Þjóðviljinn - 10.04.1941, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.04.1941, Blaðsíða 3
PJOÐVIL JIN W Fimmtudagur 10. apríl 1941 ■ '3B B| ÞjoOin minnist idag sjómannanna af Reykjaborginni Ásmundur Sigurðss'jn skipstjóri. fep*r" 12 sýómenn einn farþegý léfu líf- íð þann 10« marz er hryðjuverkið mikla var framíð út á Aílanzhafí <*» Ásmundur Sveinsson Óskar Þorsteinsson Guðjón S. Jónsson, 1. stýrimaður 1. vélstjóri. 2. stýrimaður. Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri. • hjá fiskimálanefnd. Mannfallið á Reykjaborginni 10. marz 1941 er einhver liræðilegasti atburður íslandssögunnar. Þegar hann er bor- inn saman við verstu níðingsverk Sturlungaaldarinnar, þá er menn og konur voru brenndar inni, er þó sá muriur á, að þeír, sem inni voru höfðu vopn til varnar og höfðu jafn- vel stundum beitt slíkum grimmdaraðferðum sjálfir. — En sjómenn vorir voru vopnlausir og höfðu aldrei manni grand- að, heldur þvert á móti bjargað fjölda mannslífa. Og þegar borið er saman við grimmdarverk Tyrkjaránsins, þá voru það þó siðlausir sjóræningjar, sem að verki voru, — en hér þykjast þeir, er myrtu sjómenn vora, vera vaxtarbroddur mannkynsins, fyrirheitið um „æðra mannkyn“. En sjómennirnir,sem fyrir þessu níðingsverki urðu, tóku örlögum sínum eins og beztu hetjum sæmdi. Þeir höfðu horfzt í augu við dauðann fyr í hamförum náttúruaflanna, en þeir höfðu ekki búizt við að mæta honum á þennan hátt. En þeir æðruðust hvergi. Með karlmennsku og ró tóku þess- ar hetjur friðavins því sem að höndum bar. Með skjöld sinn óflekkaðan mannsblóði hnigu þessir hugprúðu synir íslands í vota gröf íyrir morövoprum siórveldis, sem sýnir „yfir- burði“ sína yfir aðra í glæpum á þennan hryllilega hátt. ísland er stolt af þessum hetjum sínum. Islenzku þjóð- inni ber að sýna ekkjum þeirra og bömum þá virðingu og þá aðstoð, sem hún frekast getur látið þeim í té. En það fegursta hafa þó hinir föllnu sjálfir eftirlátið ástvinum sín- um: Orðstír, sem ei mun fimast, hreina minningu um þær hetjur, sem fómuðu lífi sínu í þjónustu friðar og fram- leiðslustarfa. Með lotningu minnist þjóðin sjómannanna af Reykja- borginni í dag. Það er nú krossfest í stærri stíl en fyrir 1900 áram. En það nálgast sá tírni, að vinnandi þjóðirnar, sam- herjar fiskimannanna okkar, rísa upp gegn þeirri villi- mennsku stórveldastyrjaldar og -kúgunar, sem íslendingam- ir 13 á Reykjaborginni féllu fyrir. Þeir 13 menn, sem létu lífið á Reykjaborginni kvöldið 10. marz fyrir skothríð frá þýzk- um kafbát, voru þessir tólf skipverjar og einn farþegi: Ásmundur Sigurðsson skip- stjóri, fæddur 21. júni 1901. Kvæntur. Bamlaus. Ásmimdur Sveinsson, 1. stýrimaður, fæddur 24. febrú- ar 1905. Ókvæntur. Óskar Þorsteinsson, 1. vél- stjóri, fæddur 24. marz 1902. Kvæntur. Barnlaus. Gunnlaugur .Ketilsson, 2. vélstjóri, fæddur 3. maí 1912. Kvæntur, á barn í ómegð. Ðaníel Kr. Oddsson loft- skeytamaöur, fæddur 21. júlí 1888. Kvæntur; átti 8 böm, þar af 4 í ómegð. Guðjón Jónsson, 2. stýri- maður, fæddur 29. janúar 1894. Kvæntur, lætur eftir sig íósturson. Jón Lárusson, matsveinn, fæddur 25. sept. 1915. Kvænt- ur, átti 1 bam í ómegö. Óskar Ingimundarson, kynd ari, fæddur 5. nóv. 1909. Ö- kvæntur, átti 1 bam í ómegð. Hávarður Jónsson, háseti, fæddur 19. apríl 1901. Kvænt- ur, barnlaus. Þorsteinn Karlsson, háseti, fæddur 26. sept. 1917. Ókvænt- ur. Árelíus Guðmundsson, há- seti, fæddur 4. maí 1913. Kvæntur, átti 1 bam í ómegö. Óskar Vigfússon, kyndari, fæddm- 12. okt. 1907. Kvænt- ur; átti 3 böm í ómegð. Gunnlaugur Ketilsson Daníel