Þjóðviljinn - 13.03.1941, Side 1

Þjóðviljinn - 13.03.1941, Side 1
Nídíngsverk framíð víð vopnlausf skíp Héðan af er óverjandí að hæfta lífí síómannastéftarínn- ar og fískíflotanum eíns gálauslega og gert hefur veríð híngað ttl víð fískflufnínga fíl Englands Þýzkur kafbátur réðist í íyrramorgun á línuveiðarann Fróða 200 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Kafbát- urinn skaut á skipið af fallbyssum og vélbyssum -og biðu 5 menn bana við skothríðina, en einn særðist. Fróði var á leið til Englands fullfermdur fiski. Hann komst hjálparlaust til Eyja. Þetta er fyrsta kafbátsárásin, sem íslenzkt skip verður í'yrir í þessu stríði, og hún verður ekki öðruvísi skilin en sem bein yfirlýsing um að hér eftir muni þýzkir kafbátar vægð- arlaust ráðast á fiskiskip okkar, er þau eru í Englandsferð- um og megi búast við enn verri tíðindum af þeim árásum nn jafnvel árásin á Fróða. Það er því óverjandi kæruleysi að halda áfram að flytja íískinn til Englands á sama hátt og verið hefur, það er hreint og beint brjálæði eins og nú er málum komið að hafa nær allan fiskiflotann í slíkum flutningum og stofna þar með lífi sjómannastéttarinnar og þýðingarmestu fram- leiðslutækjum þjóðarinnar í meiri hættu en vera þarf. íréttunum áleiðis til Slysa- varnarfélagsins. Brá það fljótt við og kl. 11 á þriðjudagskvöld hafði það náð sambandi við Vestmannaeyjar og fengiö sklp tii að fara þaðan til móts við Fróöa. En þau fórust á mis, liklega af 'því Fróði var ljós- laus. En kl. 10 í gærmorgun kom Fróði til Eyja hjálpar- laust. Fór nú læknirinn í Vest- mannaeyjum um borö og gerði hann við sár vélstjórans og var iiann síðan fluttur á sjúkra- hús. Er hann allmikiö særður, en full von um að hann sé úr hættu. Kl. 4 síðdegis kom Fróði upp að bryggju. Hafa sjónarvottar í Vestmannaeyjum gefið ljóta lysingu á því hve skelfilega skipið var útleikið. Voru nú lík hinna látnu flutt í land og þaðaii upp í líkhús. Fór það fram með mikilli hluttekningu Vestmannaeyinga. Báru skát- ar líkin, sveipuð íslenzkum fán um, en Lúðraflokkur Vest-. mannaeyja lék „Ó, guð vors lands“ og sorgargöngulag. Fán Framhald á 4. síðu. tasHUi imiir í gærkvöldi kl. 21,34 var slökkviliðið kvatt inn í Vatna- garða. Hafði kviknað í hænsa- búi nálægt Kleppi, sem Friðrik Bertelsen á. Kom eldurinn upp austast í því, líklega annað- hvort frá rafmagnsofn'i eða .,fósturmóður“. Um þriðjung- ur af lengd hússins brann og brunnu allmörg hæsni inni eða köfnuðu úr reyk. Gamall maður, Snorri að nafni, var þarna einn að gæta búsins og bjai'gaðist hann fá- klæddur. Framhald á 4. siöu Hvad á fundurdufl lcngí ad Iíg$ja á síglingaleið ínní fil fsafjardar? Fyrir um hálfum mánuði síð an var skýrt frá því að tundur dufl væri fram undan Stiga- lilíð á siglingaleið til ísafjarð- ar. Fyrir nokkrum dögum var aövörunin endurtekin. Því er þetta tundurdufl ekki eyöilagt? Hverskonar framtaksleysi er þetta, þegar það getur kostað líf margra manna að aðhafast ekkert? Med satnþykkf láns~ og leígufrumvarpí Roosevelfs hefsf hjálp Bandafíkjanna fyrír alvöru Bandaríkjastjórn hefur gert víðtækar ráðstafanir til hjálpar Bretum, og nálgast nú aðstoð Bandaríkjanna beina þátttöku í styrjöldinni við hlið Bretlands, þar sem gert er ráð fyrir að hergagnaframleiðsla landsins og margvísleg framleiðsla önnur verði að miklu leyti miðuð við styrjald- arþarfir Breta. Láns- og leigufrumvarp Roosevelts var endanlega sam- þykkt sem lög í fyrradag af íulltrúadeild Bandaríkjaþings- ins, með 371 atkvæði gegn 71. Roosevelt