Þjóðviljinn - 20.03.1941, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1941, Blaðsíða 3
PJ OÐVILJIN N Finnntudagur 20. marz 1941. Erindi Kvenréttindafélagsins til Alþingis um dýrtíðarupp- bót á meðlögum Reykjavík, 12. marz 1941. Til ALPINGIS. 1 tilefni af frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingu á lögum um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna, á þainn vieg, að meðlög vterðii ákvieðin árlega fyrst um sinn, en ekki á 3ja ára fresti eins og átt hefur sér stað — í því skyni að auðveldara verði að samræma þau dýrtíðinni, — vill Kvenréttindafélag Islands skora á Alþingi að ákveða nú þegar að full dýrtíðaruppbót reikn uð mánaðarlega skv. ví&itölu kaup lagsnefndar, komi á mieðlög þiessi eins og á fliest vinnulaun, og rieikn ist frá 1. janúar þetta ár. Hins- vegar ber svo mikla nauðsyn til* að taka til nánari athugunar sjálf an meðlagsgrundvöllinn og sam- ræmingu meðlaganna um laind allt, að heppilegt virðist að slík- ar breytingar geti átt sér stað í sumiar og því engin ástæða til að mótmæla því að ofangreint frum varjD nái fram að ganga, að þvi tilskildu að full dýrtíðaruppbót verði neiknuð á öll meðlög frá síðustu áramótum. Það virðist engin ástæða til að fjölyrða um nauðsyn þess að samræma þurfi meðlög þessi raun verulegum framfærslukíostnaði á samia hátt og laun verkamanna. Meðlög þessi eru að sönnu ekki nerna inokkur hluti framfærslu- kostnaðar barna, þiað lágmark, er sveita- og bæjarfélög borga vegna föður, sem ekki hefur staðið í skilum með gneiðslu á ineðlagi því, sem honum bar að gneiða með barni sínu, hvort sem það hefur verið viegna getuleysis eða ekki, og vegna dáins föður. En meðlögin eru þó, enn sem 'komið er, sá eini opinberi styrkur, sem fátæk móðir á rétt til að fá með barni sínu, að undanskildumtrygg ingum ,sem sénstaklega enu gneidd ar af atvinnunekendum. Meðlög þessi eru ekki rniðuð við fullan framfærslukostnað heldur við tvo þriðju hluta meðgjafar og er þá móðurinni ætlað að borga þriðj- gnginn. 1 Reykjavík var t. d. mið- að við meðgjöf á opinberu barna- heimili, þar sem um. miklu meiri barnafjölda er að ræða en á ein- stökum heimiium, auk þesis njóta barnaheimili venjulega ýmsra hlunninda, svo sem opiinberra styrkja til rekstrar- eða stof’n- kostnaðar, gjafa o. s. frv. og geta því tekið lægra gjald en neiknað væri með börnum ef talinn væri fullur, raunverulegur kostnaður. Sama má segja um meðgjöf meÖ börnum hjá vandalausum, börn eru ekki allsjaldan tekin á heim- ili, sem hafa bærileg efni, þó fullt gjald komi ekki fyrir. En ekkjur og aðrar einstæðar mæður, sem verða að framfleyta heimilum, verða að skioða meðlögin sem aðalframfærslueyri heimiliisins og vinna sjálfra þeirra á heimilinu verður að teljast þeirra framlag til framfærslu barnanna. Geti þær ekki aflað sér tekna til viðbótar, með vinnu sinni, njóta slíkar kon- ur, hér í . Reykjavík, venjulega styrks úr bæjarsjóði, en oft er sá styrkur lægri en sú húsalieiga, sem gneiða verður fyrir íbúðina og venjulega fá þær lekki annan styrk til framfærslu sjálfra sín og barnanna, að öðru leyti en meðlögin ein. Hinsvegar bjargast margar konur með meðlögin ein og vinna þá fyrir húsaleigunni með einhverri vinnu utan heim- ilis, t. d. hreingerningum, og mun sú vinna þá venjulega ekki rifari en svo að hún hrökkvi fyrir húsa- leigunni í biezta lagi, svo framar lega sem konan er bundin. við að gæta heimilis síns. Skv. núgild- andi meðlögum miundi slík ein- stæð m.öðir, sem ætti heima í Reykjavík og ætti t. d. fyrir 3 börnum að sjá innan 14 ára ald urs, fá frá kr. 126.00.