Þjóðviljinn - 02.04.1941, Qupperneq 3
P J OÐ VIL JINN
Miðvikudagur 2. april 1941.
Það hallast ekbí á
FramhaJd af 2. síðu.
atburð, *og gefa síÖan mierki um
að hgEí'tta væri í nánd bæði í
Reykjavík *og í Hafnarfirði. Þá
hefði almenningur verið kominn
til húsa og á öruggustu staðina
í húsunum, pegar skiothríðin hófst
-og þar með verið afstýrt mikilli
hættu á að menn hlytu sár -og
bana af spr-engjubrotum frá loft
varnabyssunum.
Þegar þessu starfi Bnetanna
lýkur, kemur sjálft varnarstarfíð,
hinar virku varnir, og eru pær
fólgnar i því að skjóta af loft-
varnabyssum -og leggja til orustu
við sprengjuflugvélarnar á or-
ustufl ugvélum. Að sinni skal það
ekki rætt hvernig þ-eir muni rækja
þennain þátt skyldu sinnar, en lát
ið nægja að slá því fram, að
einnig á þessu sviði „sofi“ þeir
á v-erðinum, og séu allar líkur
til að þýzkar flugvélar geti kom-
ið hingað hvenær sem er og hellt
yfir okkur sprengjuförmum sínum
og farið siðan á burt án þess að
hafa orðið fyrir verulegu ónæði-
Við skulum ekki ræða meira
um jiátt Bretanna, en snúa okk-
ur að þætti hinna innlendu stjórn-
arvalda.
Innlendu stjómarvöidiin eiga að
annast hinn óvirka þátt loftvarn-
anna. Þau eiga með öðrum orðum
að gera það sem í þeirra valdi
stendur til þess að verja líf og
limi þegnanna.
Sú staðreynd að lítið er hægt
að treysta vörnum Bretanna, létt-
ir ekki neinum skyldum af hinum
íslenzku stjómarvöldum, eins og
Morgunblaðið virðist vilja vera
láta, heldur þvert á móti. En
einmitt þar sem lítt er treystandi
á varðstöðu Bretanna og á þeirra
virku varnir, -er skylda innlendu
valdhafanna að gæta vel hinna
óvirku varna ennþá brýnini. —
Þjóðviljinn vill -eninþá eiinu sinni
benda á hversu allt hefur verið
vanrækt á þessu sviði, og að nú
má ei lengur láta við svo búið
standa.
Brottflutningur barna úr bæn-
um verður að hefjast tafarlaust.
Skyndibrottflutning megiíns
þorra bæjarbúa, þarf að undirbúa
með viti og festu af svo full-
kominni inákvæmni að ekkert geti
brugðizt í framkvæmd.
Loftvarnabyrgi verður að
reisa. •
Slökkviliðið verður að efla
miklu meira en gert hefur v-er-
ið.
Koma verður á löggjöf urn bæt
ur til handa þeim, sem missa
kunna fyrirvinnu sína af völdum
loftárása, og bætur til þeirra er
.verða fyrir eignatjóni.
Verði nú ekki hafizt handa um
allt þetta tafarlaust er verið að
fremja glæp gagnvart þjóðinni,
glæp, sem á enga afsökun.
Daglega nýsoðin
S VIÐ
Kaffistofan.
Hafnarstræti 16.
Siglingarhættan og s)ómennirnir
Það á að afhuga það, hvotrf gera bærí íslenzka
á fískíxníðum Nýfundnalands
Eftír Ísleíf
0Danska° deílan o$
hafnbanníð
Manntjón það, sem sjómannfl-
stéttin hefur beðið af völdum
stríðsins og yfirlýsing nazisita um
að þeir hefðu útvikkað hafnbauns
svæðið yfir ísland allt til Græn-
lands, hefur nú orsakað það, áð
siglingar íslenzkra skipa um út-
höfin hafa, sem að líkum lætur,
stöðvazt m-eð öllu.
Stöðvun sigltnganua hlýtur
mjög bráðlega að hafa hin djúp-
tækustu áhrif á allt Iif manna
i þessu landi og verður það því
að teljast furðulegt að blöðin, sem
út koma daglega og eru fleyti-
full af skrifum um allt milli him-
ins og jarðar skuli v-art hafaí tæpt
á tillögum til úrlausnar þessu
I máli, hvað þá tekið tii alvarlegrar
umræðu hvað( í þvi beri að gera.
Það, sem hinir borgaralegu póli
tikusar hafa alveg sérstakllega séð
merkilegt við hafnbannsyfirlýs-
ingu nazista, er „sú grófa móðg-
un“, sem felst í yfirlýsingunni,
þ. e. að nazistarnir þessir „merk-
ismenn“, skuli hafa leyft sér að
nefna hið „fullvalda" íslenzka
ríki „dönsku eyjuna". Þegar þessir
pólitísku vindbelgir þenja sig út
vítt og breitt um sjáífstæðismál
og fullv-eldi, virðist með öllu stol-
ið úr minni þeirra, að land vort
‘ er hérnumið og mótmæli við naz-
istan-a v-egna „móðgujnarininiar" hef
ur viðlíka þýðingu og að st-ökkva
vatni á gæs.
