Þjóðviljinn - 02.04.1941, Page 2

Þjóðviljinn - 02.04.1941, Page 2
Miðvikudagur 2. apríl 1941 PJOÐVILJIHK Hiðnvnjmn tJtgefandi: Sameinlngarflokfcur alþý&u — SÓEÍalistaflokkurinn. Ritstjórar: Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Einar Olgeirsson Ritstjórn: Hverfisgötu 4 (Víkings - prent) sími 2270. Afgreiðsla og auglýsinga- skrifstofa: 'Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánutíi: Reykjavík og nágrenni kr. 3,00. Annarsstaðar á land- lnu kr. 2,50. 1 lausasölu 15 aura eintakið. Víkingsprent h.f. Hverfisg. Þad hallasf ekkí á Það fer ekki hjá pví að atburð- ir þeir, siem gerðust á sunnudags morguninn hafi vakið meginþorra Reykvíkinga til alvarlegrar um- hugsunar um hvað þeirri vernd og því öryggi liði, sem bæjarbú- ar mega vænta að njóta þegar hér kemur til alvarlegrar loftá- rásar. Að þetta sé rétt, sést meÖal aninars á þvi, að jafnvel Morg- unblaðið lætur megna óánægju í ljós út af því öryggisleysi, sem allir sjá nú, að almenningi er búið gagnvart loftárásunum. En Morgunblaðinu eru báðir aðilar, brezku hernaðaryfirvöldin og íslenzka þjóðstjórnin, kærir, og vill helst hvorugan styggja, en almenningsálitiö knýr blaðið til þess að bera fram aðfinnsJur, og úr því svo er komið þykir því bezt henta að láta sökina bitna á öðrum, en gefa hinum fri, og það bendir á Bretann, en gefur þjóðstjórninni og líði hennar frí. Ekki verður þessari aðferð hælt, rétt er að hver fái sinn skammt, hvorttveggja er jafn ó- réttmætt, að ljúga lýtum á Breta (nóg er af þeim, þó aðeins sé sagt það sem satt er) og ljúga lýtum af þjóðstjórninni. Sann - Ieikurinn er sá, að verksvið þess ara tveggja aðila er skýrt að- greint, og ber að gagnrýna báða, hvorn á sínu sviði. Það er hlutverk Bretanna að halda uppi athugunarkerfi til þess að fylgjast eins og framast er mögulegt með ferðum flugvéla yfir íslandi og, í nánd við það- Þetta athugunarkerfi verður að vera framkvæmt af fullkominni ná kvæmni og óbrigðulli skyldu- rækni. í hvert skipti, sem ieitthvað fréttist um ferðir þýzkra eða ó- kenndra flugvéla, ber Bretum taf arlaust að gera þeim, sem loftvam ir og loftvarnamerki eiga sérstak- leg að annast, á hverjum þeim stað, þar sem árás gæti komið til greina, aðvart, svo merki um hættu geti verið gefi.n í tæka tíð. Reynslan sýnir að þessa skyldu rækir Bretinn ekki. Það má telja fullvíst að til fliugvélar þeirrar, sem hingað kom á sunnu- daginn, sást í Vestmannaeyjum, og hefði þá tafarlaust átt að hrað síma tíl Reykjavikur um þennan Framhald á 3. síðu. | | t y % KVEMMAStBAN t f «£♦ Frá eldhúsdyrum ulþýðukonu Mig langar til að gera dálitla athugasemd við grein, sem var í Kvennasiðunni héma á dögun- um og sem hvatti okkur konur til þess að kjósa fyrst og fremst kon- ur í bæjar- og sveitarstjórnir og á Alþingi. Ég er að vísu sam- þykk greinarhöfundi að flestu leyti, að viðbættri þeirri athuga- semd, að það er frá mínum dyr- um séð ekki einhlítt að kjósa konur til trúnaðarstarfa, hitt gildi meira hvaða stefnu þær fylgi í stjórnmálum. Þess höfum við séð dæmin hér á landi. Þær tvær konur, sem átt hafa; sæti á Alþingi voru báðar flokkskonur, þó