Þjóðviljinn - 17.05.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1942, Blaðsíða 2
2 Þ J Ö Ð VIUJ INN SunnuHagur, 17. maí 1942. Tilkynning frá garðyrkjuráðunaut bæjarins. Þeir, sem hafa leigugarða frá bænum, og pantað hafa áburð í garða sína, vitji hans sem fyrst. Sveltið ekki jurtirnar. Notið nægan áburð, það eru hyggindi, sem í hag koma. Daglega afgreiddur á Vegamótastíg frá kl. 9 f. m. til kl. 10 e. m. Fólk er áminnt um að hafa með sér strigapoka undir áburðinn. Vfnbfiðln hefur nú opnað. Sökum plássleysis á Laugavegi 8 höfum við feng- ið vínbúðina á Vesturgötu 2 sem verzlunarpláss. Þar verður á boðstólum með tækifærisverði: Karlmannaföt. — Karlmannaskór. Karlmannafrakkar. — Karlmannainniskór. Unglingafrakkar. — Unglingaskór. Dömukápur. — Dömuskór. Oxfordbuxur. — Dömu-inniskór. Stakar buxur —fjölda margar tegundir. Ennfremur höfum við tekið upp Pelskápur og Sutrt- arpelsa, sem seljast við vægu verði. Við bjóðum jafnt bindindisvinum sem Bakkusar- vinum að líta inn til okkar og gera góð kaup á þessum vinsæla verzlunárstað. KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KAUPIÐ. Wíndsor Magasín Vesturgötu 2. HeftðDahsDinbDðiF keyiíar. Kaupum fyrst um sinn umbúðir utan af skornu og óskornu neftóbaki sem hér er sagt: 1/10 kg. glös með loki................ kr. 0,33 1/3 kg. glös með loki ................ kr. 0,39 1/1 kg. blikkdósir með loki .......... kr. 1,30 1/2 kg. blikkdósir með loki (undan óskornu neftóbaki) ............... kr. 0,66 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírs- lag er var uþphaflega. Keypt verða minnst 5 stk. af hverri tegund. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu), á þriðjudögum og fimmtu- dögum, kl. 2—5 síðdegis. TÓBAKSEINKASALA RIKISINS Hvgrs ci<a þvoHahonurnar að gjalda? ” Rlhisstliriin Ithr sanid liO bila- ríHiaherlnn un að njra aluinnu lairra Einn þátturinn í leynisamning- um þjóðstjórnarinnar við her- stjórnina hefur auðsjáanlega verið sá, að minnka skuli þvotta þá fyr- ir herinn, sem íslenzkar konur eiga að þvo. Nú er það svo, að mest af þvott um þessum stunda húsmæður, sem reyna með þessari aukavinnu að bæta afkomu heimilis síns. — Margt af þessum húsmæðrum hefur áður unnið að fiskþvotti, meðan saltfiskur var framleiddur, síðan misst þá atvinnu, unz nú loks að þessi þvottur af hermönn- unum hefur fáert þeim nokkra björg í bú. Þessar konur geta ekki farið í sveit til landbúnaðarvinnu. Það er því ekki verið að iosa neinn vinnukraft með því að taka af þeim þvottana. Hvað eiga þess vegna svona að gerðir að þýða ? — Heldur þjóð- stjórnin, eftir að hún er dauð, á- fram fjandskap sínum við verka- lýðinn, — öfundast hún afturgeng in yfir hverjum eyri, sem rennur til verkamannaheimila, meðan milljónirnar renna í stríðum straumum til auðkýfinganna ? ÞaÖ uerður aÖ leggja leyni- samningana á borÖiÖl Og það verður að eyðileggja allt það í þeim, sem aðeins er til- komið fyrir fjandskap við verka- lýðinn eða af tómri Framsóknar- glópsku. = Stafford Cripps flutti nú í vikunni útvarpsávarp til verka- lýðsins i Þýzkalandi og herteknu löndunum. Tók hann vörn norsku þjóðarinnar sem dæmi um hvern- ig lítil þjóð risi upp gegn kúgur- um sínum sem einn maður. Cripps lauk ræðu sinni með því að eggja þýzka verkamenn á að hefja bar- áttu gegn fasismanum ásamt verkalýð allra landa. = Dimitrí Sostakovitsj, rúss- nesk'a tónskáldið, hefur nýlega' lokið við 7. hljómkviðu sína og' tileinkar hann hljómkviðuna ,,al- þýðufólkinu í Sovétríkjunum, hetjum styrjaldarinnar”. íslenzka ríkisútvarpið flutti nýlega eina af hljómkviðum Sostakovitsj, og fræddi hlustendur jafnframt á að hann vær.i „tónskáld sovétstjóm- arinnar” hvað sem það hefur átt að þýða. Sostakovitsj hefur verið boðið til Bandaríkjanna, en þar eru verk hans vinsæl og oft á dagskrá beztu hijómsveita lands- ins, en ekki mun afráðið hvort hann getur þegið boðið. Lúdrasveif Reykjavíkur IllMÉi til ueplanaRiia frá stjúpn i. m. L „DaiM“ Stjórn Dagsbrúnar hefur fengið vitneskju um bréf, sem fyrirtækið Höjgaard & Schulz hefur nýskeð sent til1 verkstjóra sinna. í bréfi þessu eru verkstjórar beðnir að veita athygli verka- manna að því, að séu þeir ekki meðlimir Dagsbrúnar, sé þeim ekki skylt að greiða aukameðlima gjald, og ef einhver æski ekki að greiða það, eru verkstjórar beðn- ir