K. Oddssoii, Jóni Lárusson 2. vélstjóri. loftskeytamaðúr. matsveinm Óskar Vigfússon, Óskar Ingimundarson Árelíus Guðmundsson kyndari. kyndaxi. .,-.t háseti. Hávarður Jónsson J háseti Ennfremur fórst einn far- þegi á skipinu: Rxmólfur Sigurðsson, skrií- stofustjóri fiskimálanefndar. Kvæntur og átti 3 börn. Vér kveðjum pá alla og vott ur aöstandendum þeirra dýpstu samúð vora. Eftirmæli, sem blaöinu hafa borizt um einn þeirra, birtum vér hér, en líklega berast oss fleiri síðar. Þorsteinn Karlsson hááeti . NiAhwí 11 istar íIiIússdi Kristófer Óskar Vigfússon var einn þeirra er fórust meö íogaranum Reykjaborg. Óskar eins og við kunningjar hans kölluðum hann venjulega, var fæddur 12. október 1907. Óskar heitinn var alinn upp hjá I Kjartani í Hraunprýði hér í bæ, föður þeirra Sigurðar og Þórar ins Kjartanssona, sem flestum Reykvíkingum eru vel kunnir. Hann var kvæntur Þórlaugu M. Sigurðardóttur og áttu þau sam- an þrjú börn, sem öll eru í ó- megð- Hugur Óskars hneigðist snemma til sjómennsku og gerði hann hana þvi að lífsstarfi sínu og veit ég að það rúm, sem hann skipaði á sjónum þótti ávalt vel skipað.. Þó að Óskar sigldi lengst af sem kyndari, vissi ég að hug- ur hans stefndi hærra í vélarúm- inu, þó ekki kæmist sú hugsjón háns til endimarka. Óskar varð snemma að hefja lífsbaráttu sína eins og svo oft vill \’erða með þá, er komnir eru af alþýðustétt. >‘Óskar heitinn var vel gefinn og var því ekkert að vanbúnaði til að hefja sig til flugs og fram kvæma hugsjón sína, ef annað skyldusjónarmið hefði þá ekki blasað við, sem var að sjá vel fyrir fjölskyldu sinni og þori ég að segja að þá skyldu sína rækti hann með prýði og býst ég við að það hafi orðið það sjónarmið sem í fyrirrúmi sat. Óskar var maður fríður sýn- um, meðalmaður á hæð, ljós yf- irlitum, karlmannlega vaxinn og bar með sér að þar fór drengur góður er hann fór. Hann var maður skapstilltur þó býzt ég við að hann hafi ver ið all skapstór, þó vandlega væri með það farið. Félagi var hann hinn bezti, hreifur og kátur í sínum hóp, þó öllu væri þar einn ig í hóf stillt. Óskar lét sig heldur ekki litlu skipta þjóðfélagsmálin og varð honum það fljótt ljóst, hvarhann skyldi skipa sér í sveit í stétt- arbaráttunni. Hann var áhiugasam ur flokksmaður í Sósíalistaflokkn um og er mér ekki sízt minnis- stæður fundurinn í fiokksdeild okkar, er óskar var nýkominn frá Kaupmannahöfn um Petsamo með Esju, eftir að hafa dvalið í Danmörku i 6 mánuði, af því hann var kýndari á Gullfossi. Óskar hafði þá orð á því, að hætta sér vart í greipar nazist- anna á ný, fyrst hann slapp að lokum þá, — en svona fór. En þótt ég hafi fyigzt vel með Óskari i iífsbaráttu og starfi fullorðinsárarina, þá verða mér þó alltaf hugþekkastar iendj urminningarnar um hann frá æsku árunum. Þær eru svo ijúfar og ijósar minningamar um tímann áð ur en lífsbaráttan hefst áður ien skyldurnar fara að , íþyngjaí hinni glöðu æsku og skuggarnir að falla á óframkvæmdar hug- sjónir. Vér, félagar þínir, þökkum þér, Óskar, stuðninginn, sem þú veittir okkur í sameiginiiegri frels isbaráttu okkar ailra. Þú hefðir vafalaust oft kosið að hafa hann meiri, — eins og ,vér óskum svo margir — en erfitt _strit fyrir dag Iegu brauði hamlar oss þar sem víðar að sinna svo ýeitum áhuga málum sem vér helzt kysum. Þú hvikaðir aldrei frá því, sem þú áleizt satt, þú reyndir ekki að hliðra þér hjá því að mæta stað- reyndunum og glíma við erfið- leikana. Þú varst of sannur mað ur til þess að fara svo að mál- Framhald á 4 .síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.