Þjóðviljinn - 03.01.1941, Page 4
Clr borglnnt
Helgi Sæmundsson:
Sólyfirsundum
Nœturlœknir í nótt: Úlfar Þórð
arson, Sólvallag. 18, sími 4411.
Nœturvördur er þessa viku i
Reykjavíkurapóteki ag Lyfjabúð-
inni Iðunni.
Útvarpiö. í dag:
12,00 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Islenzkukennsla, 2. fl.
19,00 Þýzkukennsla, 1. fl.
19,25 Hljómplötur: Tataralög.
19.50 Auglýsingar.
20,00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafr
ansdóttir" eftir Sigrid Undset.
21,00 Útvarpstríóið: Tríó nr. 14,
c-moli, eftir Haydn.
21,15 Takið undir! — Páll tsólfs-
son stjórnar.
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
,Faust“-sýning Stúdentafélags
Reykjavíkur verður endurtekin
annað kvöld (laugardag) í hátíða
sal Háskóians. Frumsýningin á
nýársdag vakti óskipta athygli og
aðdáun áhorfenda, og er ekki
að efa að marga langi til að sjá
þessa nýstárlegu leiklist. Vissara
pr ab tryggja sér miða ab sýning
unni annað kvöld, par sem svo
getur farib að þetta verði síðasta
sýningin.’
Hvílík dýrð að gista vorsins veldi
vaka einn og skapa nýjar þrár.
Hvílík dýrð að verjnast vonaeldi,
vera frjáls með sínar draumaspájr.
I pessari bók eru æskuljóð ein
og parf ekki að sjá nema þessa
. vísu til að detta í hug, að hér
kunni að vera skáld að vaxa
upp. Við flettum bókinni, og tíð
ast mæta augunum kvæði í stíl
við þetta erindi:
Sólin skín á sumardegi
Seglin blika þönd.
— Lengst í fjarska djúpið dylur
draumsins þráðu lönd.
Vermist hjartans óskaeldi
œskumannsins þrá.
Spegla Iognkyrr heiðan himin
Höfin fagurblá.
Unglingurinn, sem finnur nýj-
ar þrár vera að vaxþ í sör í vor-
næturgróskunni dreymir um að
þjóta seglum þöndum um úthöf
andans, en bíður ennþá byrsins
við „höfin fagurblá" og lognkyrr,
hefur auðvitað frá takmarkaðri
reynslu, að segja. Að því leyti er
þetta smákver fremur efnislítið,
en þó er þar freistað margra verk
efna og jafnan á heilbrigðan hátt.
Hann veit hvað hann vill, og ætl-
ar ekki að svíkja skáldköllun
sína:
Ég fer í nótt til fjarra stranda.
Þar framans dyr mér opnar
standa
bak við djúpin draumablá.
Mín köllun er að leita landa
og lifa fyrir hjartans þrá.
Vald höfundar á háttum, stíl
og máli er bæði orðið það mikið
og leikandi Iipurt í meðförum,
að óhætt er að gera til hans
strönguSitu kröfur. Hann býr til
að óþörfu orðið pyrmd á bls.
67 til að fá eitthvert málamynda-
rím við grimmd. Lítið eitt fram
ar kallar hann söknuð sinn sorg-
kenndan, og fleiri slík o-rð hitta
heldur illa í mark. En meiri lýti
á honum sem sjálfstæðu skáldi
eru bergmál og jafnvel beinar
stælingar kvæða eftir -Stefán frá
Hvítadal, Einar Benediktsson o.
fl. Vonandi er að hann fái bráð-
um svo mikið til að segja að
hann geti ekki hamið það í neihu
nema fágaðasta og eðlilegasta
formi sjálfs sín.
B. S.
Það verður fafarlaust að rannsaka
vísíföluúfroíkníng Hagsfofunnar
Vísitöluútreikningur sá, sem
Hagstiofan nú byggir á, sætir
harðri gagnrýni hjá almenningi.
Menn finna svo greinilega tilþess
að dýrtíðin er mun þungbærari
en tölurnar sýna, að menn fá
ekki orða bundizt. En að hinU;
Jeitinu eru menn hiinsvegar enn
jað leita í hverju þetta geti Iegið.
