Þjóðviljinn - 10.01.1941, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.01.1941, Qupperneq 1
VI. árgangur. Föstudagur 10. janúar 1941. 7 tölublað. RauOha, Bpana, Haupfél. SiulufjarOap oo | Handtllhllllllli fjölyi Sjótncnn eínhugaum fejarabófahrötur sínar f Iðjja á fundum með sáffasemjara. — ,Bald- ur' á Isafírðí fær nokfera kauphækkun Allsherjaratkvæðagreiðslunni í “Þrótti” verður lokið um miðnætti í nótt. Þátttaka í atkvæöagreiðslunni var mjög góö. Verksmiðjustjórn Rauðkuog Gránu, Kaupfélag .Siglu- fjarðar og Siglufjaröarbær'hafa í dag gengið að taxta Þrótt- ar. Ágæt stemning með verkamönnum. Fréttaritari. Verkfall togarasjómanna nær nú til um 13 togara. Kröf- ur þær, sem sjómenn gera, eru að þeir fái dýrtíðaruppbót á öll laun, fái 6L/< hækkun á öll laun, er greidd voru 1940 og að fyrir lifrarfatið séu greiddar 100 kr. í stað 28—35 króna eins og greitt hefur verið sl. ár, ,Þá er og krafizt lengra sumar- frís og ennfremur þess að kynd arar hafi ekki lægra kaup en hásetar, en eins og kunnugt er hafa kyndarar orðið illa út- undan í samningum sjómanna félaganna og orðið því fyrir misrétti í kaupgreiöslu. Það mun mál manna, að minni en þetta megi kröfur Yíirlýsíng Ég vil leyfa mér í sam- bandi við undirritun samnings ins milli Vinnuveitendafélags- ins oig Dagsbrúnar að taka þetta fram: 1. Samninganefnd Vinnuveit endafélagsins hefur viður- kennt, að ég var mótfallinu því að grunntaxtinn héldist ó- breyttur, það er því ekki rétt, sem sáttasemjari, Björn Þörð- arson segir í bréfi sínu til Dagsbrúnar, að nefndin nafi fyrir sitt leyti gengið að tilLög- unni, og er því krafa sátta- semjara um allsherjaratkvæða greiðslu byggð á röngum for- jendum. 2. Ég álít það með öllu ó- löglegt að stjórn félagsins láti tillögu, sem felld er á lögmætum félagsfundi ganga til allsherjaratkvæðagreiðslu. Af þessum ástæðum gat ég ekki sem samningsnefndarmað ur Dagsbrúnar undirskrifað samninginn við Vdnnuveitenda féLagið. Sigurður Guðnason. sjómanna ekki vera og myndu vafalaust hafa veriö haröari, ef sjómenn sem heild hefðu staö- iö aö þeim. — En því ósvífn- ara er það, aö togaraeigendur skuli ekki tafarlaust ganga að þessum mjög svo hóflegu kröf- um, sem sjómannafélögin hafa sett fram. Fulltrúar Iðju sátu á fundi með sáttasemjara ríkisins síð- degis í gær og aftur í gær- kvöld. Verklýösfélagiö Baldur á ísa firði gerði í fyrradag samning við þá atvinnurekendur á ísa- firði, sem eru utan Vinnuveit- endafélagsins. Fá verkamenn “fulla dýrtíðaruppbót”, grunn- kaup viö almenna vinnu hækk ar um 5 aura á klst., en einnig við ísfisk um 20 aura almennt og veröur það sama hvort sem er aö nótt eða degi. VirÖist þetta síöastnefnda undarleg ráðstöfun. Guðbrandur Guðmundsson og lík~ le$a annar maður íeknír af Brefum Hvað er nú orðíð um réffaröryggí híns isleneka borgara? " EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐV. SIGLUFIRÐI í GÆRKV. I gær tóku Bretar Guðbrand Guðmundsson Bergþóru- götu 15 fastan. Guðbrandur er einn af ötulustu Dagsbrún- arverkamönnum í hinni stéttarlegu baráttu. Altalað var að þeir hefðu tekið annan mann, en ekki liefur Þjóðviljinn fengið það staðfest, en allar líkur benda til að fregnin sé sönn. Nú er svo komiö að Bretar, sem komnir eru hingað til þess að „vernda rétt einstaklingsins" lýðræðið og hina smáu, varnar- lausu þjóð okkar hafa 9 Is- lendinga í haldi, án þess að ís- lenzkir dómarar hafi fengið að fjalla um mál þeirra. Nær allir eða allir hafa þess- ir menn verið teknir án þess að réttlætanlegar ástæður væru fyr- ir hendi. Menn spyrja hvert stefnir? Uppreisnarhreyfing Abessiníumanna gegn Itölum færist í aukana Italir eiga nú mjög í vök að verjast í Afríkunýlendum sínum. Bretar halda uppi öflugri sókn í Líbýu og hafa nú einnig hafið hernaðaraðgerðir á landamærum Súdan. í Ab- essiníu magnast uppreisnarhreyfing íbúanna, og vinna þeir ítölum hvert það tjón, er þeir geta. Brezka útvarpið skýrði svo frá í gær, að uppi’eisnarhreyf- ingin meðal Abessinumanna yrði stöðugt víðtækari og yrði ítölum með hverjum degi hættulegri. Fram til þessa hafa skæruflokkar