Þjóðviljinn - 02.04.1941, Síða 4
DIÚPVILIINN
Nœturlœknir í nótt: Halldór
Stefánsaon, Rá'nargötu 12, sími
2234.
Nœturvördur er þiessa viku í
Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð-
inni Iðunni.
2. cleild KRON hteldur fund í
dag (miðvikudag) kl. 8,30 í Bað*
Btofu iðnaðarmanna.
Otvarpld í dag.
12,00 Hádegisútvarp.
13,00 Þýzkukennsla, 3. fl.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenzkukennsla, 2. fl.
19,00 Þýzkukennsla, 1. fl.
19,25 Þingfréttir.
19.50 Auglýsingar.
20,00 Fréttir.
20.20 Föstumessa í dómkirkjunni:
Séra Bjarni Jónsson-
21.20 Ot^arpshljómsveitin: Iiaga-
syrpa eftir Suppé.
21.50 Fréttir.
Ungnvermafélagtd V&lvakandi
heldur Farfuglafund í kvöld kl-
t9 í Kaupþingssalmum.
Hínitr uppvödslu-
sömu Pólvcrjar
dæmdír
Sakadómari kvað nýlega upp
jflóm í máli Pólverjanna af skip-
inu Charzow, er sýndu lögregl-
unni mótþróa hér á ’dögunum.
Skipstjórinn Zygmunt Garavar
■jdæmdur í eins árs fangelsi, ann-
ar var dæmdur í fimm mánaða
fangelsi, og sá þriðji í þriggja
mánaða fangelsi. Hinn síðast
taldi var dæmdur fyrir vínþjófn-
að-
Allir hinir dómfeldu áfrýjuðu
málum sínum til Hæstaréttar.
Kavíar
Framhald íd 2. síðu.
fram ásamt kartöflum. Kaperssósa
er líka ágæti í stað feiti.
1 öllum eggjavandræðunum er
fólk að reyna að finna sem flest
til að geta bakað eggjaláust. Hér
einn gneppur, himnan tekiin
úr einum greppur, himnan tekin
utan af; hrærð hrá og höfð í
pönnukökur. Hrogniin koma ajveg
í stað eggja. Svo getur fólk haft
meira eða minna eftir því hvað
hverjum finnst. Deigið má ekki
vera 'alveg eins þunnt eíns iog
ef um egg væri að ræða. Einnig
.þarf minni sykur.
St. Mínerva nr. 172
heldur fund í kvöld kl. 8,30.
Síra Jakob Jónsson sýnir og
skýrir skuggamyndir frá Ame-
ríku.
Afmæliskaffi.
Reyfeíavlbmr Annáll hX
Revyan
verður sýnd
annað kvöld kl. 8
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í
dag ó'g eftir kl. 1 á morgun. —
Síoasta sýning fyrir páska.
Engin forsala
Hef lokað lækfiíngastofu mínní á
Laugaveg 16
Heigí In$varsson
10 mðnnum bjargað
Framhald af 1. siðu.
þó rnest í hinni síðustu. Kom þá
til sjóiorustu og var a. m. k. kveikt
í tveim iolíuskipum. 1 skipi báts-
manna kviknaði ekki en það brotn
laði í tvennt er tundurskeyti hæfði
það og flutu báðir partamir með
an skipverjar sáu til.
Á „Beduin“ var 34 manna á-
höfn, og héldu bátverjar áð Þeir
hefðu allir komizt Ilfandi í bát-
ana, ekkert vissu þeir frekar um
afdrif félaga sinrta.
Þeir siem björguðust voru 8
Norðmenn og 2 Kílnvierjar. Einn
Norðmannanna skýrði svo frá,að
þetta værA í þriðja sinni, siem ís-
lenzkur togari bjargaði honiumfrá
því ,stríðið byrjaði.
Istendíngar
sektaðír fyrír
að kaupa af
Brefum
Nýlega var kveðinn upp dórnur
í lögreglurétti yfir tveim mönn-
um, sem keypt höfðu varning af
Bretum.
Annar þessara manna hafði
keypt sjö teppi, vindlinga, niður-
soðna ávexti o. fl. Hann var
dæmdur í 300 kr. s®kt.