Einn af þeim verkamönnum,
sem talaði á Dagsbrúnarfundinum
á nýársdag, Jón Agnars, ,kom
með nokkra skýringu á máli
þessu. Hann er einn þeirra 40
manna, sem haldið hefur búreikn
inga þá, sem Hagstofan nú bygg-
ir á.
J-ón lýsir því hvernig verka-
mannsfjölskylda hefur ekki nægi
legt til lífsviðurværis sér. Því meir
sem lífsnauðsynjarnar stíga, því
meir leitast hún við að ná sér í
vörurnar ódýrt, stundum eftir
ýmsum krókaleiðum, stundum
með því að kaupa fyrst ogfremst
þær vörur, sem hækka minnst.
Hinsvegar falla vörur, sem hækka
mikið, oft algerlega út úr bú-
reikningnum. (Hvaða verkamenn
geta t. d. keypt egg nú?)
Það Jiggur í augum uppi að
með þessu móti verður útko-man
á búreikningunum röng. Skortur-.
inn á verkamannaheimilunium
verður beinlinis til að gefaranga
hugmynd um hve mikla uppbót
verkamenn þyrftu að fá til þess
að kjör þeirra ekki versnuðu.
Þetta mál allt krefst rannsókn-
ar og aðgerða frá verkalýðsfé-
lögunum til að knýja hér fram
öruggan útreikning, sem hægt er
að byggja kaupgjaldið á.
Vcrkfalls-
málín
4. Full vísitöluhækkun verður
greidd og reiknast mánaðarlega
eftir á.'
5. Sveinar fá 6 daga sumarfrí
með fullu kaupi eða V2 dag á
hvern unninn mánuð ef ekki er
um samfellt tímabil að ræða.
6. Verði sveinar fyrir slysi við
vinnu í þarfir meistara, fá þeir
fullt kaup í allt að 10 daga á ári.
Sveinafélag húsgagnasmiða
gerði samning við meistarafé-
lagið um fulla dýrtíðaruppbót
og nokkrar aörar kjarabætur.
Hið íslenzka prentarafélag
lauk samningum við prent-
smiðjueigendur á nýjársdag
um fulla dýrtíðaruppbót á
þriggja mánaða fresti.
Hljóðfæraleikariiir sþmdu" á
gamlárskvöld um fulla dýrtíðar-
uppbót og nokkrar kjarbætur.
Félðgin úfí á landí
Verkamannafélagið Báran á
Eyrarbakka gerði samning við
hreppsnefndina þar um hækkun
Igrunnkaupsins úr kr. 1,23 upp í
kr. 1,56. Ofan á það bætist svo
full dýrtiðaruppbót, sem erreikn-
uð út ársfjórðungslega. Kaupið
á Eyrarbakka er með þessu kr.
2,22 nú.
Bretarnir, sem hafa allmikla
vinnu þarna í nágrenninu, hafa
þegar samþykkt þessa kauphækk
un og greiða nú þetta kaup.
Verkalýðsfélagið á Akranesi
hefur samið um nokkra hækkun
á grunnkaupi landverkamanna.
Og sjómenn á Fagranesi hafa og
fengið grunnkaup sitt hækkað.
Verkalýðsfélag Skjaldborgarinn
ar á Akureyri gaf út taxta, sem
eingöngu fól í sér dýrtíðarupp-)
bótina. Þótti atvinnurekendum
hann svo góður, að þeir báðu um
að fá að undirskrifa hann og
var það fúslega veitt! En verka-
mönnum, sem sóttu um inngöngu
í verkalýðsfélag þetta, var hins-
vegar neitað um inngöngu. Skjald
borgin vill hindra sameiningu
verkalýðsins á Akureyri, til að
geta haldið áfram að setja taxta
— handa atvinnurekendum.
Jólatrésskemmtun heldur glímu
félagið Ármann fyrir yngri fé-
laga oig börn eldri félagsmanna
á þrettándakvöld, 6. jan. í Odd-
fellowhúsinu og hefst hún kl.
4,30 síðd. Kl. 10,30 hefst jóla-
skemmtifundur fyrir eldri félaga.
Aðgöngumiðar verða seldir í skrif-
Sitofu félagsins, íþróttahúsinu, 4.
Og 5. janúar frá kl. 4—7 siðdegis
báða dagana.