önnur væri kosin utan flokka. Og svo óheppilega vildi til að þær til- heyrðu báðar íhaldsflokknum, enda liggur ekki margt eftir þær í Iögum landsins, sem til réttar- bóta horfir fyrir alþýðukonur í landinu- Vera má að þær hafi bor ið fram frumvörp eða greitt at- kvæði sitt málum, sem gengn: í þá átt, þegar flokkur þeirra háfði ráð á að leyfa þeim slikt. En ekki er vitað að þær hafi nokkurntíma igengið í berhögg við stefnuflokks ins eða hagsmuni, þegar úrslit ultu á þeirra atkvæði. í bæjarstjórn eiga nú sæti 3 konur og leggja þær þegjandi blessun sina yfir gerðir flokka sinna eða aðierðaleysi, aðmíninsta kosti gera þær það á yfirborðinu. Hvernig þær beita áhrifum sín um á bak við tjöldin vitum við kjósendur ekki. Þetta er ekki sagt ;,til lasts þeim bonum, sem sæti hafa átt á Alþingi og nú í bæjarstjóim, þær eru auðvitað eins góðir fulltrúar fyrir sinn flokk eins og hver karl- maður. En þær eru fyrst og fremst flokkskonur. Við konur megum því aldnei láta íhaldið blekkja okkur til fylgis við sig í kosningum með þvi að stilla upp einhverjum konum. Guðrún Jónas- son og Guðrún Guðlaugsdóttir o. fl. o. fl. verða aldrei annað en íhald, þó þær séu konur. Engin alþýðukona getur verið þekkt fyr- ir að kjósa þær sem fulltrúa, sina hvorki á þing né i bæjarstjórn. Frá mínum dyrum séð verðum við konur að gera okkur Ijóst hver stefna flokkanna er, mynda okkur skoðun um málin og kjósa okkur fulltrúa, sem við getum treyst, annað hvort karl eða konu, eða bæði karla og konur. Amma í eldhúsinu. lim FÉffaplieiKslil Hæstiréttur hefur nú fyrir skömmu fellt dóm í dneifibréfs- málinu, er hann í aðalatriðum staðfesting á dómi undirréttar. I Noregi sögðu allir dómaram- ir af sér þegar Quisling heimtaði að þeir dæmdu sainkvæmt vilja innrásarhersins. Var þetta rómað ínjög í blöðunum hér. En hér á Islandi fer Hæstirétt- ur öðruvísi að. Hann lætur hafa sig sem verkfæri í þágu erlends valds gegn islenzkum borgurum. Er þetta hin mesta niðurlægilng fyrir hinn íslenzka Hæstarétt og mun lengi í minni haft inégar minnzt verður á ósvífið og raing- látt réttarfar. Það, sem gerir þetta mál að endemum, er framkoma valdhaf- anna gagnvart þeim dæmidu. Þeir hafa ekki notið þeirra sjáífsögðu réttinda, sem venjulegir sakamenn annars hafa, — að fá frí til að ráðstafa heimilum sínum og einka málum, jafnvél afplána siekt sína eftir hentugleikúm. Þeir dæmdu voru fluttir svo úr bænum að þeir fengu ekki að koma á heimili sín, ekki einu sinni til að sækja farangur sinn. Þannig löguð framkoma getur aðeins talizt ofsókn og ruddáleg meðfierð, ekki aðeins gagnvart þeim dæmdu, heldur einnig gegn vandamönnum þeirra, sem þannig misstu algerlega fyrirvinnuna og sitja eftir í reiðuleysi. En stundum hefur komið fyrir þegar kveðnir eru upp ranglátir dómar af valdhöfunum, að aflþýð an tekur málið í sínaT hendur og dæmir eftir sinni réttlætismeðvit- und. Það er einmitt það sem al- þýða Isiands hefur nú gert. Hún hefur á margan hátt sýnt afstöðu sina til dómsins, bæði með því að létta þeim dæmdu fangelsisvistina með heimsóknum, og gert þeim vistina léttbærari mieð mörgu móti, — ennfiemur með beinum peningastyrkjum hindrað það að heimilin lieystust upp. Hefur þetta verið ómetan- leg hjálp og hughreysting fyrir j aila aðstandendur þeirra. Krónuvelfa Kvennasíðunnar Marta Kristmundsdóttir, Freyju götú 34, skorar á Ingibjörgu ÓÞ afsdóttur, Einarsstöðumj, Grím®' staðaholti og Ragnheiði ólafsdótt ur, Haðarstíg 16. Sigriður Bjarnadóttir, Helirsg. 