—150.00 á mánuði, eftir aldri barnanna, til framfærslu sjálfrar sín og þeirra og ætti þetta þá að hrökkva fyr- ir öllum þörfum nema húsaleigu, ef konan gæti ekki sjálf aflað sér tekna, sem er jafnan erfitt fyrir konur, sem eigo einar að sjá um heimili. Auk þess verður oft að taka af þessu einhvern hluta húsa leigunnar. — Þá eru á heimilum þessum oft og tíðum öryrkjar og gamalmenni, sem fá lágan styrk sér til framfærslu og miklu lægri en greiðslur til opinbierra stofn- , ana með slíku fólki. Oft hafa þessi heimili einnig byrði af at- vinnulausum börnum komnum af framfærslualdri, þó nú sé um rrteiri vinnu að gera fyrir slíka unglinga en venja ier til. En þó atvinna aukist í landinu snertir hún ekki heimili þessi nema að litiu leyti, nema þar séu stálpuð eða uppkomin börn, sem njóta hennar, en þá er líka venjulega dregið af öðrum opinberum styrk, sem móðirin fær vegna yngri barnanna, svo sem húsaleigu. Það er óhætt að fuliyrða að engir jeigi við bágari kjör að búa í þessu landi en sumar af þessum mæðrum og er óhugsandi anniað en Alþingi vilji unna þeim sama réttar og öðrum laiunþegum til að fá fulla dýrtíðaiuppbót- Því í raun réttri eru barnsmeðlögin þau laun, sem þjóðfélagið leggur þeim til framfærslu barnannia, s©m þær eiga að skila þjóð sinni heil- brigðum á líkama og sál, eftir því sem fnekast er mögulegt, og leggja fram til þiess alla sína eig- in krafta. Virðingarfyllst, í stjórn KvenréttindafélagS Isiands Laufey Valdimarsdóttir. Guðrún Stefánsdóttir. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Maria Knudsen. Þóra Vigfúsdóttir. Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan. Hafnarstræti 16. Grein þessi birtist 9. nóvember s.I. í brezka borgaralega | blaðinu „Picture Post”. Vegna þess, að efni hennar er jafn 1 tímabært nú og það var þá, er hún birt hér í lauslegri ís- lenzkri þýðingu. Sérstaklega er það athygglisvert í grein- inni, þar sem segir frá framkvæmdum alþýðuflokksráðherr- ans brezka, Morrisons, í loftvarnamálunum. Sí’ðian í brunanium mikla* hef- ur London ekki orðið fyrir neinu jafn skyndilegu iog víðtæku á- falli og leifturstríðinu í loftinu árið 1940. Enginn veit til fulls, hve mikið tjón hefur af því hLot- izt, hve rnargir leru hieimilislaus- ir eða hve margir hafa farizt. Daglega minna dagblöðin okkur á, að húsarústir, stöðvaðar járn- brautarlestir, biluð Ijós og raf- magn og tómir vatnshanar eru aðeins. anniars flokks umræðu- efni. En viðfaingsefnið, sem yfir- gnæfir allt annað og enginn hlær að, er þietta: „Hvar á almenniing- ur að leita sér hælis fyrir naz- istasprengjunum?" Heimsækið einhvern bæjarhlut ann við fljótiö. Innan um gryfjur og sprengjugýgi er það kannske ein múrsteinssúla, óhrein dýna eða brotnar eldstóarstengur, sem sýna að hér hafi menn einhvern- tima búið. Gata eftir götu er upp rifin og hin blindu gluggalausu augu húsanna horfa niður á eyði- lagðar gangstéttirnar. Gáta eftir götu er líka ósnortin, en hús- freyjurnar eru aldrei heiiria, því að alla nóttina sofa bær í troð- fullum loftvarnabyrgjum og á]dag inn standa þær í ,röð til þess að verða ekki af stað sínum næstu nótt. I hverskonar byrgi(leita þær? Þær hlaupa til hvelfinganna v á járnbrautarstöðvunum, neðanjarð- ar-kolageymslanna, leiðslugang- anna, kirkjuhvelfingaínna og vöru húsanna, til hvers þess byrgis, sem þær geta freyst. [ I hinum þéttbýlu verkamanna- hverfum hafa fáir Andersons- byrgi, því að þau krefjast nægi- lega stórra garða, ef ,þau eiga að vera örugg. Ennþá treysta fáir ofanjarðarbyrgjum, því að mönn um virðast þau vera ,of berskjöld- uð fyrir hættunni. Og.