Þjóðviljinn - 15.07.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1942, Blaðsíða 2
2 Þ JÖÐVIL'JINN Miðvikudagur 15. júlí 1942 Nýkomnar vorur Ódýr gluggatjöld, aðeins lítið eitt. Karlm.vesti — ensk. Ullar sundbolir og skýlur, „Meridian”. Handklæði, baðhandklæði og mjög stór sól- baðhandklæði. Sokkabandabelti, fjölbreytt úrval. Karlm. ullarsokkar, margar gerðir. Satin og silki Náttkjólar. Stakir undirkjólar og buxur. Undirföt. Stakar skyrtur og Jer- sey buxur. Rykfrakkar og regnkápur á karla, konur og börn, fjölbreytt úrval. Ennfremur er nokkuð eftir af í .Modcíl'-bjólum og kápum Einnig Angoragarn, ullargarn, sikitvinni, auroragarn, perlugarn, ísaumssilki o. fl. Dragið ekki að kaupa það, sem þér þarfnizt — það er ekki víst að það fáist seinna. VESTA Laugaveg40 ---- Sími4l97 Nýjasfa bókín heífír 0 I lcyníþjónusfu faparta Bókin er sönn lýsing á framferði Japana í þeim löndum, sem þeir hafa lagt undir sig, og segir frá framtíðardraumum Jap- ana og hvernig þeir vinna að því takmarki, sem þeir hafa sett sér, að leggja undir sig alla Austurálfu. Bókin er skrifuð í köflum. Fyrirsagnir kaflanna gefa nokkra hugmynd um efni bókarinnar, en þeir heita: 1. Inngangsorð, eft- ir H. J. Timperley. 2. ítali breytist í Kínverja. 3. Hvíta þræla- salan. 4. Hvernig Chang Tso-hin var drepinn. 5. Japanir hertaka Mukden. 6. Ógæfan eltir Kínverjann. 7. Eg hitti Doihara. 8. Jap- anskir stjórnarhættir skýrðir. 9. Fyrirskipanir húsbóndans. 10. Fyrsta verkefni mitt. 11. Stigamaðurinn Ying. 12. Húsbóndinn gengur berserksgang. 13. Eg hitti aðstoðarmennina. 14. Skækju- haldssérleyfið. 15. Eiturlyf og spilling. 16. Japanski herinn kastar grímunni. 17. Lytton nefndin. 20. Lof — og litið til hliðar. 21. Eg fæ umbun verka minna. 22. Eg heimsæki uppreisnarmennina. 23. Óvænt happ. '24. Nýtízku mannrán. 25 Kaspe málið. 26. Eg er höfuðsetinn. 27. Peninga — fljótt, hvað sem það kostar. 28. Peningar, óhreinir séu þeir ekki blóðstorknir. 29. Peningar, sér- leyfi sérleyfanna. 30. Líður að lokum. 31. Shanghai, höfnin hvíld- arlausa. 32. Konan mín segir sögu sína. 33. Eftirmáli. Bókin er spennandi eins og reyfari. Og þó hefur hún fengið við- urkenningu þeirra manna, sem þessum málum eru kunnugastir, að vera sönn lýsing á framferði Japana. Bókaverzlun Isafoldar eB ccjat 'póstuZ'ínu Allt, sem Alþýðuflokk- urinn hefur gert, er gótt. Trúboði nokkur var að flytja boðskap sinn á götuhorni. ,,Allt sem kemur að of- an er gott” mælti hann hárri röddu. Þetta urðu hans síðustu orð, því í því er hann hafði þau mæjt féll múrsteinn í höf- uð honum. Það varð hans bani. Allt, sem Alþýðuflokkurinn hefur gert er gott, hrópar Alþýðublaðið dag eftir dag. En verkin falla í höfuð foringjunum, það verð ur þeirra bani. Or óráðshjali Alþýðu- blaðsins Hér kemur kafli úr óráðshjali Alþýðu- blaðsins um kommúnista og fasista. Hann birtist í blaðinu í gær. ,,Kommúnistum virðist vaxa ört fylgi. Það er vafamál, að mönnum sé ljóst, hvaða voði er á fcrðum, ef áframhald verður á því. Kommúnistar eru fyrst og fremst byltingarflokkur. beir gera enga tilraun til þess að vinna umbótastarf inn- an þjóðfelagsins ’ í því formi, sem það er nú. Ætlun þeirra er sú ein að safna utan um sig nægilegu. fylgi til þess að ná und- ir sig ríkisvaldinu og skila því aldrei framar. Sannast að segja er það harla ó- trúlegt, að þeim takist það, en það leiðir aftur á móti af sér þá hættu, að borgara- flokkarnir efla með sér ofbeldislið og Játa sverfa til stáls við vinstri flokkana. En skilyrðið til þess, að slíkt lakist, er það, að kommúnistar séu búnir að plægja jarð veginn. Kommúnistar