að taka við kvittunum þeirra. Verði þær endurgreiddar á skrif- stofu Höjgaards & Schulz á til- teknum tíma, en síðan verði verka brúnar. í tilefni af þessu viljum við taka eftirfarandi fram : Samningur Dagsbrúnar við Vinnuveitendafélag íslands um kaup, vinnutíma, vinnuskilyrði og sumarfrí verkamanna, ná ein- ungis til þeirra, sem eru fullgild- ir meðlimir eða aukameðlimir Dagsbrúnar (auk meðlima Sjó- mannafélags Reykjavíkur). Þar af leiðir, að þau hlunnindi, sem samningar þessir fela í sér fyrir verkamenn, ná aðeins til meðlima og aukameðlima Dags- brúnar. Ef t. d. verkamaður slasast við vinnu, ber atvinnurekanda ekki samningsleg skylda til að greiða honum 6 daga kaup, nema við- komandi sé meðlimur eða auka- meðlimur Dagsbrúnar. Ef verkamaður er ekki í Dags- brún, er atvinnurekendum heldur ekki skylt að greiða honum sum- arleyfi. Ef verkamaður er ekki í Dags- brún, ber félaginu heldut engin skylda til að greiða fyrir málum hans, innheimta vangoldin vinnu laun, tryggja honum samnings- bundin hlunnindi Dagsbrúnar- meðlima eða leita á annan hátt réttar hans gagnvart atvinnurek- endum. Af þessu er augljóst, að tilraun Höjgaards & Schulz til þess að aftra aðkomuverkamönnum að gerast aukameðlimir í Dagsbrún, er á engan hátt í þágu verka- manna, heldur alveg öfugt. Hinsvegar er það mjög senni- legt, að Höjgaard & Schulz gæti sparað drjúgan skilding í greiðslu slysadaga og sumarleyfa, ef það fengi því til leiðar komið, að að- komuverkamenn ættu ekki samn- ingsbundinn kröfurétt á hendur fyrirtækinu um þessa hluti. Út af staðhæfingu Höjgaards & Schulz í nefndu bréfi um að ófélagsbundnum verkamönnum beri ekki skylda til að greiða auka meðlimagjald til Dagsbrúnar, vilj- um við taka eftirfarandi fram : Lög Dagsbrúnar kveða svo á, að meðlimir félagsins megi ekki vinna með ófélagsbundnum verkamönnum, m. ö. o., að allir verkamenn á félagssvæði Dags- brúnar verði að gerast meðlimir eða aukameðlimir félagsins. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur hingað til haldið fast við jaessa samþykkl, og heíur í hyggju að halda fast við hana einnig í framtíðinni. Að lokum viljum við beina þessum orðum til aðkomuverka- manna: Það hefur kostað brautryðjend- ur félagsins og þúsundir annarra verkamanna áratuga baráttu og fórnir, að ná kjörum þeim, sem einnig þið njótið nú á sviði launa og annarra hlunninda. Hefði Dagsbrún ekki verið til, mynduð þið ekki bera úr býtum það, sem þið gerið nú í krafti langvinnrar baráttu hennar. Verkamenn Reykjavíkur hafa ekki talið eftir sér að greiða fé- lagsgjöld sín, ár eftir ár og ára- tug eftir áratug — einnig á hörm- ungatímum atvinnuleysins. Þeir hafa séð í þessum árgjöld- um eina helztu stoð þeirra sam- taka, er berðust fyrir hagsmunum þeirra og héldi uppi rétti þeirra. Við erum þess fullvissir, að þið munið, með rólegri íhugun, verða okkur fullkomlega sammála og 20 ára á þcssu ári Á ekki að launa sveitlnni 20 ára starf með því að veita henni viðunandi skýli? Lúðrasveit Reykjavíkur kallaði blaðamenn nýlega á fund sinn og skýrði þeim frá því, að Lúðra- sveitin hefði nú fengið ný hljóð- færi af vönduðustu gerð, en hljóð- færi þau, sem hún átti áður, voru orðin 20 ára gömul. Hin nýju hljóðfæri kosta um 15 þús. kr., og var fjárins aflað á þann hátt, að einn félagsmaður sveitarinnar safnaði upphæðinni meðal útgerðarmanna og félaga í Reykjavík og Hafnarfirði. Kvörtuðu lúðrasveitarmennírn- ir yfir því, að þeir væru í hraki með henlugan stað til þess að leika fyrir bæjarbúa. Áður fyrr léku þeir á Austurvelli, en þáð þótti trufla umferðina. Þá léku þeir á Arnarhóli, en þar er opið fyrir öllum vindum, og því mjög óhentugur staður. Hafa þeir áhuga á því, að geta haft aÖgang að einhverjum stað, þar sem heppilegt væri fyrir þá að láta til sín heyra. — Um það sögðu þeir eftirfarandi: ,,En það er einn staÖur, sem við höfum lengi haft í huga, og það er skemmtigarðurinn hér við Hljómskálann. Þar er friÖsamt og dálítið út úr umferðarhávaðanum. Framh. á 4. síðu. skilja til hlítar sameiginlega hags- muni ykkar og reykvískra verka- manna. í trausti þess væntum ,við, að sambúð félags okkar og ykkar verði áfram í anda bróðurlegs samstarfs allra verkamanna. Reykjavík, 15. maí 1942. Stjóm Vmj. ,,Dagsbrún“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.