekki reknir vegna þess að
ekki fáist fundarfriður í Dags-
brún þeirra Vegna. Nei, góðir
félagar. Það er aðeins til þess
að fjarlægja þessa menn frá
störfum 1 félaginu. Þeir eru
taldir halda of einarðlega á
málefnum félagsins til þess að
hægt sé að þola þá þar. Brodd-
arnir þora ekki að mæta þeim
í rökræðum á opnum fundi,
þeir finna með sjálfum sér að
þeir hafa rangt mál að verja,
og þeir hafa þaö á tilfinning-
unni aö þessum mönnum er
trúað betur en þeim sjálfum,
þess vegna er bezt að reka þá.
Það er næsta lítilmannlegt,
af nýbökuöum heiðursstúdent,
j Har. Guðmundsssyni, að renna
sem rakki af fundi og hafa
hvorki dug né kjark að mæta
mönnum, sem af fremsta
megni reyna að koma í veg fyr
ir að fáheyrö og fruntaleg
fundarstjórn stórskaði félagið.
Þið skuluð og minnast þess,
góðir félagar, að á meðan
Skjaldborgin er að reka verka-
menn úr félaginu fyrir þær ein
ar sakir, að þeir halda fram
rétti félagsins gegn ofbeldi,
eru þessir sömu menn að troða
inn í félagið sexmenningunum
frægu, sem ekki er vitað um
að einn einasti þeirra vinn
verkamannavinnu eða þurfi að
vera í félaginu vegna sinna eig
in hagsmuna.
Það þarf ekki lengi að velta
þessu máli fyrir sér til aö sjá,
að þarna er svívirðilegt athæfi
á ferðinni, enda hittir maður
fáa, sem þora að verja þetta
tiltæki. Þaö er aðeins eitt svar
við þessari árás góðir Dags-
brúnarmenn, og það er að við
Framh. af 1. síðu.
skurði um fésektir eða brott-
vikningu til næsta ályktunar-
færs félagsfundar, en úrskurð-
ur trúnaðarráðs gildir þar til
félagsfundur hefur ákveðið
annað.
Úrskurði félagsfundar verð-
ur ekki áfrýjað”.
Eins og allir sjá er ekki hinn
minnsti flugufótur fyrir úr-
skurði kjörstjórnarinnar í þess
ari grein Dagsbrúnarlaganna.
Hinsvegar sýnir hún ljóslega
að meðferð þessa máls er frá
hálfu stjórnarinnar lögleysa
og markleysa. Trúnaðarráðið
var, þegar það gjöröi þessa
samþykkt alls ekki lögmæt
stofnun, og því ekki fært til
neinna starfa. Hér er því
fyrsta lögleysan. Þessu næst er
það, að ef gerðir trúnaðarráðs-
ins hefðu verið lögmætar, þá
var rétt aö skjóta því máli til
ályktunarfærs félagsfundar,
og ekkert annaö, frá slíkum
fundi mátti svo skjóta málinu
til allsherjaratkvæðagreiðslu,
sem auövitað hefur hið end-
anlega vald í þessum málum
sem öðrum.
En hversvegna að banna
þeim Jóni og Sveini að fylgj-
mætum allir sem einn maður
á kjörstað og segjum atkvæðið
NEI.
Við viljum enga brottrekstra
Zophonías Jónsson.
ast með atkvæðagreiðslu og
talningu?
Engum gat það verið til
meins sem ráðinn var í aö gera
þar eitt sem rétt er.
Annars er þetta rétt sýnis-
horn af réttarfari Skjaldborg-
arinnar, og er ekki viö öðru að
búast, þar sem annarsvegar er
einn hinn ámáttlegasti Skjald-
borgari, Haraldur Guðmunds-
son að verki og hinsvegar Guö-
mundur O., sem er lakari en
hinn lakasti Skjaldborgari,
þetta réttarfar er með þeim
hætti, að hinn ákæröi er rétt-
laus, og það því fremur sem
ákæran á hendur honum er
staðlausari.
Verkamenn svara réttarfari
Skjaldborgarinnar með því að
segja nei við þriðju spurning-
unni.
Sköviðgerðir
Beztar viðgerðir á allskonar
skófatnaði og gerum einnig
við allskonar gúmmiskó.
Vönduð vinna. Rétt verð.
Fljót afgreiðsla.
Sækjum. Sendum.
Sími 3814.
SKÖVINNUSTOFAN
Njálsgötu 23.
JENS SVEINSSON