hafa hlutverk að vinna í þjónustu fasismans, eins og fas- istar viðurkenna sjálfir. Það er óvandur cftirleikurinn. Ef við höfum nokkuð Iært af atburðum síðustu tíu ára, þá er það þetta: að fámennur, ósvífinn flokkur of- beldissinna, sem nær ríkisvajdinu í sínar hendur, hann getur kúgað margfaldan meirihluta þjóðarinnar og haldið henni í heljargreipum”. Rödd heilbrigðrar skyn- semi Sama dag, sem Alþýðublaðið flutti þessa óráðsóra um ,,hlutverk kommúnista í þjónustu fasista” birti Morgunblaðið grein eftir fulltrúa frjálsra Frakka á Is- landi, Henri Voillery. Greinin er rituð í tilefni þjóðhátíðardags Frakka og ber yf- irskriftina ,,frejsi, jafnrétti, bræðralag”. Oll er greinin athyglisverð og sennilega hefði hún ekki fengizt birt í Morgunbhið inu, ef hún hefði verið skrifuð af Is: lendingi, svo bersögul og sannfræðileg er hún um þróun fasismans innan hins borgaralega lýðræðisþjóðfélags. Bæjarpóst urinn leyfir sér að flytja lesendum sínum lítinn kafla úr þessari grein, þar talar heilbrigð skynsemi og skýrir sigur fas- ismans yfir hinni gagnmerku þjóð, sem fyrir 153 árum letraði orðin ,,frelsi, jhfn- rétti, bræðralag” á skjöld sinn, með því- líkum skörungsskap að ljóma bar af um allan heim. Þessi kafli greinarinnar heit- ir ,,skýringin”, í næsta kafla á undan telur höfundur að franski flotinn hafi ver- ið nær heill og flugflotinn öflugur, og að nýlendurnar hafi haft 60 milljónir íbúa, •þegar Þjóðverjar sigruðu franska herinn. Skýringin ,,lin öllum lil undrunnr vnr þetta lálið ónotað og þau býsn gcrðust, nð Frakklnnd reyndist ótrútl fortíð sinni, yfirgaf bnnda tnenn sína í miðjum klíðum, lagði niður vopn án þess að bafa barizt til þrautar og gaf sig á vald óvini, sem hafði skýrt og skorinort lýst því yfir, að takmark hans væri tortíming Frakklands. Margir urðu nú í heiminum þeir, sem skildu ekki slíka uppgjöf og héldu að hnignun frönsku þjóðarinnar ein skýrði þessar að- farir. En sem betur fer er skýringin öll önnur. Hina réttu skýringu gátu þeir einir komið auga á, sem þekktu ítarlega stjórnmálalíf þjóðarinnar, einkum síðustu 15 ár. Skýringin cr cinföld og cr í stuttu ináli þcssi: Yfirráðamcnn frönsku borgarastéttar- innar, sem höfðu sætt sig við lýræði og lýðveldi, svo lengi sem þau ekki blökuðu alvarlega við sérréttindum auðmannahring anna, höfðu smámsaman, eftir því sem 3. lýðveldið gekk lengra í framkvœmd hugsjónanna frá 1789 gersl fjandmenn lýð ræðis og lýðveldis og loks fasistar að íyr- irmynd crlendra einræðisríkja. 6. febrúar 1934 er ekki cins þekktur dagur utan I rakklands og skyldi, því að dagurinn er merkur í sögu Frakka. I3ann dag rcyndu yfirráðamennirnir að kollvarpa lýðveldinu með því að tefla fram óaldarflokkum, sem þeir höfðu á mála. Arangurinn varð einungis sá, að mótspyrna fólksins óx, og leiddi hún til þess, að alþýðufylkingin myndaði stjórn 1936 undir forustu sósíal- ista. 1 fyrstu kom á samsærismennina. Það sló á þá flemtri, en þeir áttuðu sig brátt og hófu að undirbúa hefnd sína. Ofarir hersins færðu þeim kærkomið tækifæri. Og nú var því óspart haldið að mönnum að ófarirnar væru óbætanlegar og meira en það, þær voru jafnvel nauðsynleg eld- skírn til „heilbrigðrar endurreisnar” landsins , þ. c. a. s. til uppbyggingar ein- ræðisskipulags samkvæmt fyrirmynd faa- ista. Og það var sleitulaust barið inn í menn, að enginn vafi léki lengur á því, að sigur mundi falla einræðisnkjunum í skáut’ ’. Gerið samanburð Lesendur Bæjarpóstsins ættu að gera ítarlegan samanburð á þessum ummælum Henri Voillery og ummælum íslenzku þjóðstjórnarblaðanna um ósigur lýðræðis- ins og sigur fasismans. ■ ,■ I., —— '4*.'»