Þjóðviljinn - 19.02.1941, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.02.1941, Blaðsíða 1
VI. árgangur. Miðvikudagur 19. febrúar 1941 41. tölublaö. Það dugatr cbkí að láta nýja hertðku koma þjóð vorrí og öðrum þjóðum að óvörum Frásagnir Þjóðviljans um afstöðu Bandaríkjanna til ís- lands og hættuna á því að þau færu að seilast til raunveru- legra yfirráða hér, hafa að vonum vakið mikla athygli allra þeirra íslendinga, sem láta sig frelsi og framtíð þjóðarinnar nokkru varða. Tilmæli munu hafa borizt frá stjórn Bandaríkjanna, þar sem látin er í ljós ósk um það aö Ísland beiðist verndar þeirra. Minnir slíkt mjög á tilmæli Bretastjórnar 9. apríl, er Lún vildi fá ísland í hernaðar-bandalag við sig, — en hótaði raunverulega að hertaka landið ella. Ef nú skyldu vera komin á- líka tilmæli og hótanir frá Bandaríkjastjórn, þá er það al- veg óverjandi af ríkisstjórninni að skýra ekki þjóðinni, eða að minnsta kosti Alþingi frá því. hvað sé að gerast, svo þá þing- ið a. m. k. á löglegan hátt geti tekið afstöðu í slíku «:stórmáli sem þessu, málinu, sem ef til vill er örlagaríkasta mál, sem Alþingi nokkurn tíma hefur rætt. Það verður ekki öðru trúað að óreyndu, en að yfirgnæf- andi meirihluti þingmanna myndi, ef þeir tækju ákvöröun sína svo að segja frammi fyrir augliti þjóðarinnar, taka al- gjöra afstöðu gegn því að óska <eftir vernd Bandaríkjanna. Og þá þarf slík afstaða ís- HHHarMi hata lalast shta ao shirO tssr aillllio- ir snOlesta Bretar tilkynna að síðan 7. jan. hafi þeir sökkt skipum fyrir Þjóðverjum og ítölum með samtals 257 þúsund smá- lesta buröarmagni. En frá byrjun ófriðarins hafi Bretar sökkt skipum eöa hertekiö sem séu um 2 milljónir smálesta aö stærð. Bretar misstu vikuna; sem endaöi 9. febrúar, skip með samtals um 30 þúsund tonna burðarmagni. Þar af voru 9 brezk skip, 19 þús. smálestir að stærð, en 4 eign banda- manna Breta, um 10500 smál. lands að koma fram opinber-i lega, gerast öðrum þjóðum kunn. Því ella mætti ef til vill líta svo á að þótt íslenzk ríkis- stjórn ekki vildi biðja um vernd Bandaríkjanna, þá vildi hún ekki gera Bandaríkjunum erfiðara um hugsanlega her- töku með því að mótmæla Fram til þessa hefur verið talið að Tyrkir væru öflugustu bandamenn Breta við austan- vert Miöjarðarhaf. Tyrkneskir stjórnmálamenn hafa hvað eftir annaö lýst því yfir undan farna mánuði, að komi til á- lasar á Grikkland gegnum Búlgaríu muni Tyrkir fara í styrjöldina við hliö Grikkjá, Síðan fregnir tóku aö berast um herflutninga Þjóðverja til Búlgaríu, hafa tyrknesk blöð meira að segja hótaö því, að tyrkneski herinn mundi ekki „bíða eftir árás” frá Búlgaríu. Fregnin um griðasáttmála henni strax og hætta væri á henni. Þaö blað, sem lengst allra stjórnarblaða gengur í að þjóna málstaö erlends innrás- arhers, — málgagn utanríkis- málaráðherrans, átelur það, að Þjóðviljinn skuli ræöa þetta mál. En hvaða mál á íslenzka þjóðin heimtingu á að fá að vita um, ef ekki þetta? Hvers virði er öll okkar sjálf stæðisbarátta, ef vér ættum nú sjálfir að varpa því, sem enn er til af fullveldi lands vors, fyrir borö og fullkomna það skemmdarverk, er hafið var 10. maí? Tyrkja við Búlgaríu einmitt þegar hernaðarundirbúningur Þjóðverja þar í landi er að kom ast á hástig, kom þvi mjög á óvænt. Ýmis Bandaríkjablöö telja, að meö þessu hafi Þjóö- verjár unniö mikinn stjórn- málasigur, þar sem samning- ur þessi muni vera upphaf þess að Tyrkland dragi sig út úr bandalaginu við Bretland. Þannig er samningurinn einnig skýrður í Þýzkalandi, og talið að aðstaöa Þjóðverja á Balkanskaga hafi gerbreytzt til batnaðar við griðasáttmála Búlgara og Tyrkja. Frá og með deginum í dag er samkomubanninu í Reykja- vik aflétt. Hinsvegar helzt samkomubann í öðrum kaup- stöðum, og flestum stærri þorpum landsins, en líkur eru til að þau bönn verði upphafin næstu daga. Allmörg héruð og sveitir hafa ákveðið að einangra sig með samkomu- banni, og má búast við að þau bönn standi lengur en sam- komubönnin. Þjóðviljinn átti í gær tal bæði viö héraðslækni og land- lækni, um heilsufarið 1 land- inu. Þeir kváöu inflúenzuna mjög í rénun hér í bænum, cg töldu aö samkomubannið hefði náð þeim tilgangi að tefja útbreiöslu hennar, en nú væri slíks ekki lengur þörf, ör útbreiðsla kæmi ekki til mála hér eftir, og því væri sam- komubanninu af létt. Veikin hefur ekki verið þung cg fylgikvillar litlir sem engir. í flestum hinum stærri kaup- Ensku biöðin reyna hinsveg- ar að láta líta svo út að sam- búð Breta og Tyrkja hafi eng- an hnekki beðiö. Því er lýst yf- ir opinberlega, að brezka stjórnin hafi vitaö um sam- komulagsumleitanir Tyrkja og Búlgara og fylgzt með þeim. Griðasáttmálinn hafi verið gerður með vitund hennar og vilja. Bretar aðvara Bulgara Sendiherra Breta í Sofia lét svo, um mælt í blaðaviðtali í gær, aö Bretar vildu stuöla aö því aö sambúö Búlgara og ná- grannaþjóða þeirra yrði sem bezt, og að Búlgaría gæti hald- ið hlutleysi sínu áfram. Ef til þess kæmi að landið drægist inn í styrjöldina, væri það ein- í göngu sök Þjóðverja. stöðum mun veikin vera í rén- un, en enn þá er hún vaxandi í mörgum héruöum landsins, og nokkuð hefur þess gætt aö sveitaheimili yröu fyrir erfið- leikum vegna þess að allt íeimilisfólkið hafi lagzt í einu. Darlan fer enn tíl París Darlan, utanríkis- og flota- málaráðherra frönsku stjórn- ‘ arinnar, lagði af staö frá Vichy 1 gærmorgun, áleiðis til París, þar sem hann mun ræða við útsendara ÞjóÖverja, Abetz, og Pierre Laval. Glæsíleg framííd ÍTrír brezka æsfeulýðínr* l Alexander flotamálaráðherra Breta, sagði 1 ræðu í gær, að tryggt hefði verið, aö blóminn af æskulýð Bretlands yröi tek- inn til þjónustu á flotanum. Hafa verið stofnaðir ýmsir styrkir til náms á sjóliösfor- ingjaskólum í þessu skyni. Styrkþegarn* ír gleymdust Nú um áramótin hafa flest- allar starfs- og launastéttir krafizt hækkunar á grunn- kaupi, dýrtíðaruppbótar og ýmissa annarra hlunninda fyr- ir meðlimi sína. Barátta þeirra fyrir hagsmunum sínum hefur verið mismunandi hörð, eftir því við hvað sanngjama og heiðarlega atvinnurekendur hefur verið átt, eða hitt, og það mun aö mestu léyti ríða : baggamuninn, hve samtaka- máttur verkalýösfélaganna hefur veriö máttugur og hvort stjórnir þeirra voru einhuga í baráttunni og héldu skorinort fram rétti verkalýðsins eða hölluðust að undirboðum at- vinnurekenda. Þrátt fyrir smánarlega ósigra í þessum launadeilum ,hefur þó meginþorri verklýðsfélaganna háö sigursæla baráttu og náð fram kröfum sínum að miklu leyti gegn harðvítugri mót- spyrnu atvinnurekenda og inálaliös þeirra, sem nægan hafa blaöakostinn og geta því Framhald á 4. síðu. bpeytast PMh í uil? Tyrkland o$ Búlgaría gcra mcd séir griðasáftmála samfimís þd að hernaðairutidfrbúníngur Þjóðverja i Búlgaríu hefur náð hámarkí Tyrkir og Búlgarar hafa gert meö sér vináttu- og griða- sáttmála, og skuldbundið sig til að ráðast ekki hvor á ánn- ars ríki. Sáttmáli þessi var undirritaður í Ankara í fyrradag, af forsætisráðherra Tyrklands og sendilierra Búlgaríu. Var sama kvöldið gefin út opinber yfirlýsing um samninginn. Fregnin um samningsgjörðina hefur vakið gífurlega at- bygli um allan heim, og ervíða talið að atburður þessi geti gerbreytt stjórnmálaástandinu á Balkanskaga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.