Það sem rnáli skiptir á líðándi
stund er auðvitað ekki þessi
„móðgun", heldur vandræði þau
sem nú steðja að sjómönlnu'm og
öllum landslýð af völdum ófrið-
arins.
Siglin$ar með fisk til
Bretlands
Spursmálið ium það hvort hál-da
beri áfram að sigla mieð ísvarlnn
fisk til Bretlands, er ekki aðeinS
spursmál um öryggi sjómanna og
skipanna, sem þeir sigla, heldur
og spursmál um það hvað þess-
pr siglingar gefa, í aðra- hönd.
Innstæður banka, útvegsmalnina
og fiskkaupmanna í Br-etlandi
mun nú vera komið á annað
hundrað milljónir króna. Þessi
mikla innelgn hefur myndazt af
óeðlilega háu fiskverði á brezk-
um markaði. Þetta háa fiskverð
h-efði Bnetum verið mjög auðvelt
að hemja með einfaldri reglugerð,
því Svo víðtækt er vald stjómar-
innar nú -orðið. Ein í þ-essu efni
hefur brezka stjómin hagað sér
mjög klókl-ega. Fisk þurfti hún að
fá og sem allra mestan. Háa verð-
ið borga n-eytendurfisksins í Bret-
landi, svo að ekki eykur það hem
aðarútgjöldin. Hinsvegar er hlð
h-áa fiskverð hinn ákjósanlegastí
spori á gróðafíkn útvegsmanma
á íslandi -og bafa þeir lagt alla
sína orku í það að drífa útgerð-
ina með eins miklu kappi og frek-
ast var unnt. Hver einasta fleyta,
hve gömul og ónýt sem hún var,
hefur verið skinnuð upp og send
með ísvarinn fisk til Bretlands.
Þó að vöruverðið sé stöðugt
stígandi í Bretlandi, ber tvennt
til þ-ess, að íslenzka innstæðuféð
þar, ætti að g-eta enzt oss tals-
verðan tíma til vöruinnkaupa frá
Bretlandi, þótt ekkert væri þang
að flutt af útflutningsvömm. 1
fyrsta lagí það, ab innstæðu þess-
ari fáum vér -ekki bneytít í frjálsan j
gjaldeyri — dollara! ! öðru lagi
minnkar vöruúrval það sem vér
jgetum kleypt í Bnetlandi írftð hverj
um mánuðinum sem líður. Um
kaup á matvönum þaðan, öðm en
kryddi, -er ekki að ræða og vörur
s-em Bnetar þurfa til eigin hem-
aðarþarfa, -og þá sérstaklega vél
ar, v-erður æ erfiðiara að fá. Þáð
er því augljóst, að litið er leggj
lándi í hættu og frál-eitt leitt ein-
asta sjómarinslíf, til þess að halda
þessurri ísfiskútflutningi áfram.
Á hinn bóginin má þjóðiln ekki
við því að leggja árar í bát og
hætta fiskv-eiðum fyrir erlendan
markað- Kemur þá til álita á
hv-ern hátt oss væri hagkvæmast
að haga fiskveiðunum með það
fyrir augum að koma aflarium I
verð í frjálsum gjaldeyri, sem
kaupa mætti fyrir matvæli og
aðrar lifsnauðsynjar, sem Bnetajr
-eru ekki færir að láta af heridí
út á inneignllná.
Úfgerð fslendínga frá
Nýfundnalandí
Til athugunar er hér sett fram
tillaga um að gena út íslenzka
togaraflotann allán eða nokkum
hluta hans til veiða á fískimið-um
Nýfundnalarids, með bækistöðvum
í arineriskum höfnum.
Skámmt suður af austurodda
Nýfundnalands taka við hin geyp!
víðáttumiklu fiskimið Kanáda-
manna iog Nýfundnalaridsm-anin&'
Grand Banks-
Mið þessi ná yfir á að gizka
16000 fermílna haf og eru ein
hinna fengsælustu í heimi. Fisk-
urinn, sem þama áflast er mest
þorskur og ýsa.
B-otninin er eggsléttur sandbotn
og dýpið á öHum miðunum er hér
um bil 30 faðmar — og því mjög
hentugt botnvörpuveiðum.
Fyrir stríðið stunduðu sjómenin
ýmsra Evrópuþjóða fiskveiðar á
Grand Bank: Frakkar, ítálir, Port
ugalar og Spánverjar. Söltuðu
þeir fiskinn í skip sín og fluttu
m-eð sér til Evrópu. Auk þess var
nokkur útgerð frá Kanada, bæði
átogurumog mótorskipum. Fluttu
Kanadamenn fiskinn tíl hafna á
Nýja Skotlandi (Nova Scotia) og
þá helzt til Halifax. í Halifáxj eru
hin ágætustu nýtízku IöndUJnar-
skilyrði. ÞaT eru stór hraðfrysti-
hús og v-erksmiðjur til hagnýtirig-
ar aflans. Verð fisksins var s. 1. i
sumiar nál. 4 cerit enskt putíd (53 [
Högnason
aura kíló) fisks. Var þá hægt að
selja fisk fyrirfram um lengri tíma
fyrir fast ákv-eðið verð.