Hinn hafði keypt vi'ndlinga og
ávexti. Hann fékk 100 kr. sekt.
En hvað fá Bretar fyrir að
kaupa ýmsar nauðsynjavörur af
Islendingum?
Skofæfíngar
Tílkynníng frá brezku
hersfjórnínní
Skotæfingar verða haldnar
fimmtudaginn, 3. þ. m. kl- 10 til
16 á eftirtöldum stöðum:
Skiotið í suðurátt frá Gunnars
hólma að Kolviðarhóli.
I morðurátt frá Kolviðarhóli yf
ir Norðurvelli að Dyravegi-
í vesturátt frá Dyravegi að
Gunnarshólma.
Sandskeiðsveginum verður ekki
lokað rneðan æfingar fara fram.
Skotið verður í austurátt.
Samþykkfir sjómanna
Framh. af 1. síðu.
hættuþóknun, þegar sýnt þykir,
að siglingar geti hafizt á ný, í
samvinnu við önnur stéttarfélög
sjómanna, er við kemur kaup-
skipunum. <
Þá litur fundurinn svo á, að
á meðan óvissa ríkir um siglingar
til útlanda verði fiskiflotinn lát-
inn fiska í salt, svo lengi sem
saltbirgðir endast, og leggur
höfuðáherzlu á það, að ríkis-
stjórnin og útgerðarmenn beiti
sér af alefli fyrir því, að Brtetar
sjái um skipakost til fliutninga á
ísvörðum fiski og öðrum fram-
leiðsluvörum okkar, sem til Bnet-
lands eiga að fana.
Þegar sýnt þykir, að sigli'ng-
ar geta hafizt á ný, samþykkir
fundurinn að fela stjórninni að
Ieita samninga um auknai á-
hættuþóknun við útgerðarmenin
fiski- og flutningaskipa.
Einnig samþykkir fuindurinn
að kjósa 9 manna inefnd til þess
að ganga frá væntainlegu salmn-
ingsuppkasti í samvinnu við fé-
lagsstjórnina, og til þess að vera
ráðgefandi um mieðferð samning-
anna og úrslit-
Þá veitir fundurinn félags-
stjórninini fullt umboð til þess
að fara með samningana og und-
irskrifa þá“.
fugoslavía
Framli. af 1. síðu.
eitt þýzka blaðið, að nú sé sú
stund komin, >er Króatar og Sló-
venar kasti af sér oki Serbanna
og taki mál sín í sínar hendur.
Er óspart gefið í skyn, að Þjóð
verjar muni styðja sjálfstæðis-
kröfur þessara þjóðfloklia.
I fregn frá Bielgrad ier því hald
ið fram, að áróður Þjóðverja mieð'
al Króata og Slóvena hiafi engain
árangur borið. Leiðtogar þiei'rra
sitji nú á ráðstefnu mieð hinni
nýju stjórn, og murii Þjóðverjar
fá verðugt svar, er birtur verbi
árangurinin af þeirri ráðsteínu.
Blöð og utvarp í Júgóslavíu
neita því harðlega, að nokkrax of-
sóknir gegn Þjóðvierjum eigi sér
stað í landinu- Þýzki minmihlut-
jnn í lándinu mjóti fyllstu borg-
araréttinda, og sé áróður Þjóð-
verja algerlega ástæðulaius, og
sé sýnilega til þiess leins gerður
að spilla sambúð ríkjanna og
stofna til árekstra.
OOOOOOOOOOOO^-ClOOOOOOO-OOOOOOOOOOO^OOC
78
Anna Liegaard
SkéJdsaga chir
Nini Roil Anker
börnin orðin tengd xmgfrú Tofte. Hún þóttist finna á
ýmsu, að Ingrid léti ekki undan, en hún var hræddari
um Sverre, — það eru svo margar leiöir að barnshiart-
anu. Hún ætlaði að hafa þau bæði hjá sér í sveitinni
um sumarið, en tíminn leið hægt.
Hún fékk aðrar aðsóknir. Skyidi Roar segja þessari
ókunnu konu frá því sem liðið var? Ætli hann segði
henni alla hluti, smátt og stórt. Allar þeirra sameigin-
legu minningar — þær slæmu og þær góðu?