7, Hafnarfirði, skorar á Jóhönnu Magnúsdóttur, Karlagötu 17 og Salbjörgu Magnúsdóttur, Strandg. 41, Hafnarfirði. Ingibjörg Benediktsdóttir, Ás- vallagötu 2, skorar á Maríu Guð- mundsdóttur, Sólvallagötu 6, og Svanhildi Steinþórsdóttur, Ásvalla götu 2. I öðru lagi hefur það greini- lega sannað að alþýðan er ekki svo blinduð af moldviÖri því, sem þjóðstjórnarklíkan þyrlar upp, til þess að hylja þjónslund sína við innrásarherinn, að hún ekki sjái mun á réttu og röngu- Þetta mál er ekki aðeins mál þessara fáu mannina, siem í þiettlá skipti urðu fyrir dómunum. Nei, þetta er ófyrirlieitin árás á rétt- indi alþýðunnar, sem við verð- um að vera á verði ^yrir og svara með því að halda sleitu- laust áfram söfnun hánda heimil- um hinna dæmdu og hindra það að fjölskyldur þeirra lendi á von- arvöl- Alþýðubona. Kvennasídat! Kvennasíðan þakkar hér með konunni á Raufarhöfn fyrir pen- ingana, sem hún sendi, vegna þess að hún getur ekki tekið þátt í krónuveltu síðuninar. Slíkar send- ingar eru kærkomnar. Sendið Kvennasíðu Þjóðviljans greinar til birtingar. Enn fleiri ættu að láta til sín heyra. Á þessum tímum þarf flestu og hugrekki til þess að berjast fyrir hagsbótum, frekar en nokkru sinnk Konur, talið til fölksins frá Kvennasíðunni, hún er víða lesin um allt land. Utanáskrift: Þjóðviljinn, Kvennasíðan, Austurstræti 12. Saumaskrínið Hér eru tveir sumarkjólar á litlar telpur. Báðir þessir kjólar eru hent- ugastir úr lérefti eða líni Marg- lit léreft eru nú mikið á boðstól- um og ættu konur að nota þau rneira í barnaföt heldur en gert hefur verið. Litla telpan er miklu betur til fara í hreinum og stíf- uðum léreftskjól hversdags, held ur en Iélegum silkikjólum, sem maður sér þó svo oft. Þessa kjóla getur hver kona saumað, þótt hún hafi ekkert lært til kjólasauma. Til þess að fá rikkingúrnar í mittið á kjól nr. 1 þarf að stanga belti innan á og draga teygju- bönd í, á milli saumanna. Sfælíng á rúss~ neskum kavíar Efni: Soðin hrogn, marmítkraftur, salt og pipar. Þorskahrogn, þvegin, soðin í vel söltu vatni, tekin og hrærð ásamt marmít, pipar og salt eftir smekk. f Himnan hefur verið tekln f burtu og hrognin þurfa að vera köld- Bezt er að laga úr litlu f einu, s. s. i matskeið hrogn og hálf lítil skeið af marmít, nokk- ur korn salt og pipar, því hrogn- in geymast ekki 9oðin nema 1—2 daga. f>etta er haft ofan á brttuð. Nú vill fólk nota það, sem af gengur af hrogmum, því þetta er svo lítið, sem þarf í kavíarinn. Þá má taka greppina og sneiða í tveggja cm. þykkar sneiðar og steikja í smjörlíki, ljós brúnt; brúna lauk. Raða sneiðunum lag- lega á fat og setja brúnaða iauk- innn iofan á hverja sneið, hella bræddri feiti yfir og bera síðan Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.