Síðan í fyrrasumar hefur út-
gerð minnkað af völdum stríðsins,
veiðiflotinn tekitxn, í þjónustu þess
og em því miklar líkur fyrir því
að bæði eftirspurn og verð hafi
hækkað síðan.
Þó að íslenzkum sjómönnum
væri það ekkert þrekvirki að reka
botnvörpuv-eiðar á Grand Bank all
an ársins hring, er veiðitimi Kan-
adamanna og alnnarra, sem þang-
að hafa sótt fisk frá því í marz
Ög þangað tíl í nóvembermánuði.
Þá væru og verðir athugunar
mögul-eikar á þvi að fá leyfi Breta
til þ-ess að leggja upp saltfisk’ úr
togurum veiddum á Grand Bank
í höfn nokkurri á suðurströnd
Nýfundnalands, en það er St-
John. Þar er nú verið að byggja
stórt hraðfrystihús, en atvinna og
afk-oma eyjaskeggja hefur alit
fram til síðustu tíma verið mjög
bágborin. Þessi höfn er miklu nær
fiskimiðuniim -en t. d. Halifax.
Saltfiskinn mætti án efa selja
Bretum, sem þarna ráða ríkjum,,
eða til Bandaríkjanna. Aðieins
I yrði að setja það að skilyrði að
aflinn yrði greiddur í gjaldgengri
mynt á amerískum mörkuðum.
Ófriðarhættan á fiskimiðum
Grand Bank er enn siem komið
er lítil sem engin.
Aðalókosturinn við fiskveiðar
fogara úf ffl veíða
o
Isl’eifur Högnason
þarna er sá að sjómenn hlytu
að v-erða langdvölum fjarri fjöl-
skyldum sínum. Þó ber þess að
gæta, að frá Reykjavik til St.
John er ekki nema rösk 5 daga
sigling eða álíka og til Hull á
Englandi. Myndi því ekki ógerlegt
að skipta um skipshafni'r við og
við, auk þess, ef það álitíst ekki
Tært, eru fiskveiðar þarna hugs-
aðar s-em bráðabirgðaráðstöfun,
meðan stríðið geisar í Evrópu,
sv-o að varla væri þessi ókostur
sv-o mikill að í hann væri horf-
andi.
Auðvelt mun að fá fljótar og
góðar upplýsingar um allt sem
máli skiptír í þessu efni, ef það
er rétt, sem ein útvarpsmálpíp-
an sagði fyrir skemmstu, að ís-
lendingar ættu jafnmarga erind-
fteka í Kanada og þar eru margir,
sem af íslenzku bergi eru brotnir.
Verðsbrá
Meistarafélag hárgreiðslukvenna í Reykjavík samþykltti
á fundi félagsins þann 31. marz 1941 eftirfarandi verðskrá,
sem öðlast gildi nú þegar:
„PERMANENT -HARLIÐUN
í allt hárið og í kring................. kr. 30.00
Við íslenzkan búning ................... — 18.00
Við drengjakoll ........................ — 25.00
Liðun neðan í hár ...................... — 25.00
Liðun, einstök spóla ................... — 2.00
Permanent fyrir herra .................. — 10.00—15.00
HARGREIÐSLA og þvottur
Vatnsliðun, fullkomin .................. — 3.00
Vatnsliðun, drengjakollur og peysuföt ... — 2.50
Vatnsliðun, án þurrkunar . ............. — 2.00
Þvottur einstakur ........................ — 1.00
Þvottur með þurrkun .................... — 1.50
Hárliðun með járnum .................... — 3.00
Hárliðun með jámum, langt hár án uppsetn. — 2.50
Hárliðun með jámum, langt hár m. uppsetn. — 3.00
Pappírskrullur ..................... — 6.00
Uppkrulling neðan í hár ................ — 2.00
yppkrulling allt í kring ............... — 3.00
ÖNNUR VINNA
Andlitsböð algeng ...................... — a3.00 — 5.00
Handsnyrting ............ .............. — 3.00
Augnabrúna- og augnaháralitun .......... — 4.00
Augnabrúnir litaðar .................... — 2.50
Augnahár lituð ......................... — 2.50
Kvöldsnyrting .......................... — 3.00
Fyrir vinnu í heimahúsum 50% álagning.
Vegna vaxandi erfiðleika við innheimtu sjáum við okk-
ur ekki fært að lána vörur eða vinnu.
MEISTARAFÉLAG HARGREIÐSLUKVENNA í REYKJAVÍK
STJÓRNIN