jAbessiníumanna einkum ráðizt á afskekktar landamærastöðvar, þar sem ítalir hafa haft fámennt setulið, og á flutningalestir. En nú virðast skæruhóparnir vera farn- ir að notfæra sér loftárásir Breta á herstöðvar ítala í Abessi- níu, og haga árásum sínum í samræmi við þær. Hafa ítalir orðið að flytja lið sitt burt úrýmsum hernaðarlega þýðing- arnxiklum stöðvum inni í landinu, þar á meðal Guba, sem er um 160 km. frá landamærunum. í hernaðártilkynningum Breta frá Kairo í gær segir, að undir búningur að árás á Tobruk far stöðugt fram, en brezkar véla sveitir hafi sótt fram um 50 km. vestur af borginni, sem orð in er innikróuð. Undirbúningur árásarinnar er fyrst og fremst fólginn í tilraun um brezka flughersins til að lamai flugher andstæðinganna, skemma varnarvirki borgarinnar og drag; úr viðnámsþrótti setuliðsins. Brezkar sprengjuflugvélar hafá þó undanfarna sólarhringa varp- að sprengjum á allar þýðingar- mestiu flughafnir Itala í Austur- Líbýu og víða tekizt að valda niiklu tjóni. Bengasi, ein þýð- ingarmesta hernaðarstöð Itala, um 400 km. vestur af Tobruk, varð fyrir mjöig harðri loftárás í fyrrinótt, og eyðilögðust skip á þöfninni og mikið af húsum í borginni. Brezkar sprengjuflug vélar hafa einnig ráðizt á Mass- awa kafbátabækistöð ítala í Eri- trea og fleiri borgir í Austur- Afríku. Bretar leggja milda áherzlu á þýðingu loftárásanna í sókninni á Líbýu. ítalskir fangar, sem teknir voru í Bardia, hafa skýrt svO' frá, að hinar stöðugu loftá- rásir Breta á þá borg hafi haft mjög mikil áhrif í þá átt að veikja mótstöðukraft sétuliðsins, og þannig óbeint flýtt fyrir falli bo,rgarinnar, jafnframt því að sprengjurnar skemmdu og eyði- lögðu ýms helztu mannvirki borgarinnar. Síðustu sólarhringa vikunnar, sem leið bar lítið á mótspyrnu af hálfu ítalskra flugvéla. Á sunnudaginn létu þær mikið til sín taka, en síðan hefur aftur dregið úr aðgeröum þeirra. Geta menn ekki búizt við að þeir verði heimsóttir einhvern daglnn og þeim gefið að sök, að þeir hafi verið að fikta við leyni- stöðvar, eða að þeir hafi á einn eða annan hátt verið riðnir við einhverja flugmiða. Og hvað er þá orðið um réttaröryggi ís- lenzkra borgara? Það svíviröil'Qgasta í þessu rnáli er að íslenzkir menn hafa gerzt til þess að leiða grun að löndum sínum, vitandi vel að það mundi leiða til þess að þeir yrðu hand teknir. Sem betur fer hiefur ís- lenzk tunga aldrei þurft á því oð halda að velja slíku athæfi nafn. Þá er og talið að brezkir „heim ilisvinir" hafi launað greiða og gott atlæti með því að vekja grunsemdir Breta á þeirn, sem gerast svo fávísir að hleypa þeim inn á heimili sín. Framkoma Breta gagnvart íslenzkum heim- ilum er kapítuli út af fyrir sig, sem ekki skal rakinn að þessu sinni. Fjárhagsáætlun bæjarlns tíl fyrstu umrædu á fundí ígær Bæjarstjórnarfundur hófst kl. 5 í gær. Fyrsta mál var kosning borg arstjóra. Bjarni Benediktsson var kosinn borgarstjóri með 8 atkvæðum. 6 seðlar voru auð- ir. Samþykkt var að mæla með því að Helga M. Níelsdóttir fái leyfi til gistihússreksturs og að Guðm, Kr. Guðmundsson, Njarðargötu 39, eigendur Gamla Bíós og Eggert Ólafs- son, Baldursgötu 5, fái veít- ingaleyfi. Því næst hófust UmræðUr um fjárhagsáætlun bæjarins 1941, fyrsta umræöa. FlUtti Bjarni borgarstjóri Benedikts- son langa og ýtarlega fram- söguræðú, til að skýra helztú breytingar lá frumvarpinu frá síðustu fjárhagsáætlun. Kvað hann fátækraframfæri hafa minnkaö á síðasta ári og gjöld innheimzt með allra bezta móti, en ekki væri samt gengið út frá að það sama yrði á hinu nýbyrjaða ári. En eins og venja er fara um- ræðurnar um fjái’hagsáætlun- na ekki fram í raun og veru fyrr en viö áframhald 2. um- ræðu eftir að breytingatillög- ur bæjarfulltrúa eru komnar fram. Var frumvarpinu síðan vls- aö til 2. umræðu. Þá var tekið fyrir frumvarp að fjárhagsáætlun hafnarinn- ar og sætti hún samskonar meðferö. Næsti bæjarstjórnarfundur verður eftir viku, en endanleg- ar umræður og afgreiðsla fjár- hagsáætlunar mun ekki fara fram fyrr en síöast í mánuðin- um.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.