þegar nefnd nokkur fór** á fund ..ininanríkis- ráðuneytisins 13. sept 1940, ■ lýsti opinber embættismaður þessu yf- ir: „Mönnurn verðrir að skiljast, að ríkisstjórnin hefur aldrei ^gert ráð fyrir sprengjuheldum byrgj- um, heldur aðeins byrgjum, ytti að verjast sprengjubrotum“. Meðan herrarnir í innanríkis ráðuneytinu sitja innan viðyloft- og gasþéttar dyr í loftræstuðum byrgjum sínum er almenningur/ að leita öryggis hvar siem vhann get- ur. í byrgi einu er gífurlegur fjöldi karla, kvenna og barna samankominn. Þau breiða ábreiö ur sínar á óslétt steingólfið, sem lyktar af hrossataði. Fólkið, sem liggur á kössum, dagblaðapappír , o- s.- frv. borðar ,andar, les og sefur þarna hlið við hlið. Frelsis- herskona úthlutar smá teskömmt um til fólfcs, sem bíður þeirra i hundraðatali, aðeins einn vatns- hani er til afnota þessum þúsund- um. Og heilbrigðisverndin? Nokkr ar vatnsfötur standa í eiuu horn inu undir segldúk. Það ter ekki hægt að geta sér til hvað gerast mundi, ef sprengja skyldi lenda þar sem byrgið er veikt fyrir, hvað gerast* myndi hjá gamal- mennunum og börnunum, ef skelf ing gripi fólkið, sem þarna er þjappað saman. En því betur getur maður gert jsér í hugarlund, hvað ,ske myndýi þessum yfirfylltu byrgjum,- þegar inflúensan brýzt út. Og allt er þetta sökum þiess að góðu byrgin eru lokuð almenn ingi. Byrgi, sem eru örugg, heil- næm, sem geta dregið úr smitun, stór verzlunarhús, gífurliegir píra mídar úr stáli og steypu, þar sem fjöldi herbergja og ganga eru djúpt undir húsum, og sem gætu rúmað þúsundir manna; allt er ])etta lokað almenningi að nætur lagi og stór spjöld sett upp, þar sem á stiendur: „Hér eru ekki al- menningsbyrgi“. Meðan þúsundirnar reika um heimilislausar, reynandi að finna mögrum líkömum sínum skjól í óhreinum og yfirfullum varnings görðum, þá er til fjöldi stórra húsa, sem líkjast vígjum og þaf sem kjallararnir gætu hýst þús- undir manna á hagkvæman hátt. Á næturnar, þegar inazistabomb urnar hvína yfir höfðum manma, eru, kjallarar þessir Lokaðir og tómir. Talsmaður ríkisstjómarinmar lýsti yfir við nefndiina 13. sept- ember: „Héðan í frá hafa allar borgarstjórnir vald til að krefj- ast þess, að öll einkahýbýli í borgunum verði opnuð almenin- ingi“. Þetta var fyrir nærfelt 2 mánuðum- Ennþá er ekki búið að opna þessi byrgi. Hversvegna ekki, hr. Morrison? KAUPl IM FLÖSKUP OG GLÖS háu verði. - Sækjum samstund- is. —- Sími 5333. Flöskiwerzlanin Kalkofnsveg við Vörubílastöðina Hírdíd fæturna Framhald af 2. síðu. ur með heitu, hin með köldu. Maður byrjar með heita vatninu og heldur fótunum niðri í því í 3—5 mínútur, fer svo niður í kalda vatnið. Þetta gerir maður nokkrum sinnum á víxl þurrk- ar sér svo vel og er fyrirtaks leikfimisæfing að ganga svolitið á tánum á eftir. Eins ættu allir að gera sér að reglu að skipta um skó, þegar heim er komið, og fara á inni- skó, það fer vel með hvörttveggja gönguskóna og fæturna. Bezt er, að svolítill hæll sé á inniskón- um; algerlega flatbotnaðir skór fara ekki vel með fótinn. Svo ættu þeir, sem geta látið það eftir sér að leggja sig út af einhverja stund að deginum, að telja það ekki eftir sér að fara úr sokk- unurn og láta loftið leikri um fæt- urna. Ef við gerum okkur ])að að reglu að hirða daglega vel á ohk- ur fæturna, getum við komizt hjá mörgum óþægindum og aukið heilsu okkar og daglega vellíð- an. Níðurseff verð þessa víku Nofíð faekífærið Níðursetf verð! Gúmmískógerdín Laugavegi 68. HEILQSOLUB: Afi’lMl JONSSON, R.VÍK *ÁriÖ 1666. (Þýð.) **Að tilhlutun blaðsins Daily Worker“. (Þýð.) ( Far, verðld, þinn veg (Barbara) Verulega gód bók o$ skemmtíleg. Akaflega spennandí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.