Þegar þessi hugsun náði tökum á henni, gat hún
ekki haldið áfram með störfin. Allt annað í samlífi
nýju hjónanna varð þýðingarlítið óg fjarlægt í sam-
anburði við þetta. Hvað var líkamleg ótryggð hjá and-
legum tryggðarofum? Hann hefði getað átt ungfrúna
sem hjákonu. Ef hún hefði aldrei fengið að vita það,
hefði hún ekki þjáðst þess vegna. Og meira að segja,
þó hún hefði komizt að því, var henni ljóst, að það
hefðu verið minnstu svikin. Kynhvötin, — í undirajúp-
unum átti hún heima, í myrkrinu, ásamt öðrum þeim
frumstæðu eðlishvötum, sem maðurinn verður að bæla
niður, ef hann á að verða dýrunum æðri. Hvernig gat
nokkur maður verið svo blindaður, að hann skildi þetta
ekki? Það var henni huliö — já. það var henni lokuð
bók.
Kvöld éitt gekk hún eirðarlaus fram og aftur um
stofuna, ásótt af þessum hugsunum. Þá var dyrabjöll-
unni hringt. Hún opnaði og fyrir utan stóð frúin úr
íbúðinni sem næst var. Anna hafði aldrei talað viö
hana og frá því fyrsta haft óbeit á þessari ljóshæröu
dömu, sem kvöld eftir kvöld trítiaði út húsagarðinn,
uppábúin og léttstíg. Nokkrum sinnum hafði hún séö
hana koma heim með karlmanni.
Köld og stolt horfði hún á hana, — ljósa háríð var
ekki eins vel hirt og venjulega, andlitið ópúðrað.
„Fyrirgefiö þér, frú Liegaard“. Það var gráthljómur í
röddinni. „Fyrirgefið að ég ónáða yður svona seint. En
ég er alveg eyðilögð — litla stúlkan mín er oröin veik,
allt 1 einu, í morgun var hún hress og fjörug en nú er
hún komin með óráð, Ó, hvað á ég að gera. Mér datt í
hug að þér eruð læknisfrú, viljið þér ekk'i gera svo vel
að líta inn til Lissu og ráðleggja mér eitthvað? Eg heiti
frá Blich-Jensen — það er ættarnafn feður míns”.
„Eigið þér litla telpu?“
„Já, og ég á að fá að hafa hana hjá mér í hálfan
mánuð. Og ég hef ekki séð hana í heilt ár. Og nú er
hún orðin veik, og það er svo hræðilegt fyrir mig“.
„Það er réttast að þér símið eftir lækni“.
„Já, — en viljið þér ekki koma inn til hennar á með-
an, frú Liegaard? Eg þori ekki að víkja frá henni“.
„Jú“, — Anna fór með konunni. Eitthvað umkomu-
laust í augunum með þrútnu hvörmunum hafði minnt
hana á Ingrid.
íbúðin hennar var minni en íbúð Önnu, húsgögnin
fá og fátækleg. Anna varð mildari á svip, hún hafði bú-
izt við að sjá eitthvað annað en þessa blámáluðu tré-
stóla og gamla hnottréspíanóið. Þegar hún laut yfir
litlu stúlkuna, er lá í stóru járnrúmi í innstá herberg-
inu, hvíslaöi hún „veslings telpan“, og lagði höndina
varlega á heitt enni barnsins.
Móðirin var setzt á rúmstokkinn. Með aðra barns-
höndina við varir sér, hvíslaði Jiún: „Lissa mín, Lissa
— — þekkirðu ekki mömmu?r Mamma er hjá þér,
Lissa mín“.
„Ljótur — ljótur vófvóff — farðu — farðu“, stam-
aði barniö.
„Hún heldur að sé hundur hérna inni. Æ, hvað á
ég að gera?“
„Þér getiö ekki annaö gert en að ná í lækni. Allir
barnasjúkdómar byrja með hita. Það er ómögulegt að
segja, hvað er að henni“.
„Lissa — mamma er hjá þér, Lissa“.
„Þér megið fara inn til mín og síma. Síminn er til
vinstri í ganginum. Þetta er lykiliinn. Eg skal sitja hjá
barninu á meðan“.
OOO O1