- * Sannleikur, sem aldrei má gleymast Stjórnarbyltingin mikla í I rakklandi árið 1789 var bylting borgarastéttarinnar. Með hcnni var forréttindum klerka og aðals hrundið og borgarastéttinni gefið það vald og sá réttur, sem forréttinda- stéttirnar höfðu áður. Þessi bylting, með öllum hennar blóðs úthellingum og grimmd, var eitt mesta framfarasporið, sem mannkynið hefur stigið, unnendur menningar og framfara uin allan heim blessa þessa byltingu og þá menn sem höfðu manndóm til þess að ganga í opin'n dauðann fyrir hinar cilifu hugsjónir frelsis, jafnréttis ag bræðra- lags. En það eru flón ein, sem halda að það þjóðskipulag er reist var á rústum léns skipulags miðaldanna, hafi falið í sér alla fullkomnun, það gcrir ekkert mann- legt skipulag. Mannkynið gengur sína þróunarbraut og hverju þróunarstigi hæf- ir ákvcðið skipulag. — Hið borg- aralega auðvaldsskipulag, sem þróazt hcf- ur síðan á dögum stjórnarbyltingarinnar miklu í Frakklandi, fclur í sér þann mögu lcik, að samkvæmt lögum þcss og vcnj- um, vcrður það úr gildi numið og skipu- lag sósíalismans sett í þess stað, þessi Vantar nokkra verkamenn Upplýsingar á Laugaveg 1 8A, uppi, eftir kl. 6. Gunnlaugur B. Melsted. möguleiki hins borgaralega lýðræðis, að skapa nýtt ytra form í sambandi við þró- unina er þess dýrmæti kostur og allir sósíalistar óska þess af heilum hug að þau hamaskipti hins ytra skipulags, sem vcrða þurfa, geti farið fram á grundvelli laga og lýðræðis, allt skraf þjóðstjórnar- flokkanna um byltingarhug okkar sósíal- ista er því fleipur eitt og bull, bylting kemur þá og því aðeins til greina, að vilji meirihlutans sé fótum troðinn af rík- isvaldinu, að hið borgaralega lýðræði fái ekki að njóta sín. Hin mikla hætta ,,Yfirráðamenn frönsku borgarastétt- arinnar, sem höfðu sætt sig við lýðræðið og lýðveldið svo lengi sem þau blökuðu ekki alvarlega við sérréttindum auðmanna hringanna, höfðu smám saman, eftir því sem 3. lýðveldið gekk lengra í fram- kvæmd hugsjónanna frá 1789 gerzt féndur lýðræðis og lý'ðveldis og Joks fasistar að fyrirmynd erlendra einræðisherra”, segir hinn víðsýni Frakki, og þetta er sann- leikurinn um fasismann. Fasisminn er það form, sem lokabarátta auðvaldshcrranna (yfirráðamanna borgarastéttarinnar) tekur á sig. Alveg á sama hátt og klerkar og aðall börðust fyrir forréttindum sínum íyrr og á tímum stjórnarbyltingarinnar miklu, berjast auðvaldsherrarnir nú fyrir sínum forréttindum og þegar hið borgaralega lýðræði virðist vcra að verða farvegur nýs þjóðskipulags, þar sem þessi forréttindi eru ekki lengur til, þá snúast þeir gegn lýðræðinu sjálfu, gerast fasistar. betta er hin mikla hætta lýðræðisins, þetta er hin mikla hætta menningarinnar og fram- faranna. Það er sæmilegra öllum sósíal- istum að sameinast gegn þessari hættu en að dreifa út þvættingi og þrugli um ,,kommúnismann” sem orsök nazismans, eins og Alþýðublaðið og leiðtogar Al- þýðuflokksins gera. „LuxorMsjálfblekingur, dröfnóttur, tapaðist í gær. — Finnandi geri að- vart í síma 5 1 99. Ólafur Jóh. Sigurðsson xxxzinxzinxxnu 0<>0<><><>C><>C>0<><><> <><><><> Hjónín sem tóku úrið í gær eru vinsamlega beðin að skila því aftur í dag, svo ekki þurfi að snúa sér til lögreglunnar. oo^oooooooooooooo >0000000000000000^ nr nnu,yw-H:i,i rrrr-i ^ 1' r-i M.b. Lív tii Arnarstapa, Sands og Ólaís- víkur M.K Þormóður til Vestmannaeyja e.s. „Þór" til Fáskrúðsfjarðar og Reyðar- fjarðar Öll skipin eiga að fara á morgun og verður tekið á móti flutningi meðan rúm leyfir til hádegis sama dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.