Prentarinn, 20. árg., 2. tbl„
er nýkominn út, og flytur þess
ar greinar: “Heim að Hólum”,
Kveðja á Vatnsskarði (kvæöi
eftir Þorstein Halldórsson),
Uppsögn samnihganna, Vinnu-
teikning (Hafsteinn Guð-
lækka frá áramófum í samræmi
víd vaxfalækkun Landsbanka Is~
lands,
ReYkjavíb, 2. janúar 1941.
Úfvegsbanki íslands h.f.
Búnadarbankí íslands
Sparísjódur Reykjavíkur og nágrennís
Sfúdenfafélag Reykjavíkur:
F AUST
Almenn marionett-leiksýning í hátíðasal Háskólans laugar-
daginn 4. jan. kl. 8 síðdegis.
Aðgöngumiöar seldir á sýningardaginn í bókayerzlun
Sigfúsar Eymundssonar og hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga-
dóttur.
Tekið á móti pöntunum eftir hádegi í dag.
Börn fá ekki aögang að léiksýningu þessari.
Sígurður Nordal: Líf og dauðí
FRAMH. AF 2. SHXJ.
að lesa með athygli. Ég get ekki
stillt mig um að tilfæra hér
nokkrar setningar, en menn verða
að lesa kaflann allan i heild
til að njóta hans.
„En svo erfitt og vandasamt
líf sem þessum ragnarakakyn-
slóðum er áskapað, get ég ekki
varizt þeirri tilfinningu, að- þær
séu að sumu leyti blessaðar- með
al kynslóðanna og eigi ekki að
óska sér að hafa fæðzt fyrr né
síðar. Það er einmitt sjálfur
vandinn, ábyrgðin, hið störkost-
lega hlutverk þeirra, sem á að
sætta þær við tilverunu. Og
hvert er þetta hlutverk? Að varð
veita hið skírasta úr allri reynslu
mannkvnsins lifandi í sál sinni,
eins og gullnar töflur, til þess
að afhenda það óborinni fram-
tíð. Um eitt verður aldarfjórð-
ungnum 1914—1939 tæplega neit-
að: hann hefur gefið hverjum
þeim, sem ekki vildi svíkjast und
an því, ærin tilefni róttækrar end
mundsson), Samningaréttur
og samningar (G. H.), Linole-
um (Hafsteinn Guðmundsson)
Bókasafn prentara (S. Ö.) o.
fl., Útvarpserindi Hallbjarnar
Hallrdórssonar: “Uppfunding
Jóhanns Gutenberg og æviatr-
iði” er haft sem fylgirit með
árganginum 1940. Prentai'inn
er mjög vandaður að frágangi,
og nýtur þar kunnátttu og
smekkvísi Hafsteins Guö-
mundssonar.
urskoðunar alls konar hleypi-
dóma, nýrrar bersýni. Og mér er
nær að halda að aldrei hafi verið
hugsað eins œrlega í veröldinm
otg einmitt nú, innan um allar
firrurnar.. Þessa hugsun getur
ekkert fjötrað nema hún sjálf,
þött hún verði hædd af höfuð
prestum þjóðlyginnar, fyrirlijtin af
þjönum tækninnar, ofsótt af
hrottalegum valdboðum harð-
stjóranna. Ef henni verður ekki
beiniinis útrýmt með báli og
brandi, þá verður það hún, sem
sáir hinu góða sæði i akurinn,
sem ofbeldið getur ekki nema
pIcEg-t og herfað . . .“
„ . . . Ef við getum ekki sætt
okkur við siðferði, trúarbrögð og
heimspeki fo-rfeðranna, þá verð
ur það hlutverk okkar að skapa
hreinna siðferði,, spaklegri heims
skoðun og trúarbrögð, sem eru
(skírð i eldi allrar þeirrar reynslu
og efasemda, sem við ráðmn yflr,
í fullu samræmi við allt eðli okk-
ar og hugsun. Afnám lögmálsins
og spámannanna, þess bezta, er
mannkynið hefur áður þráð,
leitiað og fundið, hlýtur með
hverri nýrri menningaröldu, sem
rís, að vera fólgið í nýrri full-
komnun. Annars mættum við
blygðast okkar fyrir að vera
manneskjur. Ef við tökum þann
kostinn að lúta lægra en for-
feður okkar, í stað þess að líta
hærra, vitum við ekki fyrr en
okkur getur farið að bregða enn
ilengra í ættir fram og erum komn
ir á fjóra fætur“.
Kristinn E, Andrésson.