undirskrifaði lögin nær samstxmdis, og gaf jafnframt fyrirskipanir um fyrstu atriðin í framkvæmd þeirra, er verið hafði nákvæmlega undirbúin áðm-. Hefur forsetinn farið fram á að þingið sam þvkki tafarlaust 7000 milljón dollara fjárveitingu til fyrstu f ramkvæmdanna. Arásín á ,Fróda' Kl. 5 á þriðjudagsmorgun var línuveiðarinn Fróði frá ísa firði kominn um 200 sjómílur frá Vestmannaeyjum á leið til Englands, fullfermdur af fiski. Var þá skyndilega hafin skot- hríð á skipið, en myrkur var, svo skipverjar gátu ekki greint hvaða skip það var, en álitu það vera kafbát. Skauí hann tvisvar sinnum úr fallbyssu á skipið, en hvað eftir annað af vélbyssum. Fyrsta fallbyssukúlan mun hafa lent stjórnborðsmegin, og laskaði stjórnpall skipsins, og varð hún tveim mönnum að bana. Fór þá skipstjóri við ann an mann að björgunarbátnum bakborðsmegin, til að setja hann niður, en í því var skotið annarri fallbyssukúlu að þeim og varð hún skipstjóranum og öðrum manni að bana. . .Strax við fyrstu skothríðina eyðilagðist ljósakerfi skipsins. .. í tæpan klukkutíma dundi svo vélbyssuskothríð á skipinu, hvað eftir annað. Lét einn skip verji nú lífið í viðbót við þá fjóra, sem áður voru fallnir, en 1. vélstjóri Sveinbjöm Da- viðsson, særðist þar sem hann var undir þiljum, fékk skot í gegnum báða handleggi. Þeir fimm íslendingar, sem þarna létu lífið, fyrstir þeirra íslendinga, sem meö vopnum eru vegnir 1 styrjöld þessari, voru: Gunnai' Ámason skipstjóri, Leifsgötu 27, Reykjavík, fædd- ur 4. júlí 1907. Lætur eftir sig konu. Sigurður Jörundsson, stýri- maður, frá Hrísey, fæddur 30. rnarz 1917. Steinþór Árnason, háseti, bróðir skipstjóra, frá Brekku í Ðýrafiröi. Gísli Guðmundsson, háseti frá Brekku í Dýrafirði, fæddur 7. apríl 1906. Ókvæntur. Guðmundur Stefánsson, há- seti, fæddur 2. maí 1907, frá Kólum í Dýrafirði. Ókvæntur. Á Fróöa voru alls 11 menn. 5 höfðu nú látið lífið, en einn var stórsærður. Það voru því aðeins 5 menn á skipinu, til a.ð reyna að bjarga þvi, sem bjargað varð eftir þessa hörmu legu viðburði. Haldid hcím Fróða var nú snúið heim og tókst þessum 5 sjómönnum heimferðin. Vél skipsins haföi ekki skemmst, en hinsvegar var það mjög laskaö, yfirbygg- íngin mikið til skotin niður. Á heimleiðinni hittir Fróði vélbátinn Skaftfelling og kem- ur hann með talstöð sinni Churchill, forsætisráðherra Breta, hélt ræðu í gær í neðri málstofunni, og ræddi einkum láns- og léigufrumvarpinu. Taldi hann að hér væri um að ræða stórfenglegar og fram- sýnar ákvarðanir, þar sem heita mætti að fjármála- og ríkja væri einbeitt að sameig- inlegum málstað, útþurrkun IJitlerismans. Þakkaði hann í nafni stjórnar sinnar, brezku Jijóðarinnar og „allra frjálsbor inna manna hvar sem væru í heiminum“ fyrir þessa miklu aðstoð og uppörfun, er bæri hmn fegursta vott um traust á málstað þeim er Bretar berj- ast fyrir. Brezkur her kominn 500 km. Inu i Abessíníu Bretar tilkynna að brezkur her frá ítalska Sómalílandi sé kominn um 500 km. inn í Abes siníu, og sé nú aðeins 250 km. írá Harrar, annarri stærstu borg landsins. Á vígstöðvunum í ítalska Sómalílandi sækja Bretar einn ig hratt fram, og veitir ítalski herinn litla mótspymu. Sovétríkín og Thaíland skíptasf á sendíherrum Sovétríkin og Thailand munu skiptast á sendihermm irman skamms, að því er til- kynnt er í fregn frá Moskva. Fulltrúi stjórnarinnar i Thai landi hefur dvalið um tíma í IMoskva og rætt við stjómmála menn, þar